Morgunblaðið - 07.12.1983, Side 9

Morgunblaðið - 07.12.1983, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1983 41 Enda þótt ég gaeti sæmilega greint dýrð konungsins, dapraðist sjónin meir og meir. Ljóst var, að aðgerðin úti í Kaupmannahöfn hafði ekki heppnast. Ég lifði í tvö ár á mörkum ljóss og skugga. Sjónin fjaraði út smám saman eins og logi á týru, sem er að brenna upp síðasta olíudropan- um. Seinast gat ég aðeins greint sólina, en svo kom myrkrið. Eg var þá 12 ára. Umskiptin voru ekki svo mikil, því aðdragandinn hafði ver- ið langur. Ég hafði haldið í vonina í lengstu lög. Loks varð ég að játa, að það væri engin von lengur. Ekki svo að skilja, að ég hafi verið örvæntingarfullur, heldur hafði ég verið óraunsær. Ég hefði mátt vita að hverju stefndi. Ég tók örlögum mínum með jafnaðargeði, hugsaði aldrei með óhug til framtíðarinnar og fann ekki til neinnar vorkunnsemi með sjálfum mér. Móðir mín og bræður höfðu meiri áhyggjur af þessu en ég- Annars barst fötlun mín ekki svo mikið í tal. Ratvís leiðsögumaður 1 22. kafla bókarinnar, sem nefnist „Heimur í hugskoti", er fjallað um það, hvernig Guðmund- ur hefur markvisst reynt að láta ekki sjónleysið verða sér hindrun í vegi. Þeir, sem hafa fylgst með hon- um, undrast öryggi hans og at- hyglisgáfu, og eru margar sögur sagðar af slíku, harla ótrúlegar en sannar. Hér koma nokkrar þeirra úr bókinni: Meðal fyrstu véla, sem Guð- mundur keypti á Víðimelnum, var þykktarhefill. Hefillinn kom í pörtum og settu þeir hann saman, Guðmundur og Magnús Jónasson, frændi hans austan úr sveit. Það gekk fljótt og vel, en hefillinn gekk samt ekki. Þeir reyndu í nokkra daga að koma honum í lag, en allt kom fyrir ekki. Einn morg- uninn sem oftar voru þeir að stússast við hefilinn. Um hádegið fór Guðmundur inn í herbergi, sem hann hafði inn af verkstæð- inu og lagði sig, en kom skömmu síðar þjótandi fram, rauk beint í hefilinn, hreyfði lítið stykki og þar með var málið leyst. Þegar Víðishúsið var í bygg- ingu, var Guðmundur alltaf á staðnum og sprangaði á milli hæða. Engin stigahandrið ‘voru komin. Eitt sinn gleymdi Guð- mundur sér eitthvað á hlaupunum og húrraði fram af. Nærstaddir gripu fyrir augun, en Guðmundur lenti standandi á næstu hæð fyrir neðan, og hélt áfram ferð sinni eins og ekkert hefði í skorist. Guðmundur heimsótti fyrir nokkrum árum kunningjakonu sína, sem bjó úti á landi. Hún var nýflutt í hús sitt og spurði Guð- mundur hvenær það hefði verið byggt. Konan vissi það ekki ná- kvæmlega; annaðhvort árið 1941 eða 1942. Guðmundur stóð í dyr- unum og konan sá, að hann var eitthvað að þreifa aftur fyrir sig. Hann nefndi þá annað ártaiið al- veg ákveðinn. Konan fékk það staðfest síðar, að hann hafði rétt fyrir sér. Guðmundur þekkti skrána í hurðinni og vissi hvenær byrjað var að flytja inn þá gerð. Einn starfsmanna í Víði var nýbúinn að taka bílpróf og fékk Guðmundur hann til þess að keyra með sig austur í sveitir, að Ási í Rangárvallasýslu. Maðurinn hafði aldrei komið þangað, en Guð- mundur sagði til vegar. Á ákveðnum stað lét Guðmund- ur stöðva bílinn og sagði mannin- um, að hann ætlaði að sýna hon- um fallegan skógarlund. Guð- mundur lagði síðan af stað fót- gangandi og gekk á undan yfir tvo skurði og einn læk áður en komið var í skógarlundinn, sem sást ekki frá veginum. Ég hafði aldrei haft blindan leiðsögumann fyrr, sagði þessi maður. Svipað atvik henti annan starfsmann í Víði. Hann og Guð- mundur fóru saman á sýningu í Kaupmannahöfn. Sá hafði búið í Kaupmannahöfn í nokkur ár og fór með Guðmund á markverða staði í borginni. Á heimleiðinni var komið við í London og dvalist þar i tvo daga. Nú snerist dæmið við. Guðmundur hafði oft komið til London og þekkti vel til i mið- borginni, en félagi hans hafði aldrei komið þangað. Guðmundur fór með hann í sýnisferð um Ox- ford Street til Regent Palace, á Haymarkaðinn í áttina að Sankti Páls-kirkjunni og til Piccadilly. Aðeins einu sinni var spurt til vegar og það var, þegar Guðmund- ur valdi útgangspunktinn. Til marks um ratvísi Guðmund- ar í London, sagði Ólafía, kona hans, að eitt sinn er þau dvöldu þar, hefðu þau farið í verslunar- leiðangur fram og aftur um götur miðborgarinnar. Að loknum leið- angrinum ætlaði hún að taka stefnuna heim að hótelinu, en Guðmundur stoppaði og vildi fara í þveröfuga átt. Þau þráttuðu um þetta um stund, uns hún lét und- an, enda getur Guðmundur verið hið mesta þráablóð þegar sá gáll- inn er á honum. En það stóð heima. Hótelið var ekki langt frá í áttina, sem Guðmundur benti. Þú birtir þetta ekki með mínu leyfi, sagði Guðmundur svolítið hneykslaður, þegar ég hafði lesið þessar sögur fyrir hann. Ég sá þó, að hann hafði kímt í laumi undir lestrinum svo ég þóttist vita að samþykki hans fengist, ef lipur- lega yrði gengið eftir því. Hugblær og litir Hver er leyndardómurinn að baki þess, að Guðmundur ratar svona vel og getur hreyft sig af fullkomnu öryggi? Er ekki kominn tími til að hann ljóstri honum upp? Ef þetta er einhver leyndardóm- ur, þá er hann mér jafn hulinn eins og öllum öðrum, sagði Guð- mundur. Ég á meira að segja erfitt með að lýsa því, sem ég þó get gert mér grein fyrir. Það er svo með mig — og ég veit að svo er um fleiri blinda menn — að ég skynja veggi áður en ég kem að þeim og einnig finn ég dyr sem standa opnar jafnvel í nokkurra metra fjarlægð. Hvað þarna er á ferðinni get ég eiginlega ekki skýrt. En umhverfið þarf að vera ró- legt. Ég skynja grindurnar í hlið- inu hér fyrir utan og hef aldrei gengið á það. En það truflar mig, ef hvasst er í veðri. Minnið er yfirleitt mjög mikils virði við að rata. Ég geymi leiðirn- ar í minninu og svo er ýmislegt í umhverfinu, sem hægt er að skynja. Ég hef aldrei þjálfað mig í því að telja skrefin, eins og sum- um er ráðlagt og ég hef aldrei gengið með staf. Þó ég telji mig vita nokkurn veginn hvar ég er staddur, þegar ég er á ferð hér í Reykjavík, ferð- ast ég aldrei einsamall. Ég veit hins vegar um blint fólk, sem gerir það. Ef ég fer út, hef ég alltaf einhvern í fylgd með mér. Það hefur þó komið fyrir, að ég hef verið einn á ferð austur í sveit, en aldrei langt frá bænum. Þá þarf maður að hafa athyglina stöðugt vakandi. Eitt sinn var ég annars hugar og þá varð ég ramm- villtur. Þórður á Mófellsstöðum, sem ég hef minnst á áður, var dug- legur að rata á víðavangi. Svo er stundum verið að gera mér aðvart, þegar farið er yfir götu og upp á gangstéttarbrún. Mér finnst það vera óþarfi, því ég finn meðal annars á halla götunn- ar hver gangstéttin er. Mér er ekki hætt við að reka tærnar í. Ég held, að ég hafi verið frekar fótviss. Hestar eru misjafnlega fótvissir. Því skyldi ekki sama gilda um mannfólkið? — Hvernig er hægt að ná því öryggi að hitta á hurðarhúna og ljósarofa án þess að þreifa eftir þeim? Það byrjaði eiginlega á því, að ég hafði einsett mér að láta bera sem allra minnst á sjónleysinu. Ég tamdi mér þetta og það komst ótrúlega fljótt upp í vana næstum eins og hver önnur ósjálfráð hreyfing. Hitt er svo annað mál, að ég gleymdi oft að kveikja ljósin eftir að skyggja tók og þá lentu ýmsir, sem komu að finna mig, í vand- ræðum. Það má segja, að ég hafi verið fremur tillitslaus við þá sjá- andi. — Margir halda því fram, að hjá blindu fólki þroskist önnur skynfæri meira, svo sem heyrn og snertiskyn. Sjálfsagt má það til sanns vegar færa án þess að ég hafi fundið nokkurn mun á mér. Ég hef haft góða heyrn og næmi í fingurgóm- unum gagnvart smíðinni. En ég get ekki dæmt um, hvort það er meðfætt eða áunnið. — Sagt er að þú hafir svokallað sjónskyn, þannig að hú sjáir fyrir þér þá hluti, sem þú snertir? Það er eitthvað til í því. Ef ég snerti einhvern hlut, á ég auðvelt með að gera mér mynd af honum í huganum. Ég get einnig séð fyrir mér nýj- Trésmiðjan Víðir er stærsta hús- gagnaverksmiðja landsins. Nýja Víðishúsiö við Smiöjuveg í Kópa- vogi er um 7000 fermetrar að stærö og engin smásmíöi í sam- anburði við nærliggjandi hús ým- issa iðnfyrirtækja. Umskiptin hafa oröið mikil frá því aö Guð- mundur byrjaði einn að framleiða húsgögn fyrir almennan markað í 12 fermetra húsnæði. Loftmynd- ina yfir iðnaðarhverfið í Kópavogi tók Mats Wibe Lund. Stóra bygg- ingin meö Ijósa þakið er Víöis- húsið. ar vélar, þegar þeim er lýst fyrir mér, jafnvel innri gerð þeirra, ef svo ber undir. Og svo er svolítið einkennilegt, að ég set þann hugblæ sem hlutur vekur hjá mér i samband við ein- hvern lit. Þetta eru hreinar ímyndanir og ekki í neinum tengslum við raunveruleikann, en gefur tilverunni aukið gildi. Ég man eftir aðallitunum frá því ég var strákur og stend þannig betur að vígi en þeir sem hafa ver- ið blindir frá fæðingu. Blindskák við skipulag — Hvernig fórst þú að því að skipuleggja 5000 fermetra hús- næði og raða í það tækjum og vél- um? Þetta var enginn vandi. Maður þurfti ekki nauðsynlega að hafa yfirsýn yfir alian flötinn í einu. Ég sá hann fyrir mér í smáhólfum eftir því sem á þurfti að halda. Yfirleitt notaði ég ekki upphleypt- ar teikningar, en þó kom það fyrir. Sumir menn geta teflt blind- skák alveg leikandi, bæði séð stöð- una í huganum og horft nokkra leiki fram í tímann. Kannski hef ég þurft að tefla einhverskonar blindskák við skipulag og upp- byggingu fyrirtækisins. Mér þykir . trúlegt að sú samlíking eigi að ein- hverju leyti við. Hins vegar hef ég hvorki spilað né teflt mér til skemmtunar. Mér hefur aldrei fundist ég hafa tíma til þess. — Hvernig finnst þér viðmót manna gagnvart blindu fólki? Það er misjafnt. Flestir vilja þó vel. Hér áður fyrr fór í taugarnar á mér, þegar fólk var óþarflega hjálpsamt. Nú er ég orðinn svo breyttur, að ég læt mér það vel líka. — Á að gera sömu kröfur til blindra og annarra? Ég held að þeir hafi bara gott af því. Menn þroskast á því að glíma við verkefnin og uppfylla sína skyldu í lífinu. Þegar ætlast er til einhvers af þér, er það að minnsta kosti merki þess, að þú sért ein- hvers virði. Ékkert er eins niður- drepandi fyrir þroska einstakl- ingsins og að finna að hann sé ekki gjaldgengur í lífi og starfi þjóðarinnar. Annars hef ég ekki haft mikil afskipti af málefnum blindra. En ég tel, að sú starfsemi, sem það opinbera og félög, sem starfa að málefnum þeirra, hafa með hönd- um, sé nauðsynleg. Margir hafa ekki aðstöðu til að koma sér áfram sjálfir og þurfa á leiðbeiningu að halda, en best væri, að þeir störf- uðu sem mest úti í þjóðfélaginu eins og aðrir. Einhvernveginn finnst mér þó, að núna sé erfiðara að koma af stað sjálfstæðum atvinnurekstri heldur en var, þegar ég byrjaði. Þjóðfélagið er orðið flóknara og fleiri hindranir lagðar í veginn fyrir menn. Guðmundur fylgdi mér úr hlaði eftir þetta samtal. Rétt við enda stéttarinnar staðnæmdist hann og sagði: Nú finn ég fyrir hliðinu. Hann brosti íbygginn og benti til hliðar: Sjáðu, eru trén ekki mynd- arleg þarna í horninu?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.