Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 Stöðubreytingar hjá Flugleiðum NOKKRAR tilfærslur í störtum inn- an Flugleiða hafa verið ákveðnar og taka þær gildi 1. febrúar næstkom- andi. Þá flyst Sveinn Kristinsson, umdæmisstjóri á Akureyri til Reykjavíkur, og tekur við stjórn á farmflutningum Flugleiða innan- lands. Við stöðu Sveins tekur Gunnar Oddur Sigurðsson, stöðv- arstjóri á Keflavíkurflugvelli. Jón Óskarsson, deildarstjóri í viðskiptaþjónustudeild tekur við af Gunnari sem stöðvarstjóri á Keflavíkurflugvelli. Allir þessir menn hafa langa starfsreynslu að baki við ýmis trúnaðarstörf hjá Flugleiðum. Rafveitumenn á móti verðjöfnunargjaldi: Taxtar RARIK og Orkubús Vest fjarða lægri en margra annarra Viðskiptavinur skilar seðli í sérstakan bauk í verzlun Karnabæjar. Skoðanakönnun Karnabæjar „Frábærar undirtektira — segir Guðlaugur Bergmann NÚNA í desembermánuði hefur Karnabær bryddað upp á þeirri nýbreytni að hafa skoðanakönnun í verzlunum sínum. Hún er í því fólgin, að viðskiptavinirnir láta í Ijós álit sitt á þjónustu verzlan- anna og viðmóti verzlunarfólksins. Þeir starfsmenn, sem fá flestar ábendingar verða verðlaunaðir og einnig verða dregin út nöfn fimm viðskiptavina 30. desember og fær hver og oinn 5.000 króna fata- eða plötuúttekt. Morgunblaðið snéri sér til Guðlaugs Bergmann, forstjóra Karnabæjar, og innti hann eftir ástæðunum fyrir þvi að fyrir- tækið fór af stað með skoðana- könnunina og ennfremur eftir undirtektunum. „Það hefur verið mikið rætt um það,“ sagði Guðlaugur, „að fslendingar sýndu ekki gott við- mót og þjónustulund í verzlun- um. Við ákváðum að afsanna þetta með þessari skoðanakönn- un, sem starfsfólkið átti sjálft hugmyndina að. Mér er ekki kunnugt um að svona hafi áður verið gert í verzlunum hér á Is- landi. Það er skemmst frá því að segja, að undirtektirnar hafa verið frábærar. Allir hafa tekið vel í þetta, jafnt viðskiptavinir sem starfsfólk og það hafa skap- ast tengsl þarna á milli, sem ekki voru fyrir hendi áður. Nú bíða menn bara spenntir hvað kemur upp úr baukunum. Þeir, sem fá flest „gott“ verða heiðr- aðir sérstaklega á gamlársdag, en þá verða úrslitin tilkynnt. Ég hef trú á því að þessi skoðana- könnun eigi eftir að skila góðum árangri, betri þjónustu og ánægðari viðskiptavinum," sagði Guðlaugur að lokum. Þrjár söluhæstu barnabækurnar FÉLAG íslenskra bókaútgefenda hefur látið fara fram könnun á sölu- hæstu bókunum nú fyrir jólin. Var listi yflr helstu bækurnar birtur í Morgunblaðinu í gær. Hér fer á eftir listi yfir söluhæstu barnabækurnar samkvæmt lista Fé- lags íslenskra bókaútgefenda: Listi yflr 3 söluhæstu barna- og unglingabækurnar 12. des. 1. Fjórtán ... bráðum fimmtán eftir Andrés Indriðason (Mál og menning). 2. Sitji guðs englar eftir Guð- rúnu Helgadóttur (Iðunn). Sýning á prentuð- um ritum Baldvins Einarssonar í ANDDYRI Landsbókasafns stend- ur nú yflr sýning á prentuðum ritum Baldvins Einarssonar, sýnishornum handrita hans og sendibréfa auk þess sem um hann hefur verið skrif- að. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá Landsbóka- safni íslands, þar sem ennfremur segir að nú séu liðin 150 ár frá andláti hans, en hann hafi látist 1833, aðeins þrjátíu og tveggja ára að aldri. 3. Börnin syngja jólalög. Ólafur Gaukur valdi lögin (Setberg). (Könnunin náði ekki til teikni- myndasagna.) Eftirtaldar búðir tóku þátt í könn- uninni 12. desember: 1. Bókaverslun Sigfúsar Ey- mundssonar, Rvk. 2. Bókabúð Máls og menningar, Rvk. 3. Embla, Rvk. 4. Bókabúð Olivers Steins, Hafn- arfirði. 5. Kaupfélag Borgfirðinga, Borg- arnesi. 6. Bókaskemma Hörpuútgáfunn- ar, Akranesi. 7. Bókaverslun Jónasar Tómas- sonar, ísafirði. 8. Bókabúð Brynjars, Sauðár- króki. 9. Bókabúð Jónasar Jóhannsson- ar, Akureyri. 10. Bókaverzlun Þórarins Stef- ánssonar, Húsavík. 11. Bókabúðin Hlöðum við Lag- arfljótsbrú, Egilsstöðum. 12. Kaupfélag A-Skaftfellinga, Höfn. 13. Kaupfélag Árnesinga, Sel- fossi. 14. Bókabúðin Heiðarvegi 9, Vest- mannaeyjum. 15. Bókabúð Keflavíkur, Keflavík. Sólrún Jónsdótt- ir — Leiðrétting f FYRIRSÖGN á frétt um nýja bók með bréfum Þórbergs Þórð- arsonar í blaðinu í gær, misritað- ist nafn Sólrúnar Jónsdóttur. Eru hlutaðeigandi og lesendur Morg- unblaðsins beðnir velvirðingar á mistökunum. Norræna húsið: Verzlanir opn- ar til kl. 20 alla næstu viku Verslunareigendur við Lauga- veginn hafa ákveðið að hafa versl- anir sínar opnar til klukkan 20 alla næstu viku að Þorláksmessu und- anskilinni, en þá er opið til klukkan 23 eins og venjulega. Við Laugaveg eru yfir 200 verslanir. SAMBAND íslenskra rafveitna mótmælir 19% verðjöfnunargjaldi á raforku meðal annars á þeirri for- sendu að prósentuálagningin leiði til þess að gjaldið leggist þyngst á raforkuverð þar sem það er hæst fyrir. „Margar rafveitur verða nú að selja raforku við hærra verði en þiggjendur gjaldsins, Rafmagns- veitur ríkisins og Orkubú Vest- fjarða,“ segir í nýlegri greinargerð Sýningin er undirbúin af Lúth- ersnefnd þýska alþýðulýðveldis- ins, en formaður hans er Erich Honecker, forseti ríkisráðs lands- ins. Samanstendur hún af 50 myndum og er henni ætlað að gefa yfirlit um ævistarf fræðimannsins og sögulegt yfirlit um áhrif Lúth- ers á menningu þýsku þjóðarinn- ar. Sýningin verður opin til 15. janúar 1984. tir fréttatilkynningu Sambands íslenskra rafveitna (SÍR) um verðjöfnunargjaldið sem send var iðnaðarráðherra og iðnað- arnefndum alþingis. Verðjöfnunargjald á raforku var fyrst lagt á með lögum frá 1965 „til að bæta fjárhag Raf- magnsveitna ríkisins". Þá var gjaldið lagt á seldar einingar afls og orku í heildsölu og miðað við ákveðna heildarfjárhæð. En með lögum frá 1974 var tekið að leggja gjaldið á í hundraðshlutum af orkusölu á síðasta sölustigi, þá varð það 13% af raforkusölu til almennings en 1979 var það hækk- að í 19%, og þá var fram tekið að hækkunin skyldi notuð „til að ná fram verðjöfnun á töxtum til heimilisnotkunar og iðnaðar" hjá Rafmagnsveitum ríkisins (RARIK) og Orkubúi Vestfjarða. Fær RÁRIK 80% gjaldsins en Orkubúið 20% og telur SÍR að tekjur af því næsta ár verði a.m.k. 376 milljónir króna. Nú er svo komið eins og áður sagði að marg- ar rafveitur verða að selja raforku hærra verði en RARIK og Orkubú Vestfjarða. Samband íslenskra rafveitna hefur lengi barist gegn verðjöfn- unargjaldinu. Telur SÍR að rétt- ara sé að ríkið veiti bein framlög til þeirra raforkuframkvæmda sem teljast óarðbærar í stað milli- færslna með gjaldtökunni. En til óarðbærra fjárfestinga á þessu sviði má nefna ýmsar stofnlínu- og aðveituframkvæmdir, heildar- kostnaður við þær er talinn munu nema um 106 milljónum króna 1984 og sýna útreikningar RARIK að 50% þess kostnaðar er talinn félagslegur eða óarðbær. I fyrr- greindri greinargerð frá SÍR er jafnframt bent á að „marktaxti og hitunartaxti Rafmagnsveitna rikisins og Orkubús Vestfjarða eru það lágir, að tiltölulega lítil hækkun þeirra mundi gefa fyrir- tækjunum verulega auknar tekjur vegna mikillar sölu samkvæmt þessum töxtum." SÍR vakti athygli á því að í fjár- lögum ársins 1984 væri gert ráð fyrir 240 milljón króna tekjum af 19% verðjöfnunargjaldinu í stað 376 milljónanna sem það myndi Valhöll: Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík efna til jólaskemmtunar fyrir alla fjölskylduna á morgun, sunnudag, 18. des., frá kl. 15—18 í Sjálf- stæðishúsinu Valhöll. Boðið er upp á dagskrár í 3 söl- um. Frá kl. 15—17 verður boðið upp á barnaefni i sérsal. Má þar nefna Þætti úr Brúðubílnum í um- sjá þeirra Helgu Steffensen og Sigríðar Hannesdóttur, hina vin- sælu Tomma og Jenna og barna- gæslu. f öðrum sal verður hinum eldri boðið upp á veitingar, jólahug- vekja verður flutt af séra Ingólfi Guðmundssyni, lesið verður úr ný- gefa og mætti því lækka það í 12%. Sverrir Hermannsson, iðn- aðarráðherra, sagði hins vegar á þingi á miðvikudag að 240 millj. kr. væri prentvilla í fjárlögum, þar ætti að standa 358 millj. króna miðað við 19%. SÍR lagði til ef ekki væri unnt að fallast á áfanga- lækkunina úr 19% í 12% að verð- jöfnunargjaldið yrði ákveðið 28 aurar á kílówattstund og ríkis- sjóður greiddi þeim rafveitum, sem ætlað er að annast óarðbæra fjárfestingu í raforkuvirkjum, óafturkræf framlög. útkomnum bókum. Matthías Jo- hannessen les upp úr bókinni Bjarni Benediktsson, Björg Ein- arsdóttir les upp úr bók Guð- mundar í Víði, Með viljann að vopni, og nokkrir valdir kaflar verða fluttur úr bókinni Krydd í tilveruna. Þá munu nemendur frá Tónlistarskólanum í Garðabæ koma í heimsókn með samspil og söng. Skemmtuninni lýkur siðan með jólatréssamkomu kl. 17—18, en þar munu Askasleikir, foringi jólasveinanna, og Stekkjastaur troða upp með hin skringilegustu uppátæki, segir í frétt frá undir- búningsnefndinni. Marteinn Lúther, störf hans og áhrif í ANDDYRI Norræna hússins var opnuð í gær sýningin „Marteinn Lúther, störf hans og áhrifl*. Að sýningunni standa Félagið ís- Laugavegur: land-DDR og sendiráð þýska al- þýðulýðveldisins. Við opnunina flutti sendifulltrúi þýska alþýðu- lýðveldisins á íslandi, Rolf Böttcher, ávarp, en Jón Helgason, kirkjumálaráðherra opnaði sýn- inguna. Jólaskemmtun fyr- ir alla fjölskylduna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.