Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 íslendingar geta borið höfuð- ið hátt vegna afstöðu sinnar Umræður um afvopnunar- og kjarnorkumál á Alþingi: — sagði Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra ALLHARÐAR umræður urðu í samcinuðu Alþingi á fimmtudag þegar mælt var fyrir tillögu til þingsályktunar um frystingu kjarnorkuvopna, en tillaga þessi er flutt af Kvennalista, en fyrir henni mælti Guðrún Agnarsdótt- ir, fyrsti flutningsmaður, en meðflutningsmenn eru þær Sig- ríður Dúna Kristmundsdóttir og Kristín Halldórsdóttir. Guðrún sagði í máli sínu að efni tillögunnar væri það að Al- þingi ályktaði að skora á ríkis- stjórnina að beita sér fyrir því á alþjóðavettvangi að Sovétríkin og Bandaríkin lýsi yfir tafarlausri frystingu kjarnorkuvopna, annað hvort með samtíma einhliða yfir- lýsingum, eða með sameiginlegri yfirlýsingu. Yrði slík yfirlýsing fyrsta skref í átt að yfirgripsmik- illi afvopnunaráætlun sem í sér fæli eftirfarandi: 1. Allsherjarbann við tilraunum með framleiðslu á og uppsetn- ingu kjarnorkuvopna. Enn fremur algjöra stöðvun á framleiðslu kjarnakleyfra efna til vopnanotkunar. 2. Frystingu sem er háð öllum þeim aðferðum til sönnunar og eftirlits sem þegar hafa verið samþykktar af málsaðilum í Salt I og Salt II samningunum auk þeirra aðferða sem þeir hafa samþykkt í grundvallar- atriðum í þríhliða undirbún- ingsviðræðum í Genf um al- gjört bann við kjarnorku- vopnatilraunum. 3. Frystingu sem gildir í fimm ár til að byrja með en gæti orðið lengri ef önnur kjarnorkuveldi slást í hópinn eins og vonir standa til. Fjórða tillaga Næstur talaði Geir Hallgríms- son utanríkisráðherra. Sagði hann að fram hefðu komið þrjár aðrar tillögur um afvopnunarmál og þeim hefði verið vísað til utan- ríkismálanefndar. Kvaðsf hann ekki telja ástæður til þess að fjalla um efni þessarar fjórðu til- lögu sérstaklega, því það yrði gert í utanríkismálanefnd og væri rétt að ræða framkomnar tillögur um þessi mál saman i nefndinni. Þá talaði Hjörleifur Gutt- ormsson (Abl) og lýsti hann fylgi sínu við áðurgreinda tillögu Kvennalista og slíkt hið sama gerði Stefán Benediktsson (BJ) fyrir hönd Bandalags jafnaðar- manna. Ekki tekin afstaða til tillagna Næstur talaði Svavar Gestsson (Abl). Sagði hann að það væri af- leitt að Alþingi, eitt þjóðþinga í V-Evrópu og N-Ameríku, hefði ekki fengið tækifæri til að ræða kjarnorkumál undanfarið. Það væri ekki tekin afstaða til til- lagna um þessi efni, þeim væri vísað til nefndar, en ekki af- greidd. Þetta væri slæmt, þar sem þetta væru stór mál sem ráða myndu úrslitum um framtíð alls mannkyns. Hins vegar sagði Svavar að hugsanlegt væri að einhver afgreiðsla á málum þess- um fengist fyrir hátíðar. Þá gagnrýndi Svavar að Al- þingi hefði ekki gefist færi á að taka afstöðu til tillögu Mexíkó og Svíþjóðar sem í dag (fimmtudag) hefði verið til afgreiðslu á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Sagði Svavar að ríkisstjórnin hefði kosið að fara fram með sína afstöðu, þ.e. að sitja hjá án þess að spyrja þingið og án þess að kanna afstöðu þess til málsins. Óbreytt afstaða Kom þá í ræðustól Geir Hall- grímsson, utanríkisráðherra. Sagðist hann vísa orðum Svavars Gestssonar heim til föðurhús- anna. Ríkisstjórnin hefði í engu breytt afstöðu sinni til áður- greindra mála, frá þeim tíma sem Svavar Gestsson var ráðherra í ríkisstjórn Iandsins. Þá hefði það verið á valdi hans að vekja máls á því erlendis hver afstaða íslands væri, ef hugur hefði fylgt máli. Þá fór Geir nokkrum orðum um þær tillögur um afvopnun- armál sem fram hefðu komið á Alþingi. Sagði hann að tillaga sjálfstæðismanna hefði komið snemma fram á þinginu og væri 6. mál þess. Aðrar tillögur hefðu komið síðar fram, enda væru til- lögurnar mál númer 69 og 114. Síðan væri þessi síðasta tillaga númer 139 á málaskránni. Af þessu væri ljóst að tillögurnar væru misfljótt fram komnar og leiddi það í ljós að ríkisstjórnin tefði ekki fyrir afgreiðslu þessara mála á þingi. Geir kvaðst gera sér vonir um að hægt væri að fjalla um allar 4 tillögurnar saman í utanríkismálanefnd. Hins vegar væru þessi mál meiri að vöxtum en svo að unnt væri að ljúka þeim fyrir jól, enda væru þau þannig að þau þyrftu nægan tíma til um- fjöllunar i þinginu. Þetta mál ætti að vinna þannig að það væri virðingu Alþingis samboðið og reyna að fella tillögurnar saman í eina og ef það væri ekki hægt, að gera þá grein fyrir því í hverju skoðanamunurinn liggur. U tanríkisráðher ra notar vald sitt Næstur talaði Kjartan Jó- hannsson (A). Sagði hann að á utanríkismálanefndarfundi á fimmtudagsmorgun hefði komið fram góður vilji til samstöðu. Hins vegar taldi hann slæmt hve skammt á veg málin væru komin. Þá talaði Svavar Gestsson (Abl). Sagði hann að utanríkis- ráðherra hefði hagað orðum sín- um þannig á Alþingi nýlega, að hann vildi fá afstöðu Alþingis til afvopnunarmálatillögu Mexíkó og Svíþjóðar, en það hafi hann ekki gert, vegna þess að hann óttaðist að tillaga þjóðanna yrði studd af Alþingi. Því hefði utanríkisráðherra kosið að fara einförum með þetta mál og bæri Geir Hallgrímsson að harma það. Utanríkisráðherra hefði notfært sér vald sitt til þess að ákveða hvernig atkvæði yrði greitt á allsherjarþingi SÞ. ísland styöur vígbúnaö Þá talaði Ólafur R. Grímsson (Abl). og spurði hann hvort Geir Hallgrímsson hefði verið að framkvæma stefnu ríkisstjórnar- innar þegar hann studdi þá stefnu NATO að fjölga kjarn- orkuvopnum í Evrópu. Sagði hann að ísland væri í hópi víg- búnaðarþjóðanna, þar sem utan- ríkisráðherra hefði greitt því at- kvæði að settar yrðu upp Persh- ing-flaugar og stýriflaugar í Evr- ópu. Þá afstöðu hefði utanríkis- ráðherra tekið ytra og það væri sú staðreynd sem Alþingi stæði frammi fyrir. Væri sú stefna önn- ur en stefna Danmerkur, Grikk- lands og Spánar í þessum málum. Þá sagði ólafur að nú væri ísland í hópi þeirra ríkja sem ekki vildu styðja tillögu Mexíkó og Sviþjóð- ar um frystingu kjarnorkuvopna. Það að Geir Hallgrímsson hefði beðið um gott samstarf innan þings um þessi mál, hefði bara verið skálkaskjól til þess að geta mótað stefnuna sjálfur. Odrengilegar árásir Næstur talaði Eyjólfur Konráð Jónsson (S), en hann gegndi for- mennsku á fundi utanríkismála- nefndar í gær. Gagnrýndi hann Ólaf R. Grímsson fyrir ummæli hans og ódrengilegar árásir á utanríkisráðherra. Sagði hann að samkomulag hefði verið um að halda fund utanríkismálanefndar á fimmtudagsmorgun og það væri ljóst að utanríkisráðherra ætti enga sök á því hvernig málin hefðu dregist. Kjarnorkuvopnum fækkar um Vz Þá kom í ræðustól Geir Hall- grímsson utanríkisráðherra. Sagði hann að aðrar ályktanir yrðu ekki dregnar af umræðun- um en þær að Alþýðubandalagið vildi- ekki missa glæpinn sinn og vildi ekkert jákvætt leggja fram til framgangs málsins. Sagði hann að uppsetning kjarnaflauga í Evrópu hefði verið samþykkt í desember árið 1979 og bæru þrír utanríkisráðherrar ábyrgð á stefnunni þá og síðan, þeir Kjart- an Jóhannsson, Ólafur Jóhann- esson og Geir Hallgrímsson. Þó íslendingar hefðu staðið að ákvörðun þessari hefðu þeir tekið skýrt fram sérstöðu sína, það að hér væri ekki íslenskur her og ís- lendingar sættu sig ekki við kjarnorkuvopn í landi sínu. Þá sagði Geir rangt að með uppsetn- ingu flauga NATO í Evrópu myndi kjarnorkuvopnum þar fjölga. NATO hefði ákveðið ein- hliða að leggja 1000 kjarna- oddum, sem var gert í fyrra og 1800 kjarnaoddum hefði verið lagt í ár. Auk þess væri tekið úr umferð kjamavopn í stað hverrar nýrrar kjarnaflaugar sem upp væri sett. Þetta þýddi ekki aukn- ingu kjarnorkuvopna heldur fækkun um Vís. Hins vegar hefðu Sovétmenn sett upp 369 kjarn- orkuflaugar í Evrópu og væru þær með 3 kjarnaoddum hver. Á meðan á því stóð hefðu Alþýðu- bandalagsmenn ekki hreyft legg eða lið, en Sovétmenn settu niður eina kjarnaflaug á dag, án þess að því væri mótmælt. Vopn NATO væru til svörunar þessari ógnun og raunar hefði NATO boðist til þess að taka niður allar sínar flaugar í Evrópu, ef Sov- étmenn gerðu það sama, en því höfnuðu þeir. Þá sagði Geir að þeir sem vildu koma þeim stimpli á íslendinga að þeir væru ekki friðarmegin, þeir væru ekki frið- elskandi sjálfir. Sagði Geir að ís- lendingar gætu borið höfuðið hátt varðandi afstöðu sína til þessara mála. Þá mótmælti Geir því að hann hefði tefið störf Alþingis. Obreytt utan- ríkisstefna Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra sagði, að þegar ríkisstjórnin var mynduð hefði verið um það samið að utanrík- isstefnan skyldi vera óbreytt, en utanríkisráðherra mótaði stefn- una. Hins vegar fagnaði forsæt- isráðherra umræðum um þessi mál og kvaðst hann sjálfur ekki hafa tekið persónulega afstöðu til þess hvort setja eigi upp kjarna- flaugar í Evrópu. Kvaðst Steingrímur hallast að því að íslendingar beittu sér fyrir því að framleiðslu kjarnorku- vopna verði hætt. Aþýðubandalag kemur í veg fyrir samstöðu Ólafur G. Einarsson (S), sagði að þáttur Alþýðubandalagsins í umræðum þessum væri sérstakur og legðu þeir sig fram um að koma í veg fyrir þá samstöðu um framgang þingmála sem ætti að geta náðst. Er hér var komið sögu kvöddu nokkrir þingmenn Alþýðubanda- lagsins sér hljóðs, en greip þá forseti Sameinaðs þings til þess ráðs að fresta umræðunni, enda sagði hann að um það hefði verið samið að hleypa þingsályktunar- tillögunni sem varð tilefni umræðnanna, umræðulítið í gegn. Að svo komnu máli kvöddu þeir ólafur R. Grímsson og Svavar Gestsson sér hljóðs um þingsköp, en lyktir máls urðu þær að ekki urðu frekari umræður um þessi mál og var þingsályktunartillög- unni vísað til utanríkismála- nefndar. Frumvarp til breytinga á höfundalögum: Verk höfunda nýtt í stór- um stíl án endurgjalds með ljósritun, fjölritun, hljóð- og myndritun FRAM hefur verið lagt á Alþingi stjórnarfrumvap til breytinga á höfundalögum nr. 73/1972, samið af höfundaréttarnefnd, en formað- ur hennar er dr. Gaukur Jörunds- son, prófessor. Meginefni frum- varpsins felur í sér að „höfundar verka, sem útvarpað hefur verið eða gefin hafa verið út á hljóðriti eða myndriti, eigi rétt á sérstöku endurgjaldi vegna upptöku verka þeirra á hljóð- eða myndbönd til einkanota með heimild í 1. mgr. þessarar greinar", eins og segir í fyrstu frumvarpsgreininni (sem er viðbótarmálsgrein við 11. grein laganna). „Greiða skal gjald af tækjum til upptöku verka á hljóð- eða myndböndum til einkanota, svo og af auðum hljóð- eða mynd- böndum og öðrum böndum, sem telja má ætluð til slíkra nota. Gjaldið skal greitt af tækjum og böndum, sem flutt eru til lands- ins eða framleidd hér á landi, og hvílir skylda að svara gjaldi þessu á innflytjendum og fram- leiðendum. Menntamálaráðu- neytið setur nánari reglur um gjaldið, þar á meðal um viðmið- un þess og fjárhæð, að höfðu samráði við heildarsamtök rétthafa svo og innflytjendur og framleiðendur. Sameiginleg inheimtumiðstöð samtaka rétthafa, þar með tal- inni listflytjenda og framleið- enda, innheimtir höfundarrétt- argjald ...“ í greinargerð, sem er mjög ít- arleg, segir m.a. að tæknifram- farir á síðari árum hafi haft í för með sér stórfellda röskun á hagsmunum og réttindum höf- unda, listflytjenda og annarra rétthafa samkvæmt höfundalög- um. Umfangsmikil og almenn not eru nú höfð af verkum höf- unda, svo sem með ljósritun, fjölritun, hljóðritun og myndrit- un, án þess að endurgjald komi fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.