Morgunblaðið - 04.03.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.03.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARS 1984 41 ranglátu en broslegu örlögum dönskubókanna okkar. Síðar varð hann reyndar afbragðsgóður dönskumaður. Hitt áhugamálið, sem veitti okkur ómældar ánægjustundir, var jazz. Ekki svo að skilja að við forsómuðum klassík, öðru nær. Hún gerir hins vegar þá kröfu að maður hlusti þegjandi, meðan jazzinn ýtir undir samræður og tekur þátt í þeim, þegar góðir menn spila. Sigurjón átti mikið safn af góð- um jazzplötum og sjaldan hitt- umst við heima hjá öðrum hvorum án þess að góðir jazzistar tækju þátt í þeim fundum. Fyrir nokkrum árum keypti Sig- urjón sér hljómflutningstæki frá þekktum framleiðanda. Plötuspil- arinn reyndist ekki sem skyldi og fjarri því sem framleiðandinn auglýsti. Eftir að hafa í tvígang látið umboðsaðilann gera við hann, án fullnægjandi árangurs, bar hann þetta rándýra tæki niður stigann og henti því í öskutunn- una. Þannig var Sigurjón, hreinn og beinn, engar vífilengjur, ekkert hálfkák. Hann var einn þeirra manna sem ljóðlínurnar „þéttur á velli, þéttur í lund, þrautgóður á raunastund" eru ortar um. Guðbjörg fóstra hans vildi að hann yrði menntamaður og legði stund á tungumálanám. En eins og áður sagði var hugur hans löngu ráðinn og hann léði aldrei máls á því. Menntamaður varð hann raun- ar, en hann valdi sjálfur sínar menntir. Það eru ekki miklar ýkj- ur að segja að hann hafi varla lagt frá sér bók síðan hann varð læs. Og í seinni tíð a.m.k. var hann jafnvígur á móðurmálið, ensku og norðurlandamálin (að undanskil- inni finnsku). Hann átti mikið safn bóka um hin fjölbreytilegustu efni. Nánast allt pappírskiljur því það var efni þeirra en ekki umbúðir sem hann sóttist eftir. Árið 1962 lauk hann þriðja stigi stýrimannaprófs, hæstur yfir skólann, og varðskipadeildinni 1969 meðal þeirra hæstu. Hann var á Sambandsskipunum í sex ár, þar af lengi á Hamrafellinu og sótti olíu til Batum við Svartahaf í Georgíu. Þetta var löng leið og til- breytingasnauð, þó mikill væri munurinn á áfangastöðunum, og þar hygg ég hann hafa komist næst því að leiðast starfið. Árið 1966 réðst hann stýrimað- ur til Landhelgisgæzlunnar þar sem hann síðan starfaði til dauða- dags. Sigurjón kvæntist fyrrum skólasystur okkar, Jóhönnu Björk Hlöðversdóttur fóstru, árið 1964. Þau höfðu eignast dóttur, Sunnu Reyr, árið 1963, sem nú er búfræð- ingur að mennt og býr á Ósi við Bolungarvík með unnusta sínum Högna Jónssyni. Síðan eignuðust þau soninn Svein Reyr árið 1966. Jóhanna átti son fyrir, Hlöðver Reyr, þegar þau tóku saman og ættleiddi Sigurjón hann. Þau keyptu íbúð í Árbænum og síðar í Breiðholtinu og bjuggu sér heimili af myndarbrag. Átti Jó- hanna þar hlut fyllilega til jafns við mann sinn enda sá dugnaðar- forkur sem hún hefur haft fulla þörf fyrir að vera bæði þá og síðar. Ekki báru þau hjón gæfu til samlyndis og skildu árið 1976. Ári síðar keypti Sigurjón gamla íbúð á þriðju hæð í húsi við Lauga- veginn. Hún var í niðurníðslu og fóru nú flestar frístundir í að gera hana í stand. Þetta vann hann að mestu sjálfur en vinnufélagar hans og vinir, þeir Ólafur Pálsson, Magnús Jónsson og Lúðvík Ólafs- son, lögðu honum oftsinnis lið. Þessu verki var lokið fyrir nokkrum árum og íbúðin orðin ákaflega vistleg. En hann bjó þar ekki einn og vísast að fáar íbúðir af þessari stærð hafi verið byggð- ar fleirum. Hann hafði mikið yndi af gull- fiskarækt og voru a.m.k. fjögur stór fiskabúr búin fullkomnustu tækjum þar inni og hvert um sig með fjölda íbúa af öllum stærðum og gerðum. Auk þess var þar að sjálfsögðu vandað bókasafn um gullfiskaræktun, og var hann orð- inn ákaflega vel heima í þessum efnum. Hann gat setið langtímum sam- an, hlustað á tónlist og virt fyrir sér atferli þessara litfögru, þöglu vina sinna, sem hann annaðist af stakri natni. Sigurjón var safnari í eðli sínu. Hann átti vandað frímerkjasafn og ýmsa gamla muni sem skreyttu veggina í íbúðinni. í vor keypti hann sér vandaða myndavél og lét þar með rætast gamlan draum um að eignast slíkt tæki. Að sögn fé- laga hans á sjónum var hún líka óspart notuð þennan stutta tíma þar til hún hvarf með honum í djúpið. Þegar „þorskastríðið" stóð sem hæst, innti fóstra hans hann eftir því hvort ekki væri uggur í honum við þetta hættuspil. „Nei,“ svaraði Sigurjón. „Eigum við ekki alltaf þessa skuld ógoldna? Við fáum þetta líf og greiðum það fyrr eða síðar með dauðanum." Þeir sem velja sér störf á skip- um og flugvélum Landhelgisgæzl- unnar fara ekki í grafgötur um að lífið getur fengið skjótan endi. Hluti starfsins er að keppa við sjálfan dauðann og tortíminguna um mannslíf og verðmæti. Tilgangur hinstu farar Sigur- jóns og hans vösku félaga var að búa sig betur undir björgunar- störf í náttmyrkri og við erfiðar aðstæður, og enginn ræður sínum næturstað. Hið skjóta og ótíma- bæra fráfall vinar míns er mér þó minni harmur en ella mundi því ég hef mér nákomið dæmi um það hvernig alvarlegir sjúkdómar geta hægt og bítandi lagt að velli mátt og þrótt þeirra sem síst skyldi. Það þarf næstum því yfirnátt- úrulegt þolgæði til að umbera slíkt í áraraðir og ég þekkti skap- höfn vinar míns nægilega vel til að vita að hann hlaut þann kost- inn sem hann hefði sjálfur valið, stæði okkur mönnum yfir höfuð slíkt til boða. Um sjómennsku Sigurjóns get ég ekki skrifað nema af afspurn. Þó mun óhætt að segja að hann átti virðingu félaga sinna óskipta. Rangt væri að segja að hann hefði verið léttlyndur, hann gat haft allt á hornum sér þegar mikið stóð til, en var allra manna vaskastur þeg- ar á hólminn var komið og lék á als oddi þegar erfiðu verki var far- sællega lokið. Sigurður Steinar var fyrsti stýrimaður hjá honum þegar hann var skipstjóri í afleysingum á Ægi. „Betri skipstjóra hef ég ekki haft. Hann sýndi mér traust sem ég reyndi að verðskulda. Hafði öryggi kunnáttumannsins og ákveðni stjórnandans. Hann var afburða stærðfræðingur og sigl- ingafræðingur, og skýrslugerð hans var okkur hinum til fyrir- myndar bæði um stíl og mál. Smá- muna- eða afskiptasemi átti hann ekki til, lét hvern mann um sitt verk en fylgdist grannt með öllu, hældi því sem vel var gert en fann að því sem miður fór. •Undir hans stjórn vann áhöfnin sem einn maður," sagði Sigurður og eftir einum virtasta skipherra Gæzlunnar hafði hann „að galla hefði hann Sigurjón vissulega haft, en þeir hefðu verið léttvægir á móti kostunum." Finnist nú einhverjum gæta ótilhlýðilegs alvöruleysis í þessari minningargrein er því til að svara að vílskrifum að vini mínum gengnum ætla ég ekki að standa honum skil þegar við hittumst hinumegin, og svo að í einni af mörgum kvikmyndum, sem við sáum saman strákar, var jarðar- för í Harlem. Þetta svarta fólk, sem undir dýrlegum Dixiland-tónum fylgdi hinum látna til grafar, myrkvaði ekki boðskap Krists um annað líf og betra að þessu loknu með okkar evrópsku efagirnd. Þetta var að okkar viti hið rétta viðhorf til dauðans. Að lokum vil ég votta börnum Sigurjóns, móður, fósturmóður og bróður og öðrum vandamönnum og vinum samúð mína og þakka forsjóninni þennan góða vin og þær stundir sem við áttum saman. Kristinn Helgason Minning: Emilía Jónas- dóttir leikkona Kveðja frá I>jóöleikhúsinu Emilía Jónasdóttir, leikkona, fæddist 19. maí 1091 á Þingeyri við Dýrafjörð. Foreldrar hennar voru Jónas Jónasson og Ingibjörg Bergsdóttir. Leikferill Emilíu hófst snemma og lék hún frá unga aldri með áhugamannahópum, en hennar fyrsta „skráða“ hlutverk er Greifafrúin í „Ambrosíus" eftir Christian Molbeck hjá Leikfélagi Akureyrar undir leikstjórn Har- aldar Björnssonar. Emilía lagði leið sína upp á leiksvið Reykjavík- ur upp úr árinu 1940 og lék fjöl- mörg hlutverk hjá Leikfélagi Reykjavíkur alveg fram á árið 1970. Emilía réðst strax að Þjóðleik- húsinu við opnun þess og lék í tveimur af þremur opnunarsýn- ingum leikhússins, þ.e. Guðfinnu í „Fjalla-Eyvindi" og móður Jóns Hreggviðssonar í „íslandsklukk- unni“. í hálfan þriðja áratug lék Emilía ótal hlutverk á fjölum Þjóðleikhússins eða þar til fyrir um það bil tíu árum er heilsa hennar fór að gefa sig, þannig að hún neyddist til að leggja leiklist- ina á hilluna. Emilía var sérstökum kostum búin sem leikkona, einkum og sér í lagi naut hún sín í gamanhlut- verkum, svipbrigði hennar og hin djúpa sérkennilega rödd hrifu með sér hvern þann áhorfanda sem í salnum var. Margar ógleymanleg- ar persónur skapaði hún á sviði og var hún í hópi vinsælustu gaman- leikara landsins. Nægir að nefna Tannhvössu tengdamömmuna, Gróu á Leiti í „Pilti og stúlku" og Magðalenu í „Æðikollinum". Ekki voru þó hæfileikar hennar ein- skorðaðir við gamanleik, henni tókst einatt að skapa trúverðugar, sterkar og eftirminnilegar persón- ur úr þeim hlutverkum sem hún fór með, sem dregnar voru ein- földum en skýrum dráttum, eða hver man t.d. ekki eftir henni í Títúbu í „í deiglunni", sem það leikrit sá. Emilía var öllum landsmönnum vel kunn, ekki síst fyrir þátttöku hennar í leikferðum um landið, en þær voru ófáar, einna mestum vinsældum náði hún í hlutverki Nillu í „Jeppa á Fjalli", sem hún ferðaðist með um landið þvert og endilangt. Þá má ekki gleyma vinsældum hennar meðal barnanna. Hún sló í gegn í öllum þeim barnaleikritum sem hún tók þátt í og rödd hennar mun hljóma í mörg ár enn í hlut- verkum Bangsamömmu í „Dýrun- um í Hálsaskógi" og Soffíu frænku í „Kardimommubænum", en leik- rit þessi eru ennþá með vinsælasta barnaefni sem fæst á hljómplöt- um. Ekki er hægt að skiljast svo við minningu Emilíu Jónasdóttur að ekki sé þess getið hvernig hún var að tjaldabaki og í persónulegri viðkynningu. Hún var einstaklega glaðvær og hlýleg í viðmóti, hún átti einstaklega auðvelt með að kynnast fólki og gera það að vin- um sínum og aldrei fór á milli mála hvort Emilía var stödd í hús- inu eða ekki, því þegar hún var viðstödd glumdu hlátrasköllin um alla ganga, og hennar hlátur skar sig alltaf úr. Hlátur hennar sem var afar magnaður hafði oft góð áhrif á sýningar, því ef hún var stödd í áhorfendasal og hló hreif hún alla með sér og lyfti þá sýn- ingum á „æðra plan“. Emilía hélt upp á áttræðisaf- mæli sitt hjá dóttur sinni í Hafn- arfirði. Á örskömmum tíma fyllt- ist þar húsið af vinum hennar og kollegum og þar ríkti hin gamla glaðværð og sérstaka leikhús- stemmning sem ævinlega fylgdi þessari vinmörgu og vinsælu leik- konu. Þegar við nú kveðjum Emilíu Jónasdóttur eftir langa og góða viðkynningu, þá er efst í huganum þakklæti, þakklæti fyrir hennar stóra skerf til íslenskrar leiklistar og þakklæti fyrir minninguna um allar þær góðu stundir sem leik- húsfólk hefur notið með henni. Fyrir hönd Þjóðleikhússins vil ég votta fjölskyldu hennar allri innilega samúð. Gísli Alfreðsson Theodóra Stefáns- dóttir — Minning Fædd 14. september 1899 Dáin 25. febrúar 1984 Á morgun, mánudaginn 5. mars, veður gerð frá Bústaðakirkju í Reykjavík útför Theodóru Stef- ánsdóttur til heimilis að Álfta- mýri 14. Theodóra var fædd á Króksvöll- um í Garði, dóttir hjónanna Stef- áns Einarssqnar frá Skálabrekku í Þingvallasveit og Sigríðar Sveinsdóttur frá Brekku á Kjal- arnesi. Voru þau systkinin 10, en eftirlifandi nú eru 4. Hún giftist hinn 28. desember 1918 Þormóði Sveinssyni. Þeim varð 6 barna auðið og eru 5 á lífi. Fyrstu árin bjuggu þau í Garðinum, en flutt- ust árið 1920 til Reykjavíkur og bjuggu þar síðan. Hinn 11. janúar 1964 andaðist Þormóður eigin- maður hennar. Theodóra átti við mikil veikindi að stríða síðustu árin og var það ósjaldan, að hún virtist liggja fyrir dauðanum, en ávallt náði hún sér á strik aftur, enda mjög ákveðin og sjálfstæð á allan hátt. En svo dó hún, okkur öllum að óvörum, er hún sat yfir kaffisopa rétt eftir hádegið, þrautalaus. Kvöldið áður hafði dóttir hennar Sveiney verið í heimsókn og var hún þá með hressasta móti. Theodóra var trúuð og hjálpsöm mjög, enda vissi fólk ávallt hvar hana var að finna, ef eitthvað bjátaði á. Ég minnist þess best, þegar bóðir minn slasaðist, þá var strax sent eftir ömmu Theu, eins og hún var kölluð. Á hverju kvöldi bað hún með okkur sýstkinunum, meðan hann lá meðvitundarlaus á spítalanum. Hún var mikið fyrir kveðskap og kunni heilu kvæðin utanað og gat ávallt fundið vísur, er hentuðu hverju tækifæri, jafnvel er hún átti hvað erfiðast um mál í veik- indum sínum. Eitt sinn, er hún lá sem oftar á spítala, kom til hennar maður, er fór með eftirfarandi vísu fyrir hana. Mér er hún mjög minnis- stæð, vegna þess að ömmu þjótti mjög vænt um hana og fór oft með hana, er maður var eitthvað hnugginn. Þó að leiðin virðist vönd vertu ekki hryggur, það það er eins og hulin hönd hjálpi er mest við liggur. Við barnabörnin eigum um hana góðar minningar og vil ég Emilía Jónasdóttir, leikkona, er dáin. Það kom eins og reiðarslag yfir mig þegar ég frétti lát henn- ar. Ég sakna hennar sárt því hún var góð kona og mér þótti reglu- lega vænt um hana því hún vildi öllum vel og oft var hlegið þegar hún sagði frá. Ég kynntist henni þegar ég var 5 ára gamall og kom til hennar og söng fyrir hana öll lögin úr Kardimonnubænum og skemmtum við okkur vel. Á seinni árum þróaðist þessi vinátta, þar sem ég í mörg ár var sendill fyrir hana og þegar því var lokið sátum við í eldhúsinu á Óðinsgötu 22A þar sem hún bjó. Nú er hún farin yfir móðuna miklu, á annað svið þar sem hún leikur nú. Árið 1972 lékum við í sama leik- ritinu um Jón Arason biskup í Þjóðleikhúsinu þar sem ég vinn nú, hún var ráðskona og ég vinnu- maður. Annars man ég hana best í hlutverki Soffíu frænku og mörg- um öðrum hlutverkum, eins og í Leynimel 13 í hlutverki tengda- mömmu. Einnig sem barnfóstruna í Ferðinni til tunglsins, sem ég held að hafi verið hennar síðasta hlutverk. Ég geymi minningu góðrar konu í hjarta mínu. Dætrum, tengdasonum, barna- börnum og langömmubörnum, sendi ég innilegar samúðarkveðjur og bið Guð að styrkja þau í þeirra þungu sorg. Kristinn Guðmundsson enda þessa minningargrein um ömmu með þeim orðum, sem hún sagði svo oft: „Ef eithvað amar að, skaltu biðja", og síðan fór hún með þetta vers: „Bænin má aldrei bresta þig búin er freisting ýmislig þá líf og sál er lúð og þjáð lykill er hún að Drottins náð.“ (H.P.) Nanna Harðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.