Morgunblaðið - 04.03.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARS 1984
„Eg er ein-
dregiö þeirrar
skoðunar, að
mér hafi ekki
borið að lög-
um, að víkja
sæti..."
fjárveitingarvaldinu, en það er nú
önnur saga.“
Skaftamálið
Við víkjum nú talinu að „Skafta-
málinu" svonefnda, sem getið er hér
í upphafi og ég spyr Hallvarð hvort
það sé réttlætanlegt, að rann-
sóknarlögreglumenn rannsaki mál
annarra lögreglumanna og hver séu
tengslin og samskipti milli manna
innan RLR og annarra deilda lög-
reglunnar.
„Rannsóknarlögregla ríkisins er
að lögum algjörlega sjálfstæð
stofnun, ríkisrannsóknarlögregla,
sem tekur til landsins alls, óbund-
in af lögsagnarumdæmum. Hún
lýtur dómsmálaráðherra að því er
varðar stjórnsýsluleg efni, en rík-
issaksóknara hvað varðar réttar-
farslegan framgang rannsókna.
Milli starfsmanna RLR og lög-
reglumanna úr ýmsum öðrum
embættum og lögsagnarumdæm-
um eru auðvitað ýmiss konar
tengsl, þó misjafnlega mikil, og
ljóst er að langflestir þeirra lög-
reglumanna sem starfa við RLR,
hafa komið úr röðum lögreglu-
manna frá öðrum embættum. En
að því er varðar hæfis- eða van-
hæfisreglur fyrir rannsóknarlög-
reglustjóra, þá verður hann að
byggja á sérstakri lagagrein frá
1976, en í þeirri grein segir: Þegar
rannsóknarlögreglustjóri er svo
riðinn við mál eða aðila, að hann
mætti eigi gegna dómarastörfum í
þeim skal hann tilkynna það
dómsmálaráðherra. Þegar ráð-
herra berst slík tilkynning eða
hann fær vitneskju um þetta með
öðrum hætti, skipar hann vara-
rannsóknarlögreglustjóra eða
annan löghæfan mann til með-
ferðar þess máls. Er hér um að
ræða hliðstætt ákvæði og gildir
um hæfi ríkissaksóknara til með-
ferðar máls.
Ég tel, að samkvæmt gildandi
lögum sé ekkert því til fyrirstöðu
að Rannsóknarlögregla ríkisins
annist rannsókn á sakarefnum,
sem beinast að lögreglumönnum
utan þessa embættis og að það
verði að koma allmikið til annað,
til þess að rannsóknarlögreglu-
stjóra beri að víkja sæti. Sem
dæmi um mál, þar sem menn frá
RLR hafa rannsakað mál lög-
reglumanna frá öðrum embætt-
um, má nefna „handtökumálið"
svonefnda. Auðvitað höfðu verið
viss tengsl og kannski jafnvel
kunningsskapur milli þeirra lög-
reglumanna sem þarna komu við
sögu, en það þótti ekki girða fyrir,
að RLR gæti annast þessa rann-
sókn og engar athugasemdir komu
fram um meðferð þess máls,
hvorki í meðferð málsins í héraði
eða í Hæstarétti og engar að-
finnslur af hálfu dómstóla að
þessu leyti. Hins vegar mætti vel
hugsa sér, að það kynnu að vera
fyrir hendi nánari tengsl, sem
myndu valda sérstakri athuga-
semd hvað varðar hæfi eða van-
hæfi, en í því sambandi vil ég
vekja sérstaka athygli á, að við
siíkar aðstæður er rannsóknar-
stjórn falin embættislögfræðingi
hér við embættið eða yfirlögreglu-
þjóni.
Að því er varðar mál Skafta
Jónssonar, sem þú nefndir sér-
staklega, og spurninguna um hæfi
eða vanhæfi, þá er ég eindregið
þeirrar skoðunar, að þrátt fyrir þá
aðstöðu sem þar var, hafi mér ekki
borið að lögum að víkja sæti. Til
viðbótar vil ég undirstrika, að sá
embættislögfræðingur sem fór
með rannsóknarstjórn í þessu
máli, vakti sérstaka athygli lög-
manns kæranda á þeim atriðum
sem þar komu upp, m.a. á þeirri
staðreynd, að einn lögreglumann-
anna hafði starfað hér um skeið sl.
sumar. Þá voru engar athuga-
semdir gerðar né bornar fram
frekari aðfinnslur að þvi leyti
enda er ég sannfærður um að sá
deildarstjóri, sem hafði rannsókn
málsins með höndum, hafi í einu
og öllu lagt sig mjög samvisku-
samlega fram um að vinna að
þeirri rannsókn samkvæmt þeim
grundvallarlögmálum, sem um
slík mál gilda."
Nú var það fyrst og fremst frétta-
tilkynningin frá ykkur, sem vakti
tortryggni og efasemdir um hæfi
rannsóknarlögreglunnar í þessum
efnum. Var þar um að ræða einhver
mistök af ykkar hálfu?
„Sannleikurinn er sá, að mér er
nær að halda að það hefði í raun
og veru verið alveg sama hvað
fram hefði komið í þessari frétta-
tilkynningu svo fremi sem það
félli ekki i kramið hjá fjölmiðlum,
því svo gegndarlausar og einhliða
voru allar frásagnir fjölmiðla af
þessu máli, að engu tali tekur. Og
satt að segja verð ég að lýsa furðu
minni á framkomu fjölmiðla og
ákaflega einhliða málflutningi og
ummælum um þetta mál, enda
hefur meðferð þess í fjölmiðlum
vakið almenna undrun hér hjá
starfsfólki RLR og hefur haft á
margan hátt ákaflega neikvæð
áhrif, og er það mjög miður. Hins
vegar má auðvitað alltaf um það
deila hvað á að segja í svona
fréttatilkynningum.
Ég hef á mínum starfsferli átt
þátt í samningu fjölmargra frétta-
tilkynninga um hin ólíkustu sak-
arefni, alit frá hinum alvarlegustu
stórbrotum niður í veigaminni
sakarefni, sem fjölmiðlar hafa
stundum verið hvað uppteknastir
af. Sjaldan hafa nú aðilar að mál-
inu, hvort sem um er að ræða kær-
endur eða kærða, verið sérlega
hrifnir af efnisinnihaldi slíkra
fréttatilkynninga, því sannleikan-
um verður hver sárreiðastur. En
það sem veldur mér hvað mestri
undrun og umhugsun er sú gífur-
lega umfjöllun sem þetta sakar-
efni hefur fengið, sakarefni, sem
rís af ágreiningi um lögregluað-
gerðir á öldurhúsi, þegar við hér á
þessum bæ hugsum til hinna
mörgu alvarlegu sakarefna sem
eru hér til meðferðar, og þá mörgu
aðila sem raunverulega eiga um
sárt að binda vegna ýmiss konar
alvarlegra sakarefna. Hvar eru þá
hrópendurnir? Hvar eru þá þeir,
sem eiga kannski að kveða sér
hljóðs á opinberum vettvangi til
aðstoðar þeim mörgu, sem eiga
virkilega um sárt að binda? Um-
ræðan um þetta mál er í engu
hlutfalli við sakarefnið að mínum
dórni."
Nú hefur verið gefin út opinber
ákæra á hendur lögreglumönnunum
þremur. Breytir það engu að þínum
dómi?
„Ég fæ ekki séð, að það breyti
neinu að þessu leyti. Hins vegar
tel ég, að full skilyrði hafi verið til
afgreiðslu málsins af hálfu
ákæruvalds að aflokinni rannsókn
„Mér er nær
að halda að
það hefði í
raun og veru
verið alveg
sama hvað
fram hefði
komið i þessari
frétta tilkynn-
ingu ..."
RLR. Og ég kýs nú að ræða ekki að
sinni saksóknina sem slíka eða
málatilbúnað vararíkissaksóknara
við meðferð þessa máls af hálfu
ákæruvalds, þ.á m. við dóms-
rannsókn málsins enda þótt auð-
vitað megi taka það allt til gagn-
rýnnar umræðu, eins og önnur
mannanna verk. En mér hefir í
þessu sambandi orðið hugsað til
orða, er hæstaréttardómari einn
fyrr á árum, sem ennfremur hafði
gegnt embættum sakadómara og
lögreglustjóra í Reykjavík, reit, er
hugað var að merkum áfanga í
sögu lögreglunnar í Reykjavík, en
honum fórust þá m.a. orð á þessa
leið: „Störf sín vinna lögreglu-
menn frekar en nokkrir aðrir fyrir
opnum tjöldum. Þeir og verk
þeirra fá ekki dulist. Verður
mönnum því tíðræddara um störf
lögreglumanna en flestra annarra,
og eru oft um þau felldir ómildir
dómar. En minnast mega menn
þess, að lögreglumenn verða oft án
nokkurs fyrirvara og án teljandi
íhugunar að taka ákvarðanir og
framfylgja þeim hiklaust, jafnvel
þó að um hina mestu áhættu
þeirra sjálfra eða annarra sé að
tefla. Er hollt, að þetta sé haft í
huga, er slík verk eru siðar metin í
góðu tómi af æðri stjórn-
völdum eða öðrum."
Ég held, að þeim, sem nú kveða
upp ómilda dóma og bera fram
alls konar sakargiftir, væri hollt
að hugleiða þessi orð hins reynda
dómara."
Samskiptin við
fjölmiðla
Um samskipti fjölmiðla og RLR
og spurningu þess efnis, hvort um-
fjöllun fjölmiðla um ákveðin
lögreglumál geti torveldað rannsókn
mála segir Hallvarður m.a.:
„Samskipti fjölmiðla og RLR
eru veruleg. Það líður vart sá dag-
ur hér hjá okkur að fjölmiðlar
hafi ekki samband við okkur og
leiti frétta hér. Almennt er það
svo að samskiptin við fjölmiðla
hafa verið allgóð. En hins vegar
ber þess að geta, að oft er um
frumrannsókn að ræða, og yfir-
leitt er ekki aðstaða til þess að
skýra fulltrúum fjölmiðla frá
gangi mála á því stigi. Það er oft á
tíðum útilokað og ekki fyrr en á
tilteknum stigum, að unnt er að
skýra frá því sem fram hefur kom-
ið. Á móti kemur svo auðvitað, að
þarfir fjölmiðla kalla ákaflega
sterkt á svör miklu fyrr, þannig að
með vissum hætti stangast svolít-
ið á hagsmunir okkar og þeirra.
Lögreglurannsókn brotamála
fer almennt fram fyrir luktum
dyrum og nánast útilokað að
framkvæma slíkar aðgerðir fyrir
opnum tjöldum. Við reynum nú
samt eftir bestu getu að mæta
þessum þörfum fjölmiðla, þegar
rannsókn sakarefna er komin á
það stig að það er unnt, en það er
ákaflega misjafnt hver áhugi fjöl-
miðla er fyrir hinum einstöku sak-
arefnum. Og það hefur oft valdið
furðu hjá okkur að hvaða sakar-
efnum áhuginn virðist beinast
einna helst. Það er kannski ekki
alltaf að hinum alvarlegustu eða
sérstæðustu sakarefnum. Nei, það
er stundum eitthvað annað sem
áhuginn beinist að.
Þá getur sú hætta stundum ver-
ið fyrir hendi, að umfjöllun fjöl-
miðla sé til þess fallin að torvelda
eðlilegan framgang mála, en ég
held nú að engin stórslys hafi orð-
ið í þeim efnum. Samskiptin við
fjölmiðla hafa yfirleitt verið all-
góð, eins og ég sagði áðan, en það
sem mér finnst oft skorta á er, að
samhliða frásögnum fjölmiðla af
meðferð og rannsókn mála á rann-
sóknarstigi, þarf að mínum dómi
að fylgja í ríkari mæli nokkur
fræðsla um þær réttarreglur sem
að rannsóknaraðilar verða að
vinna eftir, til að fólk geti betur
skilið framgang málanna og þau
vinnubrögð sem við verðum að
viðhafa og þær leikreglur sem
réttarfarslögin setja okkur að
þessu leyti. Ella er hætta á ýmiss
konar rangtúlkun, sem er til þess
fallin að gefa mjög villandi mynd
af því sem fram fer. Við þetta má
svo bæta, að við erum auðvitað
bundnir trúnaði um störfin og
viðfangsefnin hér, svo og um
rannsóknargögn og þá aðila sem
hér koma við sögu og við verðum
því að reyna að halda vöku okkar
hvað varðar þann trúnað og það
verða fulltrúar fjölmiðla að virða.
Þess vegna mega þeir heldur ekki
ganga á lagið að þessu leyti, enda
vita þeir vel, að við getum ekki
rofið þann trúnað.
En það má kannski bæta því við,
að þegar menn eru með hvatvís-
lega dóma um störf lögreglu-
manna og rannsóknarlögreglu-
manna, þá vilja gjarnan gleymast
þær aðstæður sem þeir verða að
vinna við og hvernig þessi störf
ber að. Þeir verða að vega og meta
þarfir á stundinni, þeir eru kvadd-
ir út á hvaða tíma sólarhrings sem
er, alla daga ársins og lenda í hin-
um erfiðustu viðfangsefnum og
verða stundum að taka ákaflega
örlagaríkar ákvarðanir. Og það er
því alveg sérstakt umhugsunar-
efni að skriffinnar og aðrir hróp-
endur skuli síðan sitja við það
dögum, vikum og mánuðum saman
að hrópa yfir þá mjög svo nei-
kvæða dóma, sem eru aðeins til
þess fallnir að torvelda þeim störf
þeirra.
þetta hefur því miður verið of
áberandi nú að undanförnu. Það
er slík óvirðing við réttarvörsluað-
ila þjóðfélagsins að engu tali tek-
ur. Og þetta er aðeins til þess fall-
ið að valda hættu á eins konar
stjórnleysi eða festuleysi við að
halda uppi þeim samfélagsreglum,
sem þetta þjóðfélag hefur sett sér.
Ég held að það væri þarft um-
hugsunarefni fyrir fjölmiðla og
starfslið þeirra að íhuga það svo-
lítið, hversu alvarlegar afleiðingar
alls kyns fordómar geta haft fyrir
réttarvörsluaðila og ef fjölmiðla-
menn vissu í reynd, til hvers þetta
getur leitt, myndu þeir áreið-
anlega hugsa sig um betur áður en
þeir færu af stað aftur."
Er eitthvaó sérstakt sem þú vilt
taka fram aö lokum?
„Ekki nema það, að ég vil þakka
þetta tækifæri sem ég hef fengið
til að ræða í einlægni við Morgun-
blaðið um nokkur af þeim mörgu
viðfangsefnum sem á reynir í
störfum Rannsóknarlögreglu
ríkisins. Er þó margs ógetið, t.d.
hefði ég sannarlega viljað ræða
um ýmis mikilvæg málefni er
varða starfsemi RLR og ég hef
barist fyrir, en ekki hafa enn feng-
ið framgang hjá stjórnvöldum.
Mér er fyllilega ljóst, að það er
ákaflega mikilvægt að milli lög-
reglu og alls almennings ríki
gagnkvæmt trúnaðartraust og ég
veit að starfsfólk hér er reiðubúið
að leggja sig allt fram til að svo
megi verða. Á sama hátt vænti ég
þess að landsmenn allir sýni lög-
reglu og rannsóknarlögreglu
áfram þann góða hug og traust,
sem við höfum svo oft orðið berl-
ega varir við í gegnum árin. Við
höfum fengið margar góðar kveð-
jur, sem kannski eru frá hinum
þögla meirihluta, og ekki hafa far-
ið hátt í fjölmiðlum. Ég vil full-
vissa alla um, að af hálfu lögreglu
og rannsóknarlögreglu eru öll
vinnubrögð miðuð við það, að leiða
hið rétta og sanna í ljós í hverju
máli sem er til meðferðar. Ég veit
og vona, að menn skilji aðstöðu
lögreglu og rannsóknarlögreglu að
þessu leyti og vei.ti þeim allan
þann stuðning sem frekast er
mögulegur hverju sinni. Ennfrem-
ur vil ég nota tækifærið og þakka
lögreglumönnum og rannsóknar-
lögreglumönnum um land allt góð
störf og senda þeim bestu kveðjur.
Og ég veit, að þeir munu áfram
vinna störf sín svo sem þeir hafa
unnið heit að og lagt við dreng-
skap sinn og heiður, að rækja
störf sín af kostgæfni og sam-
viskusemi í hvívetna og vinna að
því eftir fremsta megni að halda
uppi stjórnarskrá lýðveldisins og
öðrum lögum þess.“
aaga skíðaferð
Ferðaskrifstofa ríkisins býður upp á 8 daga gönguskíðaferðir
á Fjallabaksleið og í Mývatnssveit með traustum
fjallafararstjórum.
Brottfarardagar: Fjallabaksleið 17/3, 25/3, 31/3
Mývatnssveit 1/4 og 8/4.
Upplýsingar á Ferðaskrifstofu ríkisins í síma 25855.
FRI
Ferðaskrifstofa Ríkisins
Skogarhhð6. Reykjavik, simi 91-25855