Morgunblaðið - 09.03.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1984
5
Frí-klúbburinn
efnir til tungu-
málanámskeiða
Morgunblaöiö/KÖE.
Samningafundur Dagsbrúnar og VSÍ
Starfsmenn skipafélaganna Eimskips og Hafskips ásamt fuiltrúum Dagsbrúnar lögðu fram kröfugerð sína um
sérkjarasamning á fundi með fulltrúum skipafélaganna og Vinnuveitendasambands íslands í húsnæði sam-
bandsins í gærmorgun. Vinnuveitendur hafa nú kröfugerðina til skoðunar en til nýs fundar hefur verið boðað á
þriðjudaginn kemur.
Djúpivogur:
fbúðarhúsið Björk brann
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
svohljóðandi frétutilkynning frá
Ferðaskrifstofunni Útsýn:
„Frí-klúbburinn, sem stofnaður
var að tilhlutan Útsýnar í ársbyrj-
un og telur nú á annað þúsund fé-
laga, er í þann veginn að hefja
margþætta starfsemi.
Alkunnugt er, að það veitir aukna
öryggistilfinningu og margfalda
ánægju og árangur af ferðalaginu,
ef ferðamaðurinn getur gert sig
skiljanlegan og blandað geði við
innfædda á þeirra eigin máli.
Með þarfir ferðafólks í huga efnir
Frí-klúbburinn til námskeiða þar
sem kennd verður undirstaða og
hagnýtur orðaforði talmáls, sem
helst þarf að nota á ferðalögum. Við
kennslu málsins verður ýmis hag-
nýt fræðsla samtvinnuð um ferða-
lög almennt og löndin, sem ferðast
er til. Kennt verður eitt kvöld í
viku, á mánudögum 2 stundir í senn
í 10 vikur og hefst kennslan nk.
mánudag, 12. mars, kl. 20.00.
Námshópar verða í spænsku, kenn-
ari Jesus Poteciano, fararstjóri Út-
26,69 kr. fyrir
karfakflóið
SN/EFUGL SU seldi afla sinn, 148,2
lestir, í Bremerhaven í gær. Heildar-
verð var 3.954.600 krónur, meðalverð
26,69.
Aflinn var mest megnis karfi og er
verðið því þokkalegt, enda heldur
minna um framboð en verið hefur að
undanförnu.
sýnar, í ítölsku, kennari Pétur
Björnsson, listfræðingur og farar-
stjóri, og í þýsku, Ása María Valdi-
marsdóttir, þýskukennari og æsku-
lýðsfulltrúi.
í öllum þessum málum verður um
byrjendakennslu að ræða og lögð
áherzla á að nemendur æfist strax í
að tala málið og mynda setningar.
Auk þess verður enskunámskeið,
þar sem miðað er við grunnskóla-
kennslu og áherzla lögð á notkun
talmáls á ferðalögum. Kennari
verður Árni Blandon, leikari og
kennari.
Námskeið þessi eru nýlunda, sem
mikil þörf er fyrir, þar eð þau eru
miðuð við sérþarfir ferðafólks og
keppt að því að ná undirstöðukunn-
áttu á skömmum tíma og með litl-
um tilkostnaði, því að námskeiðið
kostar aðeins kr. 500.00 fyrir 20
kennslustundir — eða kr. 25.00
fyrir kennslustundina. Kennsluna
annast hæfir og reyndir kennarar,
sem auk þess búa yfir mikilli ferða-
reynslu og þekkingu um viðkom-
andi land.
Námskeið þessi eru fyrir almenn-
ing, en félagar Frí-klúbbsins hafa
forgang. Frí-klúbburinn er opinn
neytendaklúbbur og þátttaka í hon-
um kostar ekkert nema kr. 100.00
fyrir útgáfu skírteinis.
Innritun á námskeiðin fer fram
næstu daga hjá Ferðaskrifstofunni
Útsýn, Austurstræti 17. Umsjón
með kennslunni hafa nýráðinn
framkvæmdastjóri Frí-klúbbsins,
Oddur Albertsson, og Ingólfur Guð-
brandsson, forstjóri Útsýnar."
(FrétUtilkynning.)
Djúpavogi, 8. mars.
UM KLUKKAN 2 í gær, 7. mars,
kviknaði í íbúðarhúsinu Björk á
Djúpavogi. Parna bjuggu ung hjón
með unga dóttur, konan var ein
heima með barnið, þegar eldsins
varð vart.
Dreif fólk fljótt að og var lokið
við að slökkva eldinn um klukkan
3.30. Húsið er rúmlega 30 ára
gamalt steinhús, klætt að innan
með pexplötum og magnaðist eld-
urinn því skjótt. Bæði hús og inn-
bú munu hafa verið fremur lágt
vátryggt og hafa ungu hjónin því
orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni og
einnig amma ungu konunnar, en
hún átti húsið og hluta innbúsins.
Var hún ekki heima þegar óhappið
varð.
Eldsupptök eru ókunn, en gisk-
að er á að kviknað hafi í út frá
rafmagni.
— Fréttaritari
II
n
ÍRnnRnmiieníiiBii
WflMWÍ flBÍ —■
I
■■
!■
!■
I
[ t i w*iri f rTTTTii
k___K I I XA-ZæLM_LWJL«.II
il—•' j M’aEZŒEE.mE.zmm
■■■■■■■■■■
mm
/ ,i
wAfí 3 rn|