Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 23 Óttast að ástandið á Kýpur fari versnandi Gríska kirkjan hefur söfnun til vopnakaupa Nikósíu, 14. desember. Frá Steinunni Arnþrúði Björnsdóttur TréttariUra Mbl. NÍI ER MÁNUÐUR liðinn frá yfirlýsingu Dentash leiðtoga tyrkneskra Kýp- urbúa um stofnun sjálfstæös lýðveldis á norðurhluta Kýpur. Flestar ríkis- stjórnir hafa fordæmt þessa yfirlýsingu og ekki viðurkennt hið nýstofnaða ríki. Aðeins Tyrkir fögnuðu henni og hafa lýst yfir fullura stuðningi. Kyprian- ou forseti gríska lýðveldisins hefur gert víðreist þennan mánuð og meðal annars hitt að máli framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, forseta Banda- ríkjanna og Grikklands. Dentash hefur einnig gert grein fyrir máli sínu og lýst sig fúsan til samningaviðræðna. Tilboð hans hefur Kypriano ekki þegið og liggja til þess tvær meginástæður. f fyrsta lagi álíta Grikkir að sátt- afundur Kyprianou og Dentash sé jafnframt viðurkenning griskra Kýpurbúa á tyrkneska lýðveldinu og það eitt gerir slíkt óframkvæm- anlegt. í öðru lagi er skilyrði Dentash fyrir sáttaumleitunum algjört jafnrétti Grikkja og Tyrkja, í þeim skilningi að völdum verði skipt jafnt og tyrkneskir Kýpurbúar, sem eru 18%, hafi 50% atkvæða til móts við gríska Kýpurbúa, sem eru 80%. Tyrkir hafa bent á að hlutföllin séu nú ekki hin sömu og fyrir stríð, Tyrkjum hafi fjölgað vegna innflutnings frá meginlandinu og séu nú ef til vill 25%. En Grikkir telja þessa Tyrki ekki Kýpurbúa. Það er nefnilega staðreynd, að þrátt fyrir tal um sameiningu við Grikkland, eða við Tyrkland, þá hafa Kýpurbúar frá fornu fari lit- ið á sig sem eina þjóð og oft ekki verið meira en svo um frændur sína á meginlandinu gefið, en segja þá ólíka Kýpurbúum að venjum, siðum og jafnvel skap- gerð, þó að þeir tali sömu eða líka tungu. Grískir Kýpurbúar hafa sýnt hug sinn eindregið gagnvart yfir- lýsingu Tyrkja þann 15. nóvember sl. og verið samtaka um friðsam- legar mótmælaaðgerðir. Tveimur dögum eftir yfirlýsinguna var all- ur atvinnurekstur stöðvaður og skólum lokað í eina klukkustund. Skömmu síðar var haldinn stærsti mótmælafundur í Nikósíu í sögu Kýpur með um 70 þúsund þátttak- endum. Lítið er vitað um viðbrögð íbúa á Norður-Kýpur. Samgangur milli eyjarhlutanna er nær enginn en Tyrkir leita þó til Grikkja um læknishjálp, því öll slík aðstaða er betri hjá Grikkjum. Þessu er að sjálfsögðu ekki neitað af mannúð- arástæðum. Af sömu ástæðum fá Tyrkir allt sitt rafmagn frá Grikkjum og það er ekki skorið niður vegna sjúkra- húsanna og líknarstofnananna norðan megin. En mörgum Grikkjum svíður þó sárt að Tyrkir borga ekki fyrir rafmagnið, svo segja má að Grikkir borgi raf- magn fyrir tyrkneska Kýpurbúa. Þó að allt sé nú kyrrt hér á Kýp- ur er uggur í fólki og lognmolla I Viðvaranirnar segja Norðmenn ekki hafa verið áréttaðar að ástæðulausu. Sovéska skipið „Val- entin Sasjin" hefur nefnilega þeg- ar hafið tilraunaboranir með olíu- vinnslu fyrir augum á miðri þeirri miðlínu, sem Norðmenn telja að eigi að skipta hafinu. Sovétmenn standa hins vegar á þvi fastar en fótunum, að notast skuli við ákveðnar svæðalínur. Verði krafa Sovétmanna ofan á, þ.e. að svæðalínurnar nái allt til Norðurpólsins, missa Norðmenn 155.000 ferkílómetra hafsvæði yfir til Sovétmanna, sem þeir annars fengju ef reglunni um miðlínuna yrði fylgt. Norðmenn hafa frá upphafi verið reiðubúnir til mála- miðlunar, en ekki fengið nein svör á móti önnur en þau, að Sovét- menn séu reiðubúnir til tilslakana frá eigin kröfum um svæðalínur. Miðlínunni virðast þeir hafna al- farið. Bandaríkin: Velmeintur þjófnaður Morgantown, Vestur-Virginíu, 16. desember. AP. MAÐUR NOKKUR vestur í Bandaríkjunum hefur verið sakað- ur um að hafa stolið bókum af átta bókasöfnum, sem metnar eru á nærri tvær milljónir ísl. kr. Bækurnar voru eingöngu kennslu- og fræðibækur ýmiss konar og var ástæðan fyrir stuld- inum sú, að maðurinn óttaðist, að einhver róttæklingurinn tæki upp á því að smíða eftir þeim atómsprengju. Á þremur árum tókst mannin- um að hnupla nærri 1900 bókum um hin aðskiljanlegustu efni, eðlisfræði, efnafræði, tölvu- fræði, sálfræði, trúfræði o.s.frv., og gerði hann það að sögn til að koma í veg fyrir, að innihaldið yrði misnotað, t.d. af róttækling- um, sem hann hélt, að ættu auð- velt með að búa til kjarnorku- sprengjur upp úr bókunum. Að sögn lögreglunnar er maðurinn ekki menntaður í viðkomandi vísindum en hins vegar talaði hann mikið um andefni og önnur dularfull fyrirbæri þegar hann var tekinn. Leikur lögreglunni grunur á að maðurinn sé ekki alveg heill heilsu andlega. stjórnmálunum bætir sízt úr skák. Enginn veit hvert stefnir og menn geta lítið annað en beðið átekta. Enginn nefnir stríð, en menn óttast að ástandið muni fara versnandi. Þetta kemur meðal annars fram í minnkandi sölu, og að sögn kaupmannanna er þetta mjög áberandi núna þegar jólin eru í nánd og miklir tyllidagar hjá kirkjunni. Það er alkunna að gríski herinn er smár og vanmegna gagnvart Tyrkjum. Menn telja að náist meira jafnvægi í herstyrk séu minni líkur á ófriði. Því hefur kirkjan hér nú hafið söfnun til vopnakaupa fyrir gríska herinn og sjálf gefið umtalsvert fjármagn til þessa. Frónbúanum kemur þetta frekar ankannalega fyrir sjónir þar sem kirkjan á Vesturlöndum gengur nú í broddi fylkingar í bar- áttunni fyrir friði. I því tilviki má þó segja grísku kirkjunni á Kýpur til málsbóta, að þó að aðferðin sé önnur er markmiðið hið sama, friður. Bjarnarkoss Austur-þýzkur dýratemjari, Ursula Bottcher, kyssir hvftabjörn á alþjóðlegri sirkushátíð í Monaco. Hvftabjörninn er 3,30 m á hæð. Rainier fursti og börn hans þrjú sóttu sýninguna. Deilur Noregs og Soyétríkjanna: Fundum lokið, en ekkert samkomulag Ósló, 16. desember. Frá Jan Erik Lauré, fréttaritara MorgunblaÓsins. VIÐRÆÐUM Norðmanna og Sovétmanna um svæðaskipt- ingu á Barentshafi er lokið í Moskvu án þess að nokkuð hafí þokast í samkomulagsátt. Norðmenn undirstrikuðu á viðræðufundunum, að Sovétmenn skyldu fara sér hægt á þeim svæðum, sem deilt er um og nefnast „gráu svæðin“, ella kynni að draga til tíðinda. Þjóðhátíðardagskrá í Austurstræti í dag Öllum landsmönnum er boöiö aö hlýöa á sannkallaöa þjóöhátíöar- dagskrá á tveim útisviöum í dag. VIÐ SVIÐ EITT við Lækjartorg kl. 15: Prúöubíllinn, raddir Helga Stephensen og Sigríður Hannesdóttir, Lögreglukórinn, söngstjóri Guöni Þ. Guðmundsson, Magnús Sigmundsson meö póstinn Pál, Jóhann Helgason, Krossinn meö kristilega tónlist. SVIÐ TVÖ við Hallærisplan kl. 16:30: Hljómsveitin C.T.V., Rúnar Júlíusson og Þórir Baldursson, Stuömenn, Hljómsveitin Frakkarnir, Bara-flokkurinn. Jólasveinar veröa á ferli med smágjgfirr franda börnunti Bílastæðavandinn er úr sögunni í miðborginni. Viö vekjum athygli á stæðum í grunni Seðlabankans og í tollhúsinu við Tryggvagötu. AUSTURSTRÆTI ER LANGSTÆRSTI STÓRMARKAÐUR LANDSINS MEÐ PERSÓNULEGA PJÓNUSTU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.