Morgunblaðið - 12.02.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.02.1984, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1984 Stefiium að því að verða atvinnumenn í bransanum — segja hinir bráöhressu og efnilegu tónlistarmenn í hljómsveitinni Icelandic Seafunk Corporation Þeir eru líflegir, átta talsins, sá yngsti 16 ára og sá elsti 23ja ára. Þeir skrafa saman um hljóma, útsetningar og annað, sem blaðamaður kann ekki að skilgreina, þar sem þeir sitja á veitingahúsinu Horninu og sötra heitt súkkulaði og capuchino með súkkulaðispæni. Einn borðar pizzu, það er Pétur. Hann er umboðsmaður hljómsveitarinnar Icelandic Seafunk Corporation, sem blaðamaöur hitti að máli einn snjóþungan eftirmiðdag nú fyrir skömmu. Viljum ekki apa stílinn eftir öðrum Eruð þið að stæla Mezzoforte? „Nei, við erum alls ekki að stæla Mezzofortel," segir Styrmir hljómborðsleikari. „Við spilum fusion-tónlist, sem er samskonar tónlist og Mezzoforte spilar, en við erum alls ekki að stæla þá. Seafunkið og Mezzoforte eru einu íslensku hljómsveitirnar, sem við vitum til að spili þessa tegund tónlistar og því er kannski eðli- legt að fólki finnist þetta vera sami hluturinn. Strákarnir í Mezzoforte eru samt sem áður í miklu uppáhaldi hjá sumum okkar. Við getum að sjálfsögðu ekki neitað því að við verðum fyrir áhrifum frá öðrum fusion- hljómsveitum, en við eigum enga ákveðna fyrirmynd og viljum öðl- ast okkar eigin stíl, en ekki apa hann eftir öðrum hljómsveitum." Hafið þið allir lært að leika á hljóðfæri? Þegar strákarnir hafa fengið nóg af gríninu, snúum við okkur aftur að alvarlegri málefnum og Hákon gítarleikari segir: „Við viljum einfaldlega spila instrú- mental tónlist. Við viljum láta hljóðfærin tala og einbeita okkur að þeirri tjáningu og túlkun sem þau gefa möguleika á.“ Félagarnir eru ánægðir með þetta svar og segja Hákon einstaklega vel gef- inn ungan mann. Hver semur tónlistina sem þið spiliö? „Við, auðvitað!" heyrist ein- róma. „Öll tónlist sem við spilum er samin af meðlimum hljóm- sveitarinnar og þannig verður það meðan við spilum saman. Pró- grammið okkar núna er eftir Há- kon, Styrmi og Einar Braga." Þá er ekki annað til ráða en að stökkva upp í næsta strætó Og þá liggur beinast við að spyrja koma. Ég fæ hugmyndir á mjög ótrúlegum stöðum, eina fékk ég til dæmis þegar ég þurfti að skreppa á afvikinn stað, hm ... en ég vil helst ekki fara nánar út í það.“ Hvernig gengur samstarfið hjá ykkur? „Það gengur vel. Við erum að vinna saman að því að skapa góða og vandaða tónlist, það er sameig- inlegur metnaður okkar og við eigum það allir sameiginlegt að tónlistin skipar stærstan sess hjá okkur. Samstarfið getur eiginlega ekki verið öðruvísi en gott, þegar við stefnum allir að því sama og þar að auki sameiginlega, sem er kannski mikilvægast. Að sjálf- sögðu koma upp smávægileg vandamál öðru hvoru, en þau eru ávallt leyst fljótt og snöfurmann- lega. Þegar fleiri en einn aðili er til staðar, er óhugsandi að ekki komi til smáárekstra öðru hvoru. Það er mesta furða hve vel sam- starfið gengur, því að eðlisfari er- um við mjög ólíkir." Hljómsveitin Icelandic Seafunk Corporation, ásamt vini sínum og aðstoð- armanni Abdou, sem er frá Casablanca í Marokkó. Efstur stendur Þor- steinn trommuleikari. Fyrir neðan hann eru talið frá vinstri: Birgir hljóm- borðsleikari, Abdou, sem leikur oft með þeim á slagverk, Styrmir hljóm- borðsleikari, Einar Sig. bassaleikari og Pétur umboðsmaður. í neðstu röð sitja þeir Gísli slagverksleikari, Einar Bragi saxófónleikari og Hákon gítarleikari. Hákon tekur glæsilegt sóló á Aust- urvellinum.... Einar Bragi notar tækifærið og tal- ar... ... Steini notar hvert tækifæri sem gefst til að æfa sig ... ... og það gerir Einar Sig. greini- lega líka ... Pétur umboðsmaöur skrifar ávísun (í þykjustunni... ) „Já, við erum allir í tónlistar- námi og höfum verið í mörg ár. Við stefnum að því að leggja tón- listina fyrir okkur og verða atvinnumenn í bransanum. Þá er mikilvægt að vera menntaður. Þetta er bara eins og með hverja aðra vinnu, það kemur sér alltaf betur að vera menntaður í því fagi sem maður leggur fyrir sig.“ Erum vita laglausir Hvers vegna er enginn söngvari í hljómsveitinni? Einar Bragi: „Við erum allir vita laglausir og syngjum svo illa að við viljum ekki eyðileggja þessa góðu tónl..." „Þegiðu, Ein- ar Bragi,“ heyrist frá félögum hans. „Við erum í viðtali og reyndu að segja eitthvað af viti í staðinn fyrir að koma óorði á hljómsveitina," segja þeir og glotta. Einar Bragi: „Það má alveg koma fram að ég er mjög óánægð- ur með það hlutskipti mitt í hljómsveitinni, að vera alltaf sagt að þegja..." „Þegiðu, Einar Bragi“ heyrist þá aftur í félögum hans — og Einar Bragi heldur áfram að súpa heita súkkulaðið sitt... hvernig tónlistin verði til. Hákon er fyrstur til að svara: „Það er svo afskaplega mis- jafnt. Stundum heyrir maður lag- ið fyrir sér í heild, en oft kemur fyrst laglína, sem síðan hleður utan á sig og verður að heilu lagi. Maður er alls ekki alltaf tilbúinn að semja lag, ég lendi oft í því að sitja við hljóðfærið í lengri tíma, án þess að geta samið nokkurn skapaðan hlut. Svo kemur það líka stundum fyrir að lagið kemur bara. Svona eins og af sjálfu sér. Það er þegar andinn er yfir manni, eins og sagt er.“ Einar Bragi: „Lögin verða yfir- leitt til hjá mér þegar ég er að æfa mig, annaðhvort á saxófón- inn, flautuna eða píanó. Þá finn ég laglínustubba og þreifa mig svo áfram með hljóma, þar til lagið er fullgert, eða svo að segja." Styrmir: „Ég hef lent í því að vera staddur niðrí bæ þegar ég fæ laglínu bara hreinlega á heilann. Þá er ekki annað til ráða en að stökkva upp í næsta strætó, fara heim, setjast við píanóið og semja út frá þessari laglínu. Það er hreint ótrúlegt hvernig lög verða til og hvernig hugmyndirnar Hvers vegna eru tveir hljóm- borðsleikarar? Er ekki nóg að hafa einn? „Nei,“ segir Birgir, annar hljómborðsleikaranna. „Það er augljóst að tvö hljómborð auka möguleikana á fjölbreytni auk þess sem hljóðfæraleikurinn verð- ur þéttari. Við höfum ekki nema tvær hendur hvor, en oft gerir tónlistin kröfur til að fleiri hend- ur séu á hljómborði og því er besta lausnin að hafa hljóm- borðsleikarana tvo með samtals fjórar hendur. Samkomulagið á milli okkar er líka mjög gott, eng- inn rígur eða þess háttar, enda glímum við við ólíka hluti hvor á sínu hljómborði." Hve lengi hefur hljómsveitin starfað í núverandi mynd? Pétur umboðsmaður verður fyrir svörum: „I haust var skipt um bassa- og gitarleikara og þá bættust þeir Einar og Hákon f hljómsveitina og hún hefur staff- að í núverandi mynd síðan þá.“ „Ég keypti mér einmitt nýtt trommusett daginn sem Éinar Sig. gekk í hljómsveitina," gellur í Þorsteini. Er von á hljómplötu frá ykkur á næstunni? Og enn verður Pétur fyrir svör- um: „Við erum að þreifa fyrir okkur í leit að væntanlegum út- gefanda, en stefna hljómsveitar- innar er ekki endilega að gefa strax út plötu. Mér finnst ungu hljómsveitirnar, eins og þær sem skutu upp kollinum eins og gor- kúlur fyrir einu til tveimur árum, hafa eyðilagt töluvert fyrir sjálf- um sér með því að gefa út plötu löngu áður en þær voru tibúnar til þess.“ Þá sátum vid heima og æfðum okkur Einar Sigurðsson, sem hingað til hefur ekki sagt eitt einasta orð, biður allt i einu um orðið. Allir viðstaddir þagna, lita á Einar og bíða spenntir eftir því sem hann hefur fram að færa: „Við höfum fyrst og fremst áhuga á að spila vandaða tónlist. Meðan pönk- bylgjan gekk yfir, sátum við allir heima hjá okkur og æfðum okkur. Árangurinn er líka að skila sér núna og á örugglega eftir að skila sér enn betur i framtíðinni." Hljómsveitin Afsakið hefur oft verið nefnd um leið og Seafunkið og jafnvel sem sama hljómsveitin. Hvert er sambandið þarna á milli? Pétur:„Það má segja að Afsakið sé til, til að geta rekið Seafunkið fjárhagslega. Afsakið hefur hingað til aðallega leikið á dans- leikjum eða öðrum stöðum þar sem spilamennskan skilar af sér ágóða. Allir peningar sem koma inn renna i sameiginlegan sjóð Seafunksins. Við notum sjóðinn síðan til að greiða niður hljóm- tækjakaup og annað sem óhjá- kvæmilega verður að greiða, en þetta er alveg hreint déskoti dýr bissnes!" Að þessum orðum mæltum var blaðamanni litið á stóra Timex quartz-úrið hans Gísla slagverks- leikara. Afleiðing þeirra augna- gota var stórkostlegt áfall. Stóri visirinn hafði nefnilega snúist nokkra hringi án þess að nokkur yrði þess var, nema þá helst þjón- ustufólk staðarins, nokkrar mömmur og hljóðfærakennar- ar ... Við kvöddumst því í flýti og héldum hvert i sína áttina í gegn- um himinháa snjóskafla vetrar- ins. Viötal: Brynja Tomer Myndir: Gunnlaugur Rögnvaldsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.