Morgunblaðið - 12.02.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.02.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1984 55 Félag áhugamanna um heimspeki: Fyrirlestur um arf Hegels SUNNUDAGINN 12. febrúar flytur Kristján Árnason fyrirlestur á veg- um Félags áhugamanna um heim- speki. Nefnist fyrirlesturinn: Arfur Hegels. f fyrirlestrinum verður fjallað um gagnrýni ýmissa hugsuða 19. aldar — svo sem Schopenhauers, Feuerbachs, Marx og Kierke- gaards — á heimspeki Hegels og einnig hugleidd staða hennar á okkar tímum. Fyrirlesturinn verður fluttur i Lögbergi í stofu 101 og hefst kl. 15.00. Norræna húsið: Fyrirlestur Mari Kollandsrud MARI Kollandsrud, arkitekt frá Oslé verður stödd hérlendis dagana 13.— 21. þessa mánaðar í boði Nor- ræna hússins og Árbæjarsafns. Mari er formaður Fortidsminnesforening- en, samtaka áhugamanna um vernd- un menningarminja í Noregi. Mari flytur erindi um verndun húsa í Noregi þriðjudaginn 14. febrúar kl. 20.30 í Norræna hús- inu. Miðvikudaginn 15. febrúar kl. 20.30 verður hún gestur á fundi Torfusamtakanna í Ásmundarsal við Freyjugötu . í Eimreiðar- skemmunni í Árbæjarsafni heldur hún síðan erindi á vegum Skóg- ræktarfélagsins og félags Lands- lagsarkitekta 20. þessa mánaðar. Erindið fjallar um varðveislu gamalla trjáa og framhald af átakinu „plant et træ“ sem hún stóð fyrir árið 1980. Vetrarútsala er hætt!! Það eru komnar nýjar vörur í allar deildir (í^j KARNABÆR Z ZZ'J'66' SESBI6ARI pinnn Laugavegi 66 — Austurstræti 22 — Glæsibæ DHIIDU Bonanaza — Bonaparte — Garbo SPRAUTUUTSOG Sprautuútsog fyrir trésmíða- og málningarverkstæði og aðra sem vinna við ryk og hættuleg efni. Hættið þessu hættulega sniffi. Nú er lausnin fyrir hendi, sogið óloftið frá ykkur. Skeljabrekka 4. 200 Kópavogur. Sími 44040 Samvinnubankinn á Akranesi mun frá og meö þriðjudeginum 14. febrúar nk. auka við þjónustusvið sitt og sjá um kaup og sölu á ferða- og námsmannagjaldeyri. Þar verður einnig hægt að kaupa innlenda gjaldeyrisreikninga auk þess sem útibúið veitir alla þjónustu varðandi VISA-greiðslukort.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.