Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 Minning: Guðbjörg Jóns- dóttir Syðra-Velli Faedd 30. júní 1892 Díin 7. desenber 1983 Því fækkar nú óðum þessu svo- kallaða aldamótafólki, þ.e. því fólki sem lifði sín bernsku- og manndómsár um og eftir síðustu aldamót. Þessu fólki sem átti sér stóra drauma, sem lifði í þeirri trú að landið væri gott og gjöfult, hér mætti lifa góðu lifi, bæði til lands og sjávar. Trúði að ef það sjálft ekki brygðist landinu myndi land- ið ekki bregðast því. Þetta fólk átti draum um betri afkomu og betra mannlíf. Þetta fólk dreymdi líka um frjálst land og fullvalda. En fleiri strik átti það til að stýra eftir, sem öll lágu til sólaráttar. Af vanefnum hófst það handa við að rækta jörðina, taðan óx, garð- ávextir líka, flæðiengi voru mynd- uð, skip voru byggð og allt horfði til framfara. Skepnum fjölgaði og afkoma batnaði. En hvað með fólkið sjálft? Þar var ekki síðri breyting, skólar komust upp, ungmennafélög og kvenfélög voru stofnuð víðast hvar og aðrar menningarstofnanir risu upp, en stærsta málið, fullveldið, komst á 1918 og þetta sama fólk stofnaði svo lýðveldið 1944. Það hlýtur að hafa verið gaman að vera ungur fyrstu tugi aldarinnar, þá var starfað af eldlegum áhuga, af háleitum hugsjónum, sem að lokum komust heilar í höfn. Við, sem svo tókum við þessari miklu arfleifð, hefðum betur meira lært af þeim eldri. Nú eiga ekki allir sér stóran draum eða háleit markmið að keppa að, en nóg um það. Guðbjörg Jónsdóttir var ein þeirra sem var ung þessi ár og tók af eldlegum áhuga þátt í öllu sem til framfara horfði. Hún gekk í ungmennafélagið og kvenfélagið og starfaði mikið í þeim báðum. ótalin eru leikritin sem hún lék í fyrir ungmennafélagið og í kven- félaginu var hún formaður mörg ár. Hún lærði fatasaum og matar- gerð á unga aldri, og kenndi öðr- um ungum stúlkum hvorutveggja. Man ég eitt sinn um tug ungra stúlkna við nám í matreiðslu. Þá var glatt á hjalla í kringum Guð- björgu, sjálf var hún ætíð allra kátust og skemmtilegust og kom öllum jafnan í gott skap. Má ég þar gerst um vita, því ég man hana frá fyrstu tíð og æ síðan. Alltaf í minningunni er hún síkát og með gamanyrði á vörum. Það er eins og jafnan hafi verið sólskin í kringum hana hvar sem hún fór, eða svo birtast mér bernskuminn- ingarnar um hana. Og þá kem ég að því sem átti að vera aðaltilgangur þessara lína. Ég kom því aldrei að fullu í verk á okkar löngu ævi að þakka fyrir mig og mína, en það er svo margt að til þess þyrfti meira pláss ef allt ætti til að tína, því verður fátt eitt nefnt. Það er þá fyrst að þakka fyrir jólakortið, sem hún sendi mér fyrir 66 árum, en þá var hún við nám í Reykjavík, það á ég enn. Þar þakkar hún mér fyrir alla kossana á liðnum sumrum. Nokkrum árum seinna bað hún mömmu um að fá að fara með mig á barnaskemmtun. Ég efast um hvort okkar hafði meira gaman af því, ég eða hún. Þetta er mér ein sú minnisstæðasta samkoma sem ég hef verið á, þó ég svæfi í fang- inu á henni um tíma. Þetta sýnir hve annt henni var um okkur krakkana, og hafði sjálf verulega ánægju af að gleðja okkur. Oft undrast ég umburðarlyndi systkinanna í austurbænum gagn- vart okkur vesturbæjarkrökkun- um. Samgangur milli bæjanna var mikill, þar sem þeir stóðu saman, en aldrei man ég eftir að hastað væri á okkur eða sagt styggðar- yrði, ég man aldrei að neitt þeirra systkinanna amaðist við okkur á nokkurn hátt, það er sannarlega bjart yfir bernskuminningunum frá þessum tíma. Þau austurbæjarsystkinin lifðu svo sannarlega eftir orðunum sem standa í stóru bókinni sem þau gáfu mér í fermingargjöf. Þar stendur: „Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki.“ En síðast en ekki síst vil ég þakka Guðbjörgu allar heimsókn- irnar sem hún fór til mömmu, eft- ir að hún fatlaðist. Mér var sagt að hún hafi komið daglega í vest- urbæinn til að tala við gömlu kon- una. Þessar stundir glöddu mömmu mikið og talaði hún oft um hvað Guðbjörg væri sér góð. Fyrir þetta þökkum við vestur- bæjarsystkinin alveg sérstaklega. Um ætt og uppruna Guðbjargar skrifa sjálfsagt aðrir, svo ég sleppi því. Hún var fædd í Kaldaðar- neshverfi 30. júní 1892. Fluttist síðan að Syðra-Velli 8 ára, þar sem hún átti heima síðan. Hún dó á sjúkrahúsi Suðurlands 7. des- ember síðastliðinn eftir alllöng veikindi. Hún bjó lengst af með bræðrum sínum tveim og systur, en nú síðast með Guðmundi eftir að hin dóu. Hann er nú einn eftir af níu systkinum, aldinn að árum, og sendum við vesturbæjarbörnin honum samúðarkveðjur. Að síð- ustu vil ég gera orð Guðmundar skólaskálds Guðmundssonar sem SíXTAN ÞÆTTIR . UNL ÞJOÐSKORUNG Bjarni Benediktsson crtti stœrri hlut aó því en ílestir aðrir að móta svip íslenskrar stjórnmálasögu á því tímabili sem einna viðburðaríkast heíur orðið á íslandi. Bók sú sem hér birtist um hann er œvisaga rituð aí sextán höfundum sem allir þekktu hann náið og störíuðu meó honum að ákveðnum viðfangsefnum. Ritar hver um þann þátt í œvi og starfi Bjama sem hann þekkti best. hann kvað um aðra konu að mín- um: Þú ert frjáls, sem frelsi unnir lengi, frelsi systra þinna, sofðu rótt. Englar drottins sterka gígjustrengi stilli við þitt hjarta, góða nótt. Nigursteinn Ólafsson Blessuð sértu sveitin mín sumar, vetur, ár og daga. Engið, fjöllin, áin þín yndislega sveitin mín. (Sigurður Jónsson frá Arnarvatni). Það eru rúmlega fjörutíu og þrjú ár síðan. í aprílmánuði kom formaður kvenfélags Gaulverja- bæjarhrepps, Sigríður á Fljótshól- um, í heimsókn til móður minnar. Forvitinn unglingur reyndi að fylgjast með því hvað Sigríður var að tala við móður mína. Sigríður var að segja henni að kvenfélagið ætlaði að koma á vefnaðarnám- skeiði og hvort ekki væri hægt að veita því húsaskjól í Seljatungu, en foreldrar mínir höfðu þá fyrir tveimur árum tekið til brúks nýtt íveruhús sem bauð upp á rúm fyrir slíka starfsemi. En hvað ég gladdist þegar ég heyrði móður mína segja að þetta væri hægt. Nú yrði mikil til- breytni framundan. Margar konur myndu koma á námskeiðið og kennarinn, hann hlyti að vera sér- stakur. En því er ég að bera þessa löngu liðnu persónulegu atburði á torg? Það er vegna þess að vefnaðar- kennarinn, sem ég minntist á var Guðbjörg Jónsdóttir á Syðra- Velli. Hún er nú látin i hárri elli og hugur minn staldrar ögn við minninguna um þessa ágætu vin- konu mína, sem forsjónin gaf mér tækifæri til þess að vinna með í hinum margvíslegu þáttum fé- lagsmála. Fyrir það er ég óendan- lega þakklátur. Guðbjörg fæddist í Magnúsfjós- um í Sandvíkurhreppi 30. júní 1892, þar sem foreldrar hennar þá bjuggu. Foreldrar hennar voru Jón Arnason og Rannveig Sigurð- ardóttir, bæði ættuð úr Rangár- þingi. Þau fluttust f Gaulverja- bæjarhrepp að Rútstaða-Norður- koti og bjuggu þar til þess er þau höfðu ábúðaskipti á jarðnæði við þáverandi hreppstjóra Gaulverja- bæjarhrepps, Guðmund Þorkels- son, og fluttust að Syðra-Velli árið 1900. Systkini Guðbjargar komu mjög við sögu í Gaulverjabæj- arhreppi, ekki síst bræður hennar Árni í Gegnishólaparti sem lengi var mikilsvirtur í sveitarstjórn og Guðmundur á Syðri-Velli, sem enn lifir í hárri elli en var um bestu tíma starfsævi sinnar mikilvirkur í sveitarstjórn og öðrum félags- stjórnum. Ekki var sá trúnaður alltaf dans á rósum og máttu þau systkin marga orustuna heyja bæði af mínum völdum og ann- arra. Oftast höfðu þau þó sigur, stundum yfir mér en líka hin síð- ari ár með mér. Ég horfi nú á vegamótum yfir sviðið og þakka baráttuna á hvorn veginn, sem hún féll. Það fullyrði ég hiklaust, að fé- lagsleg kynni okkar Guðbjargar hófust þarna í Seljatungu á vefn- aðarnámskeiðinu. í hálfan mánuð stjórnaði hún níu nemendum í vefnaðarlist. Stöku sinnum skaust unglingur af öðru kyni inn í skóla- stofuna og reyndi að gera nemend- um þær glennur, sem honum voru á stundinni hugkvæmar. Aldrei siðaði Guðbjörg mig með hörðum orðum, en kannski lét hún mig skilja að ég hefði ekki rétt á hverju sem mér dytti í hug. Allar götur síðan kunni ég að meta Guðbjörgu á Syðra-Velli. Okkar leiðir lágu síðan saman á vettvangi ungmennafélagsins, í fundastarfi og leiklistarstarfi. í hvoru tveggja var Guðbjörg frá- bær þátttakandi. Hún var mjög vel máli farin og gat hvenær sem upp á bar sagt skoðanir sínar í ræðuformi. Hún var sér vel með- vitandi um þessa gáfu sína og sparaði hana hvergi þegar við átti. Guðbjörg var frá æskudögum til elliára virkur þátttakandi í félags- starfi ungmennafélagsins Sam- hygðar. Hún helgaði starf sitt að- allega leiklistarstarfi félagsins en einmitt um miðbik ævi hennar vann félagið mest að þeim málum. Á þeim starfsvettvangi varð sam- starf okkar Guðbjargar mest og aldrei lét hún mig gjalda aldurs- munar. Hún setti sig jafnan í spor unga fólksins. Skildi það betur en nokkurn gat rennt grun í. Og nú er skilnaðarstund upp runnin. Drottni þóknaðist að slökkva á lífsvél Guðbjargar á Syðra-Velli. Enginn deilir við dómarann. Við sem áttum því láni að fagna að vinna með Guðbjörgu hefjum hugann í þökk fyrir gott samstarf. Þökkum fyrir góðan vin, hæfileikamikla persónu, persónu sem vissi hvað hún vildi, vissi hvað hún gat og skildi sín tak- mörk í lífinu. Góður Guð gefi samfélagi okkar áfram slíkar persónur. (>unnar Nigurðsson, Neljatungu. Jóhanna Kristjáns- dóttir — Minning Fædd 19. júní 1910. Dáin 6. descmbcr 1983. í dag, laugardaginn 17. desem- ber, verður jarðsungin frá Garða- kirkju, ástkær amma okkar, Jó- hanna Kristjánsdóttir, frá Bakka- seli í Öxnadal, sem lést þriðjudag- inn 6. desember á Borgarspítalan- um í Reykjavík. Alltaf kemur kallið jafn mikið á óvart, þó að við vitum að þetta er hið eina örugga í lífi okkar og allir eiga eftir að mæta. Við vitum að elsku amma okkar hefur það gott núna, laus við kvalirnar sem hún hefur orðið að þola í gegnum tíð- ina. Við trúum á eilíft líf og að hún muni alltaf vera hjá okkur og fylgjast með og leiðbeina á ein- hvern hátt. Við þökkum ömmu okkar alla þá alúð og ást sem hún gaf okkur alla tíð. Biðjum guð að styrkja afa okkar í allri sinni sorg. Jóhanna, Rósa, Hrönn og llildur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.