Morgunblaðið - 25.02.1984, Side 19

Morgunblaðið - 25.02.1984, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1984 19 íslenska hljómsveitin Tónlist Jón Ásgeirsson Kfnisskrá: Johan Helmick Roman Fiðlukonsert í d-moll Kdward Grieg Norsk svíta Carl Nielsen Tveir söngvar Jean Sibelius Þrír söngvar Haukur Tómasson Torrek (frumflutningur) Kinleikari og einsöngvari: Hlíf Sigurjónsdóttir — Sigríður Klla Magnúsdóttir. Stjórnandi: Guðmundur Kmilsson. Tónleikarnir hófust á sænsku barokktónskáldi er var uppi frá 1694 til 1758. Johan Helmick Roman stundaði tón- listarnám og starfaði í Eng- landi í fimm ár, meðal annars hjá hertoganum af Newcastle. Eftir hann liggja 21 sinfónía, 5 fiðlukonsertar og margvísleg önnur verk eins og t.d. svítur, tríósónötur, konsert fyrir óbó „d’amore", kantötur og stærri kórverk. Auk þessa þýddi hann á sænsku tónfræðileg rit, og ásamt nemanda sínum, Petter Brant, var hann forvigismaður fyrir almennu tónleikahaldi í Stokkhólmi og uppfærði meðal annarra verka óratoríur eftir Hándel. í kórverkum sínum minnir Roman á Hándel en aftur á móti er Corelli-stíllinn meira áberandi í hljóðfæra- tónlist hans. Fiðlukonsertinn í d-moll var fyrst gefinn úr 1935 og vann það verk Hildin Ros- enberg. Trúlega er það sú gerð sem flutt var á tónleikum ís- lensku hljómsveitarinnar, þó þess sé ekki getið í efnisskrá. Konsertinn er ekta „barokk- verk“, skemmtileg og góð tón- list og var hann á köflum vel fluttur þó nokkuð vantaði á að hljómsveitin væri „fullskipuð". Norska svítan eftir Grieg er lítilfjörleg „smáhljómsveitar" umritun á píanólögum eftir tónskáldið, vel passandi fyrir nemendur og „amatöra" en ekki konsertviðfangsefni. Sigríður Ella Magnúsdóttir og Anna Guðný Guðmunds- dóttir fluttu sönglög eftir Carl Nielsen og Sibelius. Trúlega er hljómgun Bústaðakirkju ekki góð fyrir söngvara, einkum ef einsöngvara og píanóleikara er skáskotið „út undir vegg“, eins og átti sér stað á þessum tón- leikum. Hvað sem því líður var söngur Sigríðar frábær í lög- unum Sáf, sáf susa og Flicken kom ifran sin álsklings möte en bæði lögin og þó einkum það seinna eru stórkostlegar tónsmíðar. Tónleikunum lauk svo með flutningi verks eftir Hauk Tómasson en hann stundar nám við tónlistar- háskólann í Köln. Haukur Tómasson er efnilegur tónsm- iður og ber verkið, er hann nefnir Torrek, þess merki að hér er á ferðinni alvarlega hugsandi tónskáld. Tónskipan verksins er mikið byggð á stuttum tónhendingum, sem skipt er ört á ýmis hljóðfæri. Formgerð verksins er skýr, þar sem skiptast á kaflar þar sem unnið er með stefin upp að sterkum hápunkti en á milli eru svo einfaldari kaflar tón- stuttra tónhendinga. í þessu stutta verki eru töluverð átök, víða skemmtilega og vel út- færð. Bæði upphafið og niður- lag verksins er gaf verkinu sannfærandi umgerð. Það verður fróðlegt að heyra þenn- an unga og efnilega tónsmið, er hann hefur lokið námi og lagt af sér klafa forskriftar og kennslu og tekið að yrkja sín eigin ljóð. GOLFSTRAUMURINN TIL ÍSLANDS NÝIGOLFINN1984 ER KOMNN OG KOSTIRNIR LEYNA SÉR EKKl Hann ber svipmót fyrirrennarans, en er fyrst og íremst NÝR GOLF ÖFLUGRI - VERÐMÆTARI Aukið viðbragð og meiri hámarkshraði um leið og eldsneyiiseyðslan lcekkar. Farangursrými er 30% stœrra — stóraukin ryðvörn —. aukin ending — minna viðhald — ódýrari í rekstri — hœrra endursöluverð. PÆGILEGRI GOLF ' 84 er mun þýðari, vegna aukins tjöðrun- arsviðs. Sœtin eru þœgilegri með íleiri stíllingum og bíllinn allur nlmbetri að innan. Hávaðamörk em mun lcegri. bœði veg- og vélarhljóö. Miðstöð og loftrœsting em endurbœtt, bœði aíköst og loítdreifing KOMIÐ OG KYNNIST NÝJA GOLFINUM STÆRRI LENGD 3.985 mm — (170 mm lengri) BREIDDt 1,665 mm - (50 mm breiðari) HJÓLAHAF: 2.475 mm - (70 mm lengra) SPORVÍDD, framan: 1.413 mm (25 mm meiri) SPORVÍDD, aftan: 1.408 mm - (50 mm meiri) NÝTÍSKULEGRI Lausnarorðið við hönnun þeirra bíla, sem skara framúr í nútímanum er lágur vindstuöull. Hin mjúku og ávölu form bera með sér að loítaíls- frœðileg gildi voru höíð að leiðarljósi þegar yfir- byggingin var hönnuð, enda er vindstuöuU GOLF ' 84 aðeins cw= 0.34. 6 ARA RYÐ VARNARABYRGÐ [hIheklahf I Laugavegi 170 -172 Sími 21240 FJÖLSKYLDAN OG FÍKNIEFNIN Almennur fundur um fíkniefnamál í dag laugardaginn 25. febrúar kl. 13.30 í Norræna húsinu. SÁÁ í samvinnu vid Landlæknisembættid og Áfengisvarnadeild Reykjavíkurborgar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.