Morgunblaðið - 12.02.1984, Side 8

Morgunblaðið - 12.02.1984, Side 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1984 Kynbótahryssan Hrafntinna 3234 frá Vatnsleysu, setin af Kynbótahryssan Orka 3803, undan Lýsingi 409. Knapi er Árdís Björnsdóttir, húsfreyja á Vatnsleysu, á reiðhesti sínum Einari Höskuldssyni. Hrafntinna er móðir stóðhestsins Björn Jónsson á Vatnsleysu. Blakk, sem er af austanvatnastofni. Grams 688 frá Vatnsleysu og amma Glaðs 852 frá Reykjum. Útlendingar standast okkur ekki snúning í hrossarækt Á bænum Vatnsleysu í Við- vfkurhreppi í Skagafirði hafa löngum verið úrvalshross, og á undanförnum árum og ára- tugum hafa þekktir kynbóta- gripir og gæðingar komið frá búinu, fyrst í tíð H.J. Hólm- járns, sem þar bjó og nú síð- ustu ár frá Jóni Friðrikssyni, sem stundar hrossarækt á Vatnsleysu. Á ferð um Skagafjörð í haust hitti blaöamaður meðal annarra að máli Jón Friðriksson á Vatnsleysu, og hann var spurður um tildrög þess að hann hóf hrossarækt á þess- um stöðum. Bjuggu fyrst í Asgeirsbrekku „Upphaf þessa búskapar hér má rekja aftur fyrir þann tíma er við komum að Vatnsieysu," sagði Jón. „Því við bjuggum fyrst í Ás- geirsbrekku hér í sömu sveit. Þar hófum við hjónin búskap árið 1966 í félagi við Jón Steingrímsson, starfsmann hjá Rannsóknarstofn- un landbúnaðarins. í Ásgeirs- brekku vorum við með blandað bú, kýr, sauðfé, nokkrar hryssur og stóðhestinn Lýsing 409 frá Voð- múlastöðum, sem við áttum síð- ustu æviár hans 1966—1969. Sjálf erum við hins vegar upp alin í næstu sýslu. Við hjónin erum frá Akureyri, ég að vísu skagfirskrar ættar en Jón Steingrímsson er frá Dalvík. Það er svo árið 1973 að við fær- um okkur um set að Vatnsleysu. Við nafnar kaupum jörðina 1971 af Hólmjárni, sem þá var orðinn aldraður. Með jörðinni fylgdu 17 hryssur úr stóði Hólmjárns, sem þó var aðeins brot af hrossum hans. Hin voru seld annað. Þetta voru allt hryssur af Svaðastaða- stofni eða austanvatnastofni. Ég held að segja megi að þær hafi verið úrtak frá Svaðastöðum, Hofstöðum og Vatnsleysu. Þar Jón á Vatnsleysu að draga hross sín í Laufskálarétt í Hjaltadal. Ljósm.: Sig. Sigm. Rætt við Jón Friðríksson stóðbónda á Vatnsleysu í Skagafirði með byrjum við á ræktun austan- vatnahrossa en að auki tókum við með okkur Lýsingshrossin frá Ásgeirsbrekku og höfum ræktað þetta hér hlið við hlið, en þó al- gjörlega aðskilið. Nú erum við með 10—12 hryssur af hvorum stofni." Stígandi 625 fremstur í sinni ætt Byggir þessi ræktun frá Hólm- járn á einhverjum sérstökum greinum Svaðastaðastofnsins, eða eru hér notuð hross af öllum greinum hans? „Hans hugsjón var að rækta það fegursta og mýksta sem íslenskir hestar eiga í fari sínu, og varaði hann mjög við sundurgerð í rækt- un þeirra. Það var laust eftir 1950 sem Hólmjárn hóf búskap hér á Vatnsleysu. Hóf hann þá strax að draga saman hross hingað og hygg ég að hann hafi valið það sem best Stóðhesturinn Lýsingur 409 frá Voðmúlastöðum. Út af hestinum er nú verið að hreinrækta hross á Vatnsleysu. fékkst af Svaðastaðastofni eða austanvantastofni eins og viö köll- um hann nú. í okkar ræktun höfum við svo reynt að færa sömu leið, notað það sem við höfum talið gott í stofnin- um, ekki farið út fyrir hann en heldur ekki bundið okkur við af- kvæmi einhvers eins hests eða hross frá einum einstökum bæ. Við höfum til dæmis verið með hesta frá Kolkuósi, Brimnesi, Hól- um og víðar. Auk stóðhesta hef ég svo fengið góðar hryssur að, frá öðrum bæjum, fékk til dæmis eitt sinn að velja fimm hryssur úr stóði Sigurmons Hartmannssonar í Kolkuósi. Ein þeirra er dóttir Léttis, Yngri Mósa, móðir gæð- ingsins Kristals á Akureyri og móðurmóður landsmótsstjörnunn- ar Þráar 5478 frá Hólum. Sjálfur hef ég fengið undan henni fimm folöld en orðið fyrir þeim áföllum að missa undan henni tvær hryss- ur.“ En hvaða stóðhestar hafa verið mest áberandi í ykkar ræktun af S vaðastaðastof n i ? „Þeir eru margir hestarnir sem við höfum notað, en líklega eru áhrif Harðar 591 frá Kolkuósi einna mest ef taldir eru einstakir hestar. Við eigum margt hrossa út af Herði, þótt hér hafi hann aldrei verið notaður í okkar tíð. En með- al hesta sem við eigum afkomend- ur frá má nefna Stíganda 625 und- an Herði, Byl 892 undan Stíganda, Kulda 927 frá Brimnesi, og Rauð 618 frá Kolkuósi undan Létti frá Kolkuósi en hann var sonur Hólm- járnsbrúns frá Vatnsleysu. Allt eru þetta góðir hestar en þó finnst mér sem vanti einhvern herslumun. Elgur 965 frá Hólum, sonur Rauðs 618, er til dæmis feikna mikill reiðhestur en hann gefur tæplega nógu falleg af- kvæmi. Bylur 892 er líka mikill hestur en ekki fullreyndur enn. Líklega er Stígandi 625 frá Kolku- ósi mestur þessara hesta. Stígandi fór því miður til Þýskalands og það er eftirsjá í honum. Hann er sennilega nú fremsti hestur sinn- ar ættar í kynbótalegu tilliti. Ég get svo ekki skilið við þetta tal, án þess að geta þriggja vetra fola, sem við notuðum hér síðast- liðið sumar. Það er Kórall frá Tungu, brúnn foli undan Herði 591 og Hrefnu frá Kolkuósi. Þessi foli lofar mjög góðu, hvað sem síðar verður."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.