Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 48
Bítlaæðið EDCADW*! LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Sjávarútvegsráðherra ákveður 220.000 lesta þorskafla á næsta ári: Nær að miða afla við 250—260 þús. lestir _ r — segir Guðjón Kristjánsson, skipstjóri og formaður FFSI Sjávarútvegsráðherra hefur nú tekið ákvörðun um aflamark helztu botnfisktegunda á næsta ári. Leyft verður að veiða 220.000 lestir af þorski eða 70.000 lestum minna en gert er ráð fyrir að veiðist á þessu ári. Tillaga fiskifræðinga var um 200.000 lesta aflamark á þorski. Guðjón Kristjánsson, skipstjóri og formaður Farmanna- og fiskimanna- sambandsins, segir í samtali við Morgunblaðið, að fráleitt sé að taka mark á tillögum fiskifræðinga vegna mikillar skekkju í mati þeirra á stofnstærðinni. Réttar sé aö miða við 250.000 til 260.000 lesta þorsk- afla á næsta ári. Hann segir ennfremur, að fyrst stjórnvöld taki ákvörðun um svona mikla aflalækkun, verði að bæta\ sjómönnum upp tekjutapið með verulegri hækkun fiskverðs eða skattalækkun á næsta ári eigi fjöldi sjómannsheimila ekki að verða gjaldþrota. Á því sé mikil hætta verði ekkert að gert. Kristján Ragnarsson, formaður og framkvæmdastjóri LÍÚ, segir í samtali við blaðið, að ástand / Nýja Mjólkursamsöluhúsið: Keyptar vélar fyrir 45 millj. þorskstofnsins sé feiknarlegt áfall fyrir útgerðina og þjóðina í heild. Hins vegar sé hagsmunum okkar betur komið með því að veiða inn- an þeirra marka að stofninn nái r á ný fremur en að gera kröfur um meiri veiði. ' í ákvörðun sjávarútvegsráð- herra er alls staðar gert ráð fyrir að veiða meira áf^helztu botnfisk- tegundum, en gert er ráð fyrir í tillögum fiskifræðinga. Á þessu ári er gert ráð fyrir að alls veiðist 580.000 lestir af 7 helztu botnfisk- tegundunum, tillögur fiskifræð- inga eru 457.000 lestir en ákvörðun ráðuneytisins 512.000 til 522.000 lestir. Ekki er um mikla breytingu á aflamarkinu að ræða nema hvað varðar þorskinn og skarkola, en gert er ráð fyrir að veiða 17.000 lestir af kola á næsta ári. Tillaga fiskifræðinga er um 10.000 lestir en á þessu ári er gert ráð fyrir því að 8.000 lestir af kola veiðist. Sjá nánar greinargerð ráðuneytis- ins og viðtöl við Kristján Ragnarsson og Guðjón Kristjánsson á miðopnu blaðsins í dag. Mynd/ Jón Knrl Snorruon. Hellisheiöi: Rúta gjöreyði- lagðist í eldi ÞEIM brá í brún upp á Hellis- og slökkviliðið í Hveragerði var heiðl laust eftir hádegi í gær, fé- kallað á vettvang. lögunum tveimur á Mercedes Benz rútunni, þegar þeir lyftu Þegar var hafist handa um upp vélarhlífinni. Eldur gaus upp slökkvistarf og tókst að bjarga á móti þeim og ekkert varð við nokkrum heyböggum, sem ráðið. A skömmum tíma stóðu voru í bifreiðinni svo og far- eldtungurnar upp af bifreiðinni angri, en bifreiðin er gjörónýt. MJÓLKURSAMSALAN í Reykjavík gerði nýlega samning við breska fyrirtækið APV um kaup á öllum mjólkurvinnsluvélum í nýja Mjólk- Fangar struku TVEIR fangar struku úr Hegn- ingarhúsinu við Skólavörðustíg í gærkvöldi. Þeir voru ófundnir, þegar Mbl. hafði síðast fregnir um miðnætti. ursamsöluhúsið sem nú er í bygg- ingu að Bitruhálsi í Reykjavík. Kaupverð vélanna er 1,1 milljón pund eða rúmar 45 milljónir ís- lenskra króna, að sögn Guðlaugs Björgvinssonar forstjóra Mjólk- ursamsölunnar. Guðlaugur sagði að vélarnar hefðu verið boðnar út og eftir að mikil vinna hefði verið lögð í að reikna út þau þrjú tilboð sem bárust hefði tiíboð APV verið talið hagstæðast. Tilboð hefðu auk þess borist frá sænska fyrirtæk- inu Alfa-laval og danska fyrirtæk- inu Pasilac. Vélarnar verða settar upp á árinu 1985 og 1986 en að sögn Guðlaugs er stefnt að því að taka húsið í notkun á miðju ári 1986. Ymsar vörur lækka vegna stöðugs gengis ÝMSAR vörutegundir hafa undan- farið lækkað í verði í verslunum. Þannig má nefna, að hveiti í heild- sölu, 5 Ibs., hefur lækkað úr 51,70 krónum í júní í 45,50 krónur þann 16. desember. Tvö kfló af sykri hafa lækkað úr 38,60 krónum frá í júní í 28,80 í desember. „Við verðútreikinga er heimild af hálfu Verðlagsstofnunar að taka inn í verðið breytingar á gengi síðustu þriggja mánaða. Þetta hefur verið viðtekin venja í nokkur ár. Innflytjendur hafa haft heimild til að taka inn í verðið hugsanlegar breytingar á gjaldmiðlum. Nú hins vegar hafa orðið litlar breytingar á gengi ís- lenzku krónunnar og því hefur þetta fallið niður. í ýmsum til- vikum hefur þetta komið til lækkunar verði á vörum," sagði Magnús Finnsson, framkvæmda- stjóri Kaupmannasamtakanna í samtali við Mbl. um ástæður þessara verðlækkana. Grámávur veizlumat- ur fálkans Rolungarvík, 15. de.sember. ÞESSl tignarlegi fálki gerdi sig heimakominn á hafnar.svæðinu hér í Bolungarvík og settist að veislumat með grámáf sem aðalrétt. Eftir því sem undirritaður hefur hlerað er það ekki líkt eðli fálkans að vera mikið á þvælingi í manna- byggð og er það ágiskun manna að ástæðan fyrir því að hann láti sig hafa það að setjast að snæðingi á miðju athafnasvæði muni vera skortur á æti í heimkynnum hans. Það fer raunar nokkuð saman við það að lítið hefur verið um rjúpu í vetur. Það var svo að sjá að blessaður fálkinn væri nokkuð soltinn, alla- vega hélt hann áfram að háma í sig þó svo að forvitnir menn kæmu all- nærri honum. — Gunnar. Tekin með hass UNG KONA var handtekin á Kefla- víkurflugvelli í gærkveldi með tölu- vert magn af hassi. Konan var að koma með Flugleiðavél frá Luxem- borg. Konan var flutt til Reykjavíkur til yfirheyrslu ásamt samferða- manni sínum. Rannsókn málsins var að hefjast þegar Mbl. hafði síð- ast fréttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.