Morgunblaðið - 06.12.1983, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983
47
Katrín H. Ágústsdóttir með nokkur
verk sín í Gerðubergi
Geröuberg:
Sýning Katrínar
H. Ágústsdóttur
í menningarmiðstöðinni við
Gerðuberg stendur nú yfir sýning á
verkum Katrínar H. Agústsdóttur.
Eru á sýningunni 36 vatnslitamyndir
og nokkrar batikslæður. Vatnslita-
myndirnar eru allar unnar á síðast-
liðnum tveimur árum og er mynd-
efnið sótt í miðbæ Reykjavíkur, auk
þess sem nokkrar landslagsmyndir
eru á syningunni.
Þetta er fyrsta einkasýning
Katrínar í Reykjavík, en sú átt-
unda sem hún heldur, auk þess
sem hún hefur tekið þátt í sam-
sýningum.
Sýningin stendur til 11. desem-
ber og er hún opin daglega frá kl.
14.00 til 22.00.
Siglufjörður:
21.000 krón-
ur greiddar
fyrir sýna-
töku úr loðnu
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
svohljóðandi athugasemd: „Vegna
greinar Hilmars Rósmundssonar í
Morgunblaðinu 1. desember síð-
astliðinn, sem fjallar m.a. um laun
starfsmanna Framleiðslueftirlits
sjávarafurða við sýnatöku í loðnu-
skipum í Vestmannaeyjum, vil ég
undirritaður upplýsa að hér í
Siglufirði eru komin á land 21 þús-
und tonn af loðnu úr 50 skipum og
launakostnaður við sýnatöku úr
því magni er kr. 21.000.-.
Siglufirði, 4. desember,
Valtýr Jónasson,
eftirlitsmaður.
Kvikmynd
SÍF sýnd á
Fiskiþingi
KVIKMYND Sölusambands ís-
lenzkra fiskframleiðenda um salt-
fiskvinnslu var sýnd á Fiskiþingi síð-
astliðinn Töstudag.
Tilefni þess voru ummæli eins
af fulltrúum á Fiskiþingi, sem
birtust í Morgunblaðinu síðastlið-
inn miðvikudag. Valgarð J. ólafs-
son, framkvæmdastjóri SÍF, sendi
Fiskiþingi bréf, þar sem hann
bauð myndina til sýningar á þing-
inu svo öðrum þingmönnum gæf-
ist kostur á að sjá hana og dæma.
Fiskiþing samþykkti síðan, að
myndin yrði sýnd.
Leiðrétting
ÓLAFUR Egilsson sendiherra
annaðist útgáfu bókarinnar
„Bjarni Benediktsson í augum
samtíðarmanna". Nafn hans mis-
ritaðist í blaðinu sl. sunnudag, er
birtur var kafli úr bókinni. Biðst
blaðið velvirðingar á því.
Þyrill enn kyrrsettur í Noregi:
Hugmyndir um að aðrir aðil-
ar yfirtaki rekstur skipsins
„HÉR ER um að ræða skuldir upp á um 100 þúsund norskar krónur,
ýmislegur aukakostnaður sem safnast hefur upp. Eg hef verið að vinna í því
baki brotnu undanfarið að útvega fjármagn til að leysa þetta mál, en það
liggur ekki á lausu. Búnaðarbankinn neitar að lána okkur meira, og þótt
við eigum milljónir útistandandi hjá tryggingafélögum þá gengur erfiðlega
aö fá þá peninga út,“ sagði Sigurður Markússon útgerðarmaður flutn-
ingaskipsins Þyrils, en Þyrill hefur legið kyrrsettur í höfn í Kristianssund í
Noregi frá því 14. nóvember. Það voru lánardrottnar í Noregi, Danmörku,
Svíþjóð og Frakklandi sem kröfðust
útgerðarinnar Olíuskips hf.
Morgunblaðið reyndi að afla
sér upplýsinga um skuldir Olíu-
skips hf. við Búnaðarbankann og
hugsanlegar aðgerðir bankans
hjá Magnúsi Jónssyni banka-
stjóra, en hann vildi ekkert um
málið segja. Þó er ljóst að nokkr-
ir aðilar hafa undanfarið verið að
kanna þann möguleika að yfir-
taka rekstur skipsins, þar á með-
al Gunnar Guðjónsson sf., skipa-
miðlarar. Magnús Ármann hjá
fyrirtækinu, vildi þó ekki tjá sig
um málið að svo stöddu, sagði að-
eins að það væri í athugun.
Sigurður Markússon sagði að
mikil óhappaalda hefði gengið yf-
ir skipið undanfarið. Ljósavélar
þess biluðu og skipið tók niðri við
kyrrsetningar skipsins vegna skulda
Höfn í Hornafirði þann 13. októ-
ber sl. Voru ljósavélarnar sendar
í viðgerð til skipasmíðastöðvar
Þorgeirs og Ellerts á Akranesi,
en reyndust of illa farnar og bil-
uðu aftur. Þá voru keyptar nýjar
ljósavélar og gekk Búnaðarbank-
inn í ábyrgð fyrir greiðslu á þeim.
Sagði Sigurður að tjón þetta yrði
bætt, en það tæki venjulega
a.m.k. tvo mánuði hjá trygginga-
félögum að meta tjónið, þannig
að peningarnir næðust ekki út
strax.
Sex af ellefu manna áhöfn Þyr-
ils eru enn um borð í skipinu, þrír
komu nýlega heim til íslands, en
tveir útlendingar sem voru í
áhöfninni, Dani og Englendingur,
eru farnir til síns heima. Islend-
ingarnir þrír komu þeim á kostn-
að norska ríkisins, en sem kunn-
ugt er taldi utanríkisráðuneytið
hér heima sig ekki eiga neinum
skyldum að gegna gagnvart þess-
um mönnum. Að sögn Guðmund-
ar Hallvarðssonar, formanns Sjó-
mannafélags Reykjavíkur, stóð
til að þeir sex, sem enn eru í Nor-
egi, kæmu heim í fyrradag og
hafði Sjómannasamband íslands
og Farmanna- og fiskimanna-
sambandið gengið frá farseðlum
þeirra. En vegna hugmynda um
að nýir aðilar tækju að sér rekst-
ur skipsins, ákváðu mennirnir að
vera um kyrrt.
Óskar Hallgrímsson í féiags-
málaráðuneytinu var inntur eftir
því hver réttarstaða skipverja um
borð væri í tilfelli eins og þessu.
Hann sagði: „Þegar útgerð missir
af einhverjum ástæðum umráð
yfir skipi, eiga skipverjar rétt á
að komast heim til sín á kostnað
útgerðarinnar, auk þess sem út-
gerðinni ber að halda þeim uppi í
erlendri höfn og greiða þeim
kaup í einn til tvo mánuði eftir að
þetta gerðist. Ef útgerðin verður
hins vegar lýst gjaldþrota, kemur
til kasta laga um ríkisábyrgð á
launum, sem eiga að tryggja það
að skipverjar fái laun sín greidd.
Það er miklu meira vandamál
með ferðakostnaðinn, en ég tel
hæpið að ríkinu beri að greiða
hann,“ sagði óskar.
Þyrill hefur verið í lýsisflutn-
ingum til Evrópu sl. ár. Olíuskip
hf. keypti Þyril í fyrra fyrir 275
þúsund dollara af SÍS. Skipið er
20 ára gamalt og var áður notað
til olíuflutninga. „íslendingar
flytja út 60 til 80 þúsund tonn af
lýsi til útlanda árlega," sagði Sig-
urður Markússon, „en hingað til
hefur þetta „verið flutt með er-
lendum skipum að mestu leyti,
aðallega dönskum. Ég vildi reyna
að breyta þessu. En sagt að segja
hefur allt gengið okkur í óhag.
Skipið var mjög illa farið þegar
ég keypti það, það var allt úr sér
gengið nema skrokkurinn og að-
alvélin. Það má segja að ég hafi
keypt köttinn í sekknum."
Vaknaöu
í Korgen rúminu frá IKEA
Hjónarúm meó náttborðum og dýnum
12.999-
HAGKAUP
Skeif unni 15