Morgunblaðið - 25.02.1984, Síða 18

Morgunblaðið - 25.02.1984, Síða 18
Jg MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1984 Akureyrarpistill Gnómundar Heiðar Frínuumsson Ég hygg, að mörguin hafi þótt húsið heldur óvirðulegt fyrir listina. Af einhverjum ástæð- um er það útbreidd skoðun, að menn eigi að hitta hana í spariftit- um. En það er mis- skilningur. Ef menn á annað borð hafa áhuga á listinni, hitta þeir hana eins og þeim þyk- ir best hverju sinni.“ í fyrra varð að flytja merki- legt hús úr miðbæ Akureyrar. Það á sér langa sögu, er upp- runnið frá Noregi og kom við á einum stað á leið sinni þaðan til Akureyrar fyrir sjötíu árum eða svo. Það varð að víkja fyrir nýj- um byggingum. Nú þjónar það foreldrum fatlaðra barna og stendur í landi Botns hér rétt sunnan við Akureyri. Þetta hús er Rauða húsið. Síðustu árin sem það stóð í miðbænum var það kaffistofa verkamanna við höfnina, sem þá var við Torfunefsbryggju. Þegar höfnin fluttist niður á Oddeyr- artanga, stóð húsið autt og ónot- að. Það höfðu engar ákvarðanir verið teknar um framtíð þess, þegar við fórum fram á það nokkur við yfirvöld bæjarins að fá að reka í þessu húsi listsýn- ingarsal. Raunar var hugmyndin ekki einvörðungu að sýna þar listaverk heldur líka að bjóða þar upp á fleiri þætti menning- ar. Helst átti þetta að verða menningarstassjón. Þessari við- leitni var vel tekið hjá yfirvöld- um. Það voru engin sérstök vandkvæði á því að fá húsið. Hins vegar gátu yfirvöld ekki tryggt, að við fengjum afnot af húsinu eins lengi og okkur lysti. Samkvæmt skipulagi átti það að víkja, eins og varð raunin. En áður en það gerðist blómgaðist þar menningarstarfsemi í tvö ár. Það var skemmtilegur tími. Það lá ekkert sérstaklega beint við að gera þetta hús að sýningarsal. Það var orðið nokk- uð illa farið og þurfti að þrífa það og bæta áður en listin gat tekið sér þar bólfestu. Ég hygg, að mörgum hafi þótt húsið held- ur óvirðulegt fyrir listina. Af einhverjum ástæðum er það út- breidd skoðun, að menn eigi að hitta hana í sparifötum. En það er misskilningur. Ef menn á annað borð hafa áhuga á list- inni, hitta þeir hana eins og þeim þykir best hverju sinni. Sparifötin eru fyrir aðra. Það komu furðulega margir að hitta listina í þessu húsi, miklu fleiri en ég þorði að vona. Mörgum íhaldssömum vinum mínum varð nafnið á húsinu um- hugsunarefni. Þeim fannst eins og það bæri með sér einhvern óþægilegan pólitískan stimpil. En saga nafnsins er afskaplega saklaus. Við komum auga á það í skjölum bæjarins um þetta hús, að það var æviniega nefnt Rauða húsið. Það var líklega ekki komið til af öðru en því, að það var rautt á litinn. En sá grunur var ekki ástæðulaus, að þarna væri ákveðin róttækni á ferðinni. Hún var að vísu ekki pólitísk, eins og venjulega er litið á orðið. Þarna var á ferðinni róttækni í skiln- ingi og afstöðu til lista, sérstak- lega myndlistar. Merkastur fyr- irlestur, sem fluttur var í þessu húsi á þessum árum, var Rauður fyrirlestur eftir Þorstein Gylfa- son og birtist hér í Morgunblað- inu á sínum tíma og olli nokkr- um deilum. f heiti hans er sams konar leikur og í heiti hússins. Það má kannski orða það svo, að í þessu húsi hafi ekki verið boðið upp á hefðbundna, spariklædda list. Það kannast margir við það, sem nefnt er nýlist á íslensku. Ég treysti mér ekki til að segja, hvað við er átt með því að búa til skilgreiningu á hugtakinu. En ég gæti hins vegar í flestum tilvik- um sagt til um, hvort eitthvert tiltekið verk fellur undir heitið eða ekki. Ég lærði það á þessum árum. Sú hugmynd að kynna þennan nýja anga í list lands- manna mæltist misjafnlega fyr- ir hygg ég. Ég sé það í nýlegum Degi, að fáir sjá eftir húsinu. En það er kannski aukaatriði, hvort einhver sér eftir Rauða húsinu eða ekki. Það hafði svolítii áhrif, vandi menn hér í bænum við ný, óvenjuleg listaverk. Þau eru mörg hver ekki auðmelt í fyrstu og erfitt að sjá tilganginn með þeim. Þau lúta engum þeim regl- um, sem listaverk eiga venjulega að lúta. Fyrsta skilyrðið til að geta metið slík verk er að sjá þau. Það er mikið unnið, ef tekst að fá lítinn hóp manna til að meta og skilja verk af þessu tæi. Eftirleikurinn verður auðveld- ari. Það tókst. Til að finna þessum orðum stað þarf ekki annað en að skoða hvað gerðist á þeim tíma, sem húsið starfaði. Það var opnað 14. febrúar 1981 með sýningu Magn- úsar Pálssonar á mjög sérkenni- legri gifsmynd. Starfseminni lauk undir vor 1983. Síðasta sýn- ingin var í mars á myndverkum Jóns Gunnars Árnasonar. Á þessum tíma voru 49 myndlist- arsýningar, 8 gerningar, 9 fyrir- lestrar, 12 skáldaupplestrar, 10 tónleikar og 6 kvikmyndasýn- ingar. Þótt hópurinn væri nokk- uð stór, sem að þessu stóð, mæddi starfið á þremur mönn- um aðallega: Guðbrandi Sig- laugssyni og Jóni Laxdal Hall- dórssyni, sem báðir eru skáld, og Guðmundi Oddi Magnússyni myndlistarmanni. En þeim tókst, að því er ég fæ best séð, að halda hér uppi menningarstassj- ón í tvö ár. Áuðvitað likaði ekki öllum það, sem var á boðstólum, engum líkaði allt, fáum líkaði margt, sumum líkaði sumt og mörgum líkaði fátt. Enda var það ekki tilgangurinn með allri vinnunni. Hann var að koma fólki á óvart, ýta við því, láta það sjá list í nýju ljósi. Sjálfum eru mér minnisstæð- astar sýningar Kristjáns Guð- mundssonar, sem hann hélt á þessum árum og voru verulega frumlegar og snjallar. Hann var eiginlega sá, sem sannfærði mig um að nýlist væri réttilega köll- uð list. Én af einhverjum ástæð- um hefur sú skoðun orðið út- breidd í þessum hópi lista- manna, að allt væri list, sem menn kölluðu list. Ef nokkrir menn kæmu sér saman um að kalla kaffikönnu listaverk eða vatnsketil, þá væru þau það. En þetta er náttúrulega rangt. Þótt þau verk, sem kallast listaverk, eigi sér fá sameiginleg einkenni, þá er þó um það almennt sam- komulag á hverjum tíma, hvað er list og hvað ekki. Og við erum nokkuð viss á í hvorum flokkn- um hver hlutur lendir. En af þessari skoðun leiðir, að hvaða firra sem er, getur talist lista- verk. Og það er ljóslega rangt. Þótt húsið hafi verið flutt úr bænum, er starfsemin ekki alveg horfin. Hún lifir enn í litlu bóka- forlagi, sem forstöðumenn húss- ins komu á laggirnar undir heit- inu Rauða húsið. Hjá því forlagi hafa komið út nokkrar bækur. Það er að vísu ekki sams konar íburður í þessum bókum og hjá venjulegum forlögum, en þar hafa komið út merkilegar bæk- ur. Sú sem mér þykir merki- legust heitir Stofuljóö eftir Jón Laxdal Halldórsson. í henni seg- ir af samskiptum hjóna, hann er kennari og næturvörður og hún les reyfara og daðrar. Til að gefa lesendum smásýnishorn er rétt að birta hér þrjú ljóð. Ef ég væri reyfari Af því að ég er að reykja tekurðu reyfara og breiðir vandlega yfir þig. Ég er löngu búinn að drepa í og hjúfra mig upp að þér þegar þú veltir þér á hliðina og rekur í mig bað- heitan botninn eins og jökul. Þá veröur mér Ijóst að morðinginn mun leika lausum hala í alla nótt Einfold sannindi Tréskór eru til að ganga á en ekki til að troða öðrum um tær þó má sparka í þeim ef þörf krefur og mæla fátt Landafræöi Af hverju landamærin séu rauð? Stjórnmálamennirnir leiðrétta líka -stíla Nýjustu bækur forlagsins komu út nú rétt fyrir jólin. í annarri eru myndir eftir Harald Inga Haraldsson myndlistar- mann, sem nú er við framhalds- nám í Hollandi. Það, sem hér hefur verið rakið, er lítið brot af þeirri menning- arstarfsemi, sem farið hefur fram hér á Akureyri síðastliðin ár. En það brot hvarf, þegar hús- ið fór suður að Botni. Þing Nordurlandaráðs hefst í Stokkhólmi á mánudag Á fundi með fréttamönnum í fyrradag gerði íslenzka sendinefndin, sem sækir þing Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í nestu viku, grein fyrír dagskrá og fyrirbug- uðum störfum þingsins. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Ólafur G. Einarsson alþm., Pétur Sigurðsson alþm., Snjólaug Ólafsdóttir, starfsmaður Alþingis, Páll Pétursson alþm., sem er formaður í«l. scr.diuefnuarinnar, Friðjón Sigurðsson, Skrífsiofustjórí Alþingis, Friðjón Þórðarson alþm., Eiður Guðnason alþm. og Guðrún Helgadóttir alþm. Á myndina vantar Stefán Benediktsson alþm. ÞING Norðurlandaráðs kemur saman í Stokkhólmi á mánudaginn kemur og sækja það 87 fulltrúar frá öllum Norð- urlöndunum. Héðan fara fimm ráðherrar á þíngið auk íslenzku sendinefndar- innar, sem skipuð er 7 þingmönn- um. Að vanda verða fjölmörg mál til meðferðar á þinginu, en þar verða einnig afhent bókmennta- verðlaun og tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs. í upphafi umræðna á þinginu flvtur formaður norrænu ráðherra- nefndarinnar stefnuræðu. Er ætl- unin, að í ræðu hans komi fram að- almarkmið samstarfsins á komandi starfsári og eins á hvaða verkefni höfuðáherzla verði lögð. Á meðal beí.rrá mála, sem rædd VSFoa á þinginu, er tillaga ráð- herranefndarinnar um efna- hagsmál og efnahagssamvinnu. Einnig verður til umræðu ráðherra- nefndartillaga um byggðaþróunar- lán Norræna fjárfestingarbankans, þingmannatillögur um rýmkun á reglum um fjármagnsmarkaði og samstarf á sviði peningamála á Norðurlöndum og um frjálsan nor- rænan hlutabréfamarkað. Efnahagsmálanefnd þingsins leggur til, að fyrir þing ársins 1985 verði lögð tillaga um samstarfs- áætlun um „Norðurlönd sem heima- markað". Er þessi tillaga byggð á könnun, sem nýverið hefur verið gerð um heimamarkað útflutnings- iðnaðarins á Norðurlöndum. í efna- hagsmálanefnd eiga sæti af Islands hálfu þingmennirnir Ólafur G. Ein- arsson og Páll Pétursson. Meðal þeirra mála, sem lögð fram á sviðí féiags- og umhverfis- ir.áianefndar þingsins, eru þing- mannatillögur um aukna kennslu í félagslækningum á heilsugæzlu- og hjúkrunarbrautum og í læknanámi. I síðastnefndu tillögunni er einnig lagt til, að aukið verði eftirlit með útgáfu lyfseðla á vanabindandi lyf, en nefndin leggur til, að þingið samþykki ekki þann hluta tillög- unnar. Ráðherranefndin leggur fram fyrir þingið tillögu um endurskoðun sáttmála frá 1976 um atvinnuleys- isbætur. Ástæður þessarar endur- skoðunar eru, að komið hafa í ljós ýmsir gallar varðandi greiðslufyr- irkomulag á atvinnuleysisbótum til þeirra atvinnulausra, sem hafa flutt milli norrænna landa. Laganefnd þingsins leggur m.a. áherzlu á, að flýtt verði undirbún- ingsvinnu að nýjum kaupalögum. Nefndin óskar einnig eftir að grein- argerð um þær umræður rn;IJ; ',ánd- anna, serr. eiga sér stað um reglur um bætur fyrir náttúruspjöll, verði lögð fram fyrir næsta þing ráðsins. Árið 1983 var Norrænt umferðar- öryggisár og er framkvæmd þess talin hafa gengið vel. Mun umferð- aröryggisárið vafalaust bera oft á góma í umræðum þingsins nú, en samgöngumálanefnd þingsins hyggst ganga fyrir ráðstefnu í Nor- egi þann 16.—27. september nk. um árangur umferðaröryggisársins og áframhaldandi samstarf á því sviði. Ráðherranefndin mun leggja fram skýrslu um NORDSAT-málið. I skýrslunni kemur fram, að könn- un þeirri, sem nú fer fram, mun sennilega verða lokið 1. ágúst nk. og lokaákvörðun um það þvi verða tek- ið í haust. Alls sitja 87 fulltrúar þing Norð- urlandaráðs að þessu sinni, þar af 20 frá Noregi, 20 frá Svíþjóð, 16 frá Danmörku, 2 frá Grænlandi, 2 frá Færeyjum, 18 frá Finnlandi, 2 frá Álandseyjum og 7 frá íslandi. Einn- ig munu margir ráðherrar úr ríkis- stjórnum Norðurlanda sækja þing- ið. Fjöldi embættismanna og gesta verða þar auk fjölmargra frétta- manna, sem fylgjast munu með störfum þingsins, er standa mun í fimm daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.