Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 5 Barnaguðsþjónusta í Dómkirkjunni: Börn flytja helgileik — Lúðrasveit leikur jólalög Á MOKGUN, sírtasta sunnudag fyrir jól, verður að venju barnaguðsþjónusta í Dómkirkjunni og hefst hún kl. 11 f.h. Þetta er orðinn fastur liður í helgihaldi Dómkirkjusafnaðarins og hefur þessi messa jafnan verið vel sótt. Að þessu sinni sjá börnin úr kirkjuskóíanum, sem er á hverjum laugardagsmorgni á Hallveigarstöð- um, um stóran þátt í athöfninni. Þau flytja jólahelgileik undir stjórn sr. Agnesar Sigurðardóttur. Y ngstu börnin úr kirkjuskólanum flytja líka tvo hreyfisöngva. Sr. Þórir Stephen- sen talar við bömin um jólin og sr. Hjalti Guðmundsson les jólasögu. Þá verður að sjálfsögðu almennur söng- ur, og síðast en ekki síst leikur Lúðrasveit Laugarnesskóla jólalög undir stjórn Stefáns Þ. Stephensen. Ég vænti þess, að foreldrar og afar og ömmur komi með börnunum til kirkju á morgun og við njótum öll góðrar stundar. Þórir Stephensen Pósthús opin til kl. 20 í kvöld I DAG, 17. desember, verða allar bréfastofur borgarinnar opnar til kl. 20 til móttöku jólabréfa. Bréf þarf að póstleggja i síðasta lagi í dag, ef þau eiga að ná til viðtakanda fyrir jól. Bögglapóststofan I Hafnarhvoli og Tollpóststofan í Hafnarhúsinu verða opnar til klukkan 18. Nokkrir félagar í Kammersveit Reykjavíkur á æfingu fyrir jólatónleik- ana í Bústaðakirkju á morgun: Rut Ingólfsdóttir, Sigrún Eðvaldsdóttir, Helga Ingólfsdóttir, Helga Hauksdóttir, Bernard Wilkinson og Pétur Þorvaldsson. * I Bústaðakirkju kl. 5 sunnudag: Jólatónleikar Kammer- sveitar Reykjavíkur Jólatónleikar Kammersveitar Keykjavíkur verða haldnir í Bú- staðakirkju sunnudaginn 18. des- ember klukkan fimm. Á efnisskránni eru fjögur bar- okktónverk: Brandenborgar- konsert nr. 3 eftir J.S. Bach, Flautukonsert í G-dúr eftir Pergolesi, þar sem Bernard Wilkinson leikur einleik á flautu, Gítarkonsert í D-dúr eft- ir Vivaldi, einleikari á gítar er Pétur Jónasson, og Concerto Grosso (jólakonsert) eftir Franc- esco Manfredini. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn þeim sem ekki eru styrktarfélagar. -- ■! ■ T n i— —i _ m —^l^_— "FRRPU VRRLfófl. MÉR FINN'dT HRNN GRUN5RM- LEGUR. HRNNPRNTRPI FJÖRTÉIN NRUTRSTEIKUR11 Gaukur á stöng Þú hefur m.a. um þrennt aö velja i Einn bezta hádegis- og kvöldmat síöan á þjóöveldisöld. i Heitir hátíðardrykkir og heima- bakkelsi beint úr ofninum á Stöng I Skemmtilegt fólk á skemmtileg- um staö. Allt þetta færðu á nýja kaupmáttarverðlaginu Opiö virka daga frá k'. 11—23.30 og um helgar frá kl. 11 —17 og 18—3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.