Morgunblaðið - 04.03.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.03.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARS 1984 19 Bær I'órðar. Uppi í klettunum má sjá hauginn þar sem Eiríkur, fóstbróðir Þórðar var Helgi Skúlason í hlutverki Þórðar, sem er heiðinn og sést hér í hofi sínu í félagsskap heygður. goðanna. „Hrafninn flýgur“ á aðaldagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Berlín: Ein þeirra mynda sem mest var talað um — en alls voru sýndar á milli 600 og 700 myndir „HRAFNINN flýgur", kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar sem frum- sýnd var við upphaf kvikmyndahá- tíðarinnar sem haldin var í Reykja- vík nú fyrir skömmu, var sýnd á aðaldagskrá kvikmyndahátíðarinn- ar í Berlín í síðustu viku, var tekið gífurlega vel að sögn þcirra Hrafns Gunnlaugssonar og Helga Skúla- sonar sem fóru til Berlínar og fylgdu myndinni þar eftir. „Hrafn- inn flýgur“ er mynd sem hlotið hef- ur geysigóða dóma gagnrýnenda hér á landi og hefur verið vel tekið af íslenskum kvikmyndahússgest- um. Algjört ævintýri „Það var algjört ævintýri að upplifa kvikmyndahátíðina og móttökur myndarinnar," sagði Helgi Skúlason er blm. Morgun- blaðsins ræddi við hann skömmu eftir að hann kom heim frá Berl- ín. „Myndin var sýnd sex sinnum, með enskum skýringartexta og var ein þeirra sem mest var talað um á þessari hátíð, en þar voru alls sýndar á milli 600 og 700 myndir frá morgni og fram á nótt.. Á meðan á hátíðinni stóð, kynntu aðstandendur myndanna vöru sína og var hver þjóð yfir- leitt með einn sölu- og kynn- ingarbás fyrir varning sinn. Norðurlöndin voru saman með einn bás og Svíarnir, sem sjá um að dreifa myndinni okkar, voru alveg undrandi á viðtökunum og viðbrögðum fólks við henni. Haldinn var sérstakur blaða- mannafundur af forráðamönnum hátíðarinnar vegna „Hrafnsins" og á þeim fundi voru saman- komnir blaðamenn víðs vegar að úr heiminum. Við vorum mikið spurðir um „Hrafninn" og svo einnig um kvikmyndagerð al- mennt á íslandi. Fundinum var sjónvarpað beint um húsakynni kvikmyndahátíðarinnar, sem er gríðarstór bygging í hjarta Berl- ínarborgar. Fundurinn var einnig tekinn upp fyrir V-þýska sjón- varpið og verður væntanlega sýndur þar mjög fljótlega, ef hann hefur ekki verið sýndur nú þegar. Mér fannst hreint ótrúlegt hversu vel allir tóku myndinni og meðal gesta á hátíðinni var v-þýski kvikmyndaleikstjórinn Wim Wenders, einn þekktasti kvikmyndaleikstjóri Þýskalands um þessar mundir. Hann varð svo hrifinn af myndinni að hann Hrafn Gunnlaugsson á meðan kvikmyndataka „Hrafnsins" stóð yfir. Helgi Skúlason hjá auglýsingaspjaldi um myndina, sem alls var sýnd sex sinnum við mjög góðar undirtektir. bauðst til að koma fram fyrir okkar hönd, eftir að við Hrafn værum farnir, og kynna myndina, eins og við gerðum meðan við vorum þarna.“ — Nú virðist þetta vera geysi- mikil hátíð. Hvernig stendur á því að íslcnsk mynd var sýnd þarna á aðaldagskránni? „Framkvæmdastjóri kvik- myndahátíðarinnar sá myndina hjá Hrafni þegar hann vann að þvi að klippa hana. Honum leist svo vel á það sem hann sá, að hann valdi hana strax á hátíðina, en óskaði um leið eftir því að fá eintak af myndinni þegar hún væri fuilgerð. Hann fékk eintak af „Hrafninum" og sýndi dóm- nefndinni. Nú, þeim leist svo vel á myndina að það var ákveðið að hún skyldi sýnd á aðaldag- skránni." Margar þjóðir hafa sýntáhuga „Þegar ég fór frá Berlín var bú- ið að selja myndina til ísrael og samningar voru í burðarliðnum við Frakka og ltali,“ sagði Hrafn Gunnlaugsson er blm. ræddi við hann um dreifingu á „Hrafnin- um“. „Það er töluverður vandi að selja svona mynd og þó sjón- varpsstöðvar frá fleiri löndum hafi óskað eftir að fá myndina þarf fyrst að taka afstöðu til þess, hvort hægt er að dreifa henni í kvikmyndahús í viðkomadi landi, þannig að það er töluverð kúnst að dreifa svona mynd og þarf harðsnúna menn til, en það er sænska kvikmyndastofnunin sem sér um þá hlið mála. Meðal ann- arra þjóða sem sýnt hafa áhuga á að dreifa myndinni eru Bretland, Bandaríkin, Holland, Belgía og Þýskaland.“ — En hvað finnst þér um viðtök- ur myndarinnar í Berlín? „Ég er að sjálfsögðu mjög ánægður með þær. Ég er bjart- sýnn á að myndin eigi eftir að fara mjög víða og er þess fullviss að hinar góðu móttökur, sem „Hrafninn" hefur fengið erlendis, eiga eftir að greiða götu íslenskr- ar kvikmyndagerðar á erlenda markaði. Eftirleikurinn ætti að verða auðveldur fyrir nýjar ís- lenskar myndir, ef þær standast þær kröfur sem gerðar eru. Von- andi eiga menn eftir að setja markið hátt og vinna af miklum metnaði í framtíðinni og þá geta stórir hlutir farið að gerast. Þetta er aðeins eitt spor á langri ferð sem er fyrir höndum." Btom. „Nýtt líf ‘ og „Skilaboð til Söndru“ einnig í Berlín Framleiðendur „Nýs lífs“ vinna að kvikmyndunum „Dalalíf‘ og „í skammdeginu“ TVÆR íslenskar kvikmyndir voru sýndar á Berlínarhátíðinni auk „Hrafnsins“. Það voru „Skilaboð til Söndru“ og „Nýtt lif“. í samtali við Jón Hermannsson formanns Félags kvikmyndafram- lciðcnda kom fram að „Nýtt hT‘ var sýnd tvisvar sinnum á hátíðinni á hinum almenna vcrslunarmark- aði, við ágætar undirtekir. Jón kvað það dýrt spaug að senda myndir til sýninga á slíkum hátíðum. Það hefði kostað hundrað og fjörutíu þúsund krónur að texta „Nýtt líf“ og gera af henni kópíu. Hann kvaðst enn ekki hafa orð- ið var neinna viðbragða af hálfu kaupenda sem myndina sáu í Berlín en taldi þó síður en svo fullreynt. Jón kvað það reynslu manna að yfirleitt gengi treglega að selja gamanmyndir, grín væri oftar en hitt staðbundið. Hann taldi þó líklegt að reynt yrði að selja „Nýtt líf“ til erlendra sjón- varpsstöðva, þá helst til Norður- Evrópu. Sextíu þúsund manns hafa séð „Nýtt líf“ frá því sýningar hófust. Mydnin fór að skila hagnaði þeg- ar fjörutíu þúsund manns höfðu séð hana. Framleiðendur „Nýs lífs“ standa í stórræðum þessa dag- ana. Þeir eru að vinna að gerð dullarfullrar spennumyndar sem þeir nefna „í skammdeginu". Leikstjóri er Þráinn Bertelsson en kvikmyndatökumaður er Ari Kristinsson. Myndin er tekin á eyðibýli sem heitir Reykjafjörður og er vestur við Arnarfjörð. Inni- senur eru teknar í sláturhúsi Arnfirðinga á Bíldudal, sem lán- að hafði verið til þess arna. Fjórtán menn eru þarna við störf, þar af fjórir leikarar. Að- stæður eru þarna fremur slæmar, fólkið hefur orðið að hola sér niður hér og þar, inni á heimilum og í verbúðum. Ófærð á vegum er til baga og svo hitt að sárlega skortir jafn- fallinn snjó og snjókomu. Ef ekki rætist úr því verður að taka at- burðarásina í myndinni til endur- skoðunar. í voru venda þeir félagar sínu kvæði í kross og hefja töku gleði- myndar sem þeir kalla „Dalalíf". Þar ætla þeir að reyna að gera landbúnaðinum í landinu svipuð skil og þeir gerðu sjávarútvegin- um í „Nýju lífi“. Þar verða þeir Karl Ágúst Úlfsson og Eggert Þorleifsson aðalmennirnir. Kostnaður við „Dalalíf" er áætlaður svipaður og við „Nýtt líf“ en kostnað við myndina „í skammdeginu" er hins vegar meiri óvissa um. Árni Þórarinsson hjá „Umba“, framleiðanda „Skilaboða til Söndru“, lét svo um mælt að sú mynd hefði einnig verið sýnd tvisvar á hinum almenna versl- unarmarkaði á Berlínarhátíðinni, einnig við ágætar undirtektir. Engin hreyfing væri þó á sölu- málum ennþá. Haldið yrði áfram að reyna að selja myndina er- lendis og þá fyrst og fremst sjón- varpsstöðvum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.