Morgunblaðið - 19.02.1984, Side 41

Morgunblaðið - 19.02.1984, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984 41 leið og við bekkjarbræðurnir vott- um henni og skylduliði þeirra öllu okkar dýpstu samúð. Ástvinum fé- laga Þorbjörns, sem með honum fórust, vottum við innilegustu samúð. Við kveðjum góðan og traustan dreng og óskum honum alls hins bezta á nýjum brautum. Olafur Thorarensen. Mánudaginn 20. febrúar fer fram frá Fossvogskirkju útför Þorbjörns Sigurðssonar, Vestur- bergi 149 hér í borg. Mig langar til að minnast þessa kæra vinar með örfáum orðum. Ævisögu hans mun ég þó ekki rekja, það munu trúlega aðrir gera sem betur þekkja til. Kynni okkar Þorbjörns hófust haustið 1973 þegar fjölskylda mín fluttist í nýtt hús á Vesturbergi 161 við hliðina á þeim hjónum Þorbirni og Ástu, sem þá voru flutt í sitt hús fáum vikum áður. Silja dóttir mín var þá nýorðin 4 ára og vissum ég og konan mín ekki fyrr en Silja var komin inn á gafl hjá þessum nágrannahjónum okkar og ekki leið á löngu þar til sú litla fór að kíkja í pottana hjá mömmu sinni og Ástu áður en hún ákvað á hvoru heimilinu hún vildi borða. Ekkert þýddi að segja við Silju eins og oft er sagt við börn: „Ef þú hættir ekki að vera svona óþekk, þá vilja pabbi og mamma ekki eiga þig,“ því ekki stóð á svari frá Silju: „Allt í lagi, þá fer ég bara til Ástu og Þorbjörns." Við Þorbjörn höfðum alltaf um nóg að tala þegar við hittumst, en oftast snérust umræðurnar um sjóinn og skyld efni. Ég minnist þess að um miðjan janúar sl. þegar Ásta sat hjá okkur yfir kaffibolla og sagði okkur að Ljósafoss, sem Þorbjörn var þá skipstjóri á, kæmi daginn eftir eða þarnæsta dag, og þá færi Þorbjörn í frí, þá leyndi fögnuður hennar sér ekki. Þau Ásta og Þorbjörn áttu ekki börn en þau voru hamingjusöm, samhent hjón í öllu sem þau tóku sér fyrir hend- ur. Heimili þeirra bar vott um góðan smekk beggja og er falleg- asta heimili er ég hef augum litið. En margt fer öðruvísi en ætlað er því Þorbjörn var rétt kominn heim af Ljósafossi þegar Eimskip bað hann að fljúga næsta morgun til Þýskalands og taka við hinu nýja skipi félagsins, Fjallfossi. Það var engin tilviljun að Eim- skip lét Þorbjörn hafa Fjallfoss. Þeir, sem þá ákvörðun tóku fyrir félagið, vissu að þar fór samvisku- samur og ábyggilegur maður og auk annarra mannkosta bindind- ismaður á tóbak og vín. Ekki er að orðlengja það að Þorbjörn tók við skipi sínu og sigldi því frá Þýskalandi til Eng- lands og síðan heim. Skipinu seinkaði mikið í þessari ferð, því nær undantekningarlaust var vit- laust veður, en ferðin var á enda, búið að binda á Grundartanga og allt virtist leika í lyndi. Það, sem síðan gerðist þessa ör- lagaríku nótt við bryggjuna á Grundartanga, veit enginn með vissu, en þeir, sem þekktu Þor- björn og þá góðu drengi, sem þar létu lífið með honum, undrast ekki þá staðreynd að allir fórnuðu þeir sér einn fyrir alla og allir fyrir einn þar til yfir lauk. En lífið heldur áfram þó því jarðneska sé lokið og ég veit að Þorbjörn fær nóg að starfa Guðs um geim og mun ganga á vegi Ijóssins í löndum eilífðarinnar. Far þú i friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Elsku Ásta og allir þeir sem eiga um sárt að binda, ég og fjöl- skylda mín sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ósvald Gunnarsson Stundum hvarflar að manni að almættið hafi tekið skakkan pól í hæðina, eins og svo gjarnan er sagt til sjós, þá skilning þrýtur. Þannig varð mér innanbrjósts, þegar rofa tók til í huga mér eftir fregnina af hinum válega atburði við Grundartanga aðfaranótt hins 10. febrúar síðastliðinn þegar maðurinn með Ijáinn skar á þá taug, sem batt fjóra unga og hrausta sjómenn við hina jarðn- esku tilveru. Einn þessara fjór- menninga var vinur minn og starfsbróðir, Þorbjörn Sigurðsson, skipstjóri, sem af öllum þeim sem þekktu hann var ævinlega kallað- ur Tobbi. Kynni okkar Tobba tókust með nokkuð tilviljanakenndum hætti eins og svo margt annað í þessu lífi. Það var einn bjartan og fagr- an apríldag 1962, að ms. Dettifoss lá við Grófarbryggju. Ég var þar 1. stýrimaður og átti að sigla til New York að kveldi. Það vantaði einn háseta til að fara þessa ferð og var á þessum árum ekki hlaup- ið að því að fá góða og vana menn á kaupskipin, enda gott til sjávar- fanga. Svo vildi til þennan dag, að ms. Herjólfur lá hinum megin við bryggjuna, og á þilfari hans stóðu tveir ungir og snaggaralegir menn. Ég vatt mér um borð í Herjólf og spurði piltana hvort annan þeirra langaði ekki til að bregða sér til New York. Annar þeirra sté fram og kvaðst ekkert hafa á móti því og sló til. Þann sama dag hóf Tobbi störf hjá hf. Eimskipafélagi íslands og entist sú ráðning til hinsta dags. Þorbjörn lauk hinu meira far- mannaprófi frá Stýrimannaskóla íslands vorið 1964 og byrjaði fljótlega að leysa af sem 3. stýri- maður á ms. Dettifossi og síðan áfram veginn, sem 2. og 1. stýri- maður á ýmsum skipum félagsins uns markinu var náð. Hann varð fastráðinn skipstjóri í nóvember 1976 og þá á ms. Álafossi. Þor- björn hefur síðan stjórnað ýmsum skipum Eimskips og tók nú stuttu eftir áramót við skipstjórn á nýj- asta skipi félagsins, ms. Fjallfossi. Þar hnýttu forlögin endahnútinn á sjóferðasögu hans. Þorbjörn Sigurðsson fæddist í Reykjavík 29. ágúst 1938. Foreldr- ar hans voru hjónin Sigurður Hansson sjómaður frá Eskifirði og Sigriður Þorbjörnsdóttir frá Reykjavík. Þorbjörn var elstur fjögurra systkina. Eftirlifandi eig- inkonu sinni, Ástu Guðlaugsdótt- ur frá Reykjavík, kvæntist hann 1960, en þeim varð ekki barna auð- ið. Tobba kynntist ég vel á árum þeim, sem við sigldum saman á ms. Dettifossi. Það kom fljótlega í Ijós hverja mannkosti hann hafði að geyma. Hann var prúðmenni í allri framgöngu og barngóður með afbrigðum og segir það sína sögu. Með honum er genginn traustur og gætinn skipstjórnarmaður, sem og hinsta stundin ber ljóslega vott. Fyrir þá sök er sárt að sjá á bak góðum dreng í blóma lífsins. Orð fá hér engu um þokað, þótt oft finnist okkur lítilsmegnugum ör- laganornirnar óréttlátar í dómum sínum. Og einmitt á þeim stund- um vakna margar stórar spurn- ingar, sem dauðlegum manni er ekki unnt að finna svör við. En teningunum er kastað. Minningin stendur eftir um góðan dreng og skipsfélaga hans. Astu, konu Þorbjörns, systkin- um og ættingjum skipsfélaga hans sendum við kona mín og synir innilegustu samúðarkveðjur. Ragnar Ágústsson t Eiginmaður minn, faðlr okkar, tengdafaölr og afi, JÓN ÞORBERG ÓLAFSSON, fyrrverandi yfirverkatjóri, Laugarnesvegi 96, Reykjavfk, veröur jarösunginn þriöjudaginn 21. febrúar kl. 10.30 frá Foss- vogskirkju. Kriatjana Guölaugsdóttir, Stefán ö. Jónsson, Ólafur H. Jónsson, Elfn Þórarinsdóttir, Þórdís M. Jónsdóttir, Brynjólfur Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir, bróöir og afl, SIGURÐUR JÚLÍUSSON, veröur Jarösunginn þriöjudaginn 21. febrúar kl. 13.30 frá Foss- vogsklrkju. Blóm og kransar afþakkaölr, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Reykjavíkurdeild Rauöa krossins. Jarösett veröur í Gufuneskirkjugaröi. Sigrfóur Gfsladóttir, Júlfus Sigurösson, Lilja Jónsdóttir, Brynhildur Siguröardóttir, Gísll Sigurösson, systkíni og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför mannsins míns, fööur okkar og tengdaföður, EINARS SIGURÐSSONAR, Odda, FAskrúösflröl. Sérstakar þakkir viljum viö fœra hreppsnefnd Búöahrepps fyrir aö heiöra minningu hans. Unnur Pótursdóttir, Guörún Einarsdóttir, Albert Stefánsson, Sigurður Einarsson, Helga Eysteinsdóttir, Guólaugur Einarsson, Guóný Guömundsdóttir. t Móöursystir mín, ÞORBJÖRG HÓLMFRfÐUR GUONADÓTTIR, veröur jarösungin frá Hafnarfjaröarkirkju þriöjudaginn 21. febrúar kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna, Guöný Guóbergsdóttir. t Útför eiginmanns míns og fööur okkar, AGNARSKLEMENSJÓNSSONAR, fer fram frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 21. febrúar kl. 15.00. Ólöf Bjarnadóttir, Anna, Áslaug og Bjarni Agnar. t Þökkum innilega öllum þeim sem sýnt hafa samúó vegna andláts HARÐAR STEFÁNSSONAR, Snorrabraut 48. Fyrir okkar hönd og annarra aöstandenda, Jónína Brynjólfsdóttir, Bryndfs Stefánsdóttir, Geir Stefánsson, Ólaffa Siguróardóttir, Stefán örn Stefánsson, Gunnþórunn R. Þórhallsd. t Hjartkær eiginmaöur minn, faðir okkar og sonur, GYLFI GUDNASON, veröur jarösunginn frá Garöakirkju þriöjudaginn 21. febrúar kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Slysavarnafélag íslands. Ásdfs Guönadóttir og dætur, Guölaug Gfsladóttir, Guöni Gunnarsson. t Hugheilar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur og afa, GRÍMS GRÍMSSONAR frá Svarfhóli, Óóinsgötu 18C. Elín S. Grfmsdóttir, Guömundur S. Grfmsson, Grfmur A. Grfmsson, Sævar Þ. Grímsson, Þórólfur Grímsson, Ævar Rögnvaldason, Guörföur Axelsdóttir, Sigrún Guöjónsdóttir, Sigurbjörg Guömundsdóttir, Ásta Mannfreösdóttir barnabörn. t Systir okkar, ÞÓRUNN V. BJÖRNSDÓTTIR, andaöist að helmill sínu, Vífllsgötu 6, aðfaranótt 17. febrúar. Júlfana Björnsdóttir, Sigrföur Björnsdóttir, Sæmundur Björnsson. t Alúöarþakkir færum viö öllum þeim sem vottuöu okkur samúö viö fráfall og jaröarför SVERRIS STEFÁNSSONAR, Brlmnesi, Dalvfk. Sverrir Már Sverrisson, Auóur Eyþórsdóttir og börn. Eyvör Stefánsdóttir, Ragnar Stefánsson. Birting afmœlis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.