Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 FÖSTIIDAGIIR 16. DESEMBER 1983 Eimskip lækkar flutnings- gjöld stykkjavöru um 7% Lækkunin nemur um 90 milljónum króna á ársgrundvelli EIMSKIP hefur ákveðió aó lækka I íslensku krónunnar, sagöi I fyrirt*kisins, þá telur félagiö rétt aö bætt afkoma nú komi 1 Flutningsgjöld af öllum al- mennum innflutningi lækka Rætt vid Hörð Sigurgestsson, forstjóra Eimskips „STYKKJAVARA er í raun allur almennur innflutningur, eins og neyzluvörur, byggingarvörur, bflar og vinnuvélar svo eitthvað aé nefnt. Tekjur félagsins af stykkjavöruinnflutningi vega um 85% af heildartekjum félagsins af innflutn- ingi,“ sagði Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskipafélags Islands, í samtali við Morgunblaðið í tilefni þess, að félagið hefur ákveðið að lækka flutnings- gjald af svokallaðri stykkjavöru í innflutningi frá 19. desember nk. Hörður sagði að það sem félli ekki undir stykkjavöru væri svo- kallaður stórflutningur, en um hann væri yfirleitt samið sérstak- lega fyrir ákveðin tímabil. „Það sama er reyndar upp á teningnum varðandi útflutning landsmanna. í flestum tilvikum er um að ræða flutninga fyrir stórfyrirtæki, eða samtök, sem semja sérstaklega um flutninga sína. Má þar nefna ís- lenzka álfélagið, íslenzka járn- blendifélagið og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, en flutningar fyrir þessi fyrirtæki vega mjög þungt í heildarútflutningi félags- ins. Hörður Sigurgestsson Endurskipulagning á fyrirtæk- inu og almenn hagræðing í rekstri er þegar farin að skila verulegum árangri. Hagnaður varð af rekstri félagsins á síðasta ári, en fjögur árin þar á undan hafði verið tap af rekstrinum. í ár er fyrirséð, að hagnaður verður af rekstri, reynd- ar ívið meiri en á síðasta ári. Eimskip rak á sínum tíma 26 skip, en nú er félagið með 19 skip í ' rekstri. Skipin eru stærri og hag- kvæmari í rekstri. Þá hefur starfs- mönnum félagsins fækkað um- talsvert á liðnum árum. Þeir voru um 950 fyrir nokkrum árum, en á þessu ári verða þeir um 740 að með- altali. Þó ákveðinn árangur hafi náðst erum við ekki komnir á leið- arenda. Endurnýjun skipastólsins verður haldið áfram. Ég get reynd- ar nefnt, að meðalaldur skipa fé- lagsins er um 11 ár. Hann þarf að lækka. Við erum með tvö skip fé- lagsins á söluskrá og höfum verið að leita að öðrum í þeirra stað,“ sagði Hörður Sigurgestsson. Það kom fram í samtalinu við Hörð Sigurgestsson, að ytri skil- yrði hefðu verið félaginu hagstæð eins og reyndar öðrum. Nefndi hann sem dæmi, að vextir af er- lendum fjárskuldbindingum væru mun lægri, en þeir hafa verið um nokkurt skeið. Vextir af dollaralán- um voru til dæmis um 20% þegar verst lét, en þeir eru nú í kringum 11%. Þá hefur verðlag á olíu verið heldur lægra á þessu ári en því síð- asta. „Síðan hefur þróunin hér inn- anlands verið hagstæð. Verðbólgan hefur farið stórminnkandi að und- anförnu, sem hefur auðvitað skilað sér í rekstri félagsins." Hörður sagði heildarflutninga Eimskipfélagsins verða um 650 þúsund lestir á þessu ári, en það væru um 17% meiri flutningar en á árinu 1982. „f magni talið verða flutningar okkar nú um 4% meiri en þeir hafa nokkru sinni verið áð- ur,“ sagði Hörður. Aðspurður sagði Hörður, að markaðshlutdeild fé- lagsins væri á bilinu 45—50%, en það væri svipað og undanfarin ár. Að síðustu var Hörður Sigur- gestsson, forstjóri Eimskipfélags- ins, inntur eftir því hvort 7% lækk- un félagsins á flutningsgjöldum væri fyrsta lækkun sinnar tegund- ar. „Okkur er ekki kunnugt um að lækkun af þessu tagi hafi verið framkvæmd fyrr, a.m.k. ekki frá stríðslokum." Björgúlfur Guðmundsson Aðeins aðlögun að staðreyndum — segir Axel Gíslason, framkvæmdastjóri Skipadeildar SIS „VIÐ teljum að þetta sé fyrst og fremst aðlögun að stað- reyndum. Það hefur verið og er mikil samkeppni milli skipafélaganna og það er mik- ið um að í gildi séu sérsamn- ingar við stóra viðskiptavini. Mikill hluti okkar viðskipta- vina hefur reyndar notið veru- lega betri kjara en þetta,“ sagði Axel Gíslason, fram- kvæmdastjóri Skipadeildar SÍS, í samtali við Mbl., er hann var inntur álits á þeirri ákvörðun Eimskips, að lækka flutningsgjöld á stykkjavöru í innflutningi um 7%. „í okkar augum er þetta í sjálfu sér ekki nein nýjung. Þessu er einfaldlega slegið upp sem auglýsingu. Þetta eru í raun hlutir, sem hafa þegar átt sér stað á markaðnum," sagði Axel Gíslason ennfremur. „Annars höldum við okkar viðskiptamönnum að sjálf- sögðu samkeppnisfærum eins og endranær. Okkar hlutdeild hefur farið vaxandi undanfar- in ár einmitt vegna þess, að við höfum verið með mjög sam- keppnisfæra þjónustu og verð- lagningu. Axel Gíslason Reyndar höfum við um all- langt skeið verið að búa okkur undir síharðnandi samkeppni skipafélaganna og teljum að við getum gert betur en nú hef- ur verið gert. Við munum láta heyra frá okkur þar að lútandi. Þessi lækkun er enginn enda- punktur á því, að hægt sé að lækka verðlagningu og bæta þjónustu með hagræðingu," sagði Axel Gíslason, fram- kvæmdastjóri Skipadeildar SÍS, að endingu. Verðum ekki með hærri flutningsgjöld en aðrir — segir Björgólfur Guðmundsson, forstjóri Hafskips „HJÁ okkur eru flutningsgjöldin í sí- felldri skoðun og margvíslegar breyt- ingar eru geröar í samráði við við- skiptamenn öllum stundum," sagði Björgólfur Guðmundsson, forstjóri Hafskips, í tilefni þess, að Eimskip hefur nú tilkyunt um 7% lækkun í flutningum á svokallaðri stykkjavöru frá 19. desember nk. „Það er reyndar ekki spurning um að tiltektir í rekstri okkar inn- lendis og reyndar einnig erlendis hafa skilað sér og koma fram á ýmsan hátt í þjónustunni við við- skiptamenn okkar," sagði Björgólf- ur Guðmundsson ennfremur. „Hjá öllum skipafélögunum, SÍS, Eimskip og Hafskip, er unnið eftir sömu grundvallarverðskrá, sam- þykktri af verðlagsstjóra, og það er öruggt að okkar flutningsgjöld verða ekki hærri nú frekar en áður en hjá öðrum skipafélögum," sagði Björgólfur Guðmundsson, forstjóri Hafskips. FÍB um kvótaskiptingu veiðanna: Óeðlilegt að leggja eingöngu aflamagn til grundvallar EINS OG getið var í Morgun- blaðinu í gær hefur Félag ís- lenzkra botnvörpuskipaeig- enda, FÍB, mótmælt kvóta- skiptingu þeirri, sem verið er að koma á á fiskveiðum lands- manna og liggur frumvarp um það efni nú fyrir Alþingi. Hér fer á eftir ályktun FIB um mál- ið eins og hún hefur borizt Morgunblaðinu: „Félag íslenskra botnvörpu- skipaeigenda mótmælir harð- lega framkomnum hugmynd- um um kvóta á fiskveiðar á árinu 1984. I þessu sambandi vill félagið benda á eftirfarandi atriði: 1. Óeðlilegt er að leggja ein- göngu til grundvallar afla- magn og aflasamsetningu hvers skips síðastliðin þrjú ár. Á þessum tíma hefur orðið mikill tilflutningur skipa milli útgerðaraðila, landshluta og verstöðva og samkvæmt þessari reglu er ekkert tillit tekið til breyt- ingar útgerðarhátta og að- stöðu þeirra skipa, sem svo er háttað til um. 2. Ekkert tillit er tekið til breytinga á skipstjórn ein- stakra skipa né áhafna. 3. Ekkert tillit er tekið til veigamikilla breytinga á fjölmörgum skipum í þeim tilgangi að auka aflahæfni þeirra og kostað hefur verið stórfé til. 4. Ljóst er að þau skip, sem hafa stundað siglingar í einhverjum mæli á undan- förnum árum og hafa þar af leiðandi verið fjarri veiðum um langan tíma og hafa minni ársafla en skip, sem landað hafa heima, munu ekki geta haldið því áfram í sama mæli vegna aukinnar ásóknar annarra skipa í siglingar og breyttra reglna Íar um. þeim tillögum, sem uppi eru, er ekkert tillit tekið til gæða þess afla, sem einstök skip hafa lagt á land, held- ur eingöngu farið eftir magni. 6. Þau skip, sem fá úthlutað litlum aflakvóta verða nán- ast verðlaus. Með tilliti til framanritaðra atriða og fjölmargra fleiri annmarka á tillögunum, legg- ur FÍB til að ákvörðun um kvótakerfi verði frestað og að veiðum næsta árs verði stjórn- að með auknum veiðitakmörk- unum. Ennfremur að árið verði notað til að skoða og útfæra fleiri kosti. v

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.