Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 Sex slösuð- ust á Eyrar- bakkavegi MJÖG harður árekstur varð á Eyrar- bakkavegi laust fyrir kl. 22 í gærkvöld. Sjö ungmenni voru í tveimur bílum og voru sex þeirra flutt á heilsugæslustöð- ina á Selfossi eftir áreksturinn og fjög- ur þeirra þaðan á sjúkrahús í Rvík. Það voru tveir fólksbílar frá Stokkseyri, sem lentu saman er þeir mættust á veginum milli Selfoss og Eyrarbakka. Bílarnir skemmdust mikið en lögreglan á Selfossi taldi i gærkvöld, að enginn hinna slösuðu væri í lífshættu. Skíðavertíðin hefst í Bláfiöll- stúdentar frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti lfin CII/Ál áOVVT f'V7:ulL....«_I.XI_f n_:iL.n: t —_.... 1 AH nrÁfoLírtoíní kar of vnn um um helgina UM HELGINA hefst skíðavertíðin í Bláfjöllum. Nægur snjór er nú í skíðabrekkum, þótt snjóalög séu nokkuð misjöfn við lyfturnar. Nægur snjór er við stólalyftuna og færi gott. Verður opnað kl. 13 á laugardag og lyftur í gangi til kl. 18. Á sunnudag verða lyftur í gangi kl. 10—18, ef engin breyting verður á veðri og færi. VIÐ SKÓLASLIT í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í gær var 147 nemendum afhent prófskírteini, þar af voru 63 stúdentar. Hæst á stúdentsprófi urðu Svanborg Tryggvadóttir með 170 einingar og 3% stig og Tryggvi Þorsteinsson með 138 einingar og 355 stig. Ingólfur Arnarson varð hæstur í sveinsprófsnámi á þriggja ára rafvirkjabraut og Hjördís Björg Andrésdóttir varð hæst á sérhæfðu verslunarprófi. 1256 nemendur eru nú í dagskóla FB og 644 í öldungadeild kvöldskóla. Atta sóttu um starf þing- fréttamanns ÁTTA umsóknir bárust um starf þingfréttamanns frétta- stofu sjónvarpsins en um- sóknarfrestur rann út í fyrra- kvöld. Tveir umsækjendanna óskuðu nafnleyndar en hinir eru: Árni Bergur Eiríksson, framkvæmda- stjóri, Birna Þórðardóttir, rit- stjóri Neista, Guðlaugur Tryggvi Karlsson, hagfræðingur, Herdís Þorgeirsdóttir, blaðamaður á DV, Jón Sigurgeirsson, dómara- fulltrúi hjá borgarfógetaembætt- inu, og Páll Magnússon, blaða- maður, m.a. umsjónarmaður Síð- degisvöku útvarpsins. Ráðið verður í starfið frá 15. janúar og til þingloka. Umsókn- irnar fara nú til útvarpsráðs til umsagnar en síðan er það út- varpsstjóri, sem tekur ákvörðun um ráðninguna. Tvö stjórnarfrumvörp um skattamál: • • Orvun fjárfestingar og eigin- fjármyndunar í atvinnulífinu Þuríður for- maður Þjóð- leikhúsráðs Þuríður Pálsdóttir hefur verið skipuð formaður Þjóðleikshúsráðs af menntamálaráðherra, Ragn- hildi Helgadóttur. Þuríður var til- nefnd í ráðið af þingflokki Sjálf- stæðisflokksins. Fram hafa verið lögrt stjórnarfrum- vörp um breytingu á lögum um tekju- og eignaskatt um frádrátt frá skatt- skyldum tekjum manna vegna fjárfest- ingar í atvinnurekstri, til samræmis við ákvæði í stjórnarsáttmála, þess efnis, „að örva fjárfestingu og eiginfjármynd- un í atvinnulífinu, en öflugt atvinnulff er forsenda bættra lífskjara í landinu", segir í greinargerð. Helztu breytingar sem fyrra frumvarpið felur í sér eru: • Arður og færslur í stofnsjóði: Arður af hlutafjáreign verði frá- dráttarbær hjá einstaklingum allt að 10% af nafnverði hlutabréfa, þó að hámarki kr. 25.000 hjá einstakl- ingi og kr. 50.000 hjá hjónum. Frá- dráttarbær hámarksupphæð, sem færð er félagsmanni í samvinnufé- lagi til tekna í stofnsjóð vegna við- skipta hækkar úr 5% í 7%. • Fjárfesting einstaklinga í atvinnurekstri: Lagt er til að heimilt verði að draga frá tekjum allt að kr. 20.000 hjá einstaklingi og kr. 40.000 hjá hjónum. Ákvæði þetta er til að örva almenna þátttöku í atvinnurekstri, þ.á m. nýmyndun eigin atvinnu- rekstrar og þátttöku í áhætturekstri í félagsformi. Gert er ráð fyrir fjór- um mismunandi tegundum fjárfest- ingar: 1) Bundnum stofnfjárreikn- ingum í bönkum og sparisjóðum, 2) fjárfestingu í hlutabréfum, 3) tillög í starfsmannasjóði til kaupa á hluta- bréfum, 4) fjárfestingu í hlutabréf- um 1 sérstökum fjárfestingarfélög- um. • Hlutabréfaeign og stofnfjárinnistæður: Lagt er til að hlutabréfaeign og innistæður á stofnfjárreikningum einstaklinga verði heimilt að draga frá eignum við ákvörðun á eignar- skattstofni, allt að kr. 250.000 hjá einstaklingi og kr. 500.000 hjá hjón- um. Síðara frumvarpið, sem er flutt í tengslum við hið fyrra, felur í sér nánari útlistun á skilyrðum þess að framlög til fjárfestingar í atvinnu- rekstri sé frádráttarbær frá skatt- skyldum tekjum. í greinargerð segir að nauðsynlegt sé að setja ítarlegar reglur um þetta efni. í fyrsta lagi til að tryggja það eftir megni að frá- drátturinn nái einungis til raunveru- legrar aukningar á framlögum til at- vinnurekstrar, í annan stað til að beina þessari fjárfestingu inn á ákveðnar brautir, þann veg að hér myndist fastmótaðar leiðir til fjár- festingar í áhættufé sem auðveldi al- menningi fjárfestingu, og í þriðja lagi til að veita þeim, er festa sparifé í atvinnurekstri vissa lágmarks- tryggingu fyrir því að þetta fé fari til fjárfestingar, sem lfkleg sé til að gefa arð. Frumvörp þessi er hægt að fá í skjalavörzlu Álþingis. Síðari fréttir í sjónvarpi: Tommi og Jenni fyrir fyrri fréttir Kasparov innsiglaði sigur- inn með auðveldum vinningi Skák Margeir Pétursson Örvæntingarfullar tilraunir Vikt- or Korchnois til að saxa á forskot Gary Kasparovs í einvígi þeirra í London leiddu að lokum til þess að hann kollkeyrði sig og tapaði clleftu skákinni. Kasparov stendur því uppi sem yfirburðasigurvegari, hann hlaut sjö vinninga gegn fjór- um vinningum Korchnois. Tafl- mennska Korchnois í upphafi ein- vígisins var traust eftir að hann vann fyrstu skákina, en eftir gróf mistök hans í sjöttu skákinni rak hver ósigur hans annan. Umskiptin urðu geysileg. Kftir fitnm skákir leiddi Korchnoi, 3—2, en úrslitin í síðustu skákunum urðu 5—1 fyrir Kasparov. Hvítt: Gary Kasparov Svart: Viktor Korchnoi Ben-Oni-byrjun I. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. g3 — c5. Þegar það er að duga eða drep- ast, þykir gott að grípa til Ben- Oni-byrjunarinnar. 4. d5 — cxd5, 5. cxd5 — b5!?, 6. Bg2 - d6, 7. b4! Korchnoi Þannig lék Timman gegn Sos- onko í Tilburg í fyrra og náði sterku frumkvæði. Korchnoi mistekst að jafna taflið. 7. — Ra6, 8. bxc5 — Rxc5, 9. Rf3 — g6, 10. 0-0 — Bg7, 11. Rd4 — 0-0, 12. Rc3 — a6, 13. Rc6 Þessi riddarastaðsetning tryggir hvítum mikla stöðuyfir- burði. 13. — Dc7, 14. Be3 — Bb7, 15. Bd4 — Hfe8, 16. a4! - bxa4, 17. Bxc5 — dxc5, 18. Dxa4 Korchnoi rambar nú þegar á barmi glötunar. 18. — Rd7, 19. Db3 — Bxc6, 20. dxc6 - Rb6, 21. Habl - Hab8, 22. Da3! — c4, 23. Hfcl - Bxc3, 24. Dxc3 — Hxe2, 25. Dd4 — a5, 26. Hb5! Svörtum tókst að vísu að losa sig við riddarann, en annað verra er komið í staðinn. Frípeð- ið ræður nú úrslitum. 26. — a4, 27. Bf3! — Hee8, 28. Dc5 — I)e7? Flýtir fyrir ósigrinum, en Korchnoi var í tlmahraki. 29. c7! - Dxc5, 30. Hxc5 - Hbc8, 31. Bb7 — Rd7, 32. Hc5xc4 og Korchnoi gafst upp. Einvígi taugaspennu og mistaka lokið. Úrslitin: Kasparov 0 'h ‘h Vz 'h 1 1 'h 1 'hl 7 v. Korchnoi I 'h 'h 'h 'h 0 0 'h 0 'hO 4 v. STUTTUR fréttaþáttur I lok kvöld- dagskrár og barnefni fyrir fréttir klukkan 20, eru meðal breytinga, sem útvarpsráð áætlar að gera á dagskrá sjónvarpsins eftir áramót, að því er Markús Örn Antonsson, formaður út- varpsráðs tjáði blaðamanni Morgun- blaðsins í gær. Markús sagði þessi mál hafa verið til umfjöllunar í ráðinu og hjá sjónvarpi um alllangan tíma, en hefðu nú verið samþykkt á framan- greindan hátt, að því tilskyldu að tæknileg eða fjárhagsleg atriði yrðu ekki í veginum. Meðal breytinga á barnaefninu sagði Markús Örn vera þær, að stuttir þættir fyrir börn, sem nú eru á dagskrá að loknum fréttum um klukkan 20.30, færðust fram fyrir fréttalestur klukkan 20. Meðal þátta af þessu tagi eru til dæmis Tommi og Jenni. Þá sagði Markús einnig, að hugmyndir væru um að barnaefni yrði aukið frá og með næstu sumar- dagskrá á þessum tíma sjónvars- dagskrárinnar og hæfist þá útsend- ing barnaefnis væntanlega um klukkan 19.30. Síðari kvöldfréttatímann sagði Markús fyrst og fremst hugsaðan sem yfirlitsfréttir, byggðar á fyrri fréttatíma, og því sem gerðist á kvöldin milli þess sem fréttalestri lýkur og dagskrá lýkur. Væntanlega yrði maður í hlutastarfi eða auka- starfi við þessa fréttavinnu á kvöld- in, samkvæmt tillögu fréttastofunn- ar. Markús Örn sagði, að ekki væri ætlun útvarpsráðs að þessi aukning frétta- og barnaefnis bitnuðu á dagskránni að öðru leyti, heldur myndi þetta þýða viðbót við dag- skrártíma. Overðtryggðir vextir lækka á bilinu 3,5-7% tTTJÓRN Seólabankans hefur ákveðið að 21. desember nk. lækki vextir óverðtryggðra innlána og útlána um 3.5— 7,0 prósentustig, og að vextir verðtryggðra útlána og sparifjár, sem fest er í langan tíma, hækki um 0,5—10,0 prósentustig. Að meðaltali lækkar ávöxtun inn- og útlána með þessum ákvörðunum um nálægt 5,5%. Ávöxtun útlána verður yfirleitt á bilinu 26—29% og sparifjár 21.5- 26,6%. í frétt frá Seðlabankanum segir m.a.: ^Vaxtabreyting þessi er hin fjórða í röð mánaðarlegra breytinga síðan í september er verðbólga hafði lækkað niður fyrir vexti. Enda þótt algengir vextir verði nú aðeins um helmingur þess sem þeir voru fyrir 21. september sl. er ástæða til þess að vekja athygli á því, að þeir eru nú mun hærri að tiltölu við verðlags- og tekjubreytingar en þeir voru fyrir fáum mánuðum, og reyndar hærri en verið hefur um margra ára skeið. Raunvextir hafa m.ö.o. hækk- að, sem þýðir að nú er hagkvæmara en áður var að eiga sparifé, og á hinn bóginn óráðlegt að taka lán nema til arðbærra verkefna. Hækk- un raunvaxta hvetur því til ráð- deildar, sem brýn þörf er fyrir í þjóðfélaginu, ef draga á úr viðskiptahalla og skuldasöfnun við útlönd."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.