Morgunblaðið - 04.03.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.03.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARS 1984 HUGVEKJA eftir séra Guðmund óskar Ólafsson Æskulýðsdagur: Kennsla - þekking - mannrækt Það hefur allmikið verið rætt að undanförnu í fjölmiðl- um, hvernig kenna megi ungu fólki íslandssöguna. Málið hef- ur einnig verið til umfjöllunar á Alþingi og sitt sýndist hverj- um á þeim vettvangi sem víð- ar. Þar sem þjóðkirkjan helgar æsku landsins þennan dag sér- staklega, þá langar mig til þess að víkja nokkuð að fræðsluaðferðum. Og í þetta sinn vil ég taka til lánskafla úr mjög góðri tímaritsgrein eftir Jón Björnsson sálfræðing og félagsmálastjóra Akureyrar. Án þess að mér sé málið kunn- ugt, þá mætti segja mér að Jón hafi orðið fyrir áhrifum frá þeim merka höfundi Leo Busc- aglia, sem mjög hefur skrifað um skyld efni og hér eru rædd. En gefum Jóni orðið: „Væri gerð skoðanakönnun á því hvern fólk áliti tilganginn með kennslu í skólum, mundu margir svara á þá leið, að hann væri miðlun traustrar, vís- indalegrar þekkingar, í því skyni að búa nemendur undir lífsstarfið. Ég held að í fram- tíðinni munum við svara með öðrum áherslum. Með fullri virðingu fyrir traustri, vís- indalegri þekkingu og hvatn- ingu til rökrænnar skipulagðr- ar hugsunar, sem skólinn vissulega veitir, held ég að hann hafi með afskiptaleysi vanrækt önnur verðmæti, ekki síður mikilvæg, en óneitanlega örðugri viðfangs. Það er í sjálfu sér fremur auðvelt, með nútíma kennslutækni að miðla þekkingu og troða henni í það hulstur, sem nemandinn er, vilji nemandinn við henni taka. Það er miklu vandasam- ara að hafa áhrif á þetta hulst- ur. Það er léttara að kenna um hluti, heldur en kenna hlutina sjálfa og skólinn hefur valið sér léttara hlutskiptið. Mann- rækt er fremur gamaldags orð, sem var í tísku á tímum ung- mennafélaganna, litið notað nú orðið. Það er líka dálítið erfitt að standa skil á því, hvað það þýðir, en það stendur á einhvern hátt í mótsögn við ofuráhersluna á mikilvægi hinna sannanlegu staðreynda, mátt hinnar vel smurðu tækni og megin hinnar rökrænu að- ferðar. Það vísar til hulsturs- ins utan um þekkinguna, nem- andans, en ekki aðeins þess, sem geymt er í minni hans. Þessi önnur verðmæti, sem stundum eru kölluð „hin mjúku verðmæti", sjást lítið á námsskrám og ef, þá eru þau afsakandi falin í virðulegri vísindamállýsku. Skólinn kennir ekki hamingjuríkt líf. Hann gerir hamingju að við- fangsefni í bókmenntasögunni. Skólinn kennir okkur ekki trú. heldur trúarbragðasögu. í skólanum er friður sama og vopnahlé eða bil á milli tveggja stríða. I skólanum er ró hugans mæld í decibelum. Skólinn víkur sér undan því beina, persónulega og einlæga og kýs að kenna um hlutina, í stað þess að kenna þá. Ég veit um mann, sem kann nánast allt um ástina í enskum bók- menntum allt frá síðmiðöldum og fram yfir seinna stríð. Hann er þrískilinn og sem stendur er hann í rusli eftir síðasta skilnaðinn. Hann er óhamingjusamur og ástvinir hans eru óhamingjusamir líka. Kannski hefði skólinn getað kennt honum eitthvað annað um ástina, þannig að hann hefði sjálfur og einhver smá- hópur í kringum hann, getað orðið hamingjusamur, í stað þess að kenna honum bara að skrifa fleiri bækur en þegar eru til, um ástina í enskum bókmenntum. Ég held að von bráðar verði kennarar og skólar farnir að spyrja sig í alvöru en ekki gríni: hvernig ætli við getum kennt hamingju, visku og dyggðir? Hvernig ætli við get- um kennt frið en ekki bara um frið? Hvernig ætli við getum kennt ást en ekki bara um ást í bókum? Ég held að þeir muni þá líta til okkar með nokkurri vorkunn, sem fólksins, sem var svo upptekið við að miðla þekkingu og tækni til nemand- ans að það vanrækti líf hans. Kannski mun nú einhver segja: skólinn getur ekki kennt lífsnautn, dyggðir og ást og ég spyr á móti: hver á þá að gera það? Kannski segir einhver að það væri rangt að kenna um hamingju í þessari vondu ver- öld, sem við höfum skapað, og þá vil ég lýsa þó nokkurri sök á hendur skólanum. Ef við stefn- um í átt til „The brave new world" og „1984“ eftir Orwell þá er það ekki síst skólinn, sem þar á þátt að. Ef til vill segir einhver að vinnusamband kennarans við nemandann úti- loki kennslu þessara efna og þá vil ég segja að samband kennara og nemanda er kannski alls ekki vinnusam- band, sem unnt er að skil- greina í vinnustundum, heldur í rauninni allt annars eðlis. Ég held að skólinn muni í fram- tíðinni snúa sér meira að hulstrinu utan um þekking- una. Ég álít að hann muni snúa sér að mannrækt. Það mun kosta gífurlega hugar- farsbreytingu og áherslubreyt- ingu í öllu skólastarfi, en ekk- ert er nýtt undir sólu. Á námsskrá skólanna í Grikk- landi til forna og víðar stóðu lífsnautn, viska og dyggðir. Nútímaskólinn kennir ekkert þessa, aðeins þekkingu." Svo hef ég vitnað til fyrr- greindra orða á æskulýðsdegi, að ég hygg að þau snerti það mjög sem kirkjan er að reyna að koma til skila til ungs fólks. Við deilum á þær stíffrosnu og máttvana uppeldisaðferðir, þar sem jafnvel sumir foreldr- ar þora ekki orðið að kenna börnum sínum „Faðir vor“ af hættu við innrætingu og mót- un. Þegar svo illa er homið að grunnstef kristins átrúnaðar, það hollasta og besta, sem kynslóðir hafa talið sig geta fært afkvæmum sínum, þegar slíkt er orðið varasamt og álit- ið betra að kenna um trúna þegar barnið vex, þá er búið að innræta foreldrum einhverja aðra trú, hvort sem það má kallast hlutleysistrú eða eitthvað annað. Þegar Jesús gekk um, gerði gott og lið- sinnti þeim er máttvana voru á einhvern hátt, þá sagði hann ekki við fylgjendur sína: Nú skuluð þið fara og flytja erindi um elsku og góðgirni, heldur sagði hann: „Elskið eins og ég hefi elskað." Að kenna merkti af hans vörum að fræða með fordæmi, að láta ljúfleika Guðs miskunnar verða að lif- andi veruleika í lífi og háttum. Það er engin tilviljun að krist- in kirkja hefur lagt á það áherslu ævinlega að ekki mætti slíta í sundur kristna uppfræðslu og tilbeiðslu. Og það er rétt sama hvort á í hlut heimili eða skóli, sú trúfræðsla sem er aðeins skráning inn í „hulstrið" á því, sem sumir telja og aðrir ekki, að eigi þar heima, þvílík kennsla í krist- inni trú verður aldrei nema í mesta lagi þekking, ef þann þáttinn vantar, sem heitir til- beiðsla, þ.e. að lifa og meðtaka í hug og hjarta til iðkunar, það sem frætt var um. Kristin mannrækt er fólgin í að „gera“ trúna, iðka hana í lotning og einlægni og að fræða hinn unga með hinu góða fordæmi. „Verið gjörendur orðsins" seg- ir í helgri bók og það er að sönnu leiðin til hamingju og blessunar að kristnum skiln- ingi. Og ég er sammála Jóni Björnssyni, við eigum að snúa af braut þess kerfis, sem að- eins býður upp á kalda, rök- ræna þekkingarmiðlun. Við eigum að leyfa okkur þann munað að kenna manneskju- leika, ástúð og hamingju. Og á æskulýðsdegi kirkjunnar er rétt að minna á þau einkunn- arorð, sem vera ættu yfirskrift þeirrar kennslu: „Líf í trú“. Því skrifað stendur: „Gleym eigi kenning minni — hjarta þitt varðveiti boðorð mín og þá munt þú skilja hvað réttlæti er og réttur og ráðvendni — í stuttu máli sérhverja braut hins góða og þekking verða sálu þinni yndisleg." Já, þá fyrst er þekkingin góð, að hún haldist í hendur til mannrækt- ar og hin mjúku gildin sem eiga rætur í elsku Guðs og horfa til heilla. Megi það vera bæn kristinnar þjóðar á æsku- lýðsdegi að þeir, sem teljast fullorðnir, fræði og leiði þá sem ungir eru til Krists, en ekki einvörðungu kenni um hann, því að í honum eru allir „fjársjóðir þekkingarinnar fólgnir". ÐSTOÐ VERÐBRÉFA- IÐSKIPTANNN ENN BATNA KJOR SPARIFJÁREIGENDA OG VALMÖGULEIKAR AUKAST: 1. Nýtt útboð verðtryggðra spariskírteina ríkissióðs 1984-1. fl. Vextir: 5,08% á ári. Binditími 3 ár — Tveir gjalddagar á ári. Hámarkslánstími 14 ár. 2. Gengistryggð spariskírteini ríkissjóðs m/v gengi SDR 1984-1.fl. Vextir: 9% á ári. Binditími 5 ár. Hámarkslánstími 5 ár. 3. Eldri flokkar verðtryggðra spariskírteina og happ- drættisláns ríkissjóðs Vextir: 5,3—5,5% á ári Binditími og hámarkslánstími frá 25 dögum til allt að 5 árum. 4. Verðtryggð veðskuldabréf tryggð með lánskjaravísi- tölu. Vextir: 8,75—9,87% á ári. 1—2 gjalddagar á ári. Hámarkslánstími 1 —10 ár. Samanburöur á ávöxtun ofangreindra sparnaðarkosta: Meöalhækkun á ári síöustu 4 ár Hsskkun 1. jan '83 til 1. jan '84 Hsskkun 1. okt '83 til 1. jan '84 1. Ný sparisk. 66,26% 82,17% 7,50% 2. SDR 68,81% 78,41% 3,92% 3. Eldrí sparisk. 66,92% 82,89% 7,61% 4. Verötr. veðskbr. 73,84% 90,47% 8,77% Kynnið ykkur nýjustu ávöxtunarkjörin á markaðnum í dag. Starfsfólk Verðbréfamarkaðar Fjárfestingarfélags- ins er ávallt reiöubúið að aöstoöa við val á hagkvæm- ustu fjárfestingu eftir óskum og þörfum hvers og eins. SÖLUGENGI VERDBRÉFA f 5. mars 1984 Spariskírteini og happdrættislán ríkissjóðs Ar-flokkur 1970- 2 1971- 1 1972- 1 1972- 2 1973- 1 1973- 2 1974- 1 1975- 1 1975- 2 1976- 1 1976- 2 1977- 1 1977- 2 1978- 1 1978- 2 1979- 1 1979- 2 1980- 1 1980- 2 1981- 1 1981- 2 1982- 1 1982- 2 1983- 1 1983-2 1974-D 1974-E 1974- F 1975- G 1976- H 1976- 1 1977- J 1981-1. fl Sölugengi pr. kr. 100 17.415,64 15.008.49 13.695,25 11.164,56 8.489,56 8.157.55 5.331,09 4.002,39 3.021,25 2.877,97 ' 2.273,74 2.082,39 1.729,50 1.411.92 1.104,90 951,45 717,98 603,06 465,71 398,59 295,51 279,01 206,73 159,38 102.61 5.251,40 3.576.93 3.576.93 2.346.56 2.172.94 1.695,01 1.529,49 318,67 Ávöxtun-1 Dagafjöldi arkrafa I til innl.d. Innlv. i Seölab. 1 ár 1 ár 2 ár 3 ár 3 ár 4 ár 5,30% 5,30% 5,30% 5,30% 5,30% 5,30% Innlv. i Seölab Innlv. í Seölab. Innlv. i Seölab. Innlv. í Seölab. 5,30% 5,30% 5,30% 5,30% Innlv. í Seölab 5,30% 5,30% 5,30% 5,30% 5,30% 5,30% 5,30% 5,30% 5,30% 5,50% 5,50% 5,50% 5,50% 5,50% 5,50% 5,50% 5,50% 1 ár 1 ár 1 ár 2 ár 1 ár 1 ár 1 ár 2 ár 1 ár 2 ár 2 ár 3 ár 2 ár 5.02.84 190 d. 320 d. 190 d. 190 d. 320 d. 190 d. 10.01.84 25.01.84 10.03.84 25.01.84 20 d. 185 d. 20 d. 185 d. 25.02.84 190 d. 40 d. 230 d. 320 d 220 d. 356 d. 206 d. 356 d 236 d 15 d. 266 d. 266 d. 266 d. 25 d. 265 d. 26 d 56 d Veðskuldabréf — verðtryggð Sölugengi m.v. 2 afb. á ári 1 ár 95.69 2 ár 92.30 3 ár 91,66 4 ár 89.36 5 ár 88,22 6 ár 86.17 7 ár 84,15 8 ár 82,18 9 ár 80.24 10 ár 78,37 11 ár 76,51 12 ár 74,75 13 ár 73,00 14 ár 71,33 15 ár 69,72 16 ár 68,12 17 ár 66,61 18 ár 65,12 19 ár 63,71 20 ár 62,31 Nafnvextir (HLV) Avöxtun umtram verðtr. 2'2% 3V»% 3%% 4% 4% 4% 4% 4% 4% 4% 4% 4% 4% 4% 4% 4% 4% 4% 4% Veðskuldabréf óverðtryggð 8,75% 8.88% 9,00% 9,12% 9,25% 9,37% 9,50% 9,62% 9,75% 9,87% 10,00% 10,12% 10,25% 10,37% 10,49% 10,62% 10,74% 10,87% 10,99% 11,12% Sölug.m/v 1 afb á ári 14% 16% 18% 20% 21% 1 ár 87 88 90 91 92 2 ár 74 76 78 80 81 3 ár 63 65 67 69 70 4 ár 55 57 59 62 63 5 ár 49 51 54 56 57 Hlutabréf Hlutabréf Eimskips hf. óskast í umboðssölu. Daglegur gengisútreikningur Verðbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavik lónaóarbankahúsinu Sími 28566

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.