Morgunblaðið - 25.02.1984, Side 48
STAÐFEST LANSIRAUST
LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1984
VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR.
Krafa um gæzlu yfir þremur feðgum:
Grunaðir um ránið í Iðnaðar-
bankanum og á Laugaveginum
Rannsóknarlögregla ríkisins
gerði síðdegis í gær kröfu um
gæzluvarðhald yfir feögum, —
föður og tveimur sonum hans
um tvítugt, vegna tveggja rána,
sem framin voru í Reykjavík á
dögunum, þegar 364 þúsund
krónum var stolið úr útibúi Iðn-
aðarbankans í Breiðholti og þeg-
ar 1840 þúsund krónum var
rænt af tveimur starfsmönnum
ÁTVR fyrir utan útibú Lands-
banka íslands á Laugavegi. Þeir
eru grunaðir um að hafa sameig-
inlega staðið að báðum ránun-
um.
Kröfurnar eru ekki samhljóða.
Krafa um gæzlu yfir föðurnum og
öðrum syni hans er til 7. marz en
til 14. marz yfir hinum syni hans.
Grunur leikur á að sá hafi verið að
verki í Iðnaðarbankanum en óljóst
er hvernig þeir eiga að hafa skipt
með sér verkum við ránið á leigu-
bifreiðinni og fénu af starfs-
mönnum ÁTVR fyrir utan Lands-
bankann. Jón Abraham Ólafsson,
Ábyrgðartrygg-
ingar bifreiða:
Um 20%
hækkana-
beiðni til
umræðu
Samstarfsnefnd bifreiða-
tryggingafélaganna hefur haft
til athugunar afkomu bifreiða-
trygginga í þeim tilgangi að gera
tillögur til Tryggingaeftirlitsins
um hækkun iðgjalda ábyrgðar-
trygginga. Nefndin hefur ekki
lokið störfum, en samkvæmt
heimildum Mbl. mun nefndin
leggja til eftir helgi, að iðgjöldin
hækki samtals frá 1. marz 1983
til 1. marz 1984 í kringum 20%.
Gjalddagi ábyrgðartrygg-
inga er 1. marz, en frá 1. marz
1983 hafa tryggingafélögin
enga áfangahækkanir fengið.
Þau fóru fram á áfangahækk-
un 1. júní sl. en ráherra hafn-
aði þvi að fenginni tillögu
Tryggingaeftirlitsins. Sex
tryggingafélög af átta eru
með gjalddaga húftrygginga
(kaskó) 1. maí ár hvert og
verður síðar, að lokinni könn-
un samstarfsnefndarinnar,
lögð fram beiðni um hækkun
þeirra.
Feðgarnir eru grunaðir um að hafa sameiginlega staðið að ránunum í Iðnað-
arbankanum og við Landsbankann.
sakadómari, tók sér frest til síð-
degis í dag til að taka afstöðu til
kröfu RLR.
Samkvæmt heimildum Mbl. var
faðirinn stöðvaður á Keflavíkur-
flugvelli ásamt sonum sfnum á
leið til Bandaríkjanna síðdegis á
fimmtudag. Rannsóknarlögreglu-
menn sátu fyrir þeim og stöðvuðu
för þeirra. Yfirheyrslur stóðu yfir
í alla fyrrinótt og í kjölfarið var
krafan um gæzluvarðhald sett
fram.
Engar játningar liggja fyrir, né
hefur féð komið í leitirnar eða
byssan, sem notuð var til verknað-
arins á Laugavegi. Maðurinn mun
hafa skrifstofu skammt frá þeim
stað í Brautarholti þar sem
mannlaus leigubifreiðin fannst
skömmu eftir ránið á Laugavegi.
Það vakti athygli, að ræninginn
virtist ekki hafa skipt um bifreið í
Brautarholti. Sporhundar röktu
slóð hans, þó ekki hafi það leitt til
niðurstöðu.
Faðirinn er af bandarísku bergi
brotinn, 58 ára gamall. Hann
fluttist hingað til lands fyrir
mörgum árum. Hann hefur ekki
áður komið við sögu afbrota hér,
né synir hans. Þórir Oddsson,
vararannsóknarlögreglustjóri,
vildi ekkert tjá sig um rannsókn
málsins. Sagði aðeins að rann-
sóknin væri á sérlega viðkvæmu
stigi.
Frá fundi Hlífar um samninginn í gær.
MorminblaAiA/Krutján Einnrsnnn
Karl náði
alþjóðleg-
um áfanga
NÍUNDA umferö Keykjavíkur-
skákmótsins var tefld á Hótel
Loftleiöum í gærkvöldi og af úr-
slitum má m.a. nefna að Margeir
Pétursson og Jóhann Hjartarson
gerðu jafntefli, svo og Jón L.
Árnason og Reshevsky. Þá vann
Karl Þorsteins Zaltsman og náði
1. áfanga að alþjóðlegum meist-
aratitli. Þá á Helgi betri biðskák á
móti Lobron. Biðskákir verða
tefldar fyrir hádegi í dag, en 10.
umferð mótsins hefst kl. 14.00.
Önnur helstu úrslit:
Schneider — deFirmian 1—0
Wedberg — Geller 0—1
Christiansen — Ornstein 1—0
Ree — Balashov '/4 — 'A
Shamkovich — McCambridge 1—0
Ostermeyer — Byrne 1—0
Chandler — Knezevic 1—0
King — Friðrik Ólafsson bið
Guðm. Sigurjónsson — Meyer 1—0
Eftir 9. umferð er staða efstu
manna sú að Jóhann er efstur
með l'h vinning, í 2.-4. sæti
eru þeir Margeir, Reshevsky og
Schneider með 6V4 vinning. I
5.—10. sæti eru þeir Jón L.,
Christiansen, Ornstein, Sham-
kovich, Geller og Karl Þorsteins
með 6 vinninga. í næsta sæti
fyrir neðan er m.a. Helgi Ólafss-
on, en hann gæti komist upp í
hóp næstefstu manna, vinni hann
biðskák sína, sem líkur eru á.
Alþjóðaskákmót
í Grindavík
NOKKRIR helstu skákmenn
landsins munu taka þátt í alþjóða-
skákmótinu „Bláa lónið-Festi",
sem hefst í Grindavík á miðviku-
daginn. Einnig er búist við að
nokkrir útlendingar taki þátt í
mótinu, þeirra á meðal Larry
Christiansen og séra William
Lombardy.
Það er tímaritið Skák, sem
stendur fyrir mótinu í félagi við
bæjaryfirvöld í Grindavík og
Samband sveitarfélaga á Suður-
nesjum. Teflt verður í félags-
heimilinu Festi í Grindavík en
þátttakendur munu búa í gisti-
húsinu Bláa lóninu í Svartsengi,
að sögn Jóhanns Þóris Jónsson-
ar, ritstjóra tímaritsins Skákar.
2% launauki í bónus gerði út-
slagið í ályerssamningunum
SAMNINGAR tókust í kjaradeilu
starfsmanna og framkvæmdastjórn
ar álversins í Straumsvfk á tíunda
tímanum í gærmorgun, eftir um það
bil 20 tíma samningafund, sem hófst
skömmu eftir hádegið á fimmtudag.
Samkomulagið felur í sér 5% kaup-
hækkun frá og með undirritun
samnings, 2,5% þann 14. aprfl, 2,5%
þann 14. september og 3% 1. janúar
1985, en samningstíminn er til 31.
mars 1985.
Þá fela samningarnir einnig í
sér samkomulag um afkastahvetj-
andi kerfi, svonefndan álhvata, og
lagfæringar á framleiðsluhvetj-
andi kerfi sem fyrir var. Sam-
kvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins munu þær lagfæringar
vera metnar til 2% í launum, og
urðu þær til þess að samningar
náðust, þegar aðeins tæpir 36 tím-
ar voru þar til að framleiðsla í
álverinu yrði stöðvuð. Þá er einnig
í samningunum samið um hækkun
starfsmanna í lægstu flokkum og
fleira. Álhvatinn nemur rúmlega
6% í launum á ári miðað við há-
marksframleiðslu, 84 þúsund tonn
á ári. Samningarnir eru uppsegj-
anlegir 1. september og 1. janúar
1985.
Upp úr samningaviðræðum
slitnaði aðfaranótt miðvikudags-
ins var og sá þá ríkissáttasemjari
ekki ástæðu til að halda samn-
ingaviðræðum áfram eins og staða
málsins var þá. Hann boðaði síðan
til nýs fundar á fimmtudags-
morgun og stóð sáttafundur óslit-
ið þar til samningar höfðu tekist.
„Þetta er búin að vera erfið
deila og standa lengi. Þess vegna
er ég mjög feginn því að henni
skuli lokið með því að samningar
hafa tekist," sagði Guðlaugur
Þorvaldsson, ríkissáttasemjari um
lausn deilunnar. „Fresturinn á
framkvæmd verkfallsins gaf
mönnum tíma til að hugsa þessi
mál og á fimmtudagsmorguninn
var ljóst að aðilar höfðu gert það,
þannig að rétt væri að reyna aft-
ur,“ sagði Guðlaugur ennfremur.
Atkvæði voru greidd um samn-
ingana í þeim verkalýðsfélögum
sem aðild eiga að samningunum
og voru þeir samþykktir með góð-
um meirihluta.
Meðal annars sem samningarn-
ir fela í sér, er frestun fram-
leiðslustöðvunar um a.m.k. 2 vikur
eftir að verkfall skellur á f stað 4
áður.
Sjá umsagnir og fleiri samn-
ingafréttir í miðopnu.