Morgunblaðið - 07.12.1983, Page 12

Morgunblaðið - 07.12.1983, Page 12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1983 44 Sá nýjasti frá FIAT: Einfaldleiki er einkennandi fyrir innréttinguna. Fiat Panda 4x4 Panda með drifi á öllum hjólum — Fær góða dóma erlendra bílablaða Bflar Sighvatur Blöndahl KIAT-verksmiðjurnar ítölsku kynntu á dögunum bíl, sem eflaust á eftir að vekja athygli hér á landi, en það er FIAT Panda 4x4, eða með drifi á öllum hjólum. Gamla Panda- bílnum er hreinlega lyft upp og sett- ur undir hann nýr undirvagn. Sam- kvæmt upplýsingum FIAT-umboðs- ins eru fyrstu bílarnir væntanlegir hingað til lands á næstunni, en hins vegar annar FIAT ekki eftirspurn og því má búast við, að erfítt verði að fá bílinn hingað í einhverju magni. SAMSVARAR SÉR VEL Ef litið er á nýju Pönduna, þá samsvarar hún sér furðulega vel, þrátt fyrir að hún sé þetta há. Um er að ræða lítinn fjögurra manna bíl, sem þó hefur óvenjulega mik- ið rými. Innrétting bílsins er þannig hönnuð, að auðvelt er að breyta henni. T.d. er auðvelt að leggja sætin niður og geta þá tveir auðveldlega sofið í bílnum. Þá er hægt að fella aftursætin fram og gera bílinn þannig hentugan til flutninga. EINFALDLEIKI Einfaldleiki er einkennandi fyrir bílinn. Innrétting er frekar einföld, en þó er frágangur allur til fyrirmyndar. Mælaborðið er samþjappað þannig að gott er fyrir ökumann að handleika stjórntæki bílsins. Það vekur reyndar athygli hversu vel sér- fræðingum FIAT hefur tekizt að hanna mælaborðið. FÆR GÓÐA DÓMA Panda 4x4 fær mjög góða dóma í erlendum bílablöðum. Segja blaðamenn bílinn furðuseigan i torfæru landi, auk þess sem akst- urseiginleikar hans séu ágætir á venjulegum vegum þrátt fyrir hversu hár bíllinn sé. Vinnsla bílsins er sögð ágæt, en hann er knúinn 4 strokka, 965 rúmsenti- metra, 48 hestafla vél. Hámarks- hraði er sagður vera um 135 km/klst. og meðaleyðsla sam- kvæmt mælingum nokkurra bíla- blaða er sögð vera um 6,5 lítrar á 100 km að meðaltali í blönduðum akstri. MorminblaAió/Kristján Einarsson. Sjálfstæð fjöðrun á hverju hjóli kemur mjög vel út. One Ten, nýi Land-Rover-inn. One Ten sá nýjasti frá Land-Rover LAND-ROVER kynnti fyrr á þessu ári nokkuð breyttan Land-Rover af lengri gerðinni, en nýi bfllinn hlaut nafnið One Ten. IJm er að ræða bfl, sem er ekki ósvipaður þeim gamla í útlíti, en hins vegar er und- irvagn bflsins gjörbreyttur, auk þess sem aðrar vélar eru í boði. Þá er innréttingin öll mun skemmti- legri. Á dögunum voru hér á landi staddir menn frá Land-Rover við gerð auglýsingakvikmyndar og gafst mér þá tækifæri til að prófa nýja bílinn lítillega. Að vísu var um prufubíl að ræða, sem síðar breyttist nokkuð í meðförum, áður en hann kom á markað í endanlegri mynd á dögunum. Það sem vakti strax athygli var hversu innréttingin er öll skemmtilegri. Sætin eru til muna vandaðri og allur frágang- ur skemmtilegri. Bíllinn er með sæti fyrir allt að tíu manns, þrír geta setið frammi í, þrír í milli- röðinni og síðan fjórir aftur í, tveir hvoru megin á hliðarbekk. Ágætlega fer um ökumann og einn farþega frammi í, en veru- lega er farið að þrengja að þeim þriðja. Rýmið í milliröð og aftur í er ágætt. Fljótlega varð þess síðan vart, að fjöðrun bílsins er allt önnur og betri, enda er hann kominn með sjálfstæða fjöðrun á hvert hjól. One Ten liggur ágætlega á vegi, bæði á malbikinu og á ósléttum malarvegum. Þegar komið er í torfærur svarar hann furðuvel og seiglaðist áfram. Bíllinn er boðinn ýmist með 74 eða 114 hestafla benzínvélum, eða með 60 hestafla dísilvél. Bíll- inn, sem var hér á landi, var með dísilvél, reyndar ekki þeirri sem verður í bílnum í endanlegri mynd. Hann var alveg ágætlega kraftmikill, þannig að hægt er að komast furðulangt á bílnum í torfæru landslagi. One Ten er með 5 gíra kassa, þann sama og nú er boðinn í Range-Rover-bíIunum og kemur hann vel út. Skipting er mjög haganleg, reyndar mun skemmtilegri, en verið hefur f fjögurra gíra Range-Rover-bíl- unum. Kassinn er allur massív- ari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.