Morgunblaðið - 04.03.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.03.1984, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARS 1984 Það er alveg ótrúlegt hvað hægt er að gera þegar starfs- orkan fær að njóta sín og hugmyndaflugið fær byr undir báða vængi. Þannig rak okkur Morgunblaðsmenn í rogastans, er við litum inn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja fyrr í vikunni og fylgdumst með nemendum og kennurum á svokölluðum „Starfsdögum", sem þá stóðu yfir í skólanum. Skólahúsið var yfirfullt af áhugasömu fólki, enda mikið um að vera á hinum ýmsu sviðum í leik og starfi. Þarna mátti finna fólk á kafi í blaða- útgáfu, við sjónvarpsútsend- ingar, í myndlist, matargerð og leiklist, svo fátt eitt sé nefnt. Aðrir dunduðu sér við hönnun og akstur kassabíla eða hlýddu á fyrirlestra um hin margvíslegustu málefni auk þess sem mönnum gafst kostur á að gera út um deilu- mál sín í kappræðum úr pontu. Þó náðum við ekki að sjá nema brot af því sem boðið var upp á þessa þrjá daga, sem „Starfs- dagarnir" stóðu yfir. Þegar okkur Morgunblaðsmenn bar að garði, skömmu fyrir há- degi, voru menn að búa sig undir að snæða hádegisverð í matsal skólans, en á hverjum degi var kynning á matarvenjum fjarlægra þjóða, t.d var á fyrsta degi boðið upp á kínverskan mat, sem menn snæddu í lótusstellingu á sefmott- um og á öðrum degi var kynning á hinu víðfræga ítalska eldhúsi. En í þetta skipti var boðið upp alþjóð- legt hnossgæti, sem aðallega sam- anstóð af pylsum og hamborgur- um. Við lögðum því leið okkar upp á kennarastofu, þar sem þjóðar- réttur fslendinga, fiskur i floti, var á borðum. Er menn höfðu etið og drukkið nægju sína var haldið f yfirreið um athafnasvæðið undir traustri leiðsögn Hjálmars Árna- sonar, kennara, sem leiddi okkur í allan sannleika um starfsemina. Gellir gegn BÖFS Að sjálfsögðu heimsóttum við fyrst starfsbræður okkar úr stétt blaðamanna, sem unnu að útgáfu blaðsins „Gellir", en blaðið kom út á hverjum degi „Starfsdaganna" og flutti fréttir af því sem efst var á baugi hverju sinni auk þess sem þar var slegið á iétta strengi og skólaskáldin kynnt. Útgáfu blaðs- ins önnuðust nemendur úr fjöl- Litið inn á „Starfsdaga“ hjá Fjölbrautaskóla Suöurnesja KAPPRÆÐUR í BEINNI ÚTSENDINGU miðlabraut og voru þar í forsvari þeir Kristinn Guðjónsson og Er- lendur Guðbrandsson. Þeir félag- ar höfðu unnið fram undir morgun við að koma biaðinu út þann dag- inn, en létu samt engan bilbug á sér finna og voru þegar farnir að huga að næsta blaði. Á göngum skólans mátti víða sjá nemendur á kafi í blaðinu og greinilegt að boðskapur þess fékk góðan hljómgrunn enda var blaðið sér- lega skemmtilegt að efni og upp- setningu og enginn viðvanings- bragur þar á. Á sama gangi hafði stjórnstöð sjónvarpsútsendinga aðsetur, en sjónvarpsstöðin var nefnd BÖFS, til heiðurs Jóni Böðvarssyni, skólameistara. Á hverjum degi var sent út á þremur rásum og var dagskráin hin fjölbreyttasta. Einn af ræðumönnum , í pontu. ,Bjórfylgjenda“ fær sér hressingu áður en hann stígur Fyrsti keppandinn í kassabílarallinu við rásmarkið. Sýndir voru þættir úr skólalífinu, s.s. úr skíðaferð og kennslustund- um og m.a. var þar leikin kvik- mynd þar sem „Þrymskviðu" var snúið upp á nemendur og kennara. Þá voru beinar útsendingar frá því helsta sem var að gerast á „Starfsdögum" og auk þess voru sýndar kvikmyndir, „eingöngu vandaðar kvikmyndir", eins og Hjálmar komst að orði. í stjórn- stöð BÖFS hittum við að máli Þorvald Árnason „stöðvarstjóra" og Jón Sigurðsson „útsendingar- stjóra" og sögðu þeir félagar, að rekstur svona sjónvarpsstöðvar væri ekki eins mikið mál og virtist í fljótu bragði. Allir sem störfuðu við stöðina væru „dellukarlar" í tölvum og myndböndum og væru því talsvert vel að sér hvað snerti öll tæknivandamál á þessu sviði. Okkur fannst það engu að síður þrekvirki, að nemendur í fjöl- brautaskóla gætu á eigin spýtur starfrækt sjónvarpsstöð, sem sendi út á þremur rásum. Það var greinilegt að talsverður rígur var á milli blaðamanna „Gellis" og starfsmanna BÖFS og daginn áður hafði verið haldinn kappræðufundur milli fulltrúa þessara tveggja fjölmiðla og var fundurinn sendur út í beinni út- sendingu á einni rásinni hjá BÖFS. Gellismenn notfærðu sér hins vegar óspart málgagn sitt til að senda andstæðingum sinum tóninn. En hvað sem því líður var greinilegt að útsendingar BÖFS nutu vinsælda meðal nemenda og voru útsendingastofurnar þrjár vel sóttar frá morgni til kvölds. Kappræðufundir, fyrir- lestrar og fleira Á meðan við stöldruðum við í skólanum var haldin ræðukeppni milli andstæðinga bjórsins og þeirra, sem vilja leyfa sölu á þeim drykk. Voru umræður hinar fjör- ugustu og fóru ræðumenn á kost- um, einkum þó bjórfylgjendur, sem náðu góðum tökum á áheyr- endum. Leikar fóru enda svo, að dómarar dæmdu bjórfylgjendum í vil og lýstu þá sigurvegara í keppninni. Jón Böðvarsson, skóla- meistari, afhenti sigurvegurunum verðlaunin, forláta glös og bjór- andstæðingar fer.gu fjórar dósir af léttum pilsner í sárabætur, sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.