Morgunblaðið - 12.02.1984, Síða 3

Morgunblaðið - 12.02.1984, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1984 51 ekki fullnægjandi. — Jæja, sagði hún hressilega. Þú færð ekkert betra svar. Svo horfði hún í kring- um sig í stofunni sinni og hélt áfram: — Ég get ekki ímyndað mér, hvernig það væri að búa hér með einhverjum öðrum, sér í lagi ef það væri karlmaður. Eftir að ég varð fyrir slysinu bjó ég hjá hjón- um, sem ég segi ekki hvað heita, en það voru systir mín og mágur. Þau sofa saman í rúmi sem er svo mjótt, að maður skreppur allur saman við tilhugsunina. Það þarf mikið ímyndunarafl til að geta kallað það tvíbreitt. Og bæði eru samt vel í skinn komin. Hún var augsýnilega að grínast. Ég minnti hana á að hún hafði sjálf verið gift Ludlow Ogden Smith. — Já, ég gerði tilraun, svaraði hún. — Þú þekktir Luddy og veist hvað hann var elskulegur. Og þótt hann hafi kvænst aftur var hann vinur minn þar til hann dó. Én hjónabandið hentaði mér ekki. Mér hættir til að vinna of mikið. Ég held að ég sé dálítill púrítani í mér. En eftir þessa reynslu hef ég ekki reynt að blekkja sjálfa mig með því að ég geti bæði verið gift og unnið mik- ið. Nútímakonur eru í hræðilega erfiðri aðstöðu, hélt hún áfram. Ég er mikil jafnréttiskona. Móðir mín var á meðal hinna fyrstu og fyrir meira en 70 árum hélt ég á kröfuspjaldi fyrir hana. Ég gekk í síðbuxum löngu á undan öðrum konum og ég hef bú- ið við nær algert fnálsræði, a.m.k. má líta þannig á. Ég held líka, að konur séu körlum æðri — þær verða að vera það, því þær þurfa að standa frammi fyrir ákvörðun- um, sem karlmönnum er hlíft við að taka. Hins vegar held ég að konur hafi farið dálítið út af spor- inu að undanförnu. Konur eru ein- faldlega ekki karlar, og ef þær halda að þær séu það, geta þeim orðið á mikil mistök. Ég held að ég hafi farið gætilegar í sakirnar en margar konur gera nú á dögum, af því að ég hef alltaf gert mér ljóst, að karlar og konur eru mjög ólík tilfinningalega. Þess vegna hef ég látið mér um munn fara, að væri ég ungur karlmaður léti ég mér ekki til hugar koma að kvænast framagjarnri konu. Ég vildi að áhugi hennar beindist að mér. Að öðrum kosti myndi áhugi minn ekki beinast allur að henni. Þegar karl og kona giftast og bæði eru framagjörn hvort á sínu sviði, verður annað hvort að láta undan. Þegar ég var ung þurfti konan alltaf að víkja. Nú er það að breytast og því er ég hlynnt, en samt held ég að mannskepnan breytist ekki. Á hinn bóginn er það breytilegt, hvað leyfist og hvað ekki. Og þegar það sem er leyfilegt verður of leyfilegt, þá bíður okkar annað hvort afturför eða vist á geðveikrahæli. En ein- hvers staðar á lífsleiðinni ættu allir, jafnt karlar sem konur, að læra muninn á réttu og röngu. Sá munur er breytilegur eftir því hvaða manneskja á í hlut. En ég held að ég þekki muninn fyllilega, a.m.k. hvað sjálfa mig áhrærir. Ég veit nákvæmlega að Kathar- ine Hepburn fæst alls ekki til að segja eitt eða annað um karl- mennina í lífi sínu. En ég minnti hana á, að ég hefði nokkrum sinn- um leikið tennis með henni og Howard Hughes, og sagðist vona að hún gerði undantekningu mín vegna. Hún svaraði afdráttar- laust: — Ég geri enga undantekn- ingar. En gleymdu ekki að How- ard fór að missa heyrn þegar hann var 15 ára og þá byrjaði hann smám saman að einangra sig frá öðru fólki, sagði hún. — En jú, bætti hún við. Ég skal segja þér dáiítið um Howard. Ég hallaði mér fram í ákafa. — Þegar hvirf- ilbylurinn 1938 skall yfir var ég ásamt móður minni, Dick bróður mínum og Fanny vinnukonunni okkar í húsi okkar í Connecticut, rétt áður en það fauk af grunni. Við urðum að fikra okkur áfram eftir reipi til að komast í skjól. En skyndilega mundi ég eftir fallegu gullklukkunni, sem Howard hafði gefið mér og þaut upp stigann til að ná í hana. Þegar ég var komin hálfa leið sagði ég við sjálfa mig: — Hvern fjandann er ég að æsa mig upp út af gullklukku, þegar móðir mín er ef til vill að drukkna? Svo sneri ég niður aftur tómhent, en eftir þetta fannst klukkan aldrei. A.m.k. kvaðst eng- inn hafa fundið hana. Það skemmtilega við hvirfilbyl er það, að hann þrýstir gluggunum ekki inn, heldur sogar þá út. Ég hafði líka nokkrum sinnum hitt Spencer Tracy og Katharine Hepburn saman í Hollywood og ég sagði henni að mér fyndist hann alltaf vera mest sannfærandi leik- ari sem ég hefði séð, og líka skemmtilegasti sögumaður sem ég hefði nokkrum sinnum hlustað á. Hún leit undan og sagði ekkert góða stund. Svo horfði hún á mig aftur og sagði hæglátlega: — Já, hann var ekkert blávatn. Á leiðinni út tek ég eftir teikn- ingu eftir George Price í anddyr- inu. Á henni eru þrjár hryssur, tvær í bakgrunninn að tala um þá þriðju, sem stendur hnarreist í viðbragðsstöðu. í texta með mynd- inni segir: „Svona hefur hún látið í allan dag. Einhver sagði við hana að hún væri lík Katharine Hep- burn.“ Hún horfir með mér á myndina stundarkorn og segir síðan: — Ég er svo hrifin af þessum svip. Það má lesa út úr honum: keppnin er að hefjast. Svo brosir hún til mín sínu óviðjafnanlega, djarfmann- lega brosi og segir: — Veistu hvað? Ég hefði orðið stórskemmti- leg hryssa. Ljósmynda- námskeiðin vinsælu hefjast aftur mánudaginn 20. febrúar Sími 85811 ILJOSMYNDAÞJONUSTAN HF LAUGAVEGI 178 -P.O. BOX 5211-125 REYKJAVIK DUGLEG DÆLA Lítil sökkvanleg brunndæla, létt og þægileg í notkun, hentar vel til að dæla vatni úr kjöllurum og úr þeim stöðum sem vatn hefur safnast fyrir. Vegna þess hversu lítil og létt hún er, er auðvelt að nota hana í neyðartilfellum, þegar engann tíma má missa. Það þarf aðeins að sökkva henni í vatnið og kveikja á. Dælan er úr ryðfríu stáli, með 0.4 HP 50 Hz mótor. Hafið ROBBY brunndæluna til taks, það borgar sig. Skeifan 3h - Sími 82670

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.