Morgunblaðið - 12.02.1984, Síða 16

Morgunblaðið - 12.02.1984, Síða 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1984 Haraldur Bessason, prófessor. Haraldur Bessason, prófessor í íslenzku við Manitoba-háskóla, dvelur hér á íslandi í ársfríi frá störfum í Kanada. t>að kom í Ijós er blaðamaður Mbl. tók að spyrjast fyrir að hann situr hér ekki auðum höndum í þessu leyfi. Hefur verið að glugga í Eddufræði í sambandi við fyrir- lestra sem hann á að flytja á næstunni, huga að vestur-ís- lenzku, skrifa greinar í „Dict- ionary of Scandinavian Littera- ture“, vinna að ritröð sem há- skólaforlagið í Manitoba gefur út undir heitinu University of Manitoba lcelandic Studies, þar sem hann er einn tveggja rit- stjóra, en þar hafa komið út bækur um íslenzkar miðalda- bókmenntir og sögu á ensku. Ýmislegt fleira sagöi Haraldur að sig langaði að glugga í ef tími gefst til, eins og hann orðaði það. En hvert þessara viðfangs- efna vakti áframhaldandi for- vitni og fleiri spurningar. Haraldur Bessason fór til Kan- ada 1956 og hefur verið þar pró- fessor síðan. Við Manitoba-hásk- óla er sérstakur stóll í íslenzku og er hluti af tungumáladeildinni. Kveðst Haraldur vinna í nánu sambandi við aðrar deildir, aðal- lega þýzkudeild, stundum ensku- deild og jafnvel mannfræðideild. Kennir þar þá grundvallaratriði í málvísindum. Nokkuð margir nemendur hafa verið í íslenzku- deildinni undanfarin 15 ár og heldur fjölgað. í ár eru rúmlega 30 skráðir í deildina. Ekki þó allir i hreiriu íslenzkunámi, en taka ein- hverja þætti úr því. En hvað ætli nemendur í íslenzkum fræðum hyggist fyrir með námi sínu við Manitoba-háskóla? — Það er misjafnt, svarar Har- aldur. Á þriðja ári kennum við t.d. fornbókmenntir í enskum þýðing- um og hegðum okkur að því leyti eins og deild klassískra fræða. Þangað kemur oft fólk sem les Njálssðgu og fleiri Islendinga- sögur. Við reynum að komast yfir sem flestar sögur af ýmsum gerð- um. Þessar sögur eru til í enskum þýðingum, misgóðum að vísu. Þar hefur orðið geysileg framför á sl. 10 árum. Hefði verið óhugsandi að kenna þetta svona fyrir tveimur áratugum. Bæði vegna skorts á þýðingum og bókum á ensku um íslenzkar bókmenntir. — í annan stað er við Mani- toba-háskóla kennd nútímaís- lenzka, tvö stig. Ég kenni hana ekki sjálfur og hefi ekki gert um skeið, segir Haraldur ennfremur. Sagði þegar ég var fimmtugur að ég talaði ekki nútímaíslenzku lengur. Ég hefi tvo unga menn að heiman í þeirri kennslu. Þar eru um 10 nemendur á hvoru nám- skeiði. Oft er þetta fólk sem eitthvað kann í íslenzku og stund- um á leið til íslands. Meirihlutinn er að einhverju leyti af íslenzku bergi brotinn, en þó ekki alltaf. Þá er kvöldskóli, sem er á vegum deildarinnar, en að hluta fjár- magnaður annars staðar frá. Þar eru um 70 manns að nema ís- lenzku. Þrjú ungmenni frá íslandi í námi og við störf í Winnipeg kenna á þessum námskeiðum. I rauninni eru þetta of margir nem- endur, en þeim var að fjölga þegar ég fór. — En hvað um íslenzkuna? I hve ríkum mæli er hún enn til á þessum slóðum? — íslenzka er enn lifandi all- víða, einkanlega úti á landsbyggð- inni. Ég tek það sem merki um lifandi mál ef fólk notar það í síma. Þegar síminn hringir þar sem maður er staddur og svarað er og talað á íslenzku, merkir það að málið sé enn lifandi. I raun er síminn eini mælikvarðinn. Margir töldu að islenzkan yrði útdauð í Kanada um aldamótin. En hún er þar lífseigari en nokkurt annaö þjóðbrotamál. Innflutningur hefur ekki verið frá íslandi til Kanada síðan 1914 og því merkilegt að hún skuli enn vera lifandi, þó ekki sé nema á stöku stað. Þetta mál, sem Vestur-íslendingar tala, er auðvit- að nú orðið öðruvísi. Það er blanda af 19. aldar íslenzku, mjög íhalds- samt mál, og svo fjölda af enskum tökuorðum. Ensku orðin taka þá íslenzkum beygingum og eru mörg þeirra orðin ákaflega föst í sessi. Ekki má hrófla við þeim, því mörg þeirra eru miklu eldri en samsvar- andi orð í íslenzku. — En hvað um orð yfir nýja tækni og nýja hluti? Hvað gera þeir við þau? — Þeir hafa mest tekið ensk- una, sem eðlilegt er, og lagað orðin dálítið til, svo þau féllu að beyg- ingakerfinu. Ég hefi skrifað nokkrar greinar um þetta í norð- ur-amerísk rit. Það væri fróðlegt að fylgjast með hvernig íslenzkan þróast þarna, því hún fylgir föst- um reglum. Málfræðingar eru mjög áhugasamir um þjóðbrota- mál, því af þeim er margt hægt að læra um þau Evrópumál sem þau eru hluti af. Þau þróast að vissu leyti svo hratt, en eru á hinn bóg- inn íhaldssöm. T.d. mundi enginn Vestur-íslendingur segja læknar, þeir segja læknirar eins og á 19. aldar íslensku. Þessu var þröngv- að upp á okkur á sínum tíma af málhreinsunarmönnum, sem höfðu fornöldina að fyrirmynd. Raunar er ég ekkert hissa á því að íslenzkan sé lífseig í Kanada, ef það er rétt sem ég heyrði í út- varpsviðtali að í Brazilíu sé hún að einhverju leyti til enn. Þar voru allt aðrar aðstæður. I Kanada var svo mikil tímarita- og blaðaútgáfa á íslenzku. Þetta voru stór blöð um aldamótin og mikið lagt í þau, t.d. fluttir ritstjórar að þeim að heiman. Enn er gefið út eitt blað, Lögberg-Heimskringla, og stefnan að það sé að hálfu skrifað á ís- lenzku og að hálfu á ensku. Er þó víst orðið að meirihluta á ensku. — Er íslenzkan þá alveg á út- leið? — Mér er sagt að öll þjóðabrot eigi fyrir sér að hverfa. Jafnvel segja margir að franskan muni hverfa í Kanada og er hún þó lög- vernduð. Erfiðast er fyrir önnur þjóðbrotamál, að þau hafa ekki vernd að lögum. Stórverk um Eddu á ensku Við snúum talinu að fræði- störfum. Haraldur hefur mikið kennt Eddurnar og flutt um þær fyrirlestra í Kanada og í Banda- ríkjunum. Einnig annazt útgáfur. Ritstýrði bók um Sæmundar- Eddu, sem út kom sl. vor. Eitt stærsta verk sem út hefur komið um þau fræði á ensku. Kvaðst hann binda ákaflega miklar vonir við fyrrnefnda ritröð, sem komin er af stað hjá háskólaútgáfu Manitoba-háskóla og nú einnig við háskólabókaforlagið í Toronto. T.d. er þar komin út Landnáma- bók, Saga ísl. þjóðveldisins, Grá- gás að mestu og nú síðast þetta geysistóra verk um Sæmundar- Eddu. þarna er um að ræða fræði- rit, en þó þannig úr garði gerð að leikmenn eiga að geta fundið þar nokkuð sér til ánægju. — Stefna okkar að sigla milli skers og báru með það, og það hefur komið í ljós að mikill áhugi er á Eddu, útskýrir Haraldur. Úr því tókst að koma þessari ritröð af stað, ætti að verða hægt að halda henni áfram. — Ástæðan fyrir því að við höf- um bundið okkur við útgáfu á mið- aldaritum eða ritum um miðald- irnar er sú að margir háskólar í hinum engilsaxneska heimi kenna þessi fræði og við höfum ekki efni á að vera utan þess hrings, segir Haraldur ennfremur. Ég hefi oft verið spurður að því hvort við höf- um engan áhuga á nútímaís- lenzku. Og vissulega væri áhuga- vert að gefa út á ensku sem mest af verkum varðandi ísland nútíð- arinnar, ef við hefðum fé og mannafla. En líklega er einmitt nú rétti tíminn til að gefa út forn verk. Norður-ameríkumenn eru að leita uppruna síns, þreyttir á sínu söguleysi. Þegar Landnáma kom út, þá seldist hún geysilega fljótt og var þó dýr. Og í Manitoba er eini staðurinn í heiminum, þar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.