Morgunblaðið - 25.02.1984, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1984
13
í hinum vernduðu íbúðum. Endur-
hæfingarmiðstöðin verður opnuð
síðar á þessu ári og unnið verður
áfram við sundlaug heimilisins.
Tómstundaaðstaða verður fyrir
hendi og gott bókasafn.
— Hvert er verðið á þessum
íbúðum? Þegar framkvæmdir
þessar hófust, var rætt um að
íbúðirnar þættu dýrar.
— Þetta er rétt, m.a. vegna þess
að við tjáðum arkitekt okkar og
verkfræðingi að við vildum heldur
hafa kostnaðaráætlun okkar í
samræmi við byggingarkostnað á
Reykjavíkursvæðinu, svo fólk yrði
ekki fyrir of miklum vonbrigðum,
ef um áframhaldandi óðaverð-
bólgu yrði að ræða og verð hækk-
aði þess vegna. Fyrsta kostnað-
aráætlunin var miðuð við bygg-
ingarvísitöluna 2016.
Nú höfum við opnað tilboð í
þrjú tilboðsverk og sjáum fyrir
um 75% af heildarkostnaði, og við
höfum í höndum endurskoðaða
kostnaðaráætlun sem er miðuð við
byggingarvísitöluna 2213, en þá
erum við komnir niður undir sama
verð og var í fyrri áætlun.
Verðið hefur lækkað um 15%.
Að sjálfsögðu ber að hafa í huga
að í raun eru Sjómannadagssam-
tökin að byggja nýjan bæ vestast í
Garðabænum. Við fáum óunnið
land til úrvinnslu, sjáum um
skipulag í samráði við tæknimenn
bæjarfélagsins, leggjum skolp-
leiðslur, gerum götur og gang-
stéttir. Húsin eru sambærileg við
einbýlishús, þ.e. hver íbúð út af
fyrir sig með sérlóð og sérinn-
gangi. Þetta eru lúxusíbúðir hvað
frágang snertir, ekki stórar, en
sérhannaðar fyrir aldraða og ör-
yrkja.
— Hvað er fólgið í slíkri sér-
hönnun?
— í eldhúsi er t.d. hægt að
hækka eða lækka borð og búnað,
svo sem eldavél, sem þar er notuð,
t.d. ef fólk er hreyfihamlað og þarf
að sitja við matargerð eða vera í
hjólastól, en í þeim má fara um
alla íbúð, út bæði á gangstétt og
garð og inn. Lagnir fyrir sjónvarp,
myndband og símakerfi verða í
hverju húsi og auk þess fullkomið
viðvörunarkerfi, svo ef fólk þarf
skyndilega á aðstoð að halda, get-
ur það á auðveldan hátt komist í
tengsl við þjónustu- og öryggis-
miðstöð. í íþúðunum er gott að
koma fyrir hjúkrunarrúmi, hafi
t.d. annað hjóna þörf fyrir hjúkr-
unarhjálp. Með heimilishjálp og
hjúkrun og slíkum íbúðum vel
búnum er hægt í alvöru að hugsa
sér að gamalt fólk geti með aðstoð
maka dvalið á sínu einkaheimili
til hinstu stundar.
— Eru ekki einhverjar kvaðir á
íbúðum sem þessum?
— Eitt meginskilyrði, kvöð,
sem verður þinglesin með afsali
um að íbúðir þessar verði alltaf í
notkun fyrir aldraða eða öryrkja.
Mörkin höfum við hugsað okkur
þau, að um a.m.k. 75% örorku
verði að ræða, og lágmarksaldur
sami og heimilar töku ellilífeyris
skv. lögum.
— Ef eigendur slíkra íbúða
falla frá eða þurfa að leita vistar á
langlegudeild, er þeim eða erfingj-
um frjálst að ráðstafa slíkri íbúð?
— Eigandi má leigja eða gefa
slíka íbúð og hann má selja hana á
markaðsverði. Eina skilyrðið er
það sem að framan segir auk und-
irskriftar samnings um umgengni
og sameiginleg not utanhúss og í
félagsaðstöðu. Við getum ekki sett
nein ákvæði um að við eigum for-
kaupsrétt, enda engir peningar til
hjá okkar samtökum til slíks. Allt
okkar fé er bundið mörg ár fram í
tímann í dvalarheimilunum.
— Og hvert er svo verðið á
þessum íbúðum nú, þegar þið nán-
ast vitið nákvæmlega um 75%
kostnaðar og eruð aðeins með 25%
áætlaðan kostnað?
— Áður en ég kem að því, vil ég
láta þá von mína í ljósi að þessi
áætlaða upphæð sem eftir er eigi
enn eftir að lækka, enda kemur
það kaupendum íbúðanna til góða.
íbúð sem er 59,2 m2 brúttó, kost-
ar nú kr. 1.251.500.-.
íbúð sem er 83,5 mz brúttó, með
garðhýsi kr. 1.751.900.-.
fbúð sem er 83,5 m2 brúttó, án
garðhýsis kr. 1.744.800.-.
En hér er ekki öll sagan sögð,
því við þetta bætast kr. 200.000.-
til kr. 270.000,- eftir fermetra-
stærð, vegna gatnagerðargjalda,
gatna og stíga. Hins vegar er eng-
inn kostnaður reiknaður þessum
aðilum vegna þeirrar verðmætis-
aðstöðu sem Sjómannadagurinn
leggur til í Hrafnistu.
— Og hvernig gengur, fá ekki
færri en vilja þessar íbúðir?
— Jú, það er óhætt að segja.
Samt eru 7 íbúðir lausar og til sölu
vegna þess að fólk hefur orðið að
kippa að sér hendi. Enn er það svo
í okkar þjóðfélagi, að hjón sem
eiga stóra en óhentuga íbúð eða
litla íbúð en takmarkað fjármagn,
getur ekki keypt þessar íbúðir,
nema að fá bráðabirgðalán meðan
á byggingu stendur og það er að
losna við eldri eign. Við byggjum
þessi hús á tæpu ári. Þau eiga að
verða tilbúin til afnota í desember
nk. En fólkið sem vill kaupa, fær
hvergi bráðabirgðalán. Við gátum
sjálfir útvegað lán til þess að
standa undir skipulagi og fyrstu
framkvæmdum. Þetta er ástæðan
til þess að margir hafa orðið að
fresta ákvörðun sinni og þess
vegna er nú meira en tvísett um-
sækjendum í annan áfanga. Að
vísu höfum við fengið loforð frá
Húsnæðisstofnun ríkisins um hús-
næðislán og við höfum líka fengið
loforð frá þeim um framkvæmda-
lán, en ég fæ ekki séð, miðað við
núverandi aðstæður, að fram-
kvæmdalán komi til greiðslu fyrr
en eftir að fólkið er flutt inn, en þá
er takmarkað gagn að því. Stjórn
Húsnæðisstofnunar lofar okkur að
það verði afgreitt á næstu 18 mán-
uðum. Þetta svar barst eftir að
verk var hafið og við áttum 10—12
mánuði í að fullklára húsin sam-
kvæmt okkar áætlunum. Það er
mikill skaði að Húsnæðisstofnun
ríkisins skuli búa við fjársvelti. í
þessu tilfelli er um tvöfaldan
sparnað að ræða fyrir þjóðfélagið.
Annars vegar koma góðar íbúðir í
notkun sem aldraða fólkið flytur
úr. Það fjármagnar sjálft sér-
hannaðar íbúðir, sem gífurleg þörf
er á, og síðast en ekki síst er
þriðja og þýðingarmesta atriðið að
þetta léttir á gífurlegum umsókn-
arþunga að dvalar- og hjúkrun-
arheimilum. Með skipulögðu
starfi, sem á að vera hægt að
vinna ekki dýrar en t.d. í Reykja-
vík í dag, en þar þarf að veita
þjónustu víðs vegar um hið mikla
höfuðborgarsvæði frá örfáum
þjónustustöðum. Hér í Garðabæ
þarf að fara nokkra tugi metra til
þess að veita heimilisþjónustu og
heimahjúkrun þegar á þarf að
halda. Þetta hlýtur að verða hag-
kvæmt fyrir alla aðila, sveitarfé-
lögin, ríkið og fyrir einstaklingana
sjálfa. Síðast en ekki síst fær
þetta gamla fólk uppfyllt þá ósk
mikils meirihluta þjóðarinnar að
eiga áfram sína eigin íbúð, þótt
aldur sæki á og búa í henni þar til
yfir lýkur.
’SVO VEffiöM Vlf> BRRR R{) VONR RP HRNN TOLU"
Skíðagöngu-
braut opnuð
í Öskjuhlíð
í TENGSLUM við þýsku dagana, sem
lýkur í dag, laugardag, á Hótel Loft-
leiðum, hefur verið opnuð skíðagöngu-
braut í Öskjuhlíð, á útivistarsvæðinu
þar. Er brautin ætluð hótelgestum, sem
og Reykvíkingum öllum.
Skiðagöngubrautin var opnuð sl.
fimmtudag, og er meðfylgjandi
mynd tekin í upphafi fyrstu ferðar-
innar. Á myndinni eru m.a. Emil
Guðmundsson hótelstjóri og Sigurð-
ur Matthíasson, forstöðumaður
fraktdeildar Flugleiða, en þeir eru á
vélsleðanum nær, en á sleðanum
fjær má sjá þýsku sendiherrafrúna,
frú Krieg. Aftan í vélsleða hennar
má síðan sjá þýska skemmtikrafta
sem hér eru staddir í tilefni þýsku
vikunnar.
Ljósmynd: Kristján.
Þetta eru
tilboð
helgarinnar
frá
DAIHATSU
Árg. Litur Km. Verð W
Daihatsu Charmant 1600 Le '82 Silfurgrár 10 þús. 280 þús.
Daihatsu Charmant 1300 LC ’82 Stálblár 24 þús. 250 þús.
Daihatsu Charmant 1600 81 Vínrauður 41 þús. 195 þús.
Daihatsu Charmant 1600 Stat. ’81 Vínrauöur 45 þús. 180 þús.
Daihatsu Charmant 1400 Stat. ’79 Ljósbrúnn 43 þús. 140 þús.
Daihatsu Charmant 1400 4ra d. ’79 Vínrauöur 27 þús. 150 þús.
Daihatsu Charmant 1400 4ra d. ’79 Silfurgr. 34 þús. 140 þús.
Daihatsu Charade Runabout ’81 Blár Met. 30 þús. 185 þús.
Daihatsu Charade Runabout '80 Kremgulur 45 þús. 150 þús.
Daihatsu Charade 5 dyra ’81 Vínrauöur 19 þús. 190 þús.
Daihatsu Charade 5 dyra '80 Vínrauður 23 þús. 155 þús.
Daihatsu Charade 5 dyra ’79 Blár Met. 64 þús. 130 þús
Toyota Tercel 5 gíra ’82 Koparbrúnn 24 þús. 230 þús.
BMW 520 beinsk. vökvast. ’78 Vínrauður 20 þus. 230 þús.
Mazda 626 2000 4ra dyra ’79 Silfurgr. 63 þús. 200 þús.
Toyota Corolla 4ra dyra '81 Rauöur 30 þús. 245 þús.
VW Golf 4ra dyra ’80 Rauöur 80 þús. 165 þús.
Höfum góða kaupendur að Daihatsu Charade árg. 1980 og 1981
DAIHATSUUMBOÐIÐ ARMULA 23 85870—81733.