Morgunblaðið - 04.03.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.03.1984, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 53. tbl. 71. árg._____________________________________SUNNUDAGUR 4. MARS 1984__________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Persaflóastríðið: I leit að æti á haugunum Æm MorRunblaðið/Kristján. sveitirnar hröktu stjórnar- herinn frá vesturhluta Beirút. Beitt var stórskota- vopnum og bergmáluðu skothvellirnir í fjöllunum umhverfis og eldglæringar lýstu upp himininn. Það sem meðal annars kynnti undir ófriðinn í nótt voru ítrekaðar kröfur stjórn- arandstöðuleiðtoganna Jumbl- atts og Berri um að Amin Gemayel forseti segði af sér. Jumblatt og Berri ræða um þessar mundir við ráðamenn í Damaskus um niðurstöður^ fundar Gemayels og Assads Sýrlandsforseta, í vikunni. í Damaskus lofaði Gemayel Assad að rifta samkomulagi við ísraela frá 17. maí í fyrra um brottflutning sveita ís- raela gegn því að Sýrlendingar tryggðu vopnahlé í Líbanon, en Jumblatt og Berri kváðust vantrúaðir á að Gemayel stæði við loforð sín og kváðust ekki hætta bardögum fyrr en fal- angistar leggðu niður vopn. Um helgina verða gerðar til- raunir til að fá deiluaðila til að leggja niður vopn, og hermt er að Gemayel muni kalla til fundar um þjóðarsátt þegar í næstu viku og að fundað verði í Sviss. 5 síkhar felldir Nýja Delhi, 3. mars. AP. FIMM hryðjuverkamenn úr röðum síkha féllu og einn særðist í tveimur skotbardögum við lögreglu og sér- sveitir hersins í Punjab-ríki á Ind- landi á föstudag. Máninn fjær jörðu Minneapolis, 3. marz. AP. MÁNINN var fjær jörðu í gær en nokkru sinni í 200 ár, eða í 404.350 km fjarlægð, sem er um 1.600 km meiri fjarlægð en venjulcga, og er skýringuna að finna í óvenjulegri innbyrðis afstöðu sólarinnar, tungls- stærri reikistjarna. Það er þó einkum vegna áhrifa fi Júpíter sem sporbraut mánans teyi ist út að þessu sinni. Máninn verði ekki jafnfjarri jörðu að nýju fyrr e um árið 2100. ÍRANSKIR hermenn búa sig undir átök skammt frá borginni Basra í írak, en staðhæft hefur verið að á þeim slóðum hafi þúsundir her- manna fallið að undanförnu. BARDAGAR stóðu nær linnulaust í Beirút alla aðfaranótt laugardags og voru að sögn lögreglu harðari en nokkru sinni frá því stjórnarandstöðu- Reynt að stilla til frið- ar í Beirút um helgina Beirút, 3. marz. AP. Gripið til efna- og sýklavopna? Níkósíu, Jerúsalem, 3. mars. AP. Varnarmálaráðherra írak stað- hæfði í gær að þúsundir íranskra hermanna hefðu verið felldir fyrir austan Basra, í „grimmilegustu orrustu" Persaflóastríðsins. Talsmenn frana halda því einn- ig fram að mikið mannfall hafi orðið í liði íraka í bardögum í gær, en óháðum aðilum er sem fyrr ógjörningur að sannreyna hvað hæft er í þessum fullyrðingum. Ali Khamenei, forseti Irans, hefur ítrekað að stjórn sín sé reiðubúin að loka olíuflutnings- leiðinni um Hormuz-sund ef ást- æða þyki til. Lokun sundsins muni skaða andstæðinga írana meira en þá sjálfa. Forsetinn sagði í útvarpsávarpi í gær að örvænting hefði gripið um sig í herbúðum Iraka og beittu þeir nú einnig efna- og sýklavopn- um. Hvorugt mundi þó koma þeim að haldi. Anker Jörgensen sætir harðri ANKER Jörgensen, leiðtogi Jafn- aðarflokksins danska, á nú undir högg að sækja í flokknum vegna gagnrýni á starfshætti hans. K.B. Andersen, fyrrum utan- ríkisráðherra er t.d. stóryrtur í viðtali við Berlingske Tidende, þar sem hann segir að menn stjórni ekki rúmlega milljón manna flokki eins og strætis- vagnabílstjóri stjórni vagni sín- um. Jörgensen hefur þótt einráður og fljótráður, en fyrr hefur ekki jafn áhrifamikill flokksmaður beint skeytum sínum svo rakleitt til leiðtogans. Segir Andersen að Jörgensen hafi ákveðið sjálfur að taka upp róttækari stefnu í stjórnarandstöðu og síðan hafi miðstjórn og aðrar stofnanir flokksins verið neyddar til sam- þykkis. Andersen segir að Jafnaðar- flokkurinn þyki ekki jafn trú- verðugur sem fyrr. Þegar menn fögnuðu tveimur ósigrum í röð sem sigrar hefðu unnizt, væri augljóslega verið að stinga höfð- inu í sandinn. Stjórnmálaskýrendur segja að óánægja með Jörgensen sé meiri en sýnist á yfirborðinu. Það stafi einkum af stefnubreytingu í ör- yggismálum, sem varð til þess að flokkurinn lagðist í fyrra gegn staðsetningu nýrra kjarnaflauga gagnrýni Atlantshafsbandalagsins í V-Evrópu, sem hann hafði verið samþykkur meðan hann var í stjórn. Einnig af þeirri ákvörðun flokksins að greiða atkvæði gegn fjárlögum í desember en sitja svo hjá í febrúarlok er fjárlög voru að nýju til afgreiðslu. Þriðj- ungur þingflokksins var andvíg- ur hjásetunni. Þykir Jafnaðar- flokkurinn af þessu hafa ein- angrast nokkuð frá öðrum flokk- um í þinginu. Greint var frá því í Nýju Delhi í gær að öfgasinnaður síkhi, Sukhi- bir Singh Khalsa að nafni, hefði viðurkennt að hafa skipulagt sprengjuárás á sovéska sendiráðið í borginni í nóvember 1982. Áður hafði hann játað að hafa stjórnað sprengjuárás á tvö kvikmyndahús í höfuðborginni á síðasta ári, en þá létust fimm manns. Allsherjarverkfall var gert í borginni Yamunanagar í norður- héraði Indlands í gær til að mót- mæla árás hryðjuverkasveita síkha á trúarsamkomu hindúa í Punjab. Fjórir létu lífið og fimm- tíu særðust þegar síkhar vörpuðu handsprengju að bænafólkinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.