Morgunblaðið - 04.03.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.03.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARS 1984 3 Ingvar I»ór (ilunnarsson útgerðarmadur Eskifirði „Sama og að spyrja mig hvernig mér líkaði að vera settur á hausinn“ Eskirirði, 28. febrúar. „FYRIR mér er spurningin um kvótann svipuó og spurning um hvernig mér Ifk- aði að vera settur á hausinn, án þess þó að hafa beinlínis unnið til þess,“ var það fyrsta, sem Ingvar l»ór Gunnarsson, út- gerðarmaður á Eskifirði, sagði er hann var spurður álits á kvótafyrirkomulag- inu. Ingvar gerir út vélskipið Vött Sll 3, um 150 tonna skip. „A síðustu vertíð fengum við á bát- inn okkar frá áramótum fram í maí 507 tonn, þar af 39 tonn af ufsa og 21 af ýsu, slægðri. Hitt var þorskur. Þorskurinn og ufsinn voru 65.100 stykki eða hver fiskur að meðaltali 7,47 kíló upp úr sjó. Nú fáum við að veiða á öllu þessu ári af þorski 435 tonn og 36 tonn af ufsa, miðað við óslægðan fisk, og 39 tonn af ýsu. Sam- tals 510 tonn af fiski eða 62.800 fiska af þorski og ufsa miðað við sömu með- alþyngd. Þetta þýðir að við verðum að leggja bátnum í maí. Friðunaraðgerðir eru nauðsynlegar, það ber öllum saman um, en með þessum kvóta nú kemur berlega í ljós að ekki er eingöngu verið að friða fiskinn. Afli er færður frá bátum yfir til togara og er það aðeins ein af mörgum tilfærslum til þeirra, sem gerðar hafa verið á undanförnum árum, þó í öðru formi hafi verið, og er það kapítuli útaf fyrir sig. Ég held að menn geti verið nokkuð sammála um að það sé ekki oftalið þó reikna megi með 20 smáfiskum út úr tékklúgu togaranna í hverju holi að meðaltali, sem þýðir um 120 fiska á sólarhring og sé miðað við 300 daga úthald hjá togara á ári eru þetta um 36 þúsund fiskar á hvert skip. Ef reiknað er með 100 togurum gerir það alls 3,6 milljónir fiska sem aftur þýðir þá að 27 þúsund tonn af fiski eru drep- in á þennan hátt miðað við meðal- þyngd fisks hjá vertíðarbát. Það hafa verið uppi raddir um það að með minnkandi afla þurfi að bæta hráefni og minnka kostnað við veið- arnar. Hafa menn löngum litið til línuveiðanna í því sambandi. Það gerðist hjá okkar útgerð á síðasta ári að við létum setja línubeitingavél í bátinn þrátt fyrir margar svartsýn- isspár og samið var um að láta byggja yfir bátinn til að gera hann sem best úr garði til þessara veiða. Það hefur gengið ákaflega vel að vinna með beit- ingavélina og er svo fyrir að þakka afbragðs skipshöfn, mönnum, sem margir hverjir hafa verið hjá okkur í mörg ár. En sem sagt, hún mun vænt- anlega verða ónotuð það sem eftir er ársins. Fjárfesting upp á nokkrar milljónir, sem er þó hagkvæm og skil- ar hámarksaflagæðum. Þó er það sárast að missa frá sér menn, sem verið hafa með okkur á bátnum í mörg ár, auk þess sem bátur- inn er eina fasta hráefnisöflunartækið í fiskverkun okkar, en þar vinna að jafnaði 10—15 manns allt árið, flestir lengi. Þessi bátur er eingöngu útbúinn til línu- og netaveiða og netaveiðar að- eins stundaðar í tæpa þrjá mánuði. Það er því þungt í okkur þessa dagana þegar svo snarlega er kippt undan okkur fótunum. Raunhæfustu leiðina til friðunar tel ég að stórauka eftirlit með smáfiska- drápinu og svipta menn veiðileyfum, sem ekki koma með allan fisk að landi eins og skylda hefur verið í mörg ár. Ég vil að lokum geta þess að það er mín sannfæring að því miður mun smáfiskadrápið miklu hrikalegra en getið er um í hóflegu dæmi hér að framan," sagði Ingvar Þór Gunnars- son að lokum. — Ævar Haraldur Sturlaugsson á Akranesi: „Veröum að sætta okkur við orðinn hlut“ Akranesi 2. mars. „ÞAÐ ER alveg öruggt sé miðað við viðbrögð manna vegna kvótaskiptingar- innar að það fær enginn nóg og ef það er rétt sem fiskifræðingar segja um afla- magn í sjónum eru flestir sammála um að reyna þessa leið í eitt ár," sagði Har- aldur Sturlaugsson, framkvæmdastjóri H.B.&co. hf., á Akranesi í samtali við blm. Mbl. Árni Halldórsson, Eskifirði: „Oleyst dæmi, hvernig útgerð og fiskvinnsla bjargast“ Kskifirði, 28. febrúar. „Varðandi spurninguna hvað okkur finnist um kvótaskiptinguna skiljum við það vel að til róttækra aðgerða þurfi að grípa til að vernda fiskistofnana fyrir hruni," sagði Arni Halldórsson, einn af útgerðarmönnum og eigendum Friðþjófs hf. á Eskifirði sem á vélskipið Sæljón SU 103 og rekur fiskverkunarstöð og síldar- söltun. „Það er hinsvegar óleyst dæmi hvernig útgerð og fiskvinnsla á að bjargast við þessar aðstæður. Enn- fremur verður kjaraskerðing sjó- manna nánast óbærileg og langt um- fram það sem nokkur önnur stétt má þola. Við höfum verið að byggja upp okkar fyrirtæki undanfarin ár til þess að geta vandað vinnslu saltfisks og síldar sem best og hafa nóg húsrými til geymslu á afurðum, þannig að skuldabagginn er þungur. Með því aflamagni sem báti okkar er skammt- að sjúm við ekki fram á að geta haldið uppi vinnu nema til vorsins fyrir nærri 20 manns sem unnið hafa hjá okkur í mörg ár. Við búumst við að senda bátinn á rækjuveiðar í vor, það er eini kosturinn, og höfum við sótt um leyfi til rækjuvinnslu, fyrst og fremst til að geta haldið uppi vinnu fyrir okkur og okkar fólk. Stjórnvöld mega nú alvarlega fara að hugsa sinn gang varðandi þessa at- vinnuvegi. Hætt er við að menn gefist upp á því að þurfa sífellt að vera bónbjargamenn sem bankarnir fleyta áfram með hverja hallærisláninu á fætur öðru. Það er afskaplega þreyt- andi að hafa ekki nokkur tök á að hreinsa upp sínar skuldir. Ef ekki verður fljótlega snúið við blaðinu í þessum efnum er hætt við að hver sem betur getur forði sér sem lengst frá útgerð og sjómennsku og afleiðingar þess verða þjóðarbúinu dýrkeyptar," sagði Árni Halldórsson. — Ævar „Fyrst við vorum svo miklir aum- ingar að kaupa ekki fiskveiðiréttindi af Grænlendingum verðum við að sætta okkur við orðinn hlut og leggj- ast á bæn og vona að Grænlands- þorskurinn gangi á okkar mið eins og svo oft hefur gerst áður og komið mönnum á óvart. Það eru hreinar línur að þetta hefur mikil áhrif á atvinnuástand á Akra- nesi, en það verður reynt að hagræða öllu eins og hægt er í sambandi við nýtingu aflans. Auðvitað er eðlilegt, eins og maður heyrir víða, að menn séu svartsýnir. Það eru ósköp eðlileg viðbrögð þegar þorskveiðar minnka um helming á tveimur árum, en ef við ætlum að lifa þetta af verða menn að vera bjartsýnir og hugsa sem svo að það sé verið að byggja stofnana upp og þar með verið að auka þorskafla á næstu árum, en ekki minnka. Sjávarpláss víða um land verða fyrir miklu áfalli, en Reykjavikur- svæðið verður síðast vart við þann samdrátt, sem á eftir að verða. Þess vegna er mjög mikilvægt að stjórnvöld haldi vöku sinni á næstu mánuðum," sagði Haraldur Sturlaugsson að lok- um. J.G. Góða veðrið er 1 Útsýnarferðum PANTIÐ MEÐAN PLÁSS ER Páskafa‘5 til Costa del Sol. Brottför 18. apríl, 12 dagar. Aðeins 4 vinnudagar. Verð frá kr. 17.900 KNATTSPYRNUFERÐIR TIL ÞÝSKALANDS 11.—14. apríl. o Stuttgart — Dusseldorf íslendingaliöin meö Ásgeiri pg Atla, sem vakið hafa mikla athygli. Verö aöeins kr. 11.700. Örfá sæti laus. 25.—27. mai Stuttgart — Hamburger SV Verö aöeins kr. 10.700. Sæti laus. Fyrri ferðin er 4ra daga ferð og hin seinni 3ja daga. FERÐATILHÖGUN: Flogið til Luxemborgar og þaðan verður ekiö til Stuttgart, á leiöinni veröur komið við á veitingastað og snæddur eftirmiödagsveröur. í Stuttgart verður dvaliö á úrvalshóteli sem valið var í samráöi við Ásgeir Sigurvinsson. Hóteliö Wald Aegerlock, sem er 4ra stjörnu hótel, þar er m.a. sauna og sundlaug. Boöiö veröur upp á 3ja tíma kynningarferð um Stuttgart. Útsýn hafa tryggt sætismiöa á góöum staö á vellinum og Ásgeir mun heilsa upp á hópinn að leikjum loknum. íslenskur fararstjóri. Innifalið í framangreindu veröi er flug, akstur, gisting, morgunmatur, aögöngumiöi, kynnisferð og fararstjórn. Feröaskrifstofan ÚTSÝN Pantið tímanlega því aðeins er um takmkarkaðan fjölda að- göngumiða að ræða. REYKJAVÍK: Austurstræti 17. sími 26611. AKUREYRI: Hafnarstraeti 98, sími 22911. KLÚBBURINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.