Morgunblaðið - 12.02.1984, Page 9

Morgunblaðið - 12.02.1984, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1984 57 Hinn ungi stóðhestur Kórall frá Tungu á Svalbarðsströnd, sá stóðhestur af Svaðastaðastofni, sem einna mestar vonir eru bundnar við að sögn Jóns á Vatnsleysu. Vantar afburðahest af Svaðastaðastofni En það má skilja þig svo að það vanti góðan stóðhest af Svaða- staðastofni um þessar mundir? „Já, það er rétt. Það er að vísu til mikið af ágætum hestum af þessu kyni og fjölmörgum miðl- ungshestum, en það vantar af- burðahest í austanvatnaræktun- ina nú. Ég tel þetta vera ákveðið vandamál fyrir okkur hér á bæj- unum og vandamálið brennur einnig á mér heima á Hólum, því ég er í stjórn hrossakynbótabúsins þar, sem eins og kunnugt er rækt- ar eingöngu austanvatnahross. Menn mega því vita það, að sé ein- hvers staðar á landinu til hestur eða ungfoli af þessu kyni, sem ber af öðrum, þá eru not fyrir hann hér nyrðra. Lítil von er þó til að svo sé, því Þorkell Bjarnason, hrossaræktarráðunautur, er í stjórn búsins og hann hefur nokk- uð góða vitneskju um þessi hross, alls staðar á landinu. — En í þessu sambandi vil ég svo einnig taka það skýrt fram, að þótt ég telji vanta hest inn í kynið nú, þá fer því fjarri að um einhverja kreppu sé að ræða. Svo er ekki. Það er mikið til af ágætum hestum eins og ég sagði hér fyrr og menn mega alls ekki verða óþolinmóðir eða missa móðinn í ræktunarstarfi sem þessu. Þá fyrst er voðinn vís, enda er hér um að ræða starf sem skilar árangri á áratugum en ekki fáeinum árum eða misserum." Kæktunin út af Lýsingi Ef við víkjum um stund að ræktun ykkar hér á Vatnsleysubú- inu á hrossum út af Lýsingi 409 frá Voðmúlastöðum. Hvernig er hún til komin og á sá hestur, ætt- aður úr Rangárþingi, erindi hingað í Skagafjörð? „Um það má nú sjálfsagt deila, hvert hestar eigi erindi, en víst er að hér eru hross alls staðar af á landinu og á öllu landinu finnast einnig skagfirsk hross svo sem all- ir vita. En við hrifumst af Lýsingi og keyptum hann árið 1966, þegar við hófum búskap í Ásgeirs- brekku. Hesturinn var þá orðinn 19 vetra og átti sér talsverða sögu. Hann fæddist á Voðmúlastöðum í Austur-Landeyjum, og þar var hann notaður fyrstu árin. Þaðan er hann svo seldur austur á Fljótsdalshérað, þar sem hann á fjölda afkomenda. Jón Guð- mundsson á Reykjum og Skúli Kristjónsson, Svignaskarði, eign- uðust hestinn síðan eftir lands- mótið 1958 og síðar kemst Hrossa- ræktarsamband Vesturlands yfir hann og á hann allt til 1966, þegar við Jón kaupum hann. Það er margt, sem prýddi Lýsing, fas hans og fótlyfting og ekki spilli fyrir hinn sérstaki og fagri leir- ljósi litur. Fyrst í stað tókum við hryssur úr öllum áttum og leidd- um til hans, en síðan urðu af- kvæmi Lýsings uppistaðan í rækt- uninni og smám saman er að verða til all skyldleikaræktaður stofn út af honum. Hrossin í þess- ari ræktun eru smám saman að tengjast meir og meir í honum sem forföður. Meðal hesta, sem við höfum not- að í þessari ræktun seinni ár eru Ringó 783 frá Ásgeirsbrekku og Sleipnir 785 frá Ásgeirsbrekku, sonur og sonarsonur gamla Lýs- ings og hinn síðarnefndi leirljós eins og ættfaðirinn. Ljósm.: Matthías Gestsson. Hinn frægi stóðhestur Hörður 591 frá Kolkuósi, hér setinn af Sigur- björgu Jóhannesdóttur. Áhrif Harðar eru mest í Svaðastaðaræktuninni á Vatnsleysu, að sögn Jóns Friðrikssonar. Jón Friðriksson á Báru 4125 Lýsingsdóttur, sem stóð efst í flokki 5 vetra hryssa á landsmótinu 1974. Bára er sammæðra stóðhestunum Sleipni 785 og Ringó 783. Jón á Vatnsleysu sýnir kynbótahryssuna Brynhildi, sem er einn afkom- enda Lýsings frá Voðmúlastöðum. Jón Friðriksson og hin fallega gæðingshryssa Hátíð 5218 frá Vatnsleysu. Síðastliðið sumar notuðum við svo einnig stóðhestinn Mána 949 frá Ketilstöðum, en hann er í móð- urætt talsvert skyldleikaræktaður út frá Lýsingi. Óskyldan hest, Greifa 929 frá Akureyri, notuðum við í tvö ár á Lýsingshryssurnar, það er frábær reiðhestur, en gefur ekki nægilega falleg afkvæmi, þau eru of stutt sýnist mér. En það er eins með þessa ræktun og aðra, þetta tekur tíma og ekki víst að alltaf takist jafn vel til. Það vilja skiptast á skin og skúrir í þessu sem öðru.“ Mikil lyfting í Lýsingshrossunum En í hverju felst megin munur- inn á Svaðastaðahrossunum og hrossunum út af Lýsingi? „Lýsingshrossin einkennast fyrst og fremst af mikilli lyftingu í reið, þau eru áræðin, kjarkmikil og viljug og lyfta sér afar vel að framan. Þetta er aðalsmerki Lýs- inganna, sem vekur á þeim hrifn- ingu. Það er einmitt þessi lyfting, sem við erum að reyna að rækta áfram í hrossunum. Galli við þau er hins vegar að sum eru ekki nægilega vel byggð og svo er hitt, að viljinn er stund- um svo mikill að það er eins og þau megi ekki vera að því að læra það sem farið er fram á. Þau flýta sér of mikið. Austanvatnahrossunum þarf ég varla að lýsa, svo þekkt sem þau eru, og það er ekki vafamál að glæsilegri einstaklinga í allri byggingu er þar að finna alla jafna, en í Lýsingsafkomendunum. Lyftingin er á hinn bóginn minni, þó þar finnist vissulega undan- tekningar, líkt og þekkt er í góð- hestinum Kristal frá Kolkuósi og Dömu 4976 frá Hólum.“ Varla ábatasöm atvinnugrein Er það ábatasamt nú um þessar mundir að leggja stund á hrossa- rækt? „Nei, því miður er það nú ekki, og líklega væri best að láta þessari spurningu ósvarað. Sannleikurinn er sá að það ríkir alltaf fullkomin óvissa um framtíðina í þessari at- vinnugrein eða búgrein, enginn getur fyrirfram sagt til um hver markaðurinn verður. Hér innan- lands erum við hrossabændur al- gjörlega háðir efnahag fólks, og dagþarfir ganga að sjálfsögðu fyrir. En á utanlandsmarkaði eig- um við að auki í höggi við verð- bólguna, sem veldur óstöðugleika í verði og sumareksem sem hefur stórlega skaðað markaði okkar á meginlandi Evrópu. Milliliða- kostnaður og grunnverð á hross- um er of hátt fyrir markaðinn ytra en þó höldum við ekki í við verðbólguna eins og hún hefur verið. En finnist eitthvað gegn eksem- inu og verði verðlag stöðugra hér, þá erum við ofan á í þessu efni. Ég óttast ekki svo mjög ræktun- ina erlendis, Þjóðverjarnir eru vissulega góðir ræktunarmenn og kunna þá list að auglýsa sig upp, en þeir eignast aldrei landsins bestu kynbótagripi. Og á lands- mótinu 1982 og á Evrópumótunum sást það glögglega að þeir stand- ast okkur ekki snúning þrátt fyrir allt.“ Og þú lifir eingöngu á hrossa- ræktinni? „Nei, ekki hefur það nú verið. Ég hef stundað tamningar fyrir aðra til að létta undir með þessu hér. En nú í vetur er þó ætlunin að fást eingöngu við tamningu eigin hrossa, sem síðan verða sett á sölulista þegar líður á veturinn. Ég stefni að því, að vera með um 30 hross í tamningu í þessu skyni." Ekkert kreppuhljóð? „Ekki í mér, nei, nei, en það á eftir að koma í ljós hvernig þetta gengur. Væri bjartsýnin ekki fyrir hendi væri eins gott að hætta strax," sagði Jón Friðriksson að lokum. Viðtalsefnið var að vísu hvergi nærri tæmt, en mikilvæg- ari verkefni biðu, Laufskálaréttir í Hjaltadal og Jón tekinn að ókyrr- ast. Hér verður því settur punktur að sinni og þeim Jóni og konu hans, Árdísi Björnsdóttur, þakk- -aðar góðar móttökur. Anders Hansen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.