Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 25 Þorskaflínn á næsta ári áætlaður 70.000 lestum minni en á þessu ári Stefnt að tvöföldun kolaaflans Hér að neðan eru birtar tillögur Hafrannsóknastofnunar um há- marksafla úr 7 helstu botnfisk- stofnum. Þá er að finna áætlun frá Fiskifélagi Íslands um afla á árinu 1983, sem byggð er á afla- brögðum til októberloka. Ráðu- neytið hefur ákveðið aflamark fyrir 7 helstu botnfisktegundir fyrir árið 1984. Er sú ákvörðun tekin að fengnum tillögum ráð- gjafarnefndar um sjávarútvegs- mál, svo og eftir athugun vinnu- hóps fiskifræðinga, stærðfræð- inga o.fl., sem vinna að gerð sjáv- arútvegslíkans. Niðurstöðurnar eru svohljóðandi: Grænlandi á vetrarvertíð 1984 né því að þorskurinn verði þyngri á næsta ári í hverjum árgangi en hann reyndist 1983. Lífsskilyrðin í sjónum gætu þó reynst heldur betri 1984 en 1983, sjávarhiti við landið er heldur meiri og loðnu- stofninn stærri en undanfarin tvö ár. Til dæmis má nefna, að gangi 2—3 milljón þorskar frá Græn- landi á íslandsmið á næstu vertíð, sem er lítil ganga, leyfði það um 5 þúsund tonna hækkun á aflamark- inu, en aukning meðalþyngdar um 3% (hálft staðalfrávik í könnun starfshópsins) leyfði um 5 þúsund tonna hækkun. Við endurskoðun aflamarks við lok fyrsta ársþriðjungs þarf að liggja fyrir álit á því hvort og í hvaða mæli þorskur hafi gengið á íslandsmið frá Grænlandi og hvort meðalþyngd í hverjum ár- gangi sé meiri eða minni en var 1983 og/eða reiknað hefur verið með,.auk þess sem litið yrði á ald- ursskiptingu aflans og aðra venju- framboðs á heimsmarkaði. Niður- staðan verður, að aflamark megi liggja allt að 70 þúsund tonnum. 4. Karfi. Karfaaflinn hefur síð- ustu fjögur árin farið verulega fram úr tillögum Hafrannsókna- stofnunar. Tillögur hennar hafa þó farið hækkandi, þ.e. af- rakstursgeta stofnsins hefur verið endurmetin upp á við. Með tilliti til þess, að karfastofninn þolir betur en flestir aðrir stofnar á ís- landsmiðum tímabundna veiði umfram jafnstöðuafla og til þess að hlífa þorskstofninum, virðist ekki frágangssök að leyfa á næsta ári 100—110 þúsund tonna karfa- veiði. Vísbendingar frá veiðinni 1983 gefa þó tilefni til varúðar, og víst er að ekki má ganga mörg ár á karfastofninn á þennan hátt. Til þess að leggja grunn að nákvæm- ara mati á styrk karfastofnsins þarf að efla rannsóknir á honum, en að því gæti dregið að draga þurfi úr karfaveiðum innan fárra ára. Tillaga Ákvörðun um Áætlaður adi 1983 Hafrannsóknastofnun ar um hámarksafla aflamark 1984 ár. Af þeim sökum má telja óhætt þú.s. tonn (dags. 9. des. ’83) 1984 að fara verulega fram úr tillögum þúa. tonn þús. tonn 1. Þorskur Hafrannsóknastofnunar um 10 290 200 220 2. Ýsa þúsund tonna afla 1984, og leyfa 68 55 60 3. Ufsi allt að 17 þúsund tonn á næsta ári. 56 65 70 4. Karfl Til þess að slíkur afli náist þarf að 119 90 100—110 5. Skarkoli opna veiðisvæði og heimila fleiri 8 10 17 6. Grálúða skipum kolaveiðar. Talið er að 27 25 30 7. Steinbítur unnt sé að selja þetta magn af 12 12 15 kola við sæmilegu verði á næsta Samanlagt 1. til 7. 580 457 512—522 ári. Þess skal getið, að skarkola- Gert er ráð fyrir, að stjórnun fiskveiða á næsta ári taki mið af heildaraflamarki fyrir alla þessa sjö botnfiskstofna. Jafnframt er gert ráð fyrir, að aflamark verði sett fyrir sfld, loðnu, skeldýr og skelflskstofna svo sem gert hefur verið undanfarin ár. Athugasemdir um einstaka stofna 1. Þorskur. Næmniathugunin, sem gerð hefur verið á þorskstofn- inum, bendir til þess að sá afli, sem taka má úr þorskstofninum á næsta ári án þess að gengið sé á hrygningarstofninn, sé að svart- sýnis-mati um (170) þúsund tonn en að bjartsýnis-mati um (240) þúsund tonn. Líklegasta mat á þessari stærð er að áliti starfs- hópsins um 215 þúsund tonn. Til þess að hrygningarstofninn færi vaxandi þyrfti því að setja afla- mark næsta árs neðan við 215 þús- und, samanber tillögu Hafrann- sóknastofnunar um 200 þúsund tonna afla. En með tilliti til allra aðstæðna og vandkvæða, sem fylgja snöggum samdrætti f þorskafla er þó talið ráðlegast að setja aflamark næsta árs í upp- hafi við 220 þúsund tonn. Er þá hvorki reiknað með göngu frá bundna þætti við mat á styrk þorskstofnsins. Þessum athugun- um þarf að hraða á næsta ári en vanda þó vel til þeirra. 2. Ýsa. Tillögur um hámarksafla af ýsu hafa sveiflast nokkuð á undanförnum árum frá 40 þúsund tonnum 1978 í 65 þúsund tonn 1982. Síðustu þrjú árin hefur afl- inn farið vaxandi en þó ekki fram úr tillögum fyrr en 1983. Með til- liti til aðstæðna og til að hlífa þorskinum er ástæða til að fara svo hátt sem mögulegt er með aflamark fyrir ýsu 1984, ef til vill i 60 þúsund. 3. Ufsi. Ufsaaflinn hefur undan- farin ár ekki náð tillögum fiski- fræðinga um hámarksafla. Af þeim sökum mætti ef til vill fara nokkuð fram úr tillögu Hafrann- sóknastofnunar um hámarksafla 1984. Á hinn bóginn virðast sölu- möguleikar fyrir ufsaafurðir takmarkaðir um sinn vegna mikils 5. Skarkoli. Eftir öllum sólar- merkjum að dæma hefur þessi stofn verið vannýttur undanfarin aflinn hefur mestur orðið 14 þús- und tonn á einu ári, 1969, og er þá meðtalinn afli útlendinga á Is- landsmiðum. 6. Grálúða. Afli hefur aukist á síðustu árum, án þess þó að á stofninn hafi gengið til muna. Óhætt virðist að stefna að líkum afla 1984 og 1983, eða um 30 þús- und tonnum. 7. Steinbítur. Líkt og skarkolinn hefur steinbiturinn ekki verið veiddur á síðari árum að því marki, sem Hafrannsóknastofnun hefur talið óhætt. Undantekning frá þessu virðist þó munu verða 1983 en á þessu ári hefur stein- bítsafli aukist á sama tima og Hafrannsóknastofnun lækkaði til- lögu sína um steinbítsafla veru- lega. Óhætt ætti að vera að stefna að nokkurri aukningu steinbítsafl- ans í fáein ár, að sjálfsögðu háð niðurstöðum rannsókna á stofnin- um. Á næsta ári mætti miða við allt að 15 þúsund tonn. Rýmka þarf veiðiheimildir, ef þetta á að takast. Guðjón Kristjánsson: Tekjumissi sjómanna verð- ur að mæta með hækkun fisk- verðs eða lækkun skatta „ÉG ER algjörlega andvígur því að miða hámarksafla á þorski við 220.000 lestir á næsta ári, það er alltof mikil svartsýni. Ég byggi það á þeirri úttekt, sem ég hef verið að gera á tillögum flskifræðinga undan- farin ár. 1980 lögðu þeir til 400.000 lesta þorskafla og þá átti stofninn að vera kominn í tæpar tvær milljónir lesta 1985, en svo eru þeir nú með hann í 1,1 milljón. Ef hægt er að kalla svona skekkju vísindi þá gef ég ekki mikið fyrir þau. Ég hef al- gjöra skömm á hugmyndum þeirra eins og þær eru lagðar fram. Eg get ekki hugsað mér minni þorskafla en 250.000 til 260.000 lestir á næsta ári og flnnst út í hött að taka svona mikið mark á flskifræðingum,** sagði Guðjón Kristjánsson, skip- stjóri á Páli Pálssyni og formaður Farmanna- og flskimannasambands- ins, er hann var inntur álits á afla- markinu. Kristján Ragnarsson: Feiknarlegt áfall fyrir út- gerðina og þjóðina í heild „ÉG Á SÆTl í ráðgjafanefndinni og innan hennar varð samkomulag að mæla með þessu aflamarki. Það er náttúrlcga feiknarlegt áfall fyrir út- geröina og þjóðfélagið í heild, hvern- ig komið er fyrir þorskstofninum. Við teljum hins vegar að hagsmunum okkar sé betur borgið með því, að veiða innan þeirra marka, að stofn- inn nái sér upp á ný frekar en að gera kröfur um meiri veiði. Hitt verða allir að sjá*og skilja hvflfkum erflðleikum þetta veldur og því verð- ur aö mæta með öðrum hætti en auk- inni veiði,“ sagði Kristján Ragnars- son, formaður og framkvæmdastjóri LÍÚ, er hann var inntur álits á afla- markinu. „Mér finnst rétt að mæla með 17.000 lesta veiði á skarkola, en þetta er sýnd veiði en ekki gefin. Til þess, að þetta gerist, þarf að opna fyrir okkur fleiri veiðisvæði til að ná kolanum. Það ætti hins vegar alltaf að hafa verið sjálfsagt að nýta þennan fiskistofn betur en gert hefur verið, ekki sízt nú, en í því efni hafa ríkt fordómar, sem ég vona ^ð menn upphefji nú. Hér er um svo gífurlega aflaminnkun að ræða, að mér finnst ekki ná neinni átt að viðhalda fullri spennu á fiskveiðiflotanum við að ná í þetta magn og því er til umræðu ný og mjög róttæk stjórnun á þessu. Það er engin lausn í því í dag að útfæra skrapdagakerfið með einhverjum hætti eða halda því áfram því það er ekki í neitt að vísa annað. Það eru engir aðrir fiskistofnar, sem hægt er að veiða, þegar bannað verður að veiða þorsk. Svona lítill afli þýðir það, að um meiri og minni rekstrarstöðvun verður að ræða á næsta ári, sem þá verður væntanlega með skipulegri hætti með aflamarki, en ef menn væru í samkeppni um heildaraflamark. Nú komast menn ekkert hjá því að horfast í augu við raunveru- legan rekstrarvanda. Nú verða út- gerðarmönnum ekki reiknaðar tekjur af einhverjum ímynduðum afla, heldur einhverju, sem er raunverulegt. Það skýrir rekstr- armyndina verulega, þannig að menn verða að horfast í augu við þann vanda, sem þessu fylgir. Ég tel að menn komist ekki hjá því að taka á honum með einhverjum hætti nú samhliða ákvörðun um stjórnun fiskveiða," sagði Kristján Ragnarsson. „Þegar stjórnvöld taka ákvörð- un um svona mikla minnkun þorskaflans, hljóta sjómenn að gera kröfur til þess, að skattafrá- dráttur þeirra verði aukinn á næsta ári. Ég veit ekki hvernig þeir eiga að borga skatta sína á næsta ári. Við hljótum að gera kröfu til lækkunar skatta í sam- ræmi við ákvörðun stjórnvalda um tekjulækkun okkar. Ef nokkur grundvöllur á að vera fyrir af- komu okkar á næsta ári kemur að- eins tvennt til. Því verður að mæta með skattafrádrætti eða verulegri hækkun fiskverðs. Við höfum tekið á okkur sömu kjara- rýrnun og aðrir í þjóðfélaginu og ef þetta á að bætast við er hætta á að fjöldi sjómannsheimila verði gjaldþrota. Þegar aflinn jókst 1981, taldi þáverandi sjávarút- vegsráðherra, Steingrímur Her- mannsson, ekki vogandi að láta fiskverð halda sér vegna þess að hlutur sjómanna yrði þá of mikill. Ef hugsað verður á svipaðan hátt nú, hlýtur að eiga að taka tillit aflaminnkunarinnar," sagði Guð- jón Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.