Morgunblaðið - 25.02.1984, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1984
21
„Meðvitaður“
farsi ... ?
Leiklist
Jóhanna Kristjónsdóttir
hjódleikhúsið sýnir:
Amma þó, eftir Olgu Guðrúnu
Árnadóttur.
Leikstjóri: hórhallur Sigurðsson.
Lýsing: Ásmundur Karlsson.
Leikmynd, búningar, grímur og
brúður: Messíana Tómasdóttir.
Hér hefur sögu, þegar börnin
Fía og Fjódór(?) eru heima í
leiguhjallinum sínum og reyna
að dreifa huganum frá sulti og
seyru; þau virðast sem sé ekki
hafa smakkað mat í marga daga.
Á meðan er amma úti að hjóla
og leita að vinnu. Amma er skað-
ræðisgripur í umferðinni og allt
lögreglulið höfuðborgarinnar á
eftir henni. Með klókindum —
eða klækjum — bjarga börnin og
amma málinu, þegar afspyrnu-
vitlaus lögga kemur á vattvang.
Úti á sjó er pabbinn að reyna að
veiða fisk í soðið, hann fær nátt-
úrlega ekki bein úr sjó. Eina
þorskinn sem hann rekst á verð-
ur selurinn fyrri til að éta.
Ádeila þar? Vondur Braskara-
Björn og Stúfur koma síðan að
innheimta húsaleiguna, sem
amman og börnin geta vitanlega
ekki borgað og gera þau þessum
vondu mönnum margan grikk til
að losna við þá. En fá ekki nema
þriggja daga frest til að bjarga
húsaleigunni og er nú fundið upp
á ýmsu í snatri. Það eru borin út
blöð, en svo er hreytt í þau skæt-
ingi þegar þau ætla að fá borgað
fyrir, amman reynir að mála
myndir úti á götum, Fía tekur að
spila fyrir vegfarendur og hefur
bróður sinn með sér í apagervi.
(Hvernig hefði verið að selja
fiðluna?) Þá kemur kvikindisleg
lögga og handtekur þau fyrir
betl. Hendir þeim síðan út af
löggustöðinni og enn hafa þau
ekki fengið neitt að borða. Þau
ákveða að fremja innbrot hjá
ríku mönnunum, sem hafa stolið
peningunum þeirra. Það fer auð-
vitað í handaskolum. Vondur
bankastjóri vísar lánsbeiðni
pabba á bug. Svo að öll sund eru
að lokast og loks missa þau íbúð-
ina og er nú lagt af stað út í
óvissuna. Pabbi dregur vagn með
hinum fátæklegu pjönkum
þeirra og síðan koma þau að
skrítnu, afskaplega óíslenzku-
legu húsi. Og er nú ekki að orð-
lengja að senn fer að vænkast
hagur þeirra og allt endar vel og
vondu mennirnir fá makleg
málagjöld.
Þrátt fyrir alla þessa eymd og
mæðu og basl er þó fjarri því að
amman og börnin missi móðinn
og það er svo sem ekki volið og
vílið á þeim bæ, heldur kátína og
húllumhæ. Ýmsar skemmtilegar
uppákomur, góðar replikkur og
reglulega áheyrileg lög. Það fór
þó ekki hjá því að glfman við
lögguna minnti á Línu vinkonu
okkar langsokk, vagnatriðið var
eins og klippt út úr Mutter Cour-
age og á tíma var ég farin að
halda að veizlan í Kardimommu-
bænum yrði endurtekin. En það
hefur kannski verið eftir að sýn-
ingu lauk. Boðskapurinn hlýtur
að vera: Vandamál leigjenda og
vonzka ríka fólksins og flónska
lögreglunnar. Öllu meira mátti
það nú ekki vera fyrir unga
áhorfendur. En þar sem leik-
stjóri hafði af leikni og fimi séð
um að yfirleitt væri heilmikið
um að vera á sviðinu, dreifði það
huganum bersýnilega nokkuð og
hélt athyglinni, svona oftast.
Leikmynd Messíönu Tómasdótt-
ur og annað sem hún lagði til
sýningarinnar var skemmtilega
og hugvitsamlega unnið. Þó var
ég ekki dús við hús Salómons,
það gekk á skjön við annað í
leikmyndinni. Leikstjórn Þór-
halls Sigurðssonar er eins og ég
gat um lítillega tvímælalaust
leyst af hendi af mikilli prýði og
uppátektir margar fyndnar og
hjálpuðu uppá þegar textinn var
farinn að vera full tormeltur.
Frammistaða leikenda var öll
hin ágætasta. Fyrstan skal
nefna smádrenginn Gísla Guð-
mundsson sem var á sviðinu
nánast allan tímann og var þar
eins og fiskur í vatni. Herdís
Þorvaldsdóttir var snjöll amma,
sniðug og góð og gervið prýði-
legt. Edda Björgvinsdóttir og
Jón Gunnarsson skiluðu vel sínu.
Árni Tryggvason var í einhverj-
um vandræðum með Salómon,
sem allt í einu skýtur upp kollin-
um, en gerði án efa það bezta úr
vandræðalegu hlutverki. Löggur
Erlings Gíslasonar og Sigurðar
Skúlasonar, svo og konur Helgu
Jónsdóttur voru ágætlega dregn-
ar.
Einhvers staðar las ég að höf-
undur hefði kallað þetta „geggj-
aðan farsa". Víst er margt ab-
súrd og sniðugt í þessu verki.
Farsi telst það varla, að mínum
dómi. Ef svo er myndi ég kalla
það „meðvitaðan og félagslegan
farsa“. Og með fleiri sýningum
slípast vonandi út margt það
sem er meðvitað og félagslegt og
meiri geggjun fær að ráða. Það
væri áreiðanlega miklu
skemmtilegra.
Bílasýning
í dag frá kl. 1—4.
Nýir og notaðir bílar til
sýnis og sölu
tfttnmmtc tintt
tnimmtnnm*
LADA 2107
LADA bílar hafa sannað kosti sína hér á landi
sem sterkir, öruggir, gangvissir, ódýrir í innkaupi, með lítið viðhald og ódýra varahluti
(könnun verðlagsráðs) og ekki síst fyrir hátt endursöluverð.
Nú hefur útliti og innréttingum verið breytt svo um munar: mælaborð, stýri, stólar, aftursæti, grill, húdd,
stillanlegir speglar innanfrá, stuðarar o.fl. o.fl., en sífellt er unnið að endurbótum er lúta að öryggi og
endingu bílsins. 6 ára ryðvarnarábyrgð.
Verö viö birtingu auglysingar kr.
213.600.-
Lán 6 mán.
107.000.-
Þér greiðið 106.600.-
Bifreiðar &
sífeiid pjonusta Landbúnaðarvélar hf.
SUÐURLANDSBRAUT 14, SÍMI 38600
Söludeild sími 312 36
Verölisti
Lada 1300 163.500
Lada 1300 safír 183.000
Lada 1200 station 175.500
Lada 1500 station 196.500
Lada 1600 198.500
LadaSport 299.000
IJ 27 15 sendibíll 109.500
UAZ 452 frambyggöur 298.000
UAZ 452 m/S-kvöð 234.100