Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 „Frú Pigalopp og jólapósturinn“ BÓKAÚTGÁFA /Kskunnar hefur sent frá sér nýja barnabók, „Frú Pigalopp og jólasveinninn", eftir Björn Rönn- ingen með teikningum eftir Vivian Zahl Olsen. Þýðandi er Guðni Kol- beinsson. I frétt frá útgefanda segir m.a.: „Frú Pigalopp er mikil kjarna- kona sem á heima í Þúsunddyra- húsinu uppi á hæðinni fyrir ofan litla bæinn. í fyrra týndust öll jólakortin hennar í póstinum svo að hún ákveður að vinna sem aukapóstur fyrir þessi jól. Þá getur hún sjálf séð um að jólapósturinn hennar komist á áfangastað. En margt fer öðruvísi en ætlað er... „Frú Pigalopp og jólapósturinn" er skemmtileg og jákvæð barnabók um síglaða konu sem metur lífið meira en lffsgæði. Bókin er prýdd á annað hundrað fallegra og sér- stæðra litmynda. Höfundur og teiknari hafa gert margar bækur saman. Þau fengu verðlaun fyrir bestu norsku myndabókina árið 1981. Bókin er 173 bls.“ Allt í stfl Kaupiö aöeins það besta í barnaherbergiö -h...: • ^ • k Sjón er sögu ríkari Margar viöartegundir Furu-veggeiningar margar gerðir. Góöir greiðsluskilmálar. Frí heimsending. Húsgagnaverslun, Reykjavíkurvegi 68, Hafnarlirði, s. 54343. Lusinchi boðar aðhalds- aðgerðir Tekur þó ekki vid forseta- embætti í Venezuela fyrr en í febrúar AF ERLENDUM VETTVANGI eftir HAROLD OLMOS Uppskipun við höfnina í Caracas, höfuðborg Venezuela. HINN NÝI forseti Venezuela, Jaime Lusinchi, vann yfirburðasigur í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. Almenn ánægja ríkir í land- inu með kjör hans og Lusinchi segist staðráðinn í að nýta sér hinn mikla meðbyr sem hann hefur til þess að takast á við efnahagsvanda- mál þjóðarinnar. Jafnframt hefur hann í hyggju að skapa nýja utanrík- isstefnu, sem fréttaskýrendur telja geta orðið afar mikilvæga í barátt- unni fyrir friði í Mið-Ameríku. Lusinchi, sem er sósíaldemó- krati og bauð sig fram í nafni flokks lýðræðissinna, virðist þó aðallega hafa hlotið svo góða kosningu sem raun bar vitni vegna þess hversu þreyttir kjós- endur voru orðnir á kreppu- ástandinu í landinu. Ástandið hefur farið dagversnandi að heit- ið getur og nú er svo komið að 800.000 manns eru án atvinnu. Svarar það til 17% allra vinnu- færra manna í landinu. Nýjar aðgerðir Nú þegar, áður en Lusinchi hefur einu sinni svarið embættis- eið, hafa ráðgjafar hans þegar tilkynnt aðgerðir. Hinn nýi for- seti tekur ekki formlega við emb- ætti fyrr en 2. febrúar á næsta ári. Aðgerðirnar miða flestar að því að hinn almenni borgari herði sultarólina til að mæta erf- iðleikunum. Eru þessar aðgerðir fyrirskipaðar m.a. til þess að ganga í augun á erlendum lánar- drottnum. Þeir hafa til þessa þverneitað að eiga nokkrar við- ræður um framlengingu lána vegna aðgerðarleysis stjórn- valda. Þá er jafnframt talið, að hinn öruggi sigur í kosningunum muni auðvelda Lusinchi að koma í framkvæmd nýrri utanríkis- stefnu. „Róleg og yfirveguð" eru inntaksorð hennar. Núverandi forseti landsins, Luis Herrera, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir „vafasama" utanríkis- stefnu, sérstaklega í Mið-Amer- íku og Karabíska hafinu. Sem dæmi um stefnu hans í Mið-Ameríku má nefna, að hann studdi Jose Napoleon Duarte með ráðum og ráð á árunum 1980—81, í jafnvel í ljósi þeirrar staðreyndar, að stjórn Duarte hafði verið sek fundin um stór- felld og ítrekuð mannréttinda- brot. Þá voru samskipti við Kúbu stormasöm, en vindana lægði að mestu eftir að Falklandseyja- stríðinu lauk í júní í fyrra. Ágreiningnum var þó ekki lokið því grundavallarmunur er á stjórnkerfum ríkjanna tveggja. Aðeins tveimur sólarhringum fyrir kjör sitt lýsti Lusinchi því yfir, að samskiptin við Kúbu yrðu „byggð á virðingu, en með vissum efasemdum." Lusinchi er einlægur fyigis- maður Contadora-hópsins, sem reynt hefur að stuðla að friði í Mið-Ameríku. Þess er fastlega vænst, að Lusinchi muni reyna að beita áhrifum sínum við stjórnvöld i Nicaragua til þess að þau efni til kosninga eigi síðar en 1985. Hann hefur áður ítrekað farið þess á leit við stjórn sand- inista, að hún ryðji lýðræðinu braut. Jafnframt hefur hann hvatt Bandaríkin til þess að hlut- ast ekki til um málefni Nicar- agua. Bandaríkjastjórn fær tækifæri til viðræðna við Lusinchi nú á allra næstu dögum þegar Henry Kissinger, formaður sérstakrar Mið-Ameríku-nefndar Banda- ríkjastjórnar, kemur til Caracas, höfuðborgar Venezuela. Þar mun hann m.a. eiga viðræður við stjórnvöld um ástandið í Mið- Ameríku. „Ég dreg ekki í efa að við munum geta starfað áfram á jafnréttisgrundvelli sem fyrr," sagði einn nefndarmanna, sem ekki vildi láta nafns getið. Útflutningur Bandarfkjanna til Venezuela nemur um 4 millj- örðum dollara ár hvert og eru þau jafnframt stærsti viðskipta- aðilinn í utanríkisverslun Ven- ezuela Afhroö vinstri flokkanna Vinstri flokkarnir í Venezuela, sem hlutu enn verri útreið í ný- afstöðnum kosningum en í kosn- ingum 1978, munu nánast engin áhrif hafa á aðgerðir næstu rík- isstjórnar. Úrslitin í kosningun- um þóttu ennfremur undirstrika hversu öflugir tveir stærstu stjórnmaálaflokkarnir eru í raun. Skoðanakannanir höfðu t.d. gefið til kynna, að frambjóðandi sósíalistahreyfingarinnar hlyti 17% atkvæða. Þegar á hólminn var komið fékk hann tæpan fjórðung þess fylgis. Ef öll at- kvæði vinstri flokkanna eru lögð saman nema þau tæplega 8 af hundraði. Er það a.m.k. 3% minna en þeir hlutu 1978. Þá líta fréttaskýrendur á hinn mikla sigur Lusinchi sem hnefahögg í andlit vinstri flokkanna og þá ekki síður núverandi stjórnvalda. „Lusinchi var hreinlega eins og ryksuga og hreinsaði til sín allt fylgi andstæðinganna," sagði Teodore Petkoff, sem var leiðtogi skæruliða á sjöunda áratugnum. „Fjölmargir kjósendur gátu ekki hugsað sér áframhaldandi stjórn kristilegra sósíalista og greiddu því Lusinchi, fulltrúa stærsta stjórnarandstöðuflokksins, at- kvæði sitt.“ Það var ekki fyrr en í byrjun þessa árs að efnahagskreppan, sem þjakað hefur nágrannalönd- in, tók að gera vart við sig í Ven- ezuela eftir áratugs blómaskeið vegna olíusölunnar. Atvinnuleysi jókst hröðum skrefum, erlendar skuldir hrönnuðust upp og skort- ur á ýmsum vörum tók að gera vart við sig. Núverandi stjórnvöld segja ástandið ekki sína sök og kenna megi því um hvernig komið er fyrir efnahagi fjölmargra þjóða heims. „Venezuela er aðeins eitt þeirra landa, sem fengið hefur að finna fyrir heimskreppunni og við því er ekkert að gera. Bruðl fyrri stjórnar á ekki síður sinn þátt I því hvernig komið er fyrir okkur nú,“ sagði talsmaður stjórnarinnar. En nýafstaðnar kosningar bera því vitni að hinn almenni kjósandi var ekki sammála stjórnvöldum. Flokkur kristi- legra sósíalista mun væntanlega aðeins fá 13—14 þingsæti í öld- ungadeildinni i stað 21, sem hann hafði áður. Að sama skapi mun þingmönnum hans í fulltrúa- deildinni fækka úr 81 í 58. Flokk- ur Lusinchis mun hins vegar fá 28—29 þingmenn í öldungadeild- inni og 116 fulltrúadeiidarþing- menn. Óneitanlega þægilegur meirihluti, sem Lusinchi nýtur, er hann hefur feril sinn sem for- seti. Harold Olmos er frétlaritari hjá Associated Press.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.