Morgunblaðið - 04.03.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARS 1984
21
árabil sem fulltrúar við dómstóla
og þekkja því af eigin raun þær
kröfur sem lögin gera, og hvernig
dómstólar túlka þessi lög.
í réttarfarslögunum er einnig
fjallað um úrræði, sem rannsókn-
araðilar geta gripið til í þágu
rannsóknarinnar, eftir því sem
rannsóknarþarfir gefa tilefni til.
Þar er meðal annars fjallað um
ýmis þvingunarúrræði, sem svo
eru kölluð, svo sem handtöku, leit,
gæsluvarðhald, hald á munum og
ýmis fleiri úrræði eru nefnd í rétt-
arfarslögum. Auk þess liggja fyrir
allmargar dómsúrlausnir, sem
kveða á um og túlka þessi laga-
ákvæði, þannig að við njótum nú
góðrar leiðsagnar í þessum efnum
og þekkjum allrækilega viðhorf
dómstóla til slíkra úrræða, sem
rannsóknaraðilar geta þurft að
grípa til í þágu rannsóknar máls-
ins.
Það er meginhlutverk og
markmið lögreglurannsóknar í
opinberum málum, að afla allra
nauðsynlegra gagna til þess að
handhafa ákæruvalds sé fært að
ákveða, að henni lokinni, hvort
opinbert mál skuli höfðað og afla
gagna til undirbúnings dómsmeð-
ferðar. Rannsóknarlögreglunni
ber sem sagt að rannsaka málið
með það fyrir augum, að saksókn-
ari geti, að lokinni rannsókn þessa
máls, tekið ákvörðun um það
hvort efni séu til aðgerða af hálfu
ákæruvalds, t.d. til útgáfu ákæru
eða málssóknar eða annarra
þeirra úrræða, sem ákæruvald
hefur. Þeir, sem stjórna rannsókn
málsins, verða því einnig að meta,
hvað nægi saksóknara í þessum
efnum og þá verður jafnframt að
hafa í huga sönnunarreglu rétt-
arfarslaga, sem er í meginatriðum
sú, að á ákæruvaldinu hvílir sönn-
un saka. Ákæruvaldið verður að
sanna sök og sérhver vafi, sem upp
kann að koma, er sökunaut eða
sökunautum í hag. Þá byggir sak-
sóknari á þeirri meginreglu, að ef
það sem fram hefur komið er
nægilegt eða líklegt til sakfellis,
þá er það embættisskylda hans að
gefa út ákæru, eða neyta annarra
þeirra úrræða sem við kunna að
eiga.
En svo að við víkjum aftur að
rannsóknarferlinum, þá kann að
vera, að nauðsyn sé á handtöku, og
þá er það metið hverju sinni. En
það er alls ekki alltaf, að nauð-
synlegt sé að grípa til handtöku.
Yfirleitt mæta menn greiðlega til
skýrslutöku og sama er að segja
um aðra þá, sem kallaðir eru til
vitnisburðar í þágu rannsóknar
opinberra mála. En það kemur
líka fyrir, að nauðsynlegt er að
grípa til handtöku og þá þarf
hverju sinni að meta skilyrði og
þarfir fyrir slíkri aðgerð, og það er
á sama hátt gert samkvæmt laga-
skilyrðum og hið sama gildir um
gæsluvarðhald, sem stundum þarf
að grípa til í framhaldi af hand-
tökunni.
Ég vil ennfremur vekja alveg
sérstaka athygli á því, að í lögum
eru líka ýmis ákvæði um réttar-
stöðu sakbornings. Hann nýtur
ákveðinnar réttarstöðu, sem hon-
um ber að lögum. Og í hvívetna er
sá réttur virtur af hálfu Rann-
sóknarlögreglu ríkisins. Honum er
t.d. óskylt að svara spurningum,
sem beinlínis varða sakarefnið, en
jafnframt skal honum á það bent,
að þögn hans kunni að verða virt
honum í óhag. Þetta gildir bæði
hvað varðar yfirheyrslu hjá lög-
reglu og rannsóknarlögreglu og
fyrir dómi.
En hvort sem gripið hefur verið
til einhverra þvingunarúrræða í
þágu rannsóknar sakamála eða
ekki, er framhaldið það, að þegar
málið er komið á það stig, að það
þykir fullrannsakað, eru skýrslur
og gögn um rannsóknina send rík-
issaksóknara til ákvörðunar. Rík-
issaksóknari fer yfir rannsóknar-
gögn málsins og tekur að því loknu
ákvörðun um framhald þess. Gefi
hann út ákæru, þá sendir hann
ákæruna til sakadóms, og þar er
dæmt um þau sakarefni, sem bor-
in eru fram í ákæruskjali ríkis-
saksóknara. Og það er dómarinn,
sem kveður endanlega á um sekt
eða sýknu og dæmir um þau sak-
arefni, sem fram eru borin í ákær-
unni og byggð eru á þeim rann-
sóknargögnum, sem aflað hefur
verið af hálfu rannsóknarlögreglu.
Lögreglustjóra í viðkomandi um-
dæmi er síðan falið að annast
fullnustu dóms, ef um áfellisdóm
er að ræða. Menn geta svo áfrýjaö
dómi til Hæstaréttar og gilda
einnig um það sérstakar reglur.
Þetta er nú svona í grófum drátt-
um sú réttarskipan sem gildir hér
á landi í dag.“
Ert þú sjálfur sáttur við þessa
skipan eða telur þú að einhvcrra
breytinga sé þörf á þessu fyrirkomu-
lagi?
„1 fyrsta lagi vil ég geta þess, að
þessi breyting, sem gerð var með
stofnun Rannsóknarlögreglu
ríkisins, var í meginatriðum í
samræmi við það sem að var
stefnt. En ég vil einnig benda á, að
unnið hefur verið að þessari
endurskoðun í áföngum og ég veit
að núna stendur yfir heildarend-
urskoðun á reglum réttarfarslaga
um meðferð opinberra mála af
hálfu Réttarfarsnefndar, og ég
hygg að þar sé líka verið að fjalla
um þennan mikilvæga þátt, þ.e.
skipan rannsóknarvalds og með-
ferð mála á rannsóknarstigi og
sjálfsagt stendur þar ýmislegt til
bóta enda er ég viss um að ýmsu
má koma betur fyrir að því er
varðar lagareglur og framkvæmd
þeirra ef aðstaða er fyrir hendi.
Ég vil þó lýsa þeirri von minni og
trú, að vei hafi tekist til við breyt-
ingarnar 1. júlí 1977 af hálfu
Rannsóknarlögreglu ríkisins. Hef
ég líka í þessum efnum verið svo
lánsamur, að hingað hefur ráðist
einvalalið, sem rækir störf sín af
mikilli elju og kostgæfni.
Hvað varðar einstök atriði, sem
á hefur reynt i sambandi við rann-
sókn mála og einstök rannsóknar-
úrræði sem við höfum gripið til og
látið á reyna fyrir dómstólum, þá
vil ég leggja sérstaka áherslu á
niðurstöðu dómstóla um þessi efni
og ef það þykir of langt gengið, þá
er ekki um annað að ræða en að
taka þær reglur til endurskoðun-
ar. En það er auðvitað alveg ljóst,
að stundum er brýn nauðsyn á því
af hálfu rannsóknaraðila að vinna
að rannsókn mála með vissri festu
og vissum þunga til að ná fram því
sem eftir er leitað og íslensk rétt-
arskipan er ekkert ein um það. í
þessum efnum verða auðvitað að
vera fyrir hendi vissar réttar-
heimildir, sem rannsóknaraðilar
geta leitað til, en um leið tel ég
mikilvægt, að dómstólar hafi þá
úrskurðarvald um, hvort þessar
heimildir eigi við rök að styðjast
og hvort nægileg tilefni séu til
þessara rannsóknarúrræða hverju
sinni. Það má vel vera að ástæða
sé til að fjalla rækilegar um það í
réttarfarslögum, á hvern hátt
slíkum reglum yrði betur fyrir
komið. En ég vil lýsa þeirri von
minni, að Réttarfarsnefnd, sem
skipuð er hinum reyndustu
mönnum á þessu sviði, muni ein-
mitt huga rækilega að þessu við
þá endurskoðun sem nú stendur
yfir.“
Samskipti réttaraðila
og gagnrýni
Við víkjum nú talinu að samskipt-
um aðila innan réttarkerfisins og þá
fyrst að gagnrýni, sem fram hefur
komið þess efnis, að aðild fulltrúa
ákæruvalds að rannsókn mála sé
• takmörkuð:
„Að því er varðar aðild ríkissak-
sóknara að rannsókn brota, þá er
auðvitað ljóst, að rikissaksóknari
er lögum samkvæmt yfirstjórn-
andi rannsókna opinberra mála og
samkvæmt sérstöku lagaákvæði
skal hann hafa gætur á afbrotum
sem framin eru. Hann kveður á
um rannsókn opinberra mála og
hefur með höndum yfirstjórn
hennar og eftirlit. Ennfremur seg-
ir í þessu ákvæði, að hann geti
gefið lögreglumönnum fyrirmæli
og leiðbeiningar um framkvæmd
rannsóknar og verið við hana
staddur eða látið fulltrúa sinn
vera það. Þannig að það er ljóst,
að samkvæmt lögum er ekkert því
til fyrirstöðu, að ríkissaksóknari
eða aðstoðarmenn hans séu
viðstaddir lögreglurannsókn í
opinberum málum. Og ég hef alla
tíð, frá því Rannsóknarlögregla
„I reglum
réttarfarslaga
eru gefnar þær
leikreglur og
réttarreglur
sem lögregla
og rannsókn-
arlögregla
verður að fara
eftir.“
ríkisins tók til starfa, hvatt til
nánara samstarfs milli ríkissak-
sóknara og rannsóknarlögregl-
unnar og ég vil alveg sérstaklega
undirstrika það, að milli mín og
ríkissaksóknara, Þórðar Björns-
sonar, hefur alla tíð verið hið
ágætasta samstarf.
Staðreyndin er sú, að fulltrúar
ákæruvalds hafa stundum verið
viðstaddir við yfirheyrslur hér hjá
Rannsóknarlögreglu ríkisins, eftir
því sem tök hafa verið á, sérstak-
lega er saksóknari hefur leitað
eftir framhaldsrannsókn um ein-
stök atriði. En mér er hins vegar
ljóst, að óvíst er að aðstaða og
mannafli hjá því embætti sé slík,
að þeir geti verið viðstaddir í þeim
mæli, sem að hefur verið látið
liggja að þörf sé á. Ég hef efnt til
„Réttur sak-
bornings er í
hvívetna virtur
fullum fetum
afhálfu RLR.“
og hvatt til funda, þar sem boðaðir
hafa verið þeir aðilar, sem hér
koma helst við sögu, og menn hafa
þar borið saman bækur sínar í
þessum efnum, og ég er sannfærð-
ur um að slíkir fundir eru, og hafa
verið, afar gagnlegir. Hitt er ann-
að mál, að það má vel vera að bet-
ur megi gera í þessum efnum.
Hins vegar vii ég leggja áherslu
á, að ég tel að lögfræðingar, sem
starfa hér við Rannsóknarlögreglu
ríkisins, séu fullfærir að meta
þarfirnar að þessu leyti, bæði
rannsóknarþarfirnar og ýmislegt
sem fylgir í kjölfar rannsóknanna,
þar á meðai að huga rækilega að
réttarstöðu sakbornings og greiða
götu hans hvað varðar þau rétt-
indi sem um getur og ég held að
fullyrða megi, að við höfum reynt
að halda vöku okkar í þessum efn-
um. Með þessu er ég ekki að draga
úr þýðingu þess að saksóknari, eða
fulltrúi frá honum, mæti hér, en
ég er ekki viss um að það myndi í
sjálfu sér breyta miklu. Það kæmi
líka til greina að senda kæruefni
til ríkissaksóknara í ríkara mæli
en verið hefur. Til þess hefur
rannsóknarlögreglustjóri heimild,
en ég er nú ekki viss um að það sé
„Samkvæmt
gildandi lögum
er ekkert því
til fyrirstöðu
að RLR annist
rannsókn á
sakarefnum,
sem beinast að
lögreglumönn-
um utan þessa
embættis.“
beint til þess fallið að greiða fyrir
gangi mála. En sannarlega myndi
ég fagna umhugsun og endurskoð-
un um skipan mála að þessu leyti.“
Nú hefur einnig komið fram sú
gagnrýni, að möguleikar réttar-
gæslumanna til að hafa áhrif á rann-
sókn mála séu takmarkaðir og þar
skorti jafnan möguleika til að láta
reyna á fyrir dómstólum, hvort rann-
sókn fer eðlilega og réttilega fram.
Hvað vilt þú segja um þetta atriði?
„Að því er varðar störf réttar-
gæslumanna við lögreglurannsókn
brotamála, þá er vikið að því í lög-
um hver skylda þeirra er. Að mín-
um dómi hvílir m.a. á þeim allrík
hlutlæg skylda í þágu rannsóknar-
innar eftir því sem á reynir og á
herðum þeirra hvílir rík skylda til
að aðstoða við flutning málanna
og m.a. ber verjanda að leiðrétta
atvikalýsingu sækjanda, þar sem
efni þykja standa til, og draga
fram allt það, er verða má söku-
naut til sýknu eða hagsbóta, og
gæta réttar hans, er hann sætir
varðhaldi, eins og kveðið er á um í
lögunum. Þar er einnig kveðið á
um, að verjanda sé heimilt að tala
við sökunaut einslega, þegar hann
er í gæslu, nema dómari hafi sér-
stakt tilefni til að telja hættu á, að
rannsókn torveldist við það. Ég tel
það því satt að segja ákaflega
hæpið að halda því fram, að verj-
andi hafi ekki tök á að rækja sín
störf að lögum á rannsóknarstigi
mála og fullyrði, að af hálfu Rann-
sóknarlögreglu ríkisins sé þess í
hvívetna gætt, að verjendur geti
rækt störf sín á rannsóknarstigi
málsins. Og ég vil taka það fram,
að almennt hefur verið góð sam-
vinna milli lögmanna og starfs-
manna Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins hvað þetta varðar.
Hitt er svo annað mál, að þegar
rannsókn stendur yfir er auðvitað
framgangur málsins að mestu
kominn undir störfum rannsókn-
araðila svo og ákæruvalds ef til
kemur. Þeir hafa með höndum
forræði rannsóknarinnar, þ.e. þeir
ráða framgangi hennar eftir því
sem kæruefnið gefur tilefni til. En
oft bera lögmenn fram óskir um
rannsókn tiltekinna atriða, bæði
við ríkissaksóknara og rannsókn-
arlögreglustjóra og huga ber að
því hverju sinni, eins og efni
standa til, og eins koma oft til-
mæli frá ríkissaksóknara um
rannsókn tiltekinna atriða, sem
borin hafa verið fram af hálfu
lögmanna vegna verjandastarfa
þeirra fyrir dómstólum. Á‘
frumrannsóknarstigi gætir þess
auðvitað minna, en hlutverk verj-
anda þá er að gæta í hvívetna rétt-
ar sakbornings, en það fer nokkuð
eftir atvikum hverju sinni, hve
langt heimildir hans ná að öðru
leyti, t.d. um að vera viðstaddur
yfirheyrslur annarra eða kynna
sér þau gögn sem fram eru komin.
Hann hefur heimild til að tala við
sökunaut einslega, líka þó hann sé
í gæsluvarðhaldi. Um þetta efni er
hins vegar ekki rækilega kveðið á í
lögum og það er kannski ástæða
til að svo verði gert, að kveða
meira á í lögunum sjálfum um
stöðu lögmanns á rannsóknarstigi
mála, til hvers heimildir hans ná,
en því miður eru ákvæði laganna
að þessu leyti heldur fáorð í nú-
verandi mynd.“
Tómas Gunnarsson lögfræðingur
skrifaði grein í Morgunblaðið ekki
alls fyrir löngu, þar sem hann heldur
því m.a. fram, að setning laga um
RLR hafi verið stærsta slys í opin-
beru réttarfari á okkar tímum og að
með þeim lögum og framkvæmd
þeirra hafi ísland orðið lögregluríki.
Hvað vilt þú segja um slíkar fullyrð-
ingar?
„Já, óneitanlega staldraði ég
nokkuð við þessa grein og satt að
segja veit ég ekki hvað Tómas er
að fara með fullyrðingunni um þá
réttarfarslegu ógæfu sem þessi
lagasetning og framkvæmd henn-
ar hafi haft í för með sér að hans
dómi. Ætli við verðum ekki fyrst
að reyna að gera okkur grein fyrir
hvað felst í hugtakinu lögregluríki
í þessu sambandi. Eru lagamenn
virkilega þeirrar skoðunar að við
búum nú við lögregluríki á tslandi
í þeim skilningi, sem að er látið
liggja? Nei, ég held ekki, og ég
fyrir mitt leyti hlýt að vísa þessari
fullyrðingu á bug.“
Tómas segir ennfremur í grein
sinni, að almenningur hafi ekki
nógu góðar forsendur til að treysta
því að störf lögreglumanna séu og
verði vel unnin, þar skorti mikils-
verðan eftirlitsþátt með störfum
þeirra.
„Það er eins með þessa fullyrð-
ingu, að ég veit ekki nákvæmlega
hvað Tómas er að fara með þess-
um eftirlitsþætti. Samkvæmt lög-
um er eftirlit með störfum lög-
reglu og rannsóknarlögreglu í
höndum dómstóla. Ef þessi mál
koma fyrir dómstóla er ekki að-
eins fjallað um sakarefnið sem
slíkt, heldur einnig um þá rann-
sóknarhætti sem viðhafðir hafa
verið í málinu. Og ef eitthvað hef-
ur farið úrskeiðis í þeim efnum, þá
fjalla lögmenn rækilega um það í
vörn sinni og gera þær kröfur sem
þau efni kannski gefa tilefni til.
Og auðvitað geta réttargæslu-
menn og verjendur gert að þessu
leyti athugasemdir á fyrri stigum
málsmeðferðar, þ.á m. á rann-
sóknarstigi og borið ýmis atriði
undir úrlausn dómstóla, þannig að
í reynd vinna lögmenn sjálfir að
mikilvægum þætti í þessum efn-
um ef vel er að staðið. En ég leyfi
mér að lýsa þeirri skoðun minni
að þessi eftirlitsþáttur . sé best
kominn hjá dómstólum.
Ef greinarhöfundur á hins veg-
ar við einhvern stjórnskipaðan
eða óháðan eftirlitsaðila, sem á að
vera viðstaddur lögreglurannsókn
til eftirlits með því, að að lögum sé
farið, þá veit ég nú ekki hvernig
því yrði best fyrir komið. En á
engan hátt myndi ég skorast und-
an slíku, ef að það þætti tryggja
betur, að farið væri að lögum. Eg
tel hins vegar, að þessar fullyrð-
ingar eigi ekki við rök að styðjast
og séu aðeins til þess fallnar að
varpa, að ósekju, tortryggni á
störf rannsóknarlögreglunnar,
sem alls ekki hafi til þess unnið,
og hafi vakið með fólki vissar efa-
semdir, sem ekki hafi verið efni
til. En auðvitað geta alltaf orðið
slys. Það koma stundum fyrir slys
og auðvitað geta allir menn gert
mistök. Það gera allir menn mis-
tök, verkamaðurinn gerir mistök,
lögreglustjórar gera mistök, ráð-
herrann gerir mistök, ritstjóran-
um verða á mistök. Það eina sem
við getum gert er að reyna að hafa
þau sem fæst og auðvitað að læra
af þeim.
En eins og ég sagði er ég ekki
reiðubúinn til að ræða réttarfars-
lega skipan einhvers konar eftir-
litsaðila á þessu stigi málsins, en
vil ítreka, að ríkissaksóknari,
Dómsmálaráðuneyti og dómstólar
hafa haft með höndum ákveðið
eftirlit með störfum lögreglu og
rannsóknarlögreglu og ég sé ekki í
fljótu bragði aðra betri skipan á
þessum málum. Þess má þó geta
að ýmsar ráðagerðir hafa verið
uppi, að vísu í öðrum samböndum,
um stofnun embættis „ármanns"
sem svo hefur verið kallaður.
Hans verk er að taka við kvörtun-
um frá borgurunum um ýmis mál-
efni, sem þeir eru bjargarlausir
með. Ég vil ennfremur geta þess,
að í réttarfarslögunum eru ákvæði
sem kveða á um, að við yfir-
heyrslu, leit, kyrrsetningu muna
og aðra rannsókn skal lögreglu-
maður hafa einn greinargóðan og
trúverðugan vott hið fæsta, sé
þess kostur.
Því miður er það svo, að það er
nokkrum erfiðleikum bundið að
framkvæma þetta ákvæði kannski
eins og fyrirhugað var við laga-
setninguna, því sjálfsagt hefur
verið haft i huga að viðstaddur
væri vottur utanfrá, sem fylgdist
með og væri sæmilega að sér í
þessum vinnubrögðum, en því
miður er þess nú sjaldnast kostur
af augljósum ástæðum. Þetta er
því spurning um framkvæmd
þessa ákvæðis og til að svo megi
verða þarf að koma til einhver
breyting á skipan mála hvað þetta
varðar. Og sannarlega er það svo,
að við erum hvorki ofhaldnir í
mannafla, tíma né aðstöðu, eins og
rækilega hefur komið fram í þeim
örlögum sem fjárhagsáætlanir
okkar hafa tíðast hlotið hjá
SJÁ NÆSTU SÍÐU