Morgunblaðið - 25.02.1984, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1984
33
Magnús Oddsson, sölu- og markaðsstjóri Arnarflugs:
Um 100% aukning á farþeg-
um og bókunum í febrúar
— Gerum ráð fyrir hagnaði af millilandafluginu í ár
„HEILDARFJÖLDI farþega hjá okkur í millilandaflugi í janúarmánuöi var
959, en til samanburðar voru þeir 641 í janúar 1983. Aukningin milli ára er
því um 50%,“ sagði Magnús Oddsson, sölu- og markaðsstjóri Arnarflugs, í
samtali við Mbl.
Magnús sagði að ekkert lát væri
á aukningunni í febrúar. „Ef við
lítum á farþega það sem af er og
bókanir er fjöldinn liðlega 1.080,
en heildarfjöldi farþega í febrúar
á síðasta ári var 550. Aukningin
milli ára er því þegar orðin tæp-
lega 100%.
Hvað vöruflutninga áhrærir, þá
hafa þeir einnig aukizt verulega. í
janúar sl. fluttum við liðlega 24,1
tonn, en til samanburðar voru
vöruflutningar okkar í janúar á sl.
ári um 10,6 tonn. Aukningin milli
ára er því tæplega 130%,“ sagði
Magnús.
Magnús Oddsson sagði, að auk
þess sem farþegum hafi fjölgað
verulega hafi sú ánægjulega þróun
átt sér stað, að erlendir farþegar
væru nú mun fleiri en áður. „Það
hefur leitt af sér töluvert meiri
tekjur, þar sem útlendingarnir
ferðast yfirleitt meira á fullborg-
andi farmiðum en aðrir."
Magnús sagði að eitt af stærstu
verkefnunum á næstunni væri
aukin kynning erlendis og þá ekki
eingöngu í Evrópu. „Það má segja,
að fjarlægari staðir séu að mestu
óplægður akur, en farþegar t.d.
frá Austurlöndum fjær og Suður-
Ameríku sækja í síauknum mæli
til Evrópu. Ég hef trú á því, að
hægt sé að bjóða þessu fólki ís-
land, sem annan eða auka ákvörð-
unarstað á ferðum þess. Ekki er
fráleitt að ætla að þetta fólk hefði
áhuga á stuttum ferðum til ís-
lands, þar sem aðstæður eru svo
gífurlega ólíkar því sem það á að
venjast heima fyrir.“
Magnús nefndi, að ferðaskrif-
stofa í Bangkok í Thailandi hefði
gert pöntun hjá Arnarflugi fyrir
100 farþega í sumar, en þeir
hyggjast sækja ísland heim, sem
annan áfangastað á ferðalagi sínu
um Evrópu.
Að endingu var Magnús Odds-
son, sölu- og markaðsstjóri Arnar-
flugs, inntur eftir því hvernig
rekstrarafkoman af áætlunarflug-
inu væri. „Hún stendur í járnum
um þessar mundir, en þróunin
hefur verið hagstæð undanfarið,
eins og ég sagði áður. „Við gerum
ráð fyrir því, að nokkur hagnaður
verði af fluginu á þessu ári og
farþegafjöldi og bókanir, sem af er
árinu eru vonum framar, þannig
að við höfum ekki ástæðu til ann-
ars en að vera bjartsýnir."
Flugleiðir ráða viðbótarsölumann í Bandaríkjunum:
Áframhaldandi útvíkk-
un á starfsemi okkar
— segir Sigfús Erlingsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs
VICTOR/ VICTORIA
Kvikmyndir
Ólafur M. Jóhannesson
Leikstjóri, höfundur handrits og
framleiðandi: Blake Edwards.
Myndatökustjóri: Dick Bush.
Tónlist: Henry Mancini.
Sýnd í Nýja bíói.
París millistríðsáranna hefir
að sönnu verið hugljúf borg þar
sem harmónikkan hljómaði af
svölum útikaffihúsanna og lima-
fagrar stúlkur sperrtu upp fót-
leggi á Moulin Rouge þar sem
dansarar á borð til La Goulue og
Valentin le Désossé höfðu gert
garðinn frægan. Nú, ef menn
fengu nóg af holdsins lystisemd-
um, gátu þeir sótt hljóðlát kaffi-
hús sem sum hver áttu eftir að
fyllast andagift úr vitum manna
á borð við Jean-Paul Sartre. En
sú París sem Blake Edwards
leitast við að lýsa í nýjustu
mynd sinni „Victor Victoria" og
við getum nú upplifað í Nýja bíói
er París hinna löngu nöktu
leggja sem vísuðu til himins í
gömlum myllum. Þar er lýst fá-
tækri söngkonu (Julie Andrews)
sem rekst á hýran skemmtikraft
— Toddy (Robert Preston) — að
nafni með þeim afleiðingum að
hún klæðist karlmannsbúningi
og fær þannig vinnu á fínustu
skemmtihúsum sem karlmaður í
konugervi.
Er hér í raun verið að segja
svipaða sögu og sögð var í
Tootsie, það er söguna af lista-
manni sem fær ekki vinnu fyrr
en hann hefir skipt um kyn á
sviðinu — er orðinn skuggi af
sjálfum sér og nær þá fyrst að
blómstra í sviðsljósinu. Þó fann
ég ekki sama ádeilubrodd í þess-
ari mynd Edwards og í fyrr-
greindri kvikmynd Dustin
Hoffmans. Mynd Blake Edwards
er eiginlega of áferðarfalleg og
hugljúf til þess að grípa hressi-
lega um hjartarætur áhorfand-
ans. Þannig verða örlög söng-
konunnar er Julie Andrews leik-
ur hvorki þess valdandi að mað-
ur felli samúðartár né hristist af
hlátri nema stöku sinnum. Hinu
er ekki að leyna að það er ákaf-
lega notalegt að sitja undir
svona mynd þar sem hver sviðs-
myndin er annarri smekklegri
og glæstir dansarar hoppa um
palla en ofar öðru hljómar söng-
ur Julie Andrews, söngur sem
hljómaði fyrrum í The Sound of
Music.
Fyrir þá sem hafa gaman af
léttum dans- og söngvamyndum
er þessi mynd kjörin. Persónu-
lega hef ég lítinn áhuga á slíku
hoppi og híi, þótt sveipað sé
glæstum umbúðum. En ég hafði
því meiri áhuga á aukaleikurun-
um í þessari mynd, og þá fyrst
og fremst á Leslie Ann Warren,
sem ég tel að hér hafi afsannað
rækilega þá kenningu, að kvik-
myndaheimurinn eigi í dag enga
frambærilega grínleikara af
hinu veikara kyni. Leslie Ann
Warren er hreint óborganleg í
hlutverki hinnar vitgrönnu/
vergjörnu Normu. Verður að
leita aftur til mynda Mel Brooks
(Young Frankenstein ’75, Silent
Movie ’76) til að finna svipuð
ærsl hins veikara kyns. Julie
Andrews — þótt hún sé söngfugl
góður — er hinsvegar eins
ófyndin og verða má, en mikið er
þessi kona alltaf indæl og vina-
leg, einsog hún sé besti vinur
áhorfandans. Það er ekki hægt
annað en láta sér þykja vænt um
þessa konu og þann „sound of
music“-heim sem hún flytur
ætíð með sér hvert á svið sem er
og ekki skemmir að hér er henn-
ar helsti mótleikari enginn ann-
ar en Robert Preston í hlutverki
hins „hýra“ Toddy. Svo segja
menn að persónuleiki leikaranna
skipti engu máli.
„ÞAÐ MÁ segja, að þetta sé áfram-
haldandi útvíkkun á starfsemi okkar
í Bandaríkjunum, en hún hefur vax-
ið mjög á síðustu árum,“ sagði Sig-
fús Erlingsson, framkvæmdastjóri
markaðssviðs Flugleiða, í samtali
við Mbl. í tilefni þess, að Símon
Pálsson hefur verið ráðinn til að
sinna sölustarfi í Bandaríkjunum, en
hann hefur um árabil verið starfs-
maður markaðsdeildar Flugleiða.
„Við höfum verið með tvo sölu-
menn, sem hafa stöðugt verið á
ferðinni í Bandaríkjunum við
sölustörf. Símon er einfaldlega
viðbót við þetta sölukerfi okkar.
Hann verður aðallega staðsettur í
Norður-Karólínu- og í Suður-
Virginíu-fylkjum," sagði Sigfús
ennfremur.
Flug Flugleiða hefur farið mjög
vaxandi á síðustu árum yfir
Norður-Atlantshafið, eftir að fé-
lagið átti í miklum erfiðleikum
með flugið a tímabili. „Farþega-
aukningin á árinu 1982 var liðlega
32% og á síðasta ári var aukning-
in um um 25%. Ef áætlanir okkar
standast á þessu ári verður aukn-
ingin um 20%. Á háannatímanum
munum við fljúga 18 ferðir í viku
yfir Atlantshafið. Sjö sinnum til
New York og Chicago og þrisvar
til Baltimore og loks einu sinni í
viku til Detroit, sem er nýr
áfangastaður í áætlun félagsins,"
sagði Sigfús Erlingsson, fram-
kvæmdastjóri markaðssviðs
Flugleiða.
Pétur Pétursson í Kjötbúri Péturs.
Kjötbúr Péturs í stað
Kjötverzlunar Tómasar
í 75 ÁR var Kjötverzlun Tómasar Jónssonar, sem flestum Reykvíkingum var aó
góðu kunn, rekin í kjallara hússins að Laugavegi 2. Sú verzlun hefur nýverið hætt
starfsemi. Á hinn bóginn hafa hjónin Anna Sigríður Einarsdóttir og Pétur l’éturs-
son, kjötiðnaðarmaöur, hafið rekstur verzlunar í þessum sömu húsakynnum.
Hefur verzluninni verið valið heitið Kjötbúr Péturs og hafa verið gerðar ýmsar
breytingar og cndurbætur.
Af hálfu Kjötbúrs Péturs verður
lögð sérstök áherzla á alls konar
unnar og óunnar kjötvörur, einkum
þó sérvalið nauta- og kálfakjöt,
kinda- og dilkakjöt, svína- og grísa-
kjöt og villbráð margs konar. Þá
býður verzlunin heitan mat af ýmsu
tagi í hádeginu alla virka dag og
verði þessara rétta stillt í hóf. Að
mati eigenda verzlunarinnar hafa
bættri matarmenningu ekki fylgt
nauðsynlegar sérverzlanir, sem
kappkosta að bjóða viðskiptavinum
sínum faglega og persónulega þjón-
ustu um leið og boðið er upp á úr-
valsvörur, jafnt algengar og þær
sem sjaldnar eru á borðum neyt-
enda. Það er ætlun eigenda að Kjöt-
búr Péturs geti bætt úr þessu.