Morgunblaðið - 04.03.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.03.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARS 1984 27 Frá Dagsbrúnarfundinum 23. febrúar sl. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður, telur sig greinilega ekki þurfa á ráðum Óskars Ólafssonar, stjórnarmanns, að halda. Þröstur Ólafsson, forstjóri Dagsbrúnar, hlustar þungbúinn á samtal þeirra. sá stjórnmálaflokkur sem gæti fylgt eftir baráttu verkalýðshreyf- ingarinnar. Guðmundur Hallvarðsson sagði í Morgunblaðsviðtali 28. febrúar sl.: „Það er forustukreppa í ís- lenskri verkalýðshreyfingu og bú- in að vera lengi. Hún byggist á því að ekki hefur verið hugsað nógu mikið um að endurnýja forustulið hreyfingarinnar." Og Pétur Tyrf- ingsson réðst persónulega að Ásmundi Stefánssyni í Morgun- blaðsviðtali 26. febrúar 1984 og sagði hann „of hátt launaðan menntamann, sem ekki skynji og skilji kjör verkamanna, og þannig mönnum hafi verkalýðshreyfingin lítið gagn af til baráttu." Guðmundi J. Guðmundssyni tókst að fella Ólaf R. Grímsson í forvali Alþýðubandalagsins fyrir þingkosningarnar vorið 1983. En tekst honum að koma Þresti ólafssyni í formannsstöðu í Dagsbrún? Það kom mjög á óvart síðasta haust þegar það spurðist að ráða ætti Þröst Ölafsson, sem verið hafði aðstoðarmaður Ragnars Arnalds í fjármálaráðuneytinu og er hagfræðingur, sem fram- kvæmdastjóra eða forstjóra Dagsbrúnar. Stóð Guðmundur J. þannig að ráðningu Þrastar að við lá aj^ félagið splundraðist. Þótti ráðmngin enn eitt dæmið um það að verkalýðshreyfingin gæti ekki endurnýjað sig innan frá undir forsjá Alþýðubandalagsins. Nú á eftir að sjá hvernig það kemur heim og saman hja Fylk- ingarfélögum að breyta Dagsbrún í „byltingartæki verkalýðsins" og starfa með Þresti ólafssyni. Hann sagði í grein í Morgunblaðinu 10. desember 1982: „Verkfallsréttur- inn, sem upphaflega átti að vera vopn þeirra smáu og fátæku, er nú miskunnarlaust nýttur af hags- munasamtökum með einokunar- aðstöðu þeirra sterku. Þjóðfélags- heildinni, sem er varnarlaus gagn- vart þessu, er stillt upp við vegg eins og í svæsnum bófamyndum, þar sem krafan um peningana eða lífið gildir ein. í stríðsdansi hags- munasamtakanna er almanna- valdið ákaflega veikburða." Ekki einu sinni Morgunblaðið hefði kveðið svo fast að orði í forystu- grein! Þröstur Ólafsson hefur átt erf- itt uppdráttar innan Alþýðu- bandalagsins og meðal annars ekki náð kjöri í miðstjórn flokks- ins. Hins vegar bar svo við eftir aðalfund verkalýðsmálaráðs Al- þýðubandalagsins sem haldinn var 4. febrúar 1984 að Þröstur Ólafsson var kjörinn formaður framkvæmdanefndar þess. Var á það bent í forystugrein Morgun- blaðsins, eftir að Dagsbrúnar- menn höfðu fellt kjarasaminginn sem Ásmundur Stefánsson gerði, að líklega yrði Þröstur næsta for- setaefni Alþýðubandalagsins á þingi Alþýðusambandsins. Ætlar Þröstur Ólafsson að nota stöðuna sem skapast hefur núna til að sanna í framkvæmd, að orð Guðmundar Sæmundssonar um að verkalýðsforystan hafi fælt fólk frá verkfallsaðgerðum eigi ekki við um nýráðinn forstjóra Dags- brúnar? Óljóst um úrslit Á þessu stigi er ógjörningur að segja fyrir um það til hvers átökin um nýgerða kjarasamninga innan verkalýðshreyfingarinnar og Al- þýðubandalagsins muni leiða. Augljóst er að flokksbroddarnir í Alþýðubandalaginu hafa tekið af- stöði%. með meirihlutanum á Dagsbrúnarfundinum, þótt þeir væru á báðum áttum fyrir fund- inn. Þeir hafa reynt að beita áhrif- um sínum í öllum verkalýðsfélög- um í því skyni að fá samningana fellda. Jón Kjartansson, formaður verkalýðsfélagsins í Vestmanna- eyjum, er tryggur alþýðubanda- lagsmaður og eltir hina pólitísku forystu gagnrýnislaust. Þegar hann var spurður um samningana daginn sem þeir voru gerðir sagð- ist hann ekki geta annað en stutt þá, því að „áróðurslega" væri stað- an þannig að þeir sem væru á móti samningunum yrðu taldir á móti því að bæta kjör láglaunafólks — en aldrei á stjórnartíma Alþýðu- bandalagsins var gert svipað átak til þess. í Morgunblaðinu 28. febrúar er sagt frá því að samn- ingarnir hafi verið felldir í félagi Jóns Kjartanssonar og eftir hon- um er haft: „Staðreyndin er sú, að þetta eru einhverjir aumingja- legustu samningar sem gerðir hafa verið ...“ Vinstri öfgamenn eru að ná betri stöðu innan Alþýðubanda- lagsins en þeir hafa haft um lang- an tíma. Nú beina þeir spjótum sínum að Ásmundi Stefánssyni. Það fer eftir því hvernig þeim tekst glíman við hann hvenær þeir snúast gegn Svavari Gestssyni sem að þeirra mati hefur ekki síð- ur svikið málstað verkalýðsins fyrir valdastóla. Verður Þröstur ólafsson forystumaður þessa nýja valdahóps í Alþýðubandalaginu? Sá sem reynir nú að nýta sér stöð- una til hins ýtrasta er ólafur R. Grímsson. Þjóðviljinn þar sem andi Ólafs svífur nú yfir vötnum snerist alfarið gegn Ásmundi Stefánssyni um leið og vinsældir Fylkingarinnar birtust í atkvæða- tölum frá Dagsbrúnarfundinum. Staða Guðmundar J. Guð- mundssonar, formanns Dagsbrún- ar, forseta Verkamannasam- bandsins og þingmanns Alþýðu- bandalagsins, er veik. Vinsældir hans meðal almennings minnka í réttu hlutfalli við það hve oft hann kemur fram í sjónvarpi. Guðmundur J. og Albert Guð- mundsson, fjármálaráðherra, gerðu samning milli ríkisins og Dagsbrúnar: „Ef einhver spyr hvort þetta sé vegna vinskapar okkar Alberts þá erum við búnir að vera nánir vinir í yfir 20 ár. Ég held samt sem áður, að hvorugur geti breytt hinum eitt eða neitt," sagði formaður Dagsbrúnar í Morgunblaðsviðtali 29. febrúar. Guðmundur J. var í minnihluta innan stjórnar Verkamannasam- bands íslands, þegar hann ákvað að snúast gegn kjarasamningun- um. Karl Steinar Guðnason, vara- forseti sambandsins og þingmaður Alþýðuflokksins, mælti eindregið með gerð og samþykkt kjarasamn- ingsins, þar með rofnaði banda- lagið sem var forsendan fyrir samstarfi A-flokkanna í kosning- unum.1978 og breytt var í kjara- baráttu og leiddi til stjórnar- myndunar 1978 og tæplega fimm ára setu kommúnista í ríkisstjórn. Þótt úrslitin séu óljós á þessari stundu er það víst að baráttu- krafturinn innan Alþýðubanda- lagsins kemur frá vinstri, frá bylt- ingarmönnum í nafni heims- kommúnismans sem ætla að fylla tómarúmið í kringum Svavar Gestsson á sama hátt og þeir fylltu það með eftirminnilegum hætti í kringum Guðmund J. Guð- mundsson. Úttekt á starf- semi UNESCO l'arís, 1. mars. AP. Menningar-, vísinda- og mennta- stofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, sem á yfir höfði sér að Bandaríkin dragi aðild sína að stofn- uninni til baka, hefur fallist á að úttekt verði gerð á starfsemi stofn- unarinnar af hálfu bandarískrar þingnefndar. Stofnunin féllst á þessa úttekt í kjölfar viðræðna Amadou Mahtar M. Bow, framkvæmdastjóra henn- ar, og James Scheuer, fulltrúa- deildarþingmanns, sem er formað- ur vísinda- og tækninefndar full- trúadeildar Bandaríkjaþings. Nefndin mun á næstunni fjalla um þá ákvörðun Bandarík’- manna að draga sig út úr stofnun- inni. Búist er við að Scheuer kynni á blaðamannafundi á föstudag með hvaða hætti úttektinni verði hátt- að. Ekki fylgir fréttum hvort út- tekt fari fram á fjármálum stofn- unarinnar, en því er haldið fram að óreiða sé á þeim. Ef í ljós kæmi að óreiða og spilling viðgengist gæti M. Bow neyðst til að segja af sér, en ef í ljós kæmi að ekkert væri athugavert við fjármálin yrðu Bandaríkjamenn að endur- skoða hótun sina um að draga sig út úr UNESCO um næstkomandi áramót. Útgöngubann sett á síkha Delhí, 1. mars. AP. Útgöngubann hefur verið fyrir- skipað í næsta nágrenni helgistaðar síka í Amritsar, hinni helgu borg síka 400 km norðvestur af Delhí. Bannið nsr til svo til allra hverfa borgarinnar og næsta nágrennis. Bannið var sett á í kjölfar láts fjögurra manna í árás hryðju- verkamanna á hindúa í Punjab. Að minnsta kosti 42 manns voru fluttir í sjúkrahús í Amritsar í kjölfar þess að öfgafullir síkar vörpuðu öflugri sprengju inn í hóp hindúa, sem sátu að fagnaði í minningu guðsins Shiva, guðs eyðileggingarinnar. Jafnframt tóku fleiri hermenn sér stöðu í nágrenni helgistaðar- ins, Gullna hofsins, sem síkar nota sem vopnageymslu og afdrep fyrir flóttamenn. Stuttfréttir ... Öeirðir í Nígeríu Lagos, Nfgeríu, 1. mars. AP. LÓGREGLA og meðlimir sértrú- arsafnaðar frá múhameðstrúar- mönnum börðust á ný í bænum Vola í Gongola-fylki í dag. Þar hófust átökin mjög skyndilega á mánudaginn síðastliðinn og hafa blossað upp daglega síðan. Síðan á mánudag hafa alls 137 manns látið lífið í Gongola, en heldur hefur dregið úr átök- unum eftir j)ví sem liðið hefur á vikuna. Á áttunda hundrað manns hafa verið handteknir. Sértrúarsöfnuður þessi er kenndur við stofnandann og leiðtogann sem heitir Maitats- ine. Spá Mondale sigri New York, 1. mars. AP. STUÐNINGSMENN Walters Mondale létu i dag í Ijósi bjart- sýni á að þeirra maður myndi vinna forkosningu Demókrata- flokksins í Maine um helgina. Stuðningsmenn Gary Hart tóku undir það og sögðu ekkert benda til þess að þeirra maður myndi þar koma jafn mikið á óvart og raun varð á í New Hampshire. Einn helsti stuðningsmaður Hart, aðstoðarríkisstjórinn James Henderson, var þó á öðru máli, hann sagði að Mondale ætti marga stuðn- ingsmenn í Maine sem væru ekki tryggir og líklegir til að fylkja sér heldur um Hart þeg- ar á hólminn væri komið. O’Neil hættir Boston, 1. mars. AP. THOMAS O’Neil, forseti full- trúadeildar bandaríska þingsins, tilkynnti í dag að hann myndi setjast í helgan stein að einu kjörtímabili til viðbótar loknu. Thomas, einn áhrifamesti stjórn- málamaður Bandaríkjanna, á sér þó einn draum og hann er að Ijúka ferlinum sem sendiherra Bandaríkjanna á írlandi. Fái hann þá stöðu mun hann fresta áformum sínum. Svíar sprengja Stokkbólmi, 1. mars. Frá Olle Kkström frétUr. Mbl. SÆNSKI sjóherinn varpaði einni djúpsrengju og einni hand- sprengju í sjóinn nærri herstöð í skerjagarðinum skammt frá Karlskrona, er leit að óþekktum kafbáti hélt áfram í dag og þriðja leitarvikan hófst. Tvær þyrlur sveimuðu yfir staðnum í hálftíma áður en gripið var til aðgerðanna. „Sprengjurnar voru kafbátn- um til varnaðar," sagði tals- maður sjóhersins. Hann stað- festi og að einn til þrír smá- kafbátar væru trúlega lokaðir inni, en móðurkafbátur biði þeirra sennilega á opnara haf- svæði. Khmerar í sókn Bangltok, Thailandi, I. mars. AP. TALSMENN Kauðu khmeranna í Kambódíu sögðu í dag, að sveit- ir þeirra hefðu ráðist á varðstöð víetnamska hersins við hafnar- borgina Kompong Som í Kamb- ódíu, stökkt varnarliðinu á fiótta og haldið stöðinni í einn sólar- hring uns þeir urðu frá að hverfa á ný vegna gagnsóknar Víet- nama. Khmerarnir sögðust hafa drepið 10 víetnamska hermenn og sært aðra 7, en minntust ekkert á eigið mannfall. Til- kynning khmeranna er ein af mörgum að undanförnu sem segir frá velgengni þeirra. Vestrænar leyniþjónustur telja ástæðu til að taka tilkynning- um khmeranna með varúð. Þeir votta þó, að þeir hafi sótt í sig veðrið siðustu mánuðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.