Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 41 endum fjölgar óhuganlega og vit- að er um börn allt niður í 11 ára sem nota eiturlyf. Þróunin er orð- in alveg eins og Kristján Péturs- son greindi frá. Upplýsingar til almennings Hvað hefur verið gert til að koma upplýsingum um vaxandi eiturlyfjaneyslu til landsmanna? Blöðin hafa af og til skrifað um þessi mál, þó mest hafi sennilega verið fjallað um þau á síðum Morgunblaðsins, útvarpsþættir hafa verið gerðir um neyslu, rætt við neytendur og sölumenn eitur- lyfja og þeir viðurkennt fyrir al- þjóð sölu og dreifingu á eitulyfjum í kílóavís, ennfremur rætt við þá sem best þekkja til málanna, þeir hafa bent á ýmsar leiðir til úrþóta, en alltaf talað fyrir daufum eyr- um. Nokkur fræðsla hefur farið fram í grunnskólum. Lítið hefur farið fyrir áhuga sjónvarpsins, nema ef undan er skilinn þáttur sem var í kastljósi í umsjón Sigur- veigar Jónsdóttur, góður þáttur sem vakti mikla athygli, enda unninn af skilningi og tillitssemi, hafi Sigurveig hjartans þakkir fyrir. Ég ætla að nefna fund sem Orator, félag laganema, hélt, mjög merkilegur fundur um eiturlyf. Fundurinn var merkilegur fyrir það að fundarmenn voru flestir neytendur og sölumenn eiturlyfja, sem mættir voru til að brúka kjaft við frummælendur sem voru Kristján Pétursson og Ásgeir Friðjónsson fíkniefnadómari. Fíkniefnalögregla f þeim umræðum manna á með- al að undanförnu hefur fólk gagn- rýnt fíknefnalögreglu og spurt hvers vegna hún geri ekkert. Ég fullyrði að þetta er ósanngjörn gagnrýni. í fíkniefnadeild vinna margir góðir og áhugasamir menn, sem gera allt sem þeir geta til að upplýsa eiturlyfjamál, deild- in hefur misst marga góða menn sem hreinlega hafa gefist upp vegna áhugaleysis ráðamanna. Én til þess að fíkniefnadeild geti unn- ið eins og menn vildu vinna, verð- ur að fjölga starfsmönnum, þetta eru menn sem eru á ferðinni allan sólarhringinn. Það gengur ekki að nota lögreglu sem sinnir almennri gæslu, eftirlit á nóttunni, borga fyrir upplysingar, auka tollgæslu, fleiri hunda, því þeir sem fyrir eru hafa sannað ágæti sitt og eru illa séðir af sölumönnum. Við þurfum að koma upplýsingum ef við verð- um vör við eiturlyfjamisferli, þá er að hringja í svarsíma fíkniefna- lögreglu, síminn er 14377. Þið þurfið ekki að gefa upp nafn. Ég skora á dagblöðin að hafa sima- númer deildarinnar á áberandi stað. Það er mín skoðun að óþarfi sé að skipa nefnd til að skoða þessi mál, þau eru staðreynd. Fíkni- efnalögregla veit hvað þarf til að auka eftirlit og upplýsa eiturlyfja- mál, tillögur þeirra liggja í dómsmaálaráðuneytinu. Lokaorö Ef við erum sammála um að eit- urlyfjaneysla sé alvarlegt mál skulum við standa saman, því hve illa er fyrir okkur komið er okkur öllum að kenna, við erum og eigum að bera ábyrgð. í fræðsluþætti Geðhjálpar munu innan skamms birtast frásagnir frá þeim sem hafa lent í höndunum á eiturlyfja- sölum og frásagnir frá foreldrum, reynsla þeirra sumra er óhugnan- leg. Stöndum vörð um æsku þessa lands. Þau eiga að erfa landið. Við erum að fást við eiturlyf og sölu- menn dauðans, þeir svífast einsk- is, því miklir peningar eru í boði þar sem er sala á eiturlyfjum og kaupendur margir. Kveðja, Andrea. Heilræði vikunnar: Verum ákveðin. Vorum aö fá öll nýjustu tölvuspilin. Aldrei hagstæöara verö. Sérverslun Rafsýn hfv töivuspii Síðumúla 8, sími 32148 Myndabók eftir Astrid Lindgren HJÁ Máli og menningu er komin út myndabók eftir Astrid Lindgren og Ilon Wikland sem heitir Dagur barn- anna í Ólátagarði. Þuríður Baxter þýddi. Sagan gerist á þríbýli í sveit þar sem búa sjö krakkar. Sex þeirra eru orðnir allstórir, en Stína, litla systir óla, er varla nema hálf manneskja, hún er svo lltil. Einn daginn lesa þau stóru um barna- dag í borginni og ákveða að halda barnadag fyrir Stínu. En Stína reynist ekki hafa sama smekk og borgarbörnin og gerir sína eigin uppreisn gegn „skemmtilegheitun- um“ sem henni er boðið upp á. Bókin er með fallegum litmynd- um. Setningu og filmuvinnu ann- aðist Prentstofa G. Benediktsson- ar en Aarhus stiftsbogtrykkerie prentaði. HAGKAUP S' Sími póstverslunar er 30980 |! , , t . • - v - í&ví ** * Samfestingur kr. 1.789 Langerma bolur svartur —p kr. 299 Langerma bolur kr. 299 Svartargallabuxur kr. 889 svartur Skyrta kr. 589 Smekkbuxur kr. 1.189,- Ðindi/leður kr. 299 KR. 179.00 NÝ LYFTIFLIPABÓK Depíll kennari. Nýjung: Depill á < afmæli wvA 4 LITABÆKUR KR. 59,30 HVERBÓK JBÓHHFORLAGSBÖIlí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.