Morgunblaðið - 25.02.1984, Side 27

Morgunblaðið - 25.02.1984, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1984 27 Nokkur orð um bókastríðið eftir Pálínu Eggertsdóttur Það var sú tíð á íslandi að barist var í bókum, núna virðist barist um bækur. Sennilega er hinn al- menni lesandi fyrir löngu orðinn langþreyttur á að lesa ótal orð- sendingar og yfirlýsingar frá bóksölum og bókaútgefendum á víxl. Þar rekur hver langhundur- inn annan, þar er þvælt sitt á hvað og finnst trúlega flestum mál að linni. Þar að auki eru slíkar nefnd- aryfirlýsingar og fundarsam- þykktir venjulega svo skreiðmælt- ar, að hinn venjulegi lesandi með almenna greindarv'ísitölu, eins og ég og fleiri, er venjulega jafnnær um hvað málið snýst, hlaupum yf- ir þvæluna, snúum yfir á næstu síðu í leit að einhverju skemmti- legra. Það er samt einn hópur, sem enn hefur ekkert látið í sér heyra um þetta mál. Það er af- greiðslufólk í þessum illræmdu bókaverslunum. Alla daga vikunn- ar erum við að reyna að skýra út fyrir viðskiptavinum okkar hvern- ig á því stendur, að við skulum selja bækur á uppsprengdu verði, þegar hægt sé að fá sömu vöru mörg hundruð krónum ódýrari hjá öðrum. Hvernig eru þessir bóksal- ar eiginlega? Þeir eru á móti öll- um lækkunum, þeir neita öllum afslætti — já, hvernig stendur eig- inlega á því að ég og aðrir álíka, sem teljum okkur bærilega heið- arlegt fólk, sjáum okkur fært að vinna hjá þessum voðamönnum? Ja, það er nú það. Ég panta inn og sel bækur í bókaverslun í Reykja- vík. Það skeður í stórum dráttum á tvennan hátt. Ég hringi í útgáfu- fyrirtæki, panta bækur, fæ þær sendar og staðgreiði bækurnar. Með sendingunni fylgir að sjálf- sögðu reikningur. Þar stendur svart á hvítu útsöluverð bókarinn- ar, reiknað út og ákveðið af útgef- anda, fyrir neðan dregin frá 30% sem er sú álagning sem bóksala er leyfð. Það eina sem bóksalinn og hans starfsfólk gerir er að bæta við hinum lögboðna söluskatti rík- issjóðs. í hinu tilfellinu sendir út- gefandi bók til bóksala í umboðs- sölu, að sjálfsögðu fylgir líka reikningur, fast verð á bókinni sem áður, eini munurinn sá að í umboðssölu fær bóksalinn 20% af- slátt. Svona einfalt er málið. Bók- sali ákveður aldrei verð á bók. Það mál er alltaf, ég endurtek alltaf, útreiknað og ákveðið af bókaút- gefanda. Og hvað er þá verið að rífast um? Hver vill ekki lækka hvað? Með þessu er ekki einu sinni allt sagt. Bíkaútgefendur hafa lagt mikla áherslu á við samn- ingagerðir að bók væri seld á sama verði alls staðar. Þeir hafa líka fengið framgengt í samningi, að bóksala og hans starfsfólki er óheimilt, já óheimilt, að gefa viðskiptavini sínum afslátt þó hann langi til. Ég og aðrir í bóka- búðum, þurfum að selja sama manni 10 stk. af bók til að við megum gefa 10% afslátt sam- kvæmt kröfum bókaútgefenda. Já, já, ég hef veitt góðum kaupendum afslátt, en ég tek fram að þá hef ég framið lögbrot í augum bókaútgef- anda og viðurkenni það hérmeð. Við skulum nú fara nokkrum orð- um um þetta síðasta ágreinings- „Bókaverslanir eru notað- ar sem grýlur á hinn al- menna kaupanda og þetta eru kveðjur frá mönnum sem við erum ð selja bæk- ur fyrir allt árið um kring. Finnst einhverjum þetta heiðarlegur sölumáti.“ mál, sem upp er komið einu sinni enn. Ég á við þarna um daginn þegar bóksalar bitu höfuðið af skömminni og sendu útgefendum til baka 20 bækur. Smáklausu las ég í Morgunblaðinu á laugardag. Þar var skýrt frá í stuttu máli af aðilum Bókaklúbbsins Veraldar, að bóksalar gætu ekki sætt sig við að bókaklúbburinn lækkaði þessar bækur um 30% og sent þær því til baka. Það gat nú verið, þeir eru alltaf við sama heygarðshornið þessir bóksalaokrarar. í stuttu máli, Bókaklúbburinn Veröld var settur á stofn á síðast- liðnu ári. Að honum standa fjögur útgáfufyrirtæki í Reykjavík. Þeir gáfu út kynningarrit um tilvist klúbbsins og dreifðu víða. Síðan hafa þeir sent félögum klúbbsins fréttabréf reglulega, þar sem skýrt er frá hverju sinni hvað á boðstólum er, bæði verð og úrval bóka. Ekkert athugavert við neitt af þessu, hreint ekki — og þó. Lit- um aðeins nánar á þessar frétta- tilkynningar Veraldar. Þar stend- ur yfirleitt, ef ekki undantekning- arlaust: Okkar verð — Annað verð, og munar þá venjulega tals- verðu á þessu tvennu. Og hvað er svo „okkar verð“ og hvað er „ann- arra verð", sem þeir kalla svo? „Okkar verð“ er það sem bóka- klúbburinn er að bjóða niðursett, „annað verð“ er það sem þessir menn ætla bókaverslunum að selja sömu bækur á. Þeir gleyma bara að geta þess, að hvort tveggja er þeirra verð. Mér persónulega hefði fundist heiðarlegra að þeir hefðu orðað þetta svolítið öðruvísi. Af hverju stendur ekki bara: Þetta verð bjóðum við ykkur, en vitið þið bara hvað bóksalaóhræsin ætla ykkur að borga? Já, því ekki, um þetta snýst málið. Bókaverslanir eru notaðar sem grýlur á hinn al- menna kaupanda og þetta eru kveðjur frá mönnum sem við erum að selja bækur fyrir allt árið um kring. Finnst einhverium þetta heiðarlegur sölumáti? Ég vil taka fram að ég á ekki bókaverslun og hef aldrei átt, en ég er ekki að skrifa þetta að beiðni neins, ég er aðeins að lýsa yfir hvernig mér persónulega finnst svona fram- koma. Með bóksalakveðju, Pálína Eggertsdóttir. Pálíaa Eggertsdóttir er verslunar- stjóri í Bókarerslun ísafoldar. Gullna hliðið frumsýnt á Hvammstanga UNDANFARNAR vikur hefur leik- flokkurinn á Hvammstanga æft Gullna hliðið eftir Davíð Stefínsson undir leikstjórn Þrastar Guðbjarts- sonar, en hann gerði einnig leik- mynd. Þetta er fjórða verkið sem Þröstur leikstýrir hjá leikflokkn- um. Æfingar hafa gengið vel. Það er mikið átak, ekki síst fyrir áhugahóp, að setja á svið svo viða- mikið verk sem Gullna hliðið. Vill leikflokkurinn koma á framfæri þakklæti til allra sem lagt hafa hönd á plóginn og gert honum fært að setja upp þessa sýningu. Eru það ekki færri en 40—50 manns sem þar hafa að komið. Er það ekki lítiil hópur í 600 manna byggðarlagi. Nú eru um 20 ár síðan Davíð Stefánsson andaðist og er Gullna hliðið eitt þekktasta verk hans. Leikflokkurinn á Hvammstanga mun frumsýna Gullna hliðið á 20 ára dánardægri Davíðs, þann 1. mars nk. Fyrirhugað er að fara með sýninguna í nágrannabyggðir. Næstu sýningar verða: Hofsósi laugardaginn 3. mars, Miðgarði 4. mars, Hvammstanga miðvikudag- inn 7. mars, Skagaströnd laugar- daginn 10. mars, Blönduósi sunnu- daginn 11. mars, Búðardal laug- ardaginn 17. mars, Varmalandi sunnudaginn 18. mars. i (Frétutilkjnning) i ser Úrvals skíðaferð til Austurríkis er örugglega skemmtilegasta ævintýri sem íslenskir skíðamenn eiga kost á, því Badgastein er án efa einn allra besti skíðastaður Austurríkis. Aðstaðan er öll eins góð og hægt er að hugsa Snjóhvít fjöll, fagurblár himinn, heit sól, endalausar skíðabrekkur, vi veitingastaðir, hlýleg hótel, elskulegt fólk. í einu orði sagt: Ævintýri. Við bjóðum úrvals gistingu á: Gletschermuhle m/morgunverði Leimböch m/morgunverði Simader m/hálfu fæði Satzburgerhof m/hálfu fæði. Verð aðeins 21.650.- krónur, - m/morgunverði Síðasta brottför í vetur: 4. mars. - örfá sæti m/gistingu á Gletschermúhle. Nú er bara að taka tram skíðaskóna! :\ 4® FERMSKRIFSTOMN ÚRVAL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.