Morgunblaðið - 19.02.1984, Síða 42

Morgunblaðið - 19.02.1984, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984 „Amma þó“ frum- sýnt á midvikudag Þjóðleikhúsið: Kveðja frá Eimskip „AMMA ÞÓ“ nefnist nýtt íslenskt barnaleikrit sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu nk. miðvikudag. Leikritið er eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur, sem einnig samdi tón- listina í því. „Amma þó“ er fyrsta leiksviðverk Olgu Guðrúnar. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðs- son, en Hróðmar Sigurbjörnsson útsetti tónlistina fyrir hljómsveit. Leikmynd og búninga gerði Messí- ana Tómasdóttir og lýsingu Ás- mundur Karlsson. Leikendur eru þau Edda Björgvinsdóttir, Gísli Guðmundsson, Herdís Þorvalds- dóttir, Jón S. Gunnarsson, Pálmi Gestsson, Örn Árnason, Sigurður Skúlason, Erlingur Gíslason, Helga E. Jónasdóttir og Árni TryggvaSOn. Úr rrétUlilkvnningu. Þorbjörn Sigurðsson, skipstjóri, faeddur 29. ágúst 1938. Gylfi Guðnason, 1. stýrimaður, fæddur 11. mars 1944. Kristinn Gunnlaugsson, bátsmaður, fæddur 7. október 1957. Daníel Stefánsson, háseti, fæddur 1. október 1960. Það voru váleg og þungbær tíð- indi, sem bárust frá Grundar- tanga síðastliðinn föstudag, 10. febrúar. í gráskímu morgunsins var ljóst, að óvænta atburði hafði borið að höndum, og um miðjan þennan byljótta dag urðu þau tíð- indi ekki umflúin, að fjórir vaskir skipverjar af ms. Fjallfossi höfðu drukknað þar í höfninni þá um nóttina. Enginn var til frásagnar af atburðum þessa örlagaríku nótt. Enn einu sinni erum við minnt á það, að enginn ræður sín- um næturstað. Enn einu sinni eig- um við engin svör. Með þessu slysi er stórt skarð höggvið í liðssveit Eimskipafé- lagsins. Áhöfnin á ms. Fjallfossi var samvalið lið. Þeir fjórmenn- ingar, sem við eigum nú á bak að sjá, áttu það allir sameiginlegt að hafa unnið hjá félaginu nær allan starfsaldur sinn. Þorbjörn Sig- urðsson, skipstjóri, hafði verið starfsmaður þess í samtals 24 ár. Hann réðst til starfa hjá félaginu árið 1960. Hann lauk farmanna- prófi árið 1964, og hafði verið fast- ur skipstjóri á skipum félagsins frá árinu 1976. Gylfi Guðnason, 1. stýrimaður, hafði unnið hjá félag- inu síðan 1968 eða í samtals 15 ár. Hann lauk farmannaprófi árið 1967. Hann var fastráðinn sem 1. stýrimaður árið 1976, og var skip- stjóri í afleysingum. Kristinn Gunnlaugsson, bátsmaður, hafði starfað hjá félaginu í 10 ár, lengst af sem háseti, en nú sem bátsmað- ur. Daníel Stefánsson, háseti, hafði starfað hjá félaginu sam- fleytt í um fimm ár, lengst af sem háseti. Allir þessir ungu menn voru traustir og skylduræknir og sýndu mikla alúð í störfum sínum. Voru miklar vonir bundnar við framtíð þeirra hjá félaginu. Eru þeim færðar einlægar þakkir fyrir störf sín. Sár harmur er nú kveðinn að samstarfsmönnum þeirra hjá fé- laginu. Mestur er þó missir fjöl- skyldna þeirra, nánustu vanda- manna og vina. { nafni Eimskipafélagsins og samstarfsmanna minna færi ég einlægar samúðarkveðjur þeim, sem nú eiga um sárt að binda vegna fráfalls þessara góðu drengja. Ég bið þeim Guðs bless- unar og styrks til að sigrast á sorg sinni. Hörður Sigurgcstsson MetsöluHaó á hverjum degi! Á LISTA HÁTÍÐ I tilefni af Listahátíð höldum við sýningu í verslun okkar á silfurskarti og kvensilfri við íslenska þjóðbúninginn. í gegnum tíðina höfum við sérhæft okkur á íslensku kvensilfri, haldið við því besta og unnið ný mynstur í þjóðlegum stíl. Notið tækifærið og skoðið þessa litlu en ágætu sýningu. Silfursmíði í 100 ár SKRAUTGRIPAVERSLUN JÓNS DALMANNSSONAR OiuUkistan FRAKKASTÍG 10 SÍMI 13160 Guðleifur Bjarnason símvirki — Minning Fæddur 13. júní 1906 Dáinn 14. fcbrúar 1984 Á morgun, mánudaginn 20. febrúar, fer fram frá Neskirkju kl. 15.00 útför mágs míns, Guðleifs Bjarnasonar, símvirkja, sem varð bráðkvaddur hinn 14. þ.m. að heimili sínu að Sörlaskjóli 44, Reykjavík. Guðleifur var fæddur í Hafnar- firði 13. júní 1906, sonur hjónanna Bjarna Kristjánssonar sjómanns og Nikolínu Tómasdóttur. Ungur lagði hann stund á vélsmíði, en snemma beindist hug- ur hans að raftæknisviði, og var hann bæði starfsmaður rafveitu í Grindavík og síðar um allmörg ár starfsmaður Rafmagnsstöðvar- innar í Hafnarfirði, en árið 1936 réðst hann til Bæjarsíma Reykja- víkur, þar sem hann vann alla tíð síðan, að kalla má, til þess að hann hætti störfum vegna aldurs árið 1977. Þann stutta tíma er hann gerði hlé á starfi sínu hjá bæjarsíman- um, vann hann aðallega við við- gerðir á heimilisraftækjum, og kom honum þá í góðar þarfir þekking hans á hvers konar raf- tækjabúnaði þar sem hann var bæði rafvirki og símvirki. Við þetta bættist meðfædd verklagni, svo að við þau verk, sem aðrir þurftu að beita afli, var eins og hann léti hvert handtakið vinna annað, án nokkurs erfiðis. Árið 1930 kvæntist Guðleifur eftirlifandi konu sinni, Sigurborgu Eyjólfsdóttur frá Dröngum, og eignuðust þau eftirtalin börn: Kristinu, gifta séra Felix Ólafs- syni sóknarpresti í Danmörku; Önnu, gifta Stefáni Sigurkarls- syni, apótekara, Akranesi; Bjarna Eyjólf, dr. í búvísindum, á Möðru- völlum, Hörgárdal, kvæntan Pál- ínu Sigríði Jóhannesdóttur frá Egg í Skagafirði; Fjólu, hjúkrun- arfræðing, gifta Sigurði Jónssyni, apótekara, Patreksfirði og Hönnu Lilju, gifta dr. Þorsteini I/oftssyni, dósent í lyfjafræði við Háskóla ís- lands. Guðleifur var all heilsugóður, þar til á síðastliðnu ári, að hann þurfti að ganga undir uppskurð, svo brugðið gat til beggja vona um heilsu hans í framtíðinni, þótt ekki væri búist við svo snöggu kalli. Guðleifur lét sér ávallt mjög annt um fjölskyldu sína, sem nú tregar eiginmann, föður, afa og tengdaföður. Ég sendi fjölskyldu Guðleifs innilegar samúðarkveðjur mínar og fjölskyldu minnar og þakka honum samfylgdina og mun sakna þess að mæta ekki vingjarnlega brosinu hans. Magnús Eyjólfsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.