Morgunblaðið - 19.02.1984, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984
43
Alls hafa fjórir íslendingar
farið utan til mergskipta
• Tveir þeirra hafa látist. Unnið að undirbúningi farar þess fimmta.
• Tekist hefur að lækna um helming barna með bráðahvítblæði.
• Rætt við Sigmund Magnússon, yfirlækni.
„EINAR Stefánsson kom til mín í byrjun desember 1982 og greindist
sjúkdómur hans strax. Þegar var augljóst að hann þjáðist af krónísku
hvítblæði. Ég hafði þá nýlega séð þrjár greinar um merggjöf; tvær í The
Lancet og eina í Blood. I*að vildi svo til, að ég fór til Rómaborgar á ráðstefnu
um bráðahvítblæði aðeins tveimur eða þremur dögum eftir að Einar kom til
mín. Þar hitti ég dr. Goldman og spurði hvort hann gæti tekið Einar og tók
hann strax vel í það,“ sagði Sigmundur Magnússon, yfirlæknir á blóðrann-
sóknardeild Landspítalans, í samtali við Mbl. vegna fréttar í blaðinu í
fyrradag um Einar Stefánsson, sem fór til Lundúna þar sem skipt var um
blóðmerg í honum vegna krónísks hvítblæðis.
„Þegar heim kom var Einar sett-
ur í hefðbundna lyfjameðferð þar
sem ekki er hægt að gera nauðsyn-
legar vefjaflokkanir nema færa
blóðkornafjöldann í eðlilegt horf.
Ég hafði því samband við Blóð-
bankann, Alfreð Árnason, erfða-
fræðing, og hann sá um vefjaflokk-
unar- og erfðafræðirannsóknir. Al-
freð sendi sýni frá Einari og systk-
inum hans til Danmerkur til rann-
sókna, sem ekki er unnt að gera hér
á landi. í Ijós kom að vefjaflokkar
Einars og systur hans voru eins í
öllum meginatriðum, sem er alveg
einstakt."
Drepa þarf illkynja frumur
Mergskipti í þeirri mynd sem við
þekkjum voru fyrst viðhöfð til
lækninga á bráöahvítblæði og blóð-
leysi, þegar beinmergur starfar
ekki. Það er einkum tvennt sem
þarf til þess að merggjöf heppnist. I
fyrsta lagi þarf að gera ónæmis-
kerfi líkamans óvirkt til þess að
fyrirbyggja að það eyðileggi að-
komumerginn og í öðru lagi þarf að
drepa hinar illkynja frumur.
Til þess eru notuð lyf og í kjöl-
farið geislun á allan líkamann. Að
því loknu er mergurinn gefinn.
Mergurinn er tekinn úr mjaðma-
kambi merggjafa, um 700 til 800
nvHlilítrar af merg eru dregnir úr
beininu. Þessi mergur er síðan gef-
inn beint í æð. Hann sest að í
beinmergnum og skýtur rótum.
Mörg Ijón í veginum
Vandamál eru tiltölulega auðveld
úrlausnar ef merggjafi og mergþegi
eru eineggja tvíburar. Fæstir eru
eineggja tvíburar og þvf þarf að
leita til venjulegra systkina. Þá er
samræmi vefjaflokka ekki eins al-
gjört og því hefur aðkomumergur-
inn tilhneigingu til þess að ráðast á
vefi gestgjafans, ef svo má að orði
komast, einkum lifur, húð og melt-
ingarfæri og getur það leitt til
dauða. Merggjafar hafa hingað til
orðið að vera úr systkinahópi, en
ekki eru allir svo lánsamir að eiga
systkini sem geta gefið merg.
Blóðfrumur eru þurrkaðar út og
ónæmiskerfi líkamans gert óvirkt
og því er hætta á bakteríusýkingu,
jafnvel af völdum baktería, sem
undir venjulegum kringumstæðum
gera engum mein. Einnig er hætt
við veirusýkingu, sérstaklega cyto-
megalo-veira eða annarra örvera,
sem valdið geta lungnabólgu. Það
tekur ónæmiskerfi líkamans nokk-
ur ár að ná sér á strik á nýjan leik.
Þá hefur ekki alltaf tekist að upp-
ræta hvítblæðið. Það á frekar við
um bráðahvitblæði en króniskt
hvitblæði. Loks er að nefna að
stundum hafnar likami mergþega
aðkomumergnum, þó það komi
oftar fyrir þegar mergur er fluttur
vegna blóðleysis fremur en hvft-
blæðis. Það eru því ýmsir fylgikvill-
ar sem geta komið fram og eru
hættulegir, og enn sem komið er
deyja alltaf einhverjir eftir að hafa
þegið beinmerg af þeim sökum.
Af 21 létust 4 og
4 fengu fylgikvilla
Dr. Goldman skýrir frá því, að í
janúar 1983 hafi hann verið búinn
að flytja merg í 21 sjúkling. Af
þeim eru 17 ennþá lifandi. Fjórir
létust af völdum fylgikvilla. Og
fjórir af þeim 17 sem lifandi eru,
hafa sýnt merki þess að nýi merg-
urinn eða ónæmiskerfið, sem hann
kemur með, hafi ráðist á vefi merg-
þegans. Að sjálfsögðu er unnið að
mergflutningi á mörgum öðrum
stöðum í heiminum en á Hammer-
smith-sjúkrahúsinu i Lundúnum,
enda nefndi ég áðan, að ég hefði séð
þrjár greinar um mergflutning við
þessum sjúkdómi haustið '82.
Fjórtan lifa sem sagt góðu lífi og
engum þeirra hefur slegið niður eft-
ir að hafa verið i meðferð við krón-
ísku hvitblæði. Til skýringar er rétt
að það komi fram, að skipta má
þróun hvítblæðis í þrjú stig; hæg-
fara stig, en við tekur hraðfara
þróun sjúkdómsins og loks er
bráðahvítblæði. Það hefur gefist
illa að skipta um merg eftir að
sjúkdómurinn hefur verið kominn á
síðasta stigið. Menn hafa reynt að
hefja læknismeðferð á miðstiginu.
Eins og sakir standa er of fljótt að
draga ályktanir um endanlegan ár-
angur mergskiptanna í þessari teg-
und hvítblæðis. Fimm til tíu ár
þurfa að líða áður en marktæk
niðurstaða hefur fengist.
Erfíðara að skipta um merg
í eldra fólki
Mergskipti við krónísku hvít-
blæði voru fyrst gerð árið 1974 og
þá einungis milli eineggja tvíbura.
Næsta stigið var að þróa meðferð-
ina þannig að önnur systkini gætu
gefið beinmerg. Á því stigi erum við
í dag en einn hængur er á; læknum
hefur gengið erfiðlega að lækna
sjúklinga, sem eru eldri en um fer-
tugt. Því eldri sem sjúklingar eru,
því meiri hætta er á fylgikvillum.
Besti aldur til mergskiptingar er á
fólki um og undir tvítugu. Það er
því ljóst að ekki geta allir notið
hjálpar gegn sjúkdóminum en krón-
ískt hvítblæði leggst mest á mið-
aldra fólk og eldra. Einar er ein-
staklega heppinn að því leyti að
systir hans er í sama vefjaflokki.
Mörg vandamál eru óleyst. Frum-
ur nefndar T-Lymphochyctar ráð-
ast á frumur, sem eru þeim ókunn-
ar, og þannig getur likaminn hafn-
að mergnum eða eins og fyrr segir
að nýi mergurinn ráðist á vefi þeg-
ans, sem gerist oftar. Því er mikil-
vægt að merggjafi hafi sams konar
vefjaflokka og mergþegi. Nákvæm-
lega hið sama gerist þegar líkaminn
hafnar nýju hjarta eða nýra.
15—16 hvítblæðitilfelli
greinast árlega
— Hve mörg hvítblæðitilfelli
greinast hér á ári hverju?
„Árlega greinast um 7 tilfelli per
100 þúsund íbúa — eða 15 til 16
tilfelli. Af þessum eru um 20% til-
fella krónískt hvítblæði af sömu
gerð og Einar var með. Segja má að
flokkun hvítblæðis — hvort heldur
það er krónískt eða bráðatilfelli
—byggist á frumugerðinni. I bráða-
hvítblæði höfum við frumstæðar
frumur, en þroskaðri frumur í
krónískum tilfellum.
I aðalatriðum eru svo tveir undir-
flokkar hvítblæðis, annars vegar
hvítblæði sprottið frá forfeðrum
gleypifruma og hins vegar forfeðr-
um kúlufruma, lymphocyta. Það
skiptir meginmáli að greina þar á
milli, því meðferð er mismunandi."
Einar þriðji sjúklingurinn
sem er sendur utan
— Er Einar eini Islendingurinn,
sem hefur þegið beinmerg?
„Nei, það hafði tvívegis áður ver-
ið reynt að senda fólk utan, í bæði
skiptin í bráðahvítblæðitilfellum,
en viðkomandi dóu. Einar er þriðji
íslendingurinn sem fær merggjöf
og sá fyrsti, sem útlit er fyrir að nái
fullum bata. Einar þjáðist af krón-
ísku hvítblæði og mergskipti voru
eini möguleiki hans til þess að lifa
sjúkdóminn af. Meðal æviskeið
krónískra hvítblæðisjúklinga er 3'Á
ár eftir að sjúkdómurinn er greind-
Sigmundur Magnússon, yfírlæknir i
blóórannsóknardeild Landspítalans.
ur. Hingað til hefur meðferð falist í
því að gera þeim lífið bærilegt, en
þeir hafa allir látist.
Tekist aö lækna 50% barna
sem þjáðust af bráöahvítblæði
Hins vegar er það misskilningur
að hvftblæði sé ólæknandi. Það er
hægt að lækna bráðahvítblæði með
lyfjagjöfum. Tekist hefur að lækna
um 50% barna, sem þjáðst hafa af
bráðahvítblæði með lyfjameðferð
einni saman. Þá hefur tekist að
lækna um 15% fullorðins fólks, sem
þjáðst hefur af bráðahvítblæði.
Við teljum að við höfum nú þegar
nokkurn hóp tslendinga, sem tekist
hefur að lækna á þennan máta. Ein-
ar er því ekki fyrsti íslendingurinn
sem læknast af hvítblæði þó hann
verði vonandi sá fyrsti sem læknast
af krónísku hvítblæði.
Mergskiptum hefur verið beitt
með árangri í bráðahvítblæðitilfell-
um, en vegna þess árangurs, sem
náðst hefur með lyfjameðferð, hafa
orðið miklar umræður um hvenær
skipta skuli um merg, sem er alls
ekki hættulaust. Það hefur sýnt sig,
að mergskipti gefast best þegar
sjúkdómurinn liggur niðri, annars
illa.
Þriðji sjúklingurinn
að fara utan
Við erum ákaflega þakklát dr.
Goldman fyrir hjálpsemi hans.
Hann hefur verið mjög önnum kaf-
inn, en samt gefið sér tíma til að
sinna sjúklingum héðan. Þess má
geta að nú er annar sjúklingur úti
nýbúinn að fá merg úr bróður sín-
um og undirbúningur er hafinn að
því að senda þann þriðja," sagði
Sigmundur Magnússon, yfirlæknir.
HH.
MUNU ÞAU
FORSTJÓRINN
LÖGFRÆÐINGURINN
ARKITKKTINN
SÆTTA SIG VIÐ LAGAR TEKJURI ELLINNI?
Fáir hugsa um ellina, þegar þeir eru ungir, á meðan góð heilsa og háar tekjur gerír þeim
kleift að njóta lífsins, — en ellin verður ekki umflúin.
Frjálsi lífeyríssjóðurínn getur tryggt góða afkomu í ellinni, vegna þess að verðtryggður
lífeyrír fyrír ellilífeyrísþega er sérgrein Frjálsa lífeyríssjóðsins, sem fjárfestir iðgjaldstekjur í
traustum og arðhærum verðbréfum hverju sinni. Þannig getur Frjálsi lífeyríssjóðurínn aukið
fjárhagslegt öryggi á efrí árum. Frjálsi lífeyríssjóðurínn, sem er séreignarsjóður, starfar í
tveimur deildum:
Deild A — sem er grunnsjóður:
Félagar i sjóAnum geta orðid allir einstaklingar, er leggja stund á atvinnurekstur i
eigin nafni eða annarra eða eru ekki lógskyldaðir til að vera i óðrum lifeyrissjóðum.
I)eild B — sem er umframsjódur:
I honum geta allir orðid félagar, sem vegna hárra launa fá ekki að greiða fullt
ið&jald til lifeyrissjóðs sins né njóta fulls mótframlags atvinnurekenda.
Frjálsi lífeyrissjóðurinn er í umsjá Fjárfestingarfélags íslands hf.
Frjálsi llfeyrissjódurinn
Skólavörðustíg 11 101 Reykjavík Sími 28466
Ef óskað er eftir ítarlegum upplýsingum um Frjálsa lífeyrissjóðinn þá góðfúslega fyllið út þennan miða og
sendið okkur.
X
NAFN:
HEIMILISFANG:
STAÐUR: