Morgunblaðið - 25.02.1984, Síða 36

Morgunblaðið - 25.02.1984, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1984 + Faöir okkar og stjúpfaöir, KRISTINN GUNNLAUGSSON frá Sauöárkróki, til heimílis að Suöurbraut 7 í Kópavogi, lóst á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 22. febrúar. Minning: Þorgeir Jóelsson Sœlundi Sigurlaug Kristinsdóttir, Auður Kristinsdóttir, Matthildur Kristinsdóttir, Hulda Ingvarsdóttir. Útför móöur okkar, STEINUNNAR STEFÁNSDÓTTUR, Stigahlíð 2«, sem lóst í Borgarspítalanum 19. febrúar, fer fram frá Fossvogs- kirkju mánudaginn 27. febrúar kl. 13.30. Sigurjóna Jónsdóttir, Guöjón Jónsson, Stefén Jónsson. Systir okkar. + GUÐRÚN STEINDÓRSDÓTTIR fré Á»i, Týsgötu 5, veröur jarösungin frá Hallgrímskirkju mánudaginn 27. febrúar kl. 13.30. Systkinin. + Eiginmaður minn, faöir okkar og tengdafaöir, ÞÓROURJÖRGENSON, Fagrahvammi, Garði, veröur jarösettur frá Útskálakirkju laugardaginn 25. febrúar kl. 13.30. Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir, börn og tengdabörn. + Þökkum af alhug auösýnda samúö og vináttu við fráfall eiginmanns mins og föður okkar, GUDVARDAR VILMUNDARSONAR. Gyöa Oddsdóttir og börn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug viö andlát og útför SVEINS ÞORBERGSSONAR, vélstjóra, Öldugötu 17, Hafnarfiröi. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki St. Jósefs- spítala í Hafnarfirði og deild A-5 á Borgarspítalanum fyrir frábæra hjúkrun og umönnun í veikindum hans. Jónína Guölaugsdóttir, Sigurbergur Sveinsson, Ingibjörg Gisladóttir, Guómann Sveinsson, Þorbjörg Ragnarsdóttir, Ásdís Sveinsdóttir, Þórarinn Sófusson, barnabörn og barnabarnabörn. Birting afmœlis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vtra vélrituð og með góðu línubili. Fæddur 15. júní 1903 Dáinn 13. febrúar 1984 Með nokkrum orðum langar mig að minnast Geira vinar míns og frænda, en við vorum bræðrasyn- ir. Þorgeir Jóelsson fæddist á Vest- urhúsum í Vestmannaeyjum 15. júní 1903. Hann var sonur hjón- anna Þórdísar Guðmundsdóttur og Jóels Eyjólfssonar frá Kirkju- bæ í Eyjum. Þau hjón byrjuðu búskap sinn á Vesturhúsum árið 1903 en fluttu árið eftir í sitt eigið hús, Landmót, sem var nýbyggt og stóð nyrst og austast húsa í svokölluðum Þykkvabæ, sunnan Vesturvegar, sem síðar var lagður. Landamót var þá eitt af stærstu húsum í Eyjum, tveggja hæða timburhús á steinsteyptum kjallara. Húsið áttu þeir tveir saman, Jóel, sem átti austurhelming þess, og Magn- ús Magnússon í Hólshúsi, sem var formaður með teinæringinn Hauk. Magnús var fyrsti maður, sem drukknaði af mótorbát við Eyjar; hrökk hann út af sínum nýkeypta báti, Portlandi VE 97 17. október 1906, þegar þeir voru í landtúr að Eyjafjallasandi. Þegar Þorgeir var fjögurra ára gamall veiktist móðir hans af berklaveiki og fór hún þá á heilsu- hæli úti í Danmörku og þar dó hún árið eftir, en var jarðsungin frá Landakirkju. Þorgeir var þá tek- inn í fóstur til ömmusystur sinn- ar, Þorgerðar Erlendsdóttir í Fög- ruvöllum, og manns hennar, Sig- urðar Vigfússonar, sem nefndur var Siggi Fúsa og kallaði Þorgeir hann fóstra sinn, en hana nöfnu, enda var hann heitinn í höfuð hennar. Þau hjón höfðu ekki eign- ast börn og tóku þau bæði miklu ástfóstri við drenginn, sem hann launaði þeim líka eins og góður sonur og vann þeim og var hjá þeim fram til 25 ára aldurs. Snemma hneigðist hugur Geira að sjónum, og má með sanni segja, að fjörusandurinn og sjávarlónin neðan við Strandveginn, skammt frá Fögruvöllum, hafi verið bernskuleikvangur hans og fleiri hans leikfélaga. Sjómennskan var honum í blóð borin. Jóel, faðir hans, var sjómaður og formaður á áraskipum og mótorbátum, en móðurbróðir hans var Magnús Guðmundsson á Vesturhúsum, einn kunnasti sjósóknari í Vest- mannaeyjum á sinni tíð og for- maður í 30 ár. Um og innan við fermingaraldur fór Þorgeir að róa á smáferjum á sumrin með göml- um Eyjasjómönnum; þeim Sigga í Vegg og Ola í Nýborg og var veið- arfærið handfæri. Fljótlega reyndist Geiri netfiskinn með fær- ið sitt. Innan tíu ára aldurs fór Geiri að æfa sig í „spröngunni" í Skiphellum ásamt fleiri Eyja- peyjum og fljótlega fékk hann þar orð á sig fyrir kjark og fimi, enda varð hann einn af bestu fjalla- og sigmönnum í Eyjum og í fleiri sumur seig hann vestra sigið í Fiskhellum á þjóðhátíð Vest- mannaeyja. Vorið 1918 hittust fjórir ferm- ingarbræður frá árinu áður, kom þeim þá saman um að fá sér lán- aðan árabát og róa saman á hon- um til fiskjar með handfæri um sumarið og tókst þeim fljótlega að fá sér bátinn. Þessir ferm- ingarbræður og félagar voru Ben- óný Friðriksson í Gröf, Magnús ís- leifsson Nýjahúsi, Karl Guð- mundsson Goðalandi og Þorgeir Jóelsson Fögruvöllum. Þeir byrj- uðu svo að róa og tók Binni í Gröf að sér að vera formaður á bátnum. Fljótlega vöktu þessir drengir at- hygli fyrir djarfa sjósókn og fiski- sæld. Það kom æði oft fyrir að strákarnir reru þó aðrir sætu í landi. Oft óttuðust feður þeirra um þá á sjónum þegar hvessti og töluðu þá um að fá vélbát til að leita þeirra, en Friðrik, faðir Binna, dró oftast úr því og sagði „Við skulum bara láta þá eiga sig, þeir plumma sig strákarnir", og þeir gerðu það líka. Þessir drengir urðu síðar allir miklir sjómenn og mótorbáta- formenn. Binni landsþekktur afla- maður, Geiri og Kalli fyrirmyndar vélbátaformenn og miklir fiski- menn um tugi ára í Eyjum, en Maggi flutti þaðan burt eftir stutta formannstíð. Eina sjóferðasögu ætla ég að skrifa hér af þeim félögum, sem Þorgeir sagði mér, og sýnir hún hvað Binni var mikill formaður og úrræðagóður svo ungur að árum sem hann var. Þennan róður voru þeir sem oftar suður í sjó, á sviðunum vest- an við Brand. Það snögghvessti þá á norðan, svo að þeir urðu þegar að taka til segla og leita lands. Ekki höfðu þeir dregið nema nokkra fiska í bátinn þegar hvessti. Á heimleiðinni urðu þeir að fara yfir harðan straumál, vestan við Suðurey, en áður en kom að honum lét Binni háseta sína taka alla lifrina úr fiskinum og merja hana vel undir fótum sér, saman við austurinn í bátn- um. Þegar komið var í straumál- inn var þessu svo ausið út til að lægja brotbáruna og það hélt Þorgeir að þetta hafi bjargað þeim í það sinn. Þorgeir byrjaði, sextán ára gamall að róa á vetrarvertíð og var það á áttæringnum Örk, sem Kristinn Ástgeirsson frá Litlabæ var formaður með. Örkin var með færeysku lagi og síðasti áttæring- inn, sem róið var á vetrarvertíð frá Eyjum. Næstu vertíðar var Þorgeir á vélbátum. Vertíðina 1925 byrjaði hann sína löngu formannstíð, þá 22 ára gamall, með mb. Lunda VE 141, sem var rúm 7 tonn að stærð, og átti Jóel faðir hans V* part í bátn- um. Þessa fyrstu vertíð gekk Geira vel að fiska og sýndi áber- andi góða fortnannshæfileika. Haustið 1924 var Þorgeir á skip- stjóranámskeiði, sem haldið var í Eyjum eins og hafði verið 7 und- anfarin ár. Þessi þriggja mánaða lærdómur og prófskírteini veitti þá réttindi til skipstjórnar á allt að 30 lesta stóru skipi. Vertíðina 1926 er Þorgeir með Lunda II VE 141, nýjan bát, sem smíðaður var í Fredrikssund í Danmörku, eins og flestir Vest- mannaeyjabátar voru þá. Þorgeir var með að sigla honum heim til Eyja. Báturinn var tvístefnungur, rúm 13 tonn að stærð með 36 hest- afla tveggja strokka Danvél. Um 1940 var báturinn stækkaður og hekkbyggður og eftir það mun + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og jaröarför BRYNHILDAR STEFÁNSDÓTTUR, Ijósmóður. Systkinin. <$^** • yrve hann hafa verið um 20 tonn. Þor- geir var ásamt Jóel föður sínum einn af eigendum bátsins. Hann var síðan með Lunda II um 30 ár og var það einsdæmi í Eyjum að sami formaður væri svo mörg ár með sama bátinn. Alla sína sjó- mannstíð var Þorgeir mjög mannsæll og voru sumir menn hans með honum 20 ár. Þorgeir var mjög athugull mað- ur og veðurglöggur og náði stund- um róðri fram yfir aðra báta. Þá tel ég að hann hafi verið al- kunnugastur allra Eyjaformanna á sinni tíð á öllum fiskimiðum og hraunum við Eyjar, áður en botn- dýptarmælarnir voru teknir í notkun og er þá mikið sagt, því að margir voru þeir glöggir og miða- kunnugir Eyjaformennirnir. Hann var alla tíð ágætur fiskimaður og vetrarvertíðina 1949 varð hann aflahæstur á vertíðinni og fiski- kóngur Vestmannaeyja. Þorgeir var formaður í sam- fleytt 35 vetrarvertíðar síðasta ár- ið 1960. Þá var hann með mb. Von VE 113, sem þeir Holtsbræður áttu, frændur hans. Þeir voru systrasynir. Þorgeir átti einn albróður, Guð- mund Eyjólf, sem var tæpum 3 ár- um yngri en hann. Það var Þorgeiri Jóelssyni sár söknuður og harmur þegar tveir bræðrasynir, hans Jóel og Bjarni, synir Guðmunds fórust með mb. Báru VE 141 í Faxaflóa 4. mars 1981. Þorgeir átti fimm hálfsystkini, eina systur og fjóra bræður. Þau eru nú tvö eftir á lífi og bæði bú- andi í Vestmannaeyjum, Þórdís gift Emil Andersen skipstjóra og útgerðarmanni og Sigurður Ingi útgerðarmaður og formaður giftur Fanneyju Ármannsdóttur. Fyrri kona Þorgeirs var Guðfinna Lár- usdóttir frá Álftagróf í Mýrdal og eignuðust þau saman tvær dætur, Láru sem gift er Sveini Valdi- marssyni skipstjóra frá Varmadal Vestmannaeyjum og eiga þau tvær dætur, og Þorgerði Sigríði gifta Kjartani Friðgeirssyni bif- vélavirkja frá Hvíld í Vestmanna- eyjum og eiga þau þrjú börn og búa í Kópavogi. Seinni kona Þorgeirs var Mar- grét Pétursdóttir frá Norðfirði, ekkja Valdimars heitins Sveins- sonar í Varmadal, Vestmannaeyj- um. Eins og flestir Eyjabúar fluttu þau Margrét og Þorgeir burt frá Eyjum fyrstu gosnóttina 23. janúar 1973. Settust þau þá að hjá vinafólki Margrétar í Keflavík og voru þar í eitt ár; fluttu síðan í Eyjaholt í Garði og bjuggu þar í Viðlagasjóðshúsi, í nábýli við frændur og vinafólk, þar til þau fluttu aftur út til Eyja. Síðast bjuggu þau hjón í mjög vistlegri íbúð á elliheimilinu Hraunbúðum. Nokkur síðustu æviár sín var Þorgeir heilsuveill, en bar það með kjarki og karlmennsku. Hann andaðist í Landakotsspít- ala eftir uppskurð og sex daga veru þar hinn 13. febrúar sl. Minningarathöfn hans fór fram í Kópavogskirkju föstudaginn 17. febrúar og var kirkjan þéttsetin skyldfólki hans og vinum. Jarðarför Þorgeirs Jóelssonar fer fram frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum í dag, laugardag. Veri kær frændi kvaddur og Guði falinn. Eyjólfur Gíslason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.