Morgunblaðið - 04.03.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.03.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARS 1984 Hallvaröur Einvarösson, rannsóknarlögreglustjóri ríkisins, á skrifstofu sinni í húsakynnum RLR í Kópavogi. Morgunblaðið/ Friðþjófur. GAGNKVÆMT TRÚNAÐAR- TRAUST VERÐUR AÐRÍKJA MTLU LÖGREGLU 0G ALMENNINGS Rætt við Hallvarð Einvarðsson rannsóknarlögreglustjóra um starfsemi Rannsóknarlögreglu ríkisins Viötal: SVEINN GUÐJÓNSSON Störf íslenskra lög- reglumanna hafa verið talsvert til umræðu að und- anförnu, í kjölfar atviks er átti sér stað eftir að gestur á veitingahúsi fann ekki frakkann sinn og nú hefur leitt til opinberrar málshöfðunar á hendur þremur lögreglumönnum. Fjölmiðlar hafa fjallað um málið frá ýmsum hliðum og í þessu máli, sem öðrum, eru skoðanir skipt- ar, þótt nokkuð hafi hallað á lögregluna í hinni opin- beru umræðu. A þeim vettvangi hefur í sumum tilfellum verið reitt hátt til höggs og lögreglan borin þungum sökum. Áður- greint mál er vissulega alvarlegs eðlis og vekur ýms- ar spurningar, en er þó í raun aðeins hluti af stærra umfangi, enda hef- ur umræðan í heild fjallað um annaö og meira en þetta afmarkaða mál. í Ijósi þeirra staðreynda hafði Morgunblaðið sam- band við Hallvarð Ein- varösson, rannsóknar- lögreglustjóra, og leitaði svara við nokkrum spurning- um sem upp hafa komið í þessari umræðu svo og um ýmislegt er varðar starfsemi Rannsóknarlög- reglu ríkisins. Hallvarður Einvarðsson var skipaður yfirmaður Rannsóknar- lögreglu ríkisins, er sú stofnun tók til starfa hinn 1. júlí 1977. Hann útskrifaðist frá lagadeild Háskóla íslands vorið 1958 og hóf þá störf sem fulltrúi hjá Borgarfógeta- embættinu í Reykjavík. Á árunum 1959 og ’60 stundaði hann nám í stjórnvísindum og þjóðarrétti við ríkisháskólann í Madison í Wis- consin og var um skamma hríð veturinn eftir við nám í París í skyldum greinum. Hallvarður hóf störf sem fulltrúi saksóknara ríkisins er það embætti var stofn- að hinn 1. júlí 1961 og þar starfaði hann óslitið, fyrst sem fulltrúi og síðan sem aðalfulltrúi og vara- ríkissaksóknari þar til hann var skipaður rannsóknarlögreglu- stjóri ríkisins. Auk þessara aðal- starfa var Hallvarður í nokkur ár varaformaður ríkisskattanefndar og ennfremur hefur hann nú um árabil starfað að kennslu í refsi- rétti við Háskóla fslands. Vegna starfa sinna hefur Hallvarður far- ið í náms- og kynnisferðir til út- landa og jafnframt setið fjöl- marga fundi, sem haldnir hafa verið á hans starfsvettvangi bæði hér heima og erlendis. Þar á með- al sótti hann um nokkurn tíma, ásamt Valdimar heitnum Stef- ánssyni, fyrrum ríkissaksóknara, fundi þeirrar nefndar Evrópu- ráðsins, sem fjallar um afbrota málin. Hallvarður gat þess sér- staklega í spjalli okkar um starfsferil hans, að það hefði verið sér ómetanleg reynsla að starfa um langan tíma við hlið Valdi- mars Stefánssonar og njóta leið- sagnar þess mikilhæfa manns. Við vikum síðan talinu að þeim breytingum sem á urðu þegar Rannsóknarlögrela ríkisins tók til starfa, en um það sagði Hallvarð- ur m.a.: „Það er auðvitað ljóst, að þegar Rannsóknarlögregla ríkisins tók til starfa þá blöstu við geysimikil viðfangsefni, sem var skipulagn- ing hinna margháttuðu starfa sem biðu þeirrar stofnunar. Hvað breytingarnar sjálfar varðar voru þær m.a. fólgnar í því, að því er varðar það svæði sem aðalstarfs- svæði RLR nær yfir, að yfirstjórn lögreglumála og yfirstjórn rann- sóknarlögreglu voru þá ekki leng- ur undir stjórn dómara á þessu svæði, heldur undir sjálfstæðri stjórn. Þessar breytingar voru þáttur í endurskoðun, sem unnið hefur verið að um áratuga skeið og rekja má allt til ársins 1948, en þá var lokið rækilegri heildarend- urskoðun á lagareglum um rétt- arfar í opinberum málum. f kjöl- farið var lögtekinn nýr lagabálkur 1951, sem fullnægði að vissu leyti þeim kröfum sem gerðar voru í þessari heildarendurskoðun, en af ýmsum ástæðum var tveimur mik- ilvægum þáttum þá slegið á frest, en það voru þeir þættir frum- varpsins er lutu að skipan ákæru- valds og rannsóknarvalds. Réttum tíu árum síðar, árið 1961, var þráðurinn tekinn upp að nýju að því er varðar ákæruvaldið. Þá voru lögteknar nýjar reglur um skipan ákæruvalds og ákæruvald- ið fengið í hendur sérstökum emb- ættismanni, saksóknara ríkisins. Þá komu einnig fram ábendingar og álitsgerðir um að brýna nauð- syn bæri einnig til að endurskoða og endurskipuleggja skipan rann- sóknarvalds þótt það næði ekki fram að ganga þá. Það var ekki fyrr en Réttarfarsnefnd tók upp þráðinn að nýju, á árunum 1975 og ’76, að fram komu tillögur um skipan þessara mála og það leiddi til þess, að þáverandi dómsmála- ráðherra, Olafur Jóhannesson, lagði fram frumvarp um Rann- sóknarlögreglu ríkisins, sem sam- þykkt var sem lög frá Alþingi í desember 1976 og tóku þau gildi hinn 1. júlí 1977. í meginatriðum er það því svo í dag, að Rannsóknarlögregla ríkis- ins hefur með höndum rannsókn á meginþorra þeirra sakamála, sem upp koma á aðalstarfssvæði RLR, eins og því er lýst í lögunum og í reglugerð um samvinnu og starfsskiptingu milli RLR og lög- reglustjóra auk þess sem hún get- ur verið kvödd til í einstökum málum, sem upp koma utan þessa svæðis. Getur til slíks komið að frumkvæði lögreglustjóra á svæð- inu, ríkissaksóknara svo og að eig- in frumkvæði RLR.“ íslcnsk réttarskipan í framhaldi af þessu var Hall- varður beðinn að rekja í stórum dráttum íslenska réttarskipan, ferilinn frá því maður er handtek- inn, grunaður um afbrot, og þar til dómur fellur í máli hans: „Almennt er það svo, að opinber mál eða sakamál koma upp með ýmsum hætti. Þau geta komið upp í kjölfar eftirlits og gæslustarfa lögreglunnar. Þau getur borið að með kæru einstakra aðila, sem telja á sér brotið, og þær kærur geta ýmist borist skriflega eða að menn koma sjálfir og lýsa í skýrslu þeim kæruefnum sem um er að ræða hverju sinni. Þá tekur við rannsókn þeirra sakarefna eða kæruefna, sem fram eru borin, að því tilskyldu auðvitað, að fyrir hendi sé nokkuð rökstuddur grun- ur um, að slíkt athæfi hafi verið framið sem gefi tilefni til lög- reglurannsóknar. Oft er það svo, að lögregla í hin- um ýmsu rannsóknarumdæmum annast frumaðgerðir vegna brota eða kæruefna og gefur almenna skýrslu um það hvers hún hefur orðið vísari og greinir frá þeim kæruefnum, sem upp hafa komið. Þetta er mismunandi eftir brot- um, en ákaflega oft er það svo, að það er hin almenna lögregla, sem verður þess fyrst áskynja að at- hæfi hefur verið framið, sem gefur tilefni til lögreglurannsóknar. í hlut hinnar almennu lögreglu falla því oft ákaflega mikilvæg viðfangsefni. Hún kemur á vett- vang og gerir fyrstu ráðstafanir í þágu rannsóknar málsins, þar til rannsóknarlögregla kemur á stað- inn og tekur við. Og ég vil leggja alveg sérstaka áherslu á mikil- vægi þessara fyrstu lögregluað- gerða, enda er lögð mikil áhersla á þetta atriði við kennslu í Lög- regluskóla ríkisins. Um lögreglurannsókn brota- mála er í nokkrum meginatriðum fjallað í reglum réttarfarslaga um meðferð opinberra mála og þar eru gefnar þær leikreglur og þær réttarreglur sem lögregla og rann- sóknarlögregla verður að fara eft- ir. Og á þetta er auðvitað lögð rík áhersla, bæði í Lögregluskólanum og á þeim sérnámskeiðum, sem haldin hafa verið á vegum RLR. Og ég leyfi mér að fullyrða, að lögreglumenn og rannsóknar- lögreglumenn eru vel að sér í þeim reglum sem lögin kveða á um, bæði vegna þeirrar fræðslu sem þeir hafa fengið og vegna reynslu í starfi. Auk þess starfa hér lög- fræðingar, sem hafa langa og mikla reynslu í meðferð opinberra mála. Þeir hafa áður starfað um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.