Morgunblaðið - 04.03.1984, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.03.1984, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARS 1984 43 99 Ferðaþjónustan er atvinnugrein sem framtíð er í(( Hólmfríður Árnadóttir, viðskiptafræðingur, hef- ur á áttunda ár gegnt starfi framkvæmdastjóra hjá Sambandi veitinga- og gistihúsa og vann áður hjá Flugleiðum. í eftirfarandi viðtali við Hólmfríði er fjallað um íslensk ferðamál og spáð í framtíðina á þeim vettvangi. Hólmfríður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Vaxandi áhugi ráðamanna „Bæði ráðmenn og aðrir eru að átta sig á að ferðaþjónustan er at- vinnugrein sem framtíð er í. Það er nokkurn veginn Ijóst að undir- stöðuatvinnuvegirnir, landbúnað- urinn og sjávarútvegurinn, standa hvorki undir bættum lífskjörum né taka við meiri mannafla. Það er frekar að þar þurfi að fækka starfsfólki. Iðnaðurinn, sem menn hafa mest horft til á undanförnum árum, tekur ekki við nema hluta af því fólki sem á næstu árum kemur út á vinnumarkaðinn. Ein- hversstaðar þarf það að fá vinnu og ferðaþjónustan er ein af þeim greinum sem með skipulegri upp- þyggingu getur tekið við því,“ sagði Hólmfríður í upphafi við- talsins. „Mér þótti það athyglisvert á ferðamálaráðstefnu sl. haust, en þar voru mættir fulltrúar frá öll- um stjórnmálaflokkunum, hvað viðhorf þeirra til þessarar at- vinnugreinar var í fyrsta skipti verulega jákvætt, en þeir tjáðu sig um nauðsyn þess að búa að henni svo hún gæti þrifist eðlilega. Að vísu komu þeir ekki með margar beinar tillögur um hvern- ig þróa mætti ferðaþjónustuna. En jákvæð afstaða er undirstaða þess að stjórnmálamenn, þeir sem völdin hafa, sinni tillögum og hugmyndum sem frá atvinnu- greininni koma. Margar þær greinar, sem ferðaþjónustan er samsett af bera t.d. margvíslega skatta umfram það, sem aðrar greinar búa við og langt umfram það sem rikið leggur aftur í hana til uppbyggingar og þróunar. Sem dæmi má nefna flugvallaskattinn, sem er með þeim hæsta sem þekk- ist í heiminum, háa álagningu á fríhafnarvörur, margvíslega og sundurleita skatta af veitinga- rekstri og fleira. Ein forsenda þess að atvinnu- grein geti þróast eðlilega er að hún hafi starfsramma við hæfi. Skömmu eftir að Matthías Bjarnason tók við embætti sam- gönguráðherra skipaði hann tvær nefndir, annars vegar til að endur- skoða lög um ferðamál og hins vegar til að endurskoða lög um veitingasölu og gististaðahald. Þessi endurskoðun laganna var löngu orðin tímabær." Hvers vegna tímabær? „Ferðamálalögin frá 1976 þarfn- ast endurskoðunar m.a. hvað varð- ar skipan Ferðamálaráðs og hlut- verk þess. Lögin um veitingasölu og gististaðahald eru rúmlega tuttugu ára gömul. í þeim og sér- staklega reglugerðinni, sem sett var samkvæmt þeim, er fjöldi ákvæða sem úrelt eru orðin.“ Hver hefur þróunin verið í þessari atvinnugrein síðustu árin? „Það eru mjög margir mismun- andi aðilar sem tengjast ferða- þjónustunni. Það eru þeir sem eru í samgöngumálunum, hótel- og veitingastörfum, ferðaskrifstofur, minjagripaverslanir, leiðsögu- menn, bílaleigur og fleiri. Alls eru hátt á fimmta þúsund ársstörf í ferðaþjónustu og skyldum störf- um. Það hversu margir og um margt ólíkir aðilar tengjast greininni gerir það að verkum að uppbygg- Rætt við Hólmfríði Árnadóttur, framkvæmda- stjóra ing hefur ekki verið samræmd og markviss. Það er of mikið af ferðaskrifstofum, bílaleigum og veitingahúsum í Reykjavík svo dæmi séu nefnd. Á sama tíma skortir ýmsa þjónustu úti á landi. Hér hefur ekki verið mótuð nein opinber ferðamálastefna, sem gæti verið grundvöllur fyrir fram- takssama einstaklinga að vinna eftir.“ Ferdamálastefna Að hverju á að stefna í ferðamál- um? „Sumir hafa nefnt ferðaþjónust- una ferðaiðnað eða jafnvel ferða- mannaiðnað, mér finnast bæði orðin ótæk, en hvað um það. Hún á það sammerkt með iðnaðinum að vera sett saman úr þremur þátt- um; vöruþróun, framleiðni og markaðssetningu. Spurningarnar eru því: Hvað hefur ísland að bjóða ferðamönnum? Hvernig á að setja það sem við höfum að bjóða í söluhæfan búning? Hvernig eigum við síðan að selja það? í slíkri umræðu má ekki gleyma því að ferðaþjónustan er tvíþætt, annars vegar þjónusta við erlenda ferðamenn og hins vegar við okkur íslendinga sjálfa. Uppbyggingin þarf að miðast við þarfir beggja þessara hópa. Þjónustu við ferðamenn er því miður víða ábótavant. Hótel eru dreifð, þjónustumiðstöðvum, eins og í Skaftafelli, þyrfti að koma upp víðar og tjaldstæði eru mjög vanbúin. í stórum landshlutum er tæplega aðgangur að einföldustu snyrtiaðstöðu. Kveður svo rammt að þessu að nægja myndi til um- ræðu á heilli sjálfstæðri ráð- stefnu. Jafnvel einföldustu hlutum eins og vegamerkingum er ábóta- vant. Ferðaþjónustan er enn mjög ung atvinnugrein. Við búum því ekki að neinni arfleifð hvað þekk- ingu varðar, eða gömlum hefðum, og því þarf mjög að auka menntun þeirra sem starfa í þessari grein. Hótel- og veitingaskólinn, sem á að sjá um fræðslu fyrir alla þá sem starfa á hótelum, hefur t.d. aldrei útskrifað aðra en þjóna og kokka. Ferðamálaráð hefur haldið námskeið fyrir leiðsögumenn, en um aðra skipulagða menntun er ekki að ræða hér á landi á sviði ferðaþjónustunnar. Úr því þarf að bæta ef við ætlum að veita full- nægjandi þjónustu og vera sam- keppnishæf. Það þarf enginn að ganga að því gruflandi að sam- keppnin um ferðamanninn er mjög hörð. Það sem úrskeiðis fer, spyrst og aðrar þjóðir eru þá reiðubúnar að gera betur.“ Hvernig á að kynna ísland sem ferðamannaland? „Fyrst þarf að skilgreina til hvaða ferðamanna ísland höfðar og nær til. Við erum engin Mall- orca, sem fellur við hvers manns smekk og pyngju! Það sem Island hefur fyrst og fremst upp á að bjóða er stórkost- legt landslag. Náttúruskoðendur eru því og verða enn um sinn helstu erlendu ferðamennirnir hingað. f öðru lagi mætti hugsa sér að laða hingað sportveiði- menn, hér er frábær aðstaða til stangveiða í ám, vötnum og sjó. Um daginn heyrði ég „survival training" nefnt í tengslum við ferðaþjónustu. Hér er bæði land- fræðileg og veðurfarsleg aðstaða fyrir þá sem vilja eða verða að hætta lífi og limum í alls kyns harðræði. Það er gömul hugmynd og ný að fá hingað erlendar ráðstefnur. Það er staðreynd að hingað koma enn nær eingöngu skylduráðstefnurn- ar, sem haldnar eru á Norðurlönd- unum til skiptis. í fyrra var unnin merk könnun á möguleikum okkar til þess að halda fjölþjóða ráð- stefnur. Þar kom fram að aðstaða á hótelunum er ekki á alþjóða- mælikvarða, enda hefur aðeins eitt íslenskt hótel verið hannað sérstaklega með ráðstefnuhald í huga. Hvort fjárhagslegt bolmagn eða vilji er fyrir hendi til þess að gera nauðsynlegar úrbætur er spurning.“ Ferðamannastraumur- inn hefur staðið í stað frá 1972 Hverju er spád um ferðamanna- straum hingað á næstu árum? „Því er spáð að fram til 1992 verði um 3'/i% fjölgun erlendra ferðamanna á ári. Það er nær ekk- ert vitað um ferðir íslendinga um eigið land og því engar forsendur til að spá neinu í því efni. Nú er þó verið að leggja drög að öflun upp- lýsinga um ferðavenjur íslend- inga. í Vestur-Evrópu t.d. hefur orðií gífurleg aukning í ferðalögum á milli landa, en sú þróun hefur ekki náð hingað. Straumur erlendra ferðamanna til íslands hefur nán- ast staðið í stað frá 1972, þegar olíu- og efnahagskreppan skall á, nema hvað aukningin varð tölu- verð á síðasta ári eða um 7% frá árinu 1982. Stærsta vandamál íslenskrar ferðaþjónustu er að um 52% er- lendra ferðamanna koma hingað á stuttu tímabili á árinu eða í júní, júlí og ágúst. Það væri æskilegt ef Wgt væri að lengja þennan tíma. En það er erfitt að ferðast um landið nema um hásumarið. Það mætti t.d. bjóða ódýrari ferðir á vorin og haustin, m.a. fyrir ellilíf- eyrisþega og beina athyglinni þá að íslenskri menningu. Reykjavík er að mörgu leyti skemmtileg borg, en það þarf að auðvelda ferðamönnum að njóta hennar. Hér er t.d. mjög blómlegt tónlist- ar- og myndlistarlíf og skemmt- analíf er hér fjörugt fyrir þá sem það vilja. Opnunartími safna er mjög takmarkaður og öll loka þau á sama tíma. Úr því má auðvitað bæta. Sundstaðirnir þykja til fyrirmyndar og e.t.v. er mögulegt að kynna það sem sérstætt er í atvinnulífinu, t.d. fyrirtæki í út- gerð og fiskvinnslu." Nú hefur gætt nokkurrar tor- tryggni meðal landsmanna gagnvart erlendum ferðamönnum, m.t.t. um- gengni þeirra um landið? „Mér hefur þótt of mikið gert úr náttúruspjöllum af völdum er- lendra ferðamanna. Fólk spyrst fyrir og er reiðubúið til að taka leiðbeiningum. Með upplýsingum má stýra ferðum manna um há- lendið, t.d. þannig að ekki verði um langtímadvöl þeirra þar að ræða. Auðvitað verða það alltaf einhverjir sem vilja vera um lengri tíma í óbyggðum, en það má í ríkari mæli stýra ferðum á staði, sem eru aðgengilegri en aðrir úr byggð.“ Þú sagðir áðan að hátt á fimmta þúsund ársstörf væru í ferðaþjón- ustu og skvldum störfum. Hverjar eru gjaldeyristekjurnar af ferðaþjón- ustu við erlenda ferðamenn? „Ferðaþjónustan er góð auka- búgrein, sem skilar verulegum tekjum í þjóðarbúið. Á síðastliðnu ári komu 77.600 erlendir ferða- menn til íslands. Þeir skiluðu landinu gjaldeyri fyrir um 680 milljónir króna fyrir utan það sem þeir greiddu í fargjöld. Gjaldeyr- istekjur af ferðaþjónustu hafa á undanförnum árum verið svipaðar og af útflutningsiðnaðinum, ef fiskur og ál eru undanskilin. Að auki borða svo þessir ágætu út- lendingar ókjörin öll af landbún- aðarofframleiðslunni og spara okkur því heilmiklar útflutnings- bætur! Ef rétt er á málum haldið getur ferðaþjónustan gert enn betur. Til þess þarf að efla Ferðamála- ráð, bæði stjórnskipan þess og fjárhag. Lögum samkvæmt eru því að vísu tryggðar þokkalegar tekjur, en það hefur aldrei fengið þær að fullu til ráðstöfunar. Meg- inforsenda þess að betur verði gert er sú, að þeir aðilar sem að þessari atvinnugrein standa, vinni saman að skipulegri uppbyggingu innanlands og kynningu á landi og þjóð erlendis." Vidtal: Ásdís J. Rafnar Myno VI FJÖLDI FEROAMANNA Á ÁRI 1976 - 1979 MIOAO VIO 1975 1975* lOO myno lll FJÖLDI ERLENDRA FEROAMANNA Á ÍSLANOI ARIN 1947 1982 þuMnd 80 i 1947 1950 1955 1960 1965 1970 1975 1980 82

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.