Morgunblaðið - 04.03.1984, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARS 1984
Róið úr höfnum suður:
SOTTIR
TVEIR
FUGLAR
„í lok ræðu minnar, herra forseti,
vil ég minna þingheim á það, að árið
1844 reru nokkrir menn úr Höfnum
suður út að Fuglaskerjum og sóttu
þangað tvo fugla.“
l*að var Tryggvi Gunnarson, skip-
stjóri á Brettingi, fyrsti varaþing-
maður Sjálfstæðisflokks í Aust-
fjarðakjördæmi, sem þannig komst
að orði, er veiðistjórn, þ.e. aðlögun
veiðisóknar fiskveiðiflotans að veiði-
þoli nytjafiska, skauzt inn í umræðu
á alþingi í vikunni sem leið.
Þingmaður úr kviku
atvinnulífsins
Eyjólfur Konráð Jónsson mælti
sl. þriðjudag fyrir tillögu til þings-
ályktunar um takmörkun veiða í
skammdeginu, frá miðjum des-
embermánuði og út janúarmánuð.
Á þeim tíma eru ekki mikil afla-
brögð, sagði Eyjólfur, olíunotkun
meiri en í annan tíma, veiðarfæra-
tjón oft mikið, auk þess sem þessi
tími er hættulegastur til sjóróðra.
Þegar takmarka þarf sóknina
hvort eð er, sagði hann efnislega,
þá sýnist liggja beint við að huga
að efni þessarar tillögu.
Valdimar Indriðason sagði til-
gang tillögunnar góðan, en var-
hugavert væri að leggja of mörg
höft á útveginn, sem stæði höllum
fæti rekstrarlega, og einmitt þessi
árstími væri „hagkvæmur þeim
togurum sem stunda siglingar
með afla“.
Þingmenn nótuðu þetta mál til
að fara í hár saman út af kvóta-
kerfi, eina ferðina enn. Fór þar
margur með kunnan kveðskap af
miklum tilþrifum. Þessi kvóta-
umræða var þó frábrugðin öðrum,
sömu tegundar, að því leyti, að
kunnur togarskipstjóri, Tryggvi
Gunnarsson í Vopnafirði, tók þátt
í henni. Þar kom til sögunnar
þingmaður beint úr kviku at-
vinnulífsins, kunnur málavöxtum,
með kjarnyrt tungutak og lifandi
tengsl við umræðuefnið sjálft. Al-
þingi myndi sízt setja niður þó
fleiri slíkir sætu þar á bekkjum.
Við höfðum þorsk við Græn-
land, sagði skipstjórinn, efnislega
eftir haft; það var sagt að þar
\væru skaflar af fiski, sem ekki
væri hægt að veiða upp. Þó var
hann uppurinn á örskammri
stund. Þar var ekki fisk að fá í
lengri tíma. Sagan endurtók sig
við Austur-Grænland. Bæði að því
er varðar karfa og þorsk. Einnig á
Hvíta hafinu og miðum við Bjarn-
arey. Þetta var allt klárað upp.
Víkjum að Norðursjónum. Þar
fást tittir einir nú orðið. Búið er
að fiska alla stærri fiska upp.
Síldin var og kláruð þar, með
okkar þátttöku. Hún var sögð í því
magni að ekki væri hægt að veiða
hana upp. En það tókst. Friða
þurfti hana í fjölda ára. Suður-
iandssíldin fór eins. Hún var einn-
ig friðuð, til að ná henni upp.
Norski síldarstofninn; þið vitið
hvern veg fór fyrir honum. Er ekki
tímabært að læra af reynslunni?
Fíkniefni eru alvarlegt og vaxandi vandamál, hérlendis sem erlendis, og birtist í mörgum óhugnanlegum myndum.
Guðrún Agnarsdóttir, alþingismaður, bar fram fyrirspurn á Alþingi til Matthíasar Bjarnasonar, heilbrigðisráðherra,
um athvarf fyrir börn og unglinga sem illa eru komin af fíkniefnaneyzlu. Frá þessu þingmáli er greint í síðari hluta
þingbréfs í dag. Fyrri hlutinn fjallar um samskipti manns og þorsks — og fleiri fisktegunda.
1 lok ræðu minnar, herra for-
seti, vil ég minna þingheim á að
1844 reru nokkrir menn úr höfn-
um suður út að fuglaskerjum og
sóttu þangað tvo fugla."
Engin veiðistjórn
undanfarin ár
Garðar Sigurðsson, þingmaður
frá Vestmannaeyjum, sagði í þess-
ari umræðu.
„Það gerir ekkert til þó við ræð-
um hér einhver mál af viti, meðan
menn eru að stjórna Norðurlönd-
um út í Stokkhólmi (hvar Norður-
landaráð þingaði), sem aldrei hef-
ur tekizt, auðvitað. En það er hár-
rétt hjá Tryggva Gunnarssyni að
við tókum ekki nægilega fljótt á
þessu máli. Sannleikurinn er sá að
það var auðveldara að byrja á
skipulagningu meðan mikill fiskur
var til staðar. Það var kjörið tæki-
færi 1981. Við hefðum ekki þurft
að drepa öll þessi kvikindi. Við
hefðum getað átt bærilega inni-
stæðu ... “.
Hér talar þingmaður er stóð að
stjórnarsamstarfi 1978—1983.
Fiskveiðistefna þeirra ára, sem
hér skal ekki gerð að umtalsefni
sérstaklega, studdist lítt við fiski-
fræðilegar niðurstöður. Þeir sem
þá réðu ferð í sjávarútvegsmálum
axla að sjálfsögðu stjórnarfars-
Iega ábyrgð á gjörðum sínum. Og
hverjar vóru afleiðingar veiði-
sóknar langt umfram veiðiþol?
Áætlaður þorskafli 1984 er meira
en helmingi minni en 1981. En
„það var kjörið tækifæri 1981“,
sagði Garðar Sigurðsson. Þau
vóru mörg tækifærin, sem ekki
vóru nýtt 1978—1983. Meðal ann-
ars tækifærið til að breyta orku
fallvatna okkar í störf, verðmæti
og bætt lífskjör. Það minnkaði allt
í höndum okkar, fiskstofnar, þjóð-
artekjur og lífskjör. Ekkert óx
nema verðbólgan. En hún gerði
það líka myndarlega.
Garðar Sigurðsson sagði orð-
rétt:
„Það eru auðvitað margir sár-
óánægðir með sinn hlut. Hver
verður ekki óánægður yfir því að
mega aðeins veiða 40 fiska á þessu
ári miðað við 100 árið 1981?“ Það
er eðli'egt að spurt sé. Ekki sízt ef
haft er í huga máltækið, að „vítin
eru til þess að varast þau“.
Hér skal enginn dómur lagður á
rétt eða rangt þegar kvótakerfið á
í hlut. Það hefur margar við-
kvæmar og neikvæðar hliðar. Það
leiðir t.a.m. til miðst.ýringar, sem
hvarvetna verkar sem hemill á
hugvit og framtak, verðmæta-
sköpun og lífskjarasókn. Hugsan-
lega hefði mátt koma á viðunandi
veiðistjórn eftir öðrum leiðum. En
þær leiðir hafa ekki verið settar
fram enn sem komið er, a.m.k.
ekki með nægjanlega rökstuddum
hætti.
Dæmisaga skipstjórans úr
Vopnafirði um fuglana tvo — af
þeirri tegund sem ekki er lengur
til, týnd úr lífkeðju jarðar, á er-
indi við okkur öll. Meira að segja
brýnt erindi.
Athvarf fyrir unga
fíkniefnaneytendur?
„Ætla má af könnunum að víða
hafi um 80% ungmenna á gagn-
fræða- og menntaskólastigi neytt
eins eða fleiri vímuefna í því skyni
að komast í einhvers konar vímu-
ástand."
Það er Guðrún Agnarsdóttir,
þingmaður og læknir, sem þannig
Selfoss:
Sjúkradeild fyrir
aldraða vígð
Fjölmenni var við vígslu sjúkradeildarinnar.
FÖSTUDAGINN 24. febr. sl. var
haldin vígsluhátíð sjúkradeildar
fyrir aldraða á Selfossi. Deildin er til
húsa í endurbyggðu húsnæði að
Austurvegi 28 þar sem áður var
sjúkrahúsið á Selfossi.
Sr. Sigurður Sigurðarson vígði
húsið en viðstaddir vígsluna voru
m.a. heilbrigðisráðherra, Matthías
Bjarnason, þingmenn Suðurlands-
kjördæmis og bæjarstjórn Selfoss.
Endurbygging hússins hófst í nóv-
ember 1982. Mikil sjálfboðavinna
hefur verið unnin í húsinu og í því
sambandi kom m.a. fram hjá
sjúkrahússráðsmanni, Hafsteini
Þorvaldssyni, að gjafir, bein fjár-
framlög og afsláttur félaga og fyr-
irtækja af viðskiptum næmi á
fjórðu milljón króna. Fjárframlög
úr ríkissjóði væru engin ennþá, en
von væri um styrk úr Fram-
Matthías Bjarnason heilbrigðisráð-
herra í ræðustóli.
kvæmdasjóði aldraðra, en fram að
þessu hefur allt fjármagn komið
úr héraði í formi frjálsra fram-
laga einstaklinga, fyrirtækja og
félagasamtaka og einnig lántök-
um. Heimild hefur íengist fyrir
24,5 stöðugildi við rekstur deildar-
innar.
Á sjúkradeildinni eru rúm fyrir
26 vistmenn sem þegar eru upp-
pöntuð og er þegar kominn tvö-
faldur biðlisti, þannig að greini-
legt er að þörfin er fyrir hendi.
Reiknað er með að starfræksla
hefjist af fullum krafti í næsta
ynánuði. Byggingameistari hússins
er Trausti Traustason.
Haukur.
Milljón
bændur í
Perú í
verkfalli
Lím*. I. nurs. AP.
RÖSKLEGA milljón bændur í Perú
lögðu í dag niður vinnu og hyggjast
efna til þriggja daga verkfalls til að
mótmæla landbúnaðarstefnu ríkis-
stjórnarinnar. Þeir hafa m.a. hótað
að hindra flutninga á matvælum til
þéttbýlissvæða.
Að sögn talsmanna bænda nær
vinnustöðvunin til landsins alls,
að undanskildum 12 héruðum í
sunnanverðum miðríkjum Perú en
þar á her landsins í útistöðum við
vinstri sinnaða skæruliða.
Bændur eru óánægðir með að
hægt gengur að hrinda í fram-
kvæmd ýmsum umbótum sem fyr-
irheit hafa verið gefin um, og
einnig gremst þeim mjög nýir toll-
ar sem lagðir hafa verið á kaffi,
sykur, ull, baðmull og fleiri land-
búnaðarafurðir.