Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 Gísli J. Ástþórsson Einsog mér sýnist Eru stýnmenn rakari en hásetar? „Allar reglur sem mismuna þegnunum eru slæmar reglur ... “ Nú erum við búin að eignast bjórstofu í höfuö- staönum þarsem breskur vínandi á þykjast aö svífa yfir vötnunum og viö eig- um aö nafninu til aö geta svolgraö áfengan bjór af hjartans lyst, þóaö hann sé þaö aö vísu bara líka i þykjustunni einsog krakk- arnir segja. Allir eiga aö vera „jolly“ einsog það heitir hjá Tjallanum og full- ir af hnyttni og góölátleg- um athugasemdum og djúpri þjórstofuspeki. „Fullir af“ er einmitt lyk- iloröiö. Menn eiga meö öörum oröum alls ekki aö vera fullir heldur einungis „fullir af“, sem er ekki ein- asta allt annar handleggur einsog allir vita heldur gerir líka æöi oft gæfu- muninn einsog dæmin sanna, aö ég er hræddur um. Okkur íslendingum reynist nefnilega öllu auð- veldara aö vera fullir en „fullir af“. Menn svífa inní samkvæmin meö bros á vör og fágaöir framí fing- urgóma og enda viö lítinn orðstír á hvolfi inní klæöa- skápnum. Það er norræna blóöið og svo írinn í okkur sem veldur þessum ósköpum aö sumir ætla, og eru þarmeö aö reyna aö hugga sig viö aö okkur sé þetta áskapaö, en stund- um er auk þess engu lík- ara en aö hér sé einskonar samsæri á feröinni. Ég á viö leikreglurnar sem rtkisvaldiö setur okkur í þessum efnum. Þannig á brjóstbirtan í áfenga drykknum, sem er kenndur viö bjór og sem menn mega innbyröa á fyrrnefndri krá, rætur sín- ar aö rekja til ósvikins vín- anda sem blandað er útí hann. Þetta kann aö vera Ijúfasti drykkur og aö vínglöggir menn meö há- þróaöa bragölauka fái bókstaflega andarteppu af hrifningu þegar þeir heyra hann nefndan, en auk þess sem mér var innrætt í Pernsku aö einmitt svona glundur væri einmitt þaö glundur sem verst væri hænuhausum, þá er sann- leikurinn vitanlega sá aö blanda af þessu tagi á álíka mikið skylt viö Carls- berg til dæmis og sjóvetti- ingar viö úrvals svínsleö- urhanska. Þó segir löggjafinn okkur aö veitingamaöur- inn megi ekki rétta okkur danskan bjór eöa „sterk- an“ bjór af íslenskum upp- runa aö viðlagðri refsingu; en ef hann peörar fáeinum dropum af Egilsöli útí glas og dælir þaö síöan barma- fullt af vodka eöa brenni- víni, þá er veitingamannin- um guövelkomiö aö kála okkur meö því. Annaö er eftir þessu. Þaö fer eftir starfsheiti far- mannsins sem skilar sér heim frá útlöndum hvaö hann má hafa margar flöskur af erlendum miöi i sjópokahorninu þegar hann stikar í iand. Stýri- maöurinn má koma meö helmingi meira magn en hásetinn. Sömuleiöis skilst mér aö ekki einasta flug- mennirnir á millilandavél- unum okkar geti lögum samkvæmt legiö í bjórn- um áriö um kring ef þeir eru þannig innréttaöir heldur ennfremur og þar- aöauki blessaöar flug- freyjurnar líka ef þær eru þannig innréttaöar. Þaö er þessi skrípaleik- ur sem ég á viö þegar ég er aö fárast yfir leikreglun- um sem svo eiga aö heita. Maöur gerist „íhaldssam- ari“ meö árunum og jafn- vel „ábyrgari" að maöur reynir aö minnstakosti aö telja sjálfum sér trú um, og þar kemur raunar lika aö í sjálfu sér stendur manni eiginlega réttsvona á sama hvort heldur maö- ur er aö geispa yfir sönnum guöaveigum eöa bara einhverri ólyfjan sem húsbóndinn sullaöi saman undir kjallarastiganum úr spíra og kardimonimu- dropum og er aö basla viö aö telja manni trú um aö sé fjögurra stjarna koníak. Því er þaö aö maöur er svosem ekkert að syrgja þaö lengur þóaö maöur geti ekki snaraö sér inná öldurhús og beðiö snúö- ugt um kollu af ósviknum bjór án þess aö barþjónn- inn foröi sér í ofboði inní býtibúriö og kveöji til alla geölækna bæjarins. En allar reglur sem mis- muna þegnunum eru slæmar reglur, og þegar þær eru fáránlegar aö auki eru þær afar slæmar. Lítiö á dæmiö af farmönn- unum. Eru „úthlutunar- reglur“ ríkisvaldsins kannski í þessu tilviki eins- konar bevís uppá þaö aö stýrimenn séu helmíngi drykkfelldari en hásetar? Eins mætti spyrja hvers- vegna járnsmiöurinn sem er búinn aö skvera sig af eftir erfiðan dag sé þess síöur maklegur en sjó- maöurinn aö fá sér bjór- tár. Enn mætti spyrja hversvegna lúin kona sem vinnur í málningarverk- smiöju njóti ekki sömu fríðinda á þessu sviöi og slæpt kona sem gengur um beina í flugvél. Og loks mætti spyrja hvaöa vit sé í þannig vínfangareglum sem segja okkur nánast aö ef hinn almenni borgari vilji af einhverjum annar- legum ástæöum ólmur koma sér upp bjórvömb, þá veröi hann annaö tveggja aö næla sér í flugstjóraskírteini eöa dengja sér útí pólitík meö bjórfríöindi ráöherra- stólsins aö leiöarljósi? Um daginn byrjuöu menn allt í einu aö skatt- yröast j blööunum útaf svokallaöri áfengismenn- ingu, en samkvæmt mæl- ingum ofanritaös koma svona hlaup i mannfólkiö á svosem tveggja ára fresti rétt einsog í Skeiö- ará. Menn veröa þá bæöi argir og hneykslaöir og allir vilja hafa síöasta orö- iö, sem er samt alltaf bor- in von, þvíað Halldór frá Kirkjubóli hefur haft þaö í Tímanum síðan 1940 eöa þarumbil. Mér finnst „áfengis- menning" afleitt orö og til dæmis „drykkjusiöir" ólíkt betra, en þaö er kannski of alþýölegt. Nú skal allt vera uppá „menninguna" og jafnvel þaö hvernig og hvenær og af hvaöa tilefni menn lyfta glasi. Ég er hinsvegar hræddur um aö menningararfur okkar ís- lendinga á þessum vett- vangi sé heldur óbeysinn aö ekki sé meira sagt. Annarhver klerkur viröist öldum saman hafa stund- aö þá iöju aö stingast á höfuöiö oní pytt á leiðinni til messugeröar, og Egill okkar Skallagrímsson ældi kófdrukkinn yfir hús- ráðendur. Þá er svo komiö núna, þrátt fyrir öll boö og bönn, aö samkvæmt opinberum skýrslum fluttum viö inn yfir 200 tonn af áfengum bjór á siöasta drykkjuári, sem er umtalsveröur sjór þegar haft er í huga aö í hann fellur aö auki Frí- hafnarbjórinn og framlag smyglaranna, sem og lög- urinn sem menn eru aö brugga í geymslum og þvottahúsum úr efnum og eftir uppskriftum sem ríkiö hiröir sinn ágóöa af án þess aö blikna eöa blána. Hiö svokallaöa íslenska bjórbann er semsagt aö- eins „í þykjustunni", ein- ungis til þess aö sýnast. Nema hvaö sumir heita séra Jón í íslensku áfeng- islöggjöfinni og kneyfa Carlsberg, en aörir heita bara Jón og er vísaö á glundriö. Jólasöngvar Tónlist Jón Ásgeirsson Pólýfónkórinn og kórskóli kórsins undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar hélt áhuga- sömum hljómleikagestum jólasöngvahátíð í Kristskirkju á Landakotshæð og komu þar einnig fram einsöngvararnir Kristinn Sigmundsson og Una Elefsen. Þeir sem aðstoðuðu við undirleik voru Þórhallur Birgisson, Kathleen Bearden Birgisson á fiðlur, Inga Rós Ingólfsdóttir á selló og Hörður Áskelsson á orgel og lék auk þess nokkur kóralforspil. Á milli tónlistaratriða las séra Gunnar Björnsson úr Ritning- unni. Um tuttugu verk voru flutt á þessari Jólavöku, margar perlur eins og t.d. Það aldin út er sprungið, eftir Praetoríus, Kom þú vor Imm- anúel og Nú kemur heimsins hjálparráð í raddskipan Rób- erts A. Ottóssonar, Ó, Jesú- barn blítt eftir Bach, Heims um ból og tveir þættir úr söngverkum eftir Schutz. Nokkur laganna voru sungin af öllum viðstöddum, tveimur kórum og hljómleikagestum, sem með einni undantekningu tóku mjög vel undir. Það var í ensku jólalagi, sennilega sung- ið í fyrsta sinn í íslenskri kirkju, við texta eftir Sigurjón Guðjónsson, „í Guði fagnið góðir menn“. Margir þekkja lagið og hefðu líklega sungið með en sakir nýtískulegrar raddsetningar, bæði fyrir kór- inn og orgelið, var söngurinn mjög ósamtaka og að síðustu hætti fólk að syngja með. Trú- lega er þessi raddsetning vei nothæf til flutnings á tónleik- um en ónothæf fyrir almenn- an kirkjusöng. Kirstinn Sig- mundsson söng einsöng í Nótt- in var sú ágæt ein, eftir þá góðu menn Sigvalda Kalda- lóns og Einar Sigurðsson og hljómleikagestir sungu viðlag- ið undir stjórn söngstjórans. IIna Elefsen Kristinn söng lagið mjög fal- lega. Ung söngkona, er hefur stundað söngnám á Ítalíu un- anfarið en þó stöku sinnum látið í sér heyra, söng Panis Angelicus eftir Cesar Franck. Það er engan veginn gott að syngja svona eitt lag og mátti kenna nokkurn óstyrk í rödd- inni. Una Elefsen hefur mjög fallega rödd og hefur þegar náð töluverðu valdi á henni og verður fróðlegt að heyra hana takast á við verkefni, er hún velur sér til flutnings á tón- leikum. Ingólfur Guðbrands- son hefur þegar komið upp vísi að góðum kór með þeim nemendum, sem frá því í ha- ust hafa stundað nám við kór- skóla Pólýfónkórsins. Kórskólakórinn söng Heilagur heilagur, eftir Schubert og var þokki yfir söngnum. Pólýfónkórinn hefur oft ver- ið betur samstilltur, þó margt hafi verið vel flutt, en þá ber að hafa í huga, að margra glæsilegra söngstunda er að minnast hjá þessum útverði íslenskrar sönglistar. Þá ber og að hafa í huga, að eiginlegt starf kórsins er vart hafið, en samkvæmt efnisskránni tekur Pólýfónkórinn formlega aftur til starfa 11. janúar á næsta ári og ætlar sér verk eftir Rossini og Verdi til flutnings með Sinfóníuhljómsveit Is- lands. Hörður Áskelsson lék nokkur kóralforspil og er rétt að það komi fram, að leikur hans var gæddur þeim þokka og innileik sem snertir mann. Það er eitthvað gott og fallegt í leik þessa ágæta orgelleik- ara. Sjúkrastöð SÁÁ: * A áttunda þúsund til- lögur um nafn Á ÁTTUNDA þúsund tillögur um nafn á sjúkrastöð SÁÁ, sem unnið er að í Grafarvogi, bárust til dóm- nefndar. í fréttatilkynningu frá samtök- unum segir m.a. að fimm manna dómnefnd muni velja nafnið og verði það tilkynnt um leið og sjúkrastöðin verður vígð. Þar seg- ir ennfremur að vonir standi til að starfræksla þar geti hafist fyrir áramót og stjórn samtakanna sé afar þakklát fyrir þann mikilvæga stuðning sem þúsundir lands- manna hafi lagt af mörkum, eins og komist er að orði í tilkynning- unni. Tilkynningunni lýkur svo: „Þýð- ingarmikill stuðningur við bygg- ingu sjúkrastöðvarinnar er gjafa- bréf SÁÁ. Þann 19. desember nk. verður dregið um 10 vinninga og treystir stjórn SÁÁ á góð við- brögð handhafa gjafabréfanna nú sem fyrr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.