Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 Stórglœsileg kristalsglvs frá hinu heims- þekkta fyrirtœki SPIEGELAU. Vid bjód- um 17 ólkar framleidslulínur og ótal möguleika á sérpöntunum. Við vekjum á því athygli að framleiðsla Spiegelau er sérstæð, mjög vönduð og afar falleg. I 7 /spk^^u./ Laugavegi 53, sími 19080 Búseta? Raunhæf leið í húsnæðis- málum eða draumsýn? — eftir Pétur H. Blöndal Draumurinn Að undanförnu hafa birst grein- ar í dagblöðum, sem hljóta að vekja bjartsýni og von í hugum þess unga fólks, sem núna er að basla við að koma sér upp heimili og fær hvergi næga lánafyrir- greiðslu til þess að kaupa sér íbúð né á þess kost að fá hentugt hús- næði til leigu. Lausnarorðið er Búseti. Búseti er fólginn í því að samvinnufélag byggir og leigir út íbúðir, en leigjendurnir eru aðilar að samvinnufélaginu og því eig- endur sem ein heild. Við inngöngu í samvinnufélagið er greidd stofn- upphæð, menn tala um 5% af byggingarkostnaði íbúðar, sem veitir rétt til þess að búa í íbúð- inni um aldur og ævi. Þessum rétti má svo skila til samvinnufélagsins og fæst þá stofnframlagið endur- greitt með verðtryggingu. Að öðru leyti greiða menn bara leigu. Þetta virðist ekki vera óskynsam- leg lausn á húsnæðisvandanum. En þeir, sem um þetta hafa rit- að, hafa komið fram með tölur, sem gefa mjög ranga mynd af kostnaði við þessa nýju leið. Talað er um að heildarleigukostnaður sé tæpar 3.700 kr. á mánuði fyrir 3—4 herbergja íbúð. Er þá miðað við verðlag í mars 1983. Innifaldar eru greiðslur í hússjóð. Þessar töl- ur komu fram í Leigjandanum, málgagni Leigjendasamtakanna, nýverið. f grein, sem Franz Gísla- son kennari skrifaði í DV og bar yfirskriftina „Loksins skynsamleg lausn í húsnæðismálum" koma fram mikið hærri tölur og er þar talað um að kostnaðurinn sé tæp- ar 7.000 kr. á mánuði fyrir fjög- urra herbergja íbúð, enda vænt- anlega miðað við verðlag dagsins í dag. f báðum tilfellum er miðað við að lán verði 95% af bygg- ingarkostnaði til 30 ára og með 0,5% vöxtum allan þann tíma. Talar Franz um það, að búseti (sá, sem þátt tekur í ofangreindu sam- vinnufélagi) greiði varlega áætlað helmingi minna á mánuði en leigj- andi. Samkvæmt því er leiga fyrir slíka íbúð vfir 14.000 á mánuði! Forsendurnar En hér er maðkur í mysunni. Bið ég lesendur, og þá sérstaklega unga fólkið, sem þátt tók í Sig- ROWENTA TILBOÐ Kaffivélar frá kr 1.584. Öll Rowenta-raftæki með 10% sérstökum afslætti til jóla. Vörumarkaðurinn hf. ÁRMÚLA 1A, SÍMI 86117. túnsfundinum, að líta svolítið á forsendurnar, sem þetta bjartsýna fólk gefur sér. í fyrsta lagi er það lánsupphæð- in. Gert er ráð fyrir að 95% af byggingarkostnaði fáist lánuð. Á meðan er þjóðin að burðast við að veita unga fólkinu lán, sem er langt undir helmingi byggingar- kostnaðar. Fái þessi hópur sínu fram er ég hræddur um að þeir, sem eru að basla við að koma sér upp eigin húsnæði, fái enn minna af því takmarkaða lánsfé, sem þjóðin hefur til ráðstöfunar, og jafnvel ekki neitt. í öðru lagi er það lánstíminn, 30 ár. Hvernig dettur mönnum í hug að unnt sé að veita lán til þetta langs tíma, þegar ekki fást lán til lengri tfma en nokkurra mánaða í bankakerfinu og til 20—25 ára hjá lífeyrissjóðum og húsnæðisstjórn. Enn mundi kreppa að húseigend- um. Og í þriðja lagi eru það vextirn- ir, hálft prósent. Hvernig dettur bjartsýnismönnunum sú tala í hug? Spariskírteini með yfir 4% vöxtum seljast ekki. Bygginga- sjóður fær lán frá lífeyrissjóðun- um með yfir 4% vöxtum, sem hann endurlánar húsbyggjendum með 2,25% vöxtum (meira að segja 0,5% til verkamannabú- staða). Vaxtamunurinn, um tvö prósent, er niðurgreiddur af ríkis- sjóði, þ.e. þjóðinni allri, þar á meðal unga fólkinu, sem ekki kem- ur til með að fá nein lán. Ef bjartsýnisfólkið greiddi 2,25% vexti á 95% lánið sitt, eins og vextir eru hjá byggingasjóði, myndi ofangreind leiga þeirra hækka um ca. 17%. Ef það yrði að greiða 4% (að ekki sé talað um 10%) vexti á yfir 50% af verði íbúðarinnar, myndi leigan hækka um ekki minna en 27%. En þá er leigan fyrir fjögurra herbergja íbúð líka komin upp í kr. 8.900 á mánuði í stað kr. 7.000. Ef bera á húsnæðissamvinnufé- lagið saman við leigumarkaðinn, vantar enn tvær forsendur. Ekki er reiknað með að ríkið hirði af þessum eignum eignaskatt (tæpt prósent) og ekki er reiknað með að það skattleggi leiguna sem tekjur. Hversvegna skyldu þessar íbúðir sleppa undan hrammi ríkisins? Eignamyndunin er umtalsverð, því eftir 30 ár er íbúðin skuldlaus. Ef þessi tvö atriði eru tekin með í útreikninginn er ekki ólíklegt að leigan yrði að hækka um 30% til 50% til þess að dæmið gangi upp. En þá er leigan komin upp í kr. 11.500 að minnsta kosti. Og bú- seturétturinn kostar tæp 81 þús., sem þætti nokkuð myndarleg fyr- irframgreiðsla. Að láta aðra borga búsetuna sína Að mínu áliti kemur sú leið, sem bent er á með Búseta, vel til greina sem ein leið af mörgum í húsnæðismálum þjóðarinnar. Húsnæðismálunum ætti að vera þannig skipað, að meginþorri fólks búi í eigin húsnæði, en einnig verða að vera til íbúðir til leigu, bæði á vegum einstaklinga og samvinnufélaga (Búsetaíbúðir). Þessar íbúðir ættu að eiga jafnan aðgang að lánsfé, þannig að fólki sé ekki beint gegn vilja sínum í íbúðarform, sem það ekki kærir sig um. Þá ber nauðsyn til, að skattalög hindri ekki ákveðið íbúðarform, eins og nú á sér stað með frjálsar leiguíbúðir. Auðvitað verða einnig að vera til félagslegar íbúðir fyrir þá, sem hafa orðið undir í lífsbaráttunni. íbúðir, þar sem sveitarfélögin gefa leiguna meira og minna eftir og leigan þannig greidd af öllum almenn- ingi. En það er heldur ógeðfelld hugsun, að meginþorri lands- Pétur H. Blöndal „Ef Búsetafólkið fær sínu fram, mun lítill hluti þess fá góðar og ódýrar íbúðir, sem skattgreiðendur munu greiða að nokkru leyti, en meginþorri þeirra, sem eru að koma yfir sig þaki, mun sitja eftir í kuldanum með víxlana sína og magasár.“ manna sé svo hjálpar þurfi, að þeir geti ekki komið sér upp eigin húsnæði. Enda er málum ekki þannig varið. Unga fólkið verður að fá nægileg lán, þá getur það spjarað sig og byggt sér sínar eig- in íbúðir. Enda held ég að það sé vilji flestra. Eða hversu margir þeirra, sem búa í verkamannabú- stöðum, myndu ekki hafa keypt sér íbúð á frjálsum markaði ef þeir hefðu fengið 90% verðsins lánuð? Aðsóknina að Búseta má skýra með sama hætti. Fólkið ber saman draumsýn og hráslaga- legan raunveruleikann með fall- andi víxlum og ófrágengnu eld- húsi, svo árum skiptir. Ef Búsetufólkið fær sínu fram, mun lítill hluti þess fá góðar og ódýrar íbúðir, sem skattgreiðend- ur munu greiða að nokkru leyti, en meginþorri þeirra, sem eru að koma yfir sig þaki, mun sitja eftir í kuldanum með víxlana sína og magasár. Og eftir 30 ár eru allar íbúðir á góðri leið með að verða eign einhverra ópersónulegra samvinnufélaga, þvi Búsetafólkið á jú bara búseturéttinn og fær hann endurgreiddan, ef það hættir í félaginu. Enginn á íbúðirnar. Ekki veit ég til að slíkur sé vilji íslendinga. Allir ættu að skilja þá augljósu staðreynd, að það er alveg sama hvort íbúðir eru reistar sem eigin húsnæði, leiguhúsnæði, verka- mannabústaðir eða með húsnæð- issamvinnusniði, þær eru alltaf greiddar af þjóðinni í heild. Og fái einhver sína íbúð með hagstæðari kjörum en aðrir, þá verða hinir að greiða íbúðina fyrir hann að hluta. Það er alvarlegur hlutur að koma fram með þær óraunhæfu tölur, sem birst hafa, og miða við gamalt verð á íbúðum, óeðlilega hátt lánahlutfall, óraunhæfa vexti og skattleysi og lokka þannig fólk til fylgis við búsetustefnu, sem hugsanlega nyti ekki fjöldafylgis, ef spilin væru lögð á borðið. Þeir, sem um húsnæðissamvinnufélög hafa fjallað á opinberum vett- vangi, hafa réttilega bent á vanda þeirra, sem eru að koma yfir sig þaki, en þeir hafa ekki bent á leið- ir til að auka það lánsfé, sem til ráðstöfunar er. Þeir vilja bara fá forréttindi fyrir sig. Það er ákveð- in lífsstefna að leigja sitt húsnæði hjá sjálfum sér eða öðrum og menn mega hafa þá lífsstefnu mín vegna. En ég frábið mér að ég verði notaður til þess að borga niður húsnæðiskostnað annarra fullfrískra manna, svo ég tali nú ekki um að ég verði neyddur með rangri lánastefnu til þess að taka upp þessa lífsstefnu. Pétur H. Ulöndal er stærðírKðing- ur og formaður Húseigendafélags Reyhjaríkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.