Morgunblaðið - 12.02.1984, Page 5

Morgunblaðið - 12.02.1984, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1984 53 Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Soðin hrogn 1 hrognabrók, u.þ.b. 750 g 1 Ví> lítri mysa 1 lítri vatn 2 msk gróft salt 1. Hitið mysu, vatn og salt að suðumarki. 2. Skolið hrognabrókina úr köldu vatni, pikkið hana á nokkrum stöðum með grófri stoppunál. 3. Leggið hrognabrókina á stykki. Festið stykkið saman með stoppunálum eða kjötpinnum. Látið hrognabrókina vera lausa inni í stykkinu. (Þunnir allavega litir borðklútar, sem fást víða, eru hent- ugir til þessara nota). 4. Leggið stykkið með hrognunum í sjóðandi Eins og nafnið bendir til fjallar þessi þáttur um mat og matgerð. Af mörgu er að taka. Reynt verður að gera flest- um til hæfis. Verða því margar gerðir rétta í þessum þáttum og þeir miðaðir við íslenskar aðstæður og það hráefni sem er á boðstólum á hverjum árstíma. Reynt verður að hafa uppskriftirnar aðgengilegar og fljótmatreiddar en þó fjölbreyttar. Taka verður mið af því að fæstir hafa tíma til að sinna seinlegri matgerð. Þó eru alltaf nokkrir sem telja þeim tíma vel varið, sem notaður er til að matbúa flókna rétti, vonandi geta þeir líka fundið eitthvað við sitt hæfi. Þess verður gætt að maturinn sé hvorki fitandi né vítamínsnauður. Hafa ber í huga að ekki tekur lengri tíma að matreiða góðan mat en vondan. Vonandi koma uppskriftirnar mörg- um að notum. Nú fer sá tími í hönd, sem hrogn eru á markaði. Sjálfsagt er að nýta sér það. Hrogn eru mjög góð og holl fæða. Óþarft er að minnast á hollustu fisklifrarinnar, en mjög mikið af A-og D-vítamíni er í henni. Allir vita væntanlega að lýsi er unnið úr fisklifur. vatnið/mysuna og látið sjóða við suðumark í 30—40 mínútur. Takið himnuna af hrognunum meðan þau eru heit. Margir bera soðna ýsu og lifur með hrognum. Sjóða má það með í pottinum, en í styttri tíma. Ýsan er hreinsuð á venjulegan hátt og soðin í 7—10 mínútur. Lifrin er skoluð vel, gætið þess að engir hringormar séu í henni. Hún er sömuleiðis soðin í 7—10 mínútur. Oft eru leifar af hrognum, og er hægt að nýta þær í mjög góða rétti. Hér kemur uppskrift að einum, sem er hæfilegur handa þremur. Sedin hrogn Hrogn með beikoni, tómötum og eplum Hrogn með beikoni, tómötum og eplum 300 g soðin hrogn Vz tsk fínt salt tsk pipar 1— 2 tsk þurrkað dill 2 egg 2— 3 tómatar ferskir eða niðursoðnir 6 sneiðar beikon 3 epli 1. Smyrjið aflangt eldfast fat eða álmót. 2. Klippið beikonið langsum og raðið í kross á botninn og svolítið upp með börmunum á fatinu. 3. Þeytið eggin með salti, pipar og dilli, myljið hrognin út í og hrærið vel saman. 4. Setjið helming soppunnar yfir beikonið, skerið síðan tómatana í sneiðar og raðið ofan á, setjið síðan síðari helming soppunnar yfir. Brettið beik- onendana yfir, ef þeir standa upp fyrir. 5. Skerið eplin í tvennt, takið kjarnhúsið úr, setj- ið síðan á eldfast fat eða kökumót. 6. Hitið bakaraofninn í 180°C. Raðið fötunum með hrognunum og eplunum hlið við hlið inn í ofninn. bakið í 30 mínútur. 7. Hvolfið hrognabakstrinum á fat, raðið eplun- um utan með. Meðlæti: ristað brauð. i! Ð L E G U R F 3 Ð L E I K U R HANDBÆKUR — LJÓÐABÆKUR — ÍSLENSKAR SKÁLDSÖGUR — PLÖTUR Þúsundir íslenskra og erlendra öndvegisbóka á lágu tilboðsverði Bókamarkður í bókabúð Máls og menningar É Laugavegi 18 - ERLENDAR SKÁLDSÓGUR — MATREIÐSLUBÆKUR — BARNABÆKUR M Y N D L I S T A B Æ K U R

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.