Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 45 Minning: Björgvin Stefáns- son frá Háreksstöðum Fæddur 1907 Dáinn 1983 Björgvin Stefánsson var fæddur á Skeggjastöðum á Jökuldal 10. júní 1907. Foreldrar hans voru Stefán Alexandersson og kona hans Antonía Antoníusdóttir. Ár- ið 1911 fluttist fjölskyldan í Há- reksstaði í Jökuldalsheiði. Há- reksstaðir var elsta býlið í Heið- inni, reist 1841, og voru öll hús þar úr torfi og grjóti. Jörðin er í um 480 metra hæð og þar koma snjóar oft snemma og sumur gátu orðið stutt. Háreksstaðir eru í landi Skjöldólfsstaða og nokkuð í miðri sveit hásléttunnar. Þeir sem bjuggu innar í sveitinni gistu oft á Háreksstöðum þegar farið var með rekstur eða til verslunar á Vopnafjörð, oftast voru það bænd- urnir frá Heiðarseli, Veturhúsum, Grunnavatni, Sænautaseli, Rangalóni og Ármótaseli. Á upp- vaxtarárum sínum í föðurhúsum heyrði Björgvin heiðabændur lýsa horfum í afkomu og kynntist helstu lífsskoðunum þeirra. Þess- ar lýsingar höfðu slík áhrif á ungl- inginn að hann miðaði skoðanir sínar við þær á lífsleið sinni. Á Háreksstöðum höfðu bændur, sem þekktu gæði landsins og kunnu að nýta sér þau, komið upp stórum barnahóp. Sú var líka raunin hjá foreldrum Björgvins, að eftir 13 ár á Háreksstöðum voru börnin orðin níu. Mér er ljúft að minnast sæmd- arkonunnar Vilborgar Magnús- dóttur, sem fædd var á Innri- Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd 2. apríl 1892 og andaðist 21. nóv- ember síðastl. Ég, Strandaringur eins og hún, er þremur árum yngri, man enn vel hvað mér þótti þessi stúlka svipfögur er hún kom í barnaskólann, sem um nokkur ár varð í Norðurhlíð á Ströndinni. Þó Vilborg flyttist fljótt til Reykja- víkur er hún giftist og stofnaði heimili með manni sínum Ólafi Teitssyni frá Hlöðunesi voru æskustöðvarnar alloft ofarlega í huga hennar. Skal nú sagt nokkuð frá því. Skömmu eftir að móðir mín dó stofnaði faðir minn sjóð til minningar um hana. Sjóðurinn var skráður „Minningarsjóður Ragnhildar Magnúsdóttur". Eig- andi sjóðsins Kálfatjarnarkirkja. Þegar Vilborg hafði frétt um til- urð sjóðs þessa og hann væri eign Kálfatjarnarkirkju, bað hún mig sem fyrst að láta sig hafa minn- ingarspjöld sjóðsins, því í þennan sjóð vildi hún umfram allt láta ganga minningargjafir, sem hún lét af hendi rakna við fráfall vina og velunnara. Vilborg lét sannar- lega ekki sitja við orðin tóm. — Allt þangað til hún varð að fara á sjúkrahús komu frá henni bæði oftar og hærri upphæðir en frá nokkrum öðrum. Þarna var hún Sumarið 1923 var rýrt til hey- skapar, þá gengu yfir hvassviðri, rok, kuldi, rigningar og það versta sumar sem Björgvin hafði lifað. Eftir sumarið kom snjór snemma, kaldur vetur sem bókstaflega allt ætlaði að drepa í harðindum. Þá tók fjölskyldan sig’ upp laugardag- inn fyrir páska og hjónin fóru með barnahópinn og bústofninn útí Brunahvamm. Þá jörð átti Met- húsalem á Burstafelli og var gott að vera leiguliði hjá honum. En árið 1931 fluttu foreldrar Björg- vins frá Brunahvammi og fóru þau í Torfastaði. Systkini Björgvins dreifðust um sveitina og stofnuðu heimili, en þau voru þessi: Gunnar á Ljótsstöðum, Alexander á Torfa- stöðum, Sigurjón síðar á Skálum, Árni á Tanga, Sigríður á Búa- stöðum, Margrét á Teigaseli á Jök- uldal, Lára á Hallgeirsstöðum og Aðalheiður á Tanga. Árið 1931 tók Björgvin Bruna- hvamm á leigu ásamt Sigurjóni bróður sínum en Sigurjón var þá orðinn fjölskyldumaður. Þeir bræður voru saman með heyskap og umhirðu bústofnsins. „ Svoleið- is á það að vera, menn eiga að vinna saman," varð honum oft að orði. Leigan var lítil fyrir Bruna- hvamm og vildi Methúsalem á Burstafelli helst enga leigu taka, var hún því sú sama öll árin; nokkrar krónur. En 1945 flutti Björgvin í Borgir og keypti þá jörð umfram allt að styrkja kirkjuna að Kálfatjörn, þar sem hún hafði að sjálfstögðu gengið til spurninga og verið fermd. Altarisdúka, hverja hún hafði fagurlega skreytt með útsaumi, mun hún hafa gefið kirkjunni, að mig minn- ir tvisvar sinnum. — Þegar Vil- borg átti sjötugsafmæli lét einn úr sömu átthögum og hún eftirfar- andi orð til hennar falla: Þótt tímabilið lengist frá björtum æskuárum, þá ylja minningarnar þaðan og næra hjartaþel. Að bæn- um rétt við flæðarmálið bylti Æg- ir bárum og barnagull þín voru máske kuðungur og skel. g bjó þar til 1954, en þá þótti hon- um sem haustinnleggið stæði ekki undir fóðurbætis- og áburðar- kaupum og þá var eðlilegast að hætta. Það hefur aldrei verið neinum til góðs að safna skuldum sem ekkert ræðst svo við að greiða; hann skildi ekki svoleiðis búskaparlag. Eftir að Björgvin hætti búskap gerðist hann grenjaskytta í Vopnafirði. Fækkaði þá ref mikið, en þar sem bændur áttu margt fé skipti ekki miklu þó lamb og lamb færi í refinn, svo hann hætti að veiða ref þar. En þá vildu Jökul- dælingar gjarnan fækka ref á sínu afréttarlandi og gerðist Björgvin grenjaskytta þeirra og gegndi því í nokkur ár. Refaveiðar hafði hann að aðalstarfi í 21 ár og veiddi yfir 2.000 dýr. Það má segja að við tófuveiðarnar hafi hið síðara tímabil hans í Jökuldalsheiðinni hafist. Björgvin fór um allt heiðarlandið á öllum árstímum og er það grunur minn að hann hafi verið allra manna kunnugastur á þessu landsvæði. Hann þekkti þar öll kennileiti og meðan búið var í Heiðinni kom hann á hvern bæ og þekkti alla sem þar áttu heima á þessari öld. Björgvin Stefánsson var meðal- maður á vöxt, ljóshærður, oft glettnislegur á svip, kvikur í hreyfingum og leiftrandi í skoðun- um. Á yngri árum hafði hann nokkurn áhuga á stjórnmálum, en honum þótti sem stjórnmálamenn færu lítið eftir því sem þeir boð- uðu og jafnvel skorta þekkingu á því sem gera þyrfti til að bæta þjóðfélagið: „Þeir hafa komið þjóðinni í þau vandræði sem orðin eru.“ Hann hneykslaðist oft á óþarfa eyðslu og skuldasöfnun, þá Ekki var það fyrr en að Vilborg var sest að í húsi þeirra hjóna við Skólavörðustíginn að alltaf ef ég átti erindi til borgarinnar, kom ég til Borgu, mér fannst það borga sig. Síðar var það svo, að oft var aðalerindið til höfuðstaðarins að heimsækja Vilborgu. Stundum með nokkrum kvíða um hvernig heilsa hennar myndi vera. — Hún var mörg efri árin mjög biluð í fótum, gat ekki stigið eitt sport án stuðnings. Því var ég milli vonar og ótta þegar ég hafði hringt dyra- bjöllunni, um hvort blessuð hús- móðirin kæmi til dyra, en oft var það gestur sem hjá henni var — því fleirum var ljúft að heimsækja Vilborgu en mér. Hún komst þó þetta sjálf, en það tók bara lengri tíma. Alltaf voru viðtökur Vil- borgar góðar og í samræðum við gamla Strandaringinn bar margt á góma um fólk og viðburði frá yngri árum okkar. Margt mótlætið mátti Vilborg reyna á síðari árum. — Af sjö börnum hennar voru þrjú dáin og hún sjálf farlama. Þrátt fyrir þetta var síður en svo að Vilborg væri með harmatölur. Heldur var sem geislaði frá henni góðvild og gamansemi. Því fór það svo að þó ég kæmi til hennar hálf kvíðafull- ur fór ég af hennar fundi ókvíðinn og þakklátur fyrir að ég gat ekki fundið annað en að henni liði vel. Minningin um Vilborgu er mér ljúf og hugstæð. — Að endingu óska ég systur hennar og öllum niðjum allrar blessunar á lífsleið- inni. Jón Helgason frá Litlabæ. Vilborg Magnús- dóttir - Minning Andvari 1983 er kominn út ANDVARI fyrir árið 1983, tímarit Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóð- vinafélagsins, er kominn út og er að- algrein hans að þessu sinni ævisögu- þáttur dr. Kristjáns Eldjárns fyrrum forseta íslands eftir Bjarna Vil- hjálmsson, þjóðskjalavörð. Annað efni ritsins er eftirtalið: Finnbogi Guðmundsson: Um varð- veislu hins forna menningararfs, (er- indi flutt á vegum háskólans í Óðinsvéum 1981); séra Bolli Gúst- avsson: Siðbótarmaður, (kvæði í minningu Marteins Lúters); Her- mann Pálsson: Eftir Njálsbrennu; Aðalgeir Kristjánsson: „Áður manstu unni cg mey“ (úr bréfum og dagbókarbrotum Gísla Brynjúlfs- sonar skálds um ástamál hans og Ástríðar Helgadóttur biksups); Grímur Thomsen: Þrjú bréf til Gríms Jónssonar amtmanns (Aðal- geir Kristjánsson bjó til prentun- ar); Jón L. Karlsson: Áhrif kulda á þróun og viðhald menningar; Jón Sig- urðsson: Efnahagur í öldudal (grein að mestu samhljóða erindi sem höf- undur flutti á aðalfundi Vinnuveit- endasambands fslands í vor er leið); Þórður Kristleifsson: Prestsdóttir- inn frá Reykholti og hagyrðingurinn frá Jörfa (um hjúskaparmál Ragn- heiðar Eggertsdóttur á Fitjum I Skorradal og Sigurðar Helgasonar frá Jörfa í Hnappadalssýslu); séra Björn Halldórsson: Tvö bréf (þessi bréf hins þjóðkunna skáldklerks í Laufási eru annað frá 1863 til Þor- láks Jónssonar á Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði en hitt frá 1882 til Jóns Árnasonar bókavarðar og þjóðsagnasafnara); séra Eiríkur J. Eiríksson: Nicolai Frederik Severin Grundtvig (erindi flutt á tveggja alda afmæli hins merka danska skálds, menningarfrömuðar og stjórnmálamanns í haust). Þetta er hundraðasti og áttundi árgangur Andvara. Ritstjóri hans er dr. F'innbogi Guðmundsson lands- bókavörður tók hann sig til og kom með snarp- ar samlíkingar og endaði á að segja að það væri ekki komið vel fyrir mönnum þegar það eina sem þeir ættu nóg af væru skuldir. Þetta líkaði fólki oft illa en ef menn svöruðu eða urðu vondir, þótti vininum árangri náð. En fæstir hugsuðu til þeirrar búhygg- indastefnu sem hann hafði alist upp við og lifað eftir. Björgvin kvæntist ekki og átti ekki afkomendur, en hann átti stóran systkinahóp sem hann var í nágrenni við. Eftir að hann hætti búskap og gerðist grenjaskytta fór hann í Einarsstaði og var til heim- ilis hjá Hildigunni og Jóni Har- aldssyni. Hann var dálítið fyrir að vera ekki lengi á hverjum stað á seinni árum, en þá var hann mest hjá Árna bróður sínum. Einnig var hann talsvert hjá Láru og Hrafnkeli á Hallgeirsstöðum og í Fellabæ eftir að þau fluttu þang- að. Ef spurt var hvar hann ætti í raun heima, „auðvitað hjá Árna, það er alltaf gott að vera hjá þeim hjónum“. Kynni okkar Björgvins hófust ekki fyrr en hann var hættur öll- um búskap og refaveiðum og heils- an farin að slakna, en ég dáðist alltaf af hispursleysi hans og hreinskilni. Hann talaði ævinlega eins og skoðanir hans og samviska gáfu tilefni til, en hann reyndi ekki að haga umræðum svo að öll- um líkaði. Hann var sérstæðasti maður sem ég hef kynnst, upp- vaxtarár hans voru líka nær 19. öld en okkar vélaöld. Það var til- viljun sem leiddi til þess að fund- um okkar bar saman, en ég er þakklátur fyrir það, því hann upp- lifði tilveruna og túlkaði lífsvið- horfin öðruvísi en allir aðrir. Björgvin lenti á spítala á Akureyri fyrir nokkrum árum og sagðist hafa átt að drepast ef allt hefði verið eðlilegt. „En ég reis upp aft- ur og læknarnir bókstaflega skildu ekkert í þessu, og skilja ekki enn.“ Ég notaði tækifærið og spurði hvað tæki við. Þá svaraði hann: „Það verður nefnilega miklu betra líf, allir samhentir og öfund- in ekki til, og þegar svona verður komið verð ég í Heiðinni og stend yfir fé.“ Eftir veraldarvafstrið vildi hann helst hverfa til Heiðarinnar aftur.Ég þekki ekki æskuvonir Björgvins, en hafi hann átt drauma sem ekki rættust, verða þeir vonandi að veruleika nú. Ef til vill á við Björgvin kvæðið, sem Magnús Ásgeirsson orti um vin sinn látinn og endar þannig: Ef lífsins gáta á lausnir til, þær ljóma bak við dauðans þil. Og því er grðfin þeim í vil, sem þráðu útsýn stærri. Auðun H. Einarsson t Útför EIRÍKS JÓHANNESSONAR, umsjónarmanns, Suðurgötu 44, Hafnarfiröi, fer fram mánudaginn 19. desember nk. kl. 10.30 frá Dómkirkju Krists Konungs i Landakoti. Jarösett verður í kirkjugaröinum í Hafnarfiröi. Fyrir hönd vandamanna, St. Jósefsspítalinn I Hafnarfiröi. t Aluöarþakkir flytjum viö öllum þeim er sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns og sonar okkar, GUOMUNDAR GEIRS JÓNSSONAR, skipstjóra. Sérstakar þakkir til foráöamanna Björguns hf., Slysavarnafélags íslands., björgunarsveita og allra þeirra er tóku þátt í leitinni aö hinum látna. Af alhug þökkum viö. Guð blessi ykkur. Guörún Björk Eggertsdóttir, Erna Olsen, Jón Á. Ólafsson. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og htýhug viö andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, HLÖÐVERS EINARSSONAR, vélsmiös, Njaröargötu 33. Sigurrós Edda Ófeigsdóttir, Þórdís Hlööversdóttir, Ellert Jón Jónsson, Hildur Hlööversdóttir, Gunnlaugur Guómundsson, Sigríöur Hlöðversdóttir, Guömundur Ragnar Ólafsson og barnabörn. t Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúö viö fráfall og útför STEFANÍU G. JÓNSDÓTTUR frá Kirkjubóli, Heiöargeröi 51, Reykjavík. Stefanía Hrönn Guömundsd., Friörik Halldórsson, Aðalbjörg S. Guömundsd , Bjarni Sigurðsson, Sveinn Guömundsson, Ólína Jónsdóttir, Sigriöur Davíösdóttir, Gissur Eggertsson, Páll Dagbjartsson, Guórún Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.