Morgunblaðið - 25.02.1984, Side 30

Morgunblaðið - 25.02.1984, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1984 Um varnir íslands — eftir Halldór Jónsson f bók sinni og Jóhannesar Helga „Logreglustjóri á styrjaldarárun- um“ segir Agnar Kofoed-Hansen: „Jú, það er rétt og eins og er, hefur nokkrum stjórnmálamönnum tek- izt að telja íslenzku þjóðinni, þess- ari þjóð, sem ég tel einn vaskasta og harðgerasta þjóðarstofn í ver- öldinni, trú um, að hún geti ekki tekið minnsta þátt í að verja sig, á þeirri forsendu að „þjóðin hafi ekki vanizt vopnaburði öldum sarnan," svo vitnað sé í skjalfest ummæli í þessu sambandi. Við höfum með þessu orðið að verald- arundri. Hvernig halda menn að færi, ef einhverntíman kæmi til raunverulegra vopnaviðskipta á fslandi — og íslenzkum körlum yrði stungið niður í kjallara og önnur afdrep ásamt bðrnum og gamalmennum, en erlendir her- menn stæðu fyrir dyrum og verðu okkur? Þetta dæmi gengur ekki upp. Nei, þetta er alls ekki hlægi- legt, heldur vel hugsanlegt, því miður." Enn segir hann: „Ég treysti löndum mínum öllum jafnt, — hvar sem þeir telja sig í flokki, — til að verja þetta stórkostlega land og þau mannvirki og heimili, sem við höfum komið hér upp með ærnum fórnum. Á friðartímum getum við séð um slíkar varnir nær einir, nú, syrti í álinn, koma bandamenn okkar til skjalanna." í fyrri bók þeirra félaga „Á brattann" segir Agnar Kofoed- Hansen svo: „Ég er ansi hræddur um að þetta (að lögmál frumskóg- arins séu i gildi í samskiptum þjóða og að Bandaríkin séu harð- svírað stórveldi, innskot HJ) hafi stundum gleymst í samskiptum okkar við aðrar þjóðir, þ.á m. Bandaríkjamenn, að fela stórveldi upp á sitt eindæmi öll öryggismál þjóðarinnar er einsdæmi í verald- arsögunni og jaðrar við afsal sjálfstæðis. Eg hef í áratugi ekki farið leynt með áhyggjur mínar af þessu — en þetta er hið mikla tabú íslenzkra stjórnmála." Þetta hafði þessi vaski og raunsæi maður að segja um sinnu- leysi okkar íslendinga í vamar- málum. Og hann hafði í sínu erf- iða starfi öll stríðsárin nægan tíma til þess að öðlast yfirburða- þekkingu á þeim vandamálum, sem fylgja sambýli þjóða í landi eins og fslandi, læra að þekkja styrkleika fslendinga — og veik- leika þeirra. Ég mun ávallt telja það mér til mikils ávinnings að hafa kynnst Agnari Kofoed-Han- sen, slíkur maður sem hann var, en það er önnur saga. Hið mikla „tabú“ Ég verð að segja það eins og það er, að mér hefur alltaf fundist það fáránlegt hjá fslendingum þegar þeir tala um það, að þeir séu svo fáir og smáir, að þeir geti ekki dugað til þess að verja þetta land ef á það yrði ráðist. Ég skil það alls ekki, hversvegna aðeins bandamönnum okkar í NATO er ætlað að verja okkur og landið okkar, með lífl sínu ef þörf krefur, meðan íslenzkir karlmenn, afkom- endur víkinganna, ætla að skríða í kjallara.með konum og börnum á hættustund. Nema það sé af því, að okkur þyki í raun ekkert vænt um þetta land og finnist að við séum enn flóttamenn staddir hér um stundarsakir, eða þangað til Haraldur hárfagri hefur hrakist frá vöidum með skattfrekju sínu? Þó að ég sé sjálfur langt frá því að vera einhver hetja og sé þaðan af síður hernaðar- eða ofbeldis- dýrkandi, þá finnst mér það ein- hvernveginn skylda hvers manns í lýðræðisríki að reyna að hindra ofbeldisverk. Stjórnarskrá okkar, ef hún er þá einhvers virði í ljósi atkvæðamisvægis og afturávirkra skatta, segir líka svo í 75. gr.: „Sérhver vopnfær maður er skyld- ur að taka sjálfur þátt í vörnum landsins eftir því sem nákvæmar kann að verða fyrir mælt með lög- um.“ Enda telur NATO í yfirlits- bæklingi, að Islendingar geti teflt fram 60.000 manna liði, ef með þarf. Hvað ætlum við að gera, ef rússneskt herlið gerði skyndiárás á Keflavík og yfirbugaði liðið þar? Þeir kæmu síðan brunandi inn til höfuðborgarsvæðisins og hygðust fara þar fram eins og þeir gerðu í Berlín 1945. En þar létu þeir fáar konur óspjallaðar ásamt morðum, ránum og gripdeildum. Ætli ein- hver myndi ekki óska þá að hafa fengið herþjálfun og hafa vopn sín tiltæk? Axel Jónsson, fyrrum alþingis- maður, sem er manna fróðastur um síðari heimsstyrjöldina, sagði mér um daginn, að aðeins 3.800 manns hefðu verið i fyrstu bylgju þýzka innrásarliðsins 1940. Ekki dreg ég í efa, að íslendingar myndu fyllast sama baráttueld- móði og Norðmenn gerðu í stríð- inu er þeir héldu hundruðum þús- unda Þjóðverja í skák og höfðu jafnvel þannig úrslitaáhrif á ófar- ir Þjóðverja í Rússlandsstríðinu. En ætli Norðmenn hafi ekki nagað sig í handarbökin yfir því að hafa ekki verið það vel undirbúnir á innrásardaginn, að þeir hefðu get- að hindrað landgöngu Þjóðverja? En það er staðreynd, að varnir verða að vera fyrir hendi og öðr- um kunnugt um tilvist þeirra til þess að árásaraðili falli ekki í freistni. Hinir 80 sovétstarfsmenn, sem hafa óskorað ferðafrelsi hér með- an íslenzki sendiherrann er nán- ast fangi í Moskvu, eru áreiðan- lega búnir að kynna sér allt um varnarskipulag okkar eða skipu- lagsleysi og gera sínar áætlanir um hversu með skuli fara. „Speak softly, but carry a big stick," (tal- aðu prúðmannlega en haltu á stór- um lurki) sagði Teddy gamli Roosevelt, og vissi hvað hann söng. Lurkleysi okkar er ekki að- eins stórhættulegt fyrir okkur sjálfa heldur eykur það beinlínis á ófriðarhættuna. Því eins og Vil- hjálmur gamli Þýzkalandskeisari sagði, þá getur aðeins hvasseggjað sverð tryggt friðinn, — meðan ein- hver annar á sverð. Lega herstöðva Ég efast um það, að nokkur telji það skynsamlegt að staðsetja helstu herstöð sína inni í mesta þéttbýlissvæði þjóðarinnar. Þetta vitum við fslendingar og staðsetj- um varnamiðstöð okkar því með mestu ánægju í Keflavík, þannig að tryggt sé að Reykjavíkursvæðið fjúki með, sé bombað stórt á herstöðina. Og svo látum við varn- arliðið fljúga einar 500 aukamílur í hverri ferð á hverja orrustuvél til þess að kíkja framan í Rússann austur af landinu, sem gerist ann- an hvern dag að jafnaði. Skyldi NATO ekkert þurfa að spara? Fyrir austan hafa menn sést á ferli, sem hafa horfið til sjávar þegar þeir urðu mannaferða varir. Skyldu Danir hafa verið þarna á ferð? Ég hitti gamla kafbátsmenn í Þýzkalandi, sem sögðu mér að þeir hefðu farið á land á íslandi iðulega til þess að ná sér í vatn og teygja úr sér, meðan kafbátastríð- ið stóð sem hæst og hefði slíkt ver- ið talið hættulítið framan af. Það er lafhægt að koma óboðinn í lágflugi beint yfir herstöðina í Keflavík og skvetta rauðri máln- ingu á hús aðmírálsins. Engar radarstöðvar eru fyrir vestan eða austan land til þess að hindra slíkt. Það virðist takmarkaður skilningur okkar sjálfra á því, hvað slíkar stöðvar gætu verið ómetanlegar fyrir okkur sjálfa við eftirlit með eigin sjó- og loftferð- um, auk varnargildisins. Við álítum það vísast náttúru- lögmál, að Egilsstaðaflugvöllur sé nánast ónýtur og að varnarliðið hafi engan varavöll í landinu fyrir orrustuþotur sínar. Á sama tíma liggja steypuvélar Vegagerðarinn- ar og ryðga uppi í porti, en Sem- entsverksmiðjan hefur þungar áhyggjur af því að koma ekki sem- entinu sínu út á þessu kreppual- bertsári. Þarf þetta allt að vera svona? Vill þjóðin hafa þetta svona? Þingmennirnir eru kannski ánægðir með þetta, enda virðast þeir hafa um nóg að hugsa í bankastjóramálunum. Af hverju er Hagvangur ekki fenginn til þess að spyrja þjóðina um þetta fremur en um eitthvað gildismat, sem kannski fáir skilja? Það þýðir ekk- ert að láta þingmennina eina um varnarmálaumræðuna, ef eitthvað á að breytast. Þeir háværustu í þeirra hópi hafa ávallt einokað alla umræðu um varnarmál, þann- ig að engri rökræðu verður við komið. Og meðalþingmaður virðist hafa ríkasta tilhneigingu til þess að gæta þess helst að rugga ekki sínum eigin stól með því að hreyfa einhverjum grundvallarmálum. Þingmennska er fremur orðin markviss embættismennska en baráttutæki fyrir fólkið. Þingsæt- ið er fyrir þingmanninn sjálfan fyrst og síðast á leið hans í hátt — eftir Sigríði Einarsdóttur í grein sem Alexander Alex- andersson, fyrrverandi bæjar- fulltrúi í Kópavogi, skrifaði í Morgunblaðið 15. febr. sl. fjallar hann um það ástand sem skapast hefur vegna ónógrar sundkennslu í skólum Kópavogs. I grein sinni auglýsir Alexender eftir skóla- nefnd Kópavogs. Þar sem ég á sæti í nefndinni vil ég benda hon- um á að kynna sér bókanir nefnd- arinnar og hvað hefur verið lagt til þessara mála sl. haust. Á fundi skólanefndar sem haldinn var 10.10. ’83 lagði ég fram eftirfarandi bókun: „Með tilliti til þess að nú er verið að ljúka byggingu íþrótta- húss með verulegu rými til íþróttakennslu sem leysir úr brýnustu þðrf skólanna, en mikill skortur er á aðstöðu til sund- kennslu, tel ég rökrétt að bygging sundlaugar við Snælandsskóla sé næsta framkvæmd. Jafnframt tel eg að nauðsynlegt sé að hefja undirbúning að byggingu íþrótta- aðstöðu við sama skóla og af Halldór Jónsson „íslendingar gætu og ættu að mínum dómi að afla sér nýtízku vopna- búnaðar. Við þurfum ekki að borga krónu fyrir hann sjálfir. Hvert hérað ætti að hafa varn- armiðstöðvar skipulagð- ar fyrirfram og æski- legast væri að sem flest- ir kynnu með að fara. Ég held að íslendingar myndu sýna þessu áhuga. Ég bendi á áhuga manna að vera í hverskonar hjálparsveit- um. Hver er munurinn á vopnaburði í varnar- skyni á stríðstíma og öðru hjálparstarfi?“ embætti. Allavega finnst mér framkvæmdastórhugur fáséðari á Alþingi nú en þegar Ingólfur Jónsson var upp á sitt bezta þar. Muna menn ekki úrslitin í skoð- anakönnuninni í sambandi við prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík um árið? Þá voru meira en 80% aðspurðra fylgjandi auknu varnarsamstarfi við NATO á sviði samgöngumála. Þetta féll ekki að prívatskoðunum sumra flokks- broddanna og málið var því svæft. Man nú enginn „Varið land“ og þá þjóðareiningu sem þar fékkst fram? Hvað er hægt að gera? I Sviss eru menn hlutlausir í stórveldaátökum eins og allir vita. Svisslendingar eru líka lýðræðis- þjóð og því ekki líklegir til þess að fara með hernaði á önnur lönd. þeirri stærð að tveir kennslusalir verði í húsinu. (sign) Sigríður Einarsdóttir." Þessi bókun var gerð eftir að hafnað hafði verið í skólanefnd tillögu Guðmundar Oddssonar, bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins, sem bæjarráð hafði vísað til skólanefndar um sama efni. Þess- ari tillögu Guðmundar um að þarna yrði gerð kennslulaug sem hefði getað annað þeirri sund- kennslu sem Alexander bendir réttilega á í grein sinni að á vanti, var einni hafnað í bæjar- stjórn. Hvar hefur AJexander verið? Nú vill svo til að bæjarstjórn Kópavogs hefur falið Alexander Alexanderssyni ásamt fjórum öðrum aðilum að athuga teikn- ingu að sundlaugarmannvirki á Rútstúni og hvort eigi að byggja þar. Því þykir mér skjóta skökku við þegar Alexander auglýsir eft- ir skólanefndinni í þessum til- gangi. Það er því í höndum Alex- anders og samstarfsmanna hans að koma með tillögu um hvað gera á í þessu máli. Hvers vegna hefur ekki verið ráðist á Sviss í meira en hundrað ár? Það er vegna þess að þeir eru alls ekki árennilegir. Allir karl- kyns Svisslendingar eru nefnilega hermenn meirihluta fullorðinsára sinna og hafa alvæpni á heimilum sínum. Jafnvel Hitler datt ekki í hug að kássast upp á þá, og var honum þó ekki fisjað saman, karl- inum þeim. Þessi þjóð, sem talar 4 tungu- mál og er sitt í hverju trúfélaginu, er nefnilega staðráðin í því að verja land sitt af alefli hvenær sem er. Og þeir eru svo vel undir- búnir að þeir eru taldir allt að óvinnandi á landi sínu. Þeir þjálfa lið sitt stöðugt til þess að vera viðbúnir hinu versta, því þeir vita, að hið góða mun ekki skaða þá. Og vissulega mættu fslendingar margt af þeim læra á öðrum svið- um. Ég nefni aðeins verðbólgumál og bjórmál. En í Sviss er verðbólg- an töluvert fyrir neðan prósent- una í bjórnum þeirra sem er þó ekkert sérstaklega há. Ætti þetta eitt að vera óljúgfróðastur dómur um ágæti þeirra sem þjóðar. fslendingar gætu og ættu að mínum dómi að afla sér nýtízku vopnabúnaðar. Við þurfum ekki að borga krónu fyrir hann sjálfir. Hvert hérað ætti að hafa varn- armiðstöðvar skipulagðar fyrir- fram og æskilegast væri að sem flestir kynnu með að fara. Ég held að íslendingar myndu sýna þessu áhuga. Ég bendi á áhuga manna að vera í hverskonar hjálparsveit- um. Hver er munurinn á vopna- burði í varnarskyni á stríðstíma og öðru hjálparstarfi? Landhelgisgæzlan er hentugur samræmingar- og yfirstjórnarað- ili þessa máls, svo og Flugmála- stjórn. Landhelgisgæzlan getur al- veg rekið nokkrar eftirlitsflug- vélar fyrir NATO og litið eftir kafbátum um leið og landhelginni í stað þess að eiga í dag ekki fyrir olíu á Landhelgisfokkerinn. Flug- leiðir og fleiri aðilar geta annast viðhald slíkra véla. Áhafnir gætu verið blandaðar frá NATO-ríkjun- um. Þannig værum við beinir þátttakendur í vörnum landsins en hímdum ekki álengdar sem nú. Ég held að fslendingar ættu að gefa meiri gaum að orðum Agnars heitins Kofoeds heldur en að elta hávaðakomma eða tvílráða vingla, eða leyfa APN Novosti að blanda sér í, og um leið móta, umræður sínar um heimsmál og varnarmál. En sinnuleysi fslendinga um eigin öryggismál sannar það best, að slíkt hefur gerst. 31.01. 1984. Halldór Jónsson vcrkfr. Halldór Jónsson er verk- frædingur og forstjóri Steypustöð varinnar. Fyrir mitt leyti er ég tilbúin að vinna að þessu málum hvort sem það er innan skólanefndar Kópa- vogs eða í samstarfi við aðra að- ila svo sem Alexander og þann starfshóp sem hann er í. Kennslulaug við Digranes Á sama fundi sem þessi nefnd var kjörin samþykkti bæjarráð eftirfarandi: „Bæjarráð samþykkir að fela skólanefnd og tæknideild að gera könnun á því, hvort mögulegt sé að byggja kennslusundlaug við Digranes. Verði niðurstaðan jákvæð þá fylgi kostnaðaráætlun og áfanga- skipti um verðið. Niðurstöður könnunarinnar liggi fyrir eigi síðar en 1. júlí nk.“ Áf framansögðu má Alexander vera það lóst að bæjarstjórn Kópavogs er að vinna að þessum hagsmunamálum allra bæjarbúa. Sigríður Einarsdóttir er kennari og fulltrúi í skólanefnd Kópavogs. Verksmiðjuútsala Höfum opnaö verksmiöjuútsölu á húsgögnum og áklæðum í Samvinnutryggingahúsinu. Gengiö inn frá Hallarmúla. Stórkostleg lækkun á sófasettum, hvíld- arstólum og svefnbekkjum. Útsalan veröur opin í dag til kl. 12.00 og stendur alla næstu viku ef birgöir endast. Húsgöqn og . , Suðurlar.dsbraut 1 mnrettmgar simi se 900 Sundkennsla í Kópavogi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.