Morgunblaðið - 09.03.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1984
37
færðust yfir, og frístundum fjölg-
aði. Sem fyrr er greint frá starfaði
Jonni samfleytt í rúm þrjátíu ár
hjá Kaupfélagi Árnesinga, eða allt
til ársins 1970 að hann réðst til
Bifreiðaeftirlits ríkisins hér á
Selfossi en þar starfaði hann til
dauðadags. Þar sem annars staðar
nutu mannkostir hans sín, bæði
hvað varðaði verksviðið sem var
hans fag, framkomuna við við-
skiptavinina og hæfileika hans við
að velja hinn rétta tón, en það er
hin sálræna innsýn sem örfáum
mönnum er gefin í samskiptum
við náungann.
Þetta átti einnig við um sam-
starfsmenn hans, þeir dáðu hann
og virtu og ég veit að þeir sakna
hans nú, þegar hann er ekki leng-
ur á meðal þeirra, og þá ekki síst
nafni hans Jón Sigurðsson, en þeir
voru búnir að vera saman á verk-
stæðum KÁ allt frá fyrstu tíð, og
miklir vinir, og hygg ég að það
hafi ekki síst verið fyrir hans orð
að Jonni hætti hjá kaupfélaginu
og fór til Jóns í eftirlitið, svo lítið
var honum gefið um að breyta um
vinnustað á lífsleiðinni eins og
raun ber vitni.
Eins og eðlilegt er um slíkan
mann sem Jonni var, átti hann sér
fjölda áhugamála, utan við sitt
daglega starf. Tónlistin á*' i þó þar
ætíð stærstan hlut, sú létta og
gáskafulla fyrr á árum, en síðar
hin sígilda og jafnvel me'ra. Þegar
Lúðrasveit Selfoss var stofnuð var
Jonni einn meðal stofnenda og
formaður hennar fyrsiu árin, og
ætíð mikill áhugamaður um vöxt
hennar og viðgang. Hann hafði
einnig yndi af ferðalögum og unni
íslenskri náttúru, og varð þeirrar
hamingju aðnjótandi að geta farið
með konu sinni í heimsókn til El-
ínborgar dóttur sinnar í Banda-
ríkjunum, og á sólarstrendur.
Góðar bækur um íslenskan fróð-
leik voru honum kærar, og veiði-
stöngin hans og vinur, Sveinn
Árnason á Eyrarbakka, voru hon-
um góðir förunautar á björtum
sumardegi við lygnan hyl.
En þrátt fyrir það, að áhuga-
málin væru af mórgum toga
spunnin og starfsdagurinn oft á
tíðum langur, gleymdi hann aldrei
vinum sínum og vandamönnum.
Ræktarsemi hans og umhyggja
fyrir aldraðri móður, sem hann
unni svo mjög, var aðdáunarverð,
því þó hin óumflýjanlegu örlög
yllu svo mikilli breytingu á högum
hans, strax í æsku, bar aldrei á
lífsleiðinni skugga á samband
þeirra og trúnaðartraust.
Þegar litið er til baka yfir far-
inn veg samferðamanns sem ég
kynntist þó allt of lítið, er vandi
og ekki við því að búast að ég geti
gert lífshlaupi hans þau skil sem
vert væri, sú ganga manna barna,
sem flestum finnst svo tilbreyt-
ingarlaus og snauð af stórviðburð-
um, verður þegar að er gætt oft
svo mikil saga.
Það verður því ekki síst á
kveðjustund, að minningarnar
sækja á hugann, þær sem í dags-
ins önn og amstri þóttu svo harla
smáar en birtast samferðafólkinu,
sem eftir lifir, líkt og skuggamynd
á tjaldi. Af öllum hinum mörgu
mannkostum sem Jón Kjartans-
son hlaut í fararnesti til sinnar
lífsins göngu, hér á jörð, hygg ég
þó að verði prúðmennska hans og
dagfarsprýði, og hin meðskapaða
hógværð í allri framkomu, sú
ímynd sem enginn okkar, sem
hann þekktum, munum nokkru
sinni gleyma, þannig var hann, og
þannig mun hann vera í huga
okkar allra. Hógværðin og lítillæt-
ið var að mínum dómi sterkasti
eðlisþátturinn í skapgerð hans,
það andlega afl, orkugjafi sem
felst í einu fegursta fyrirheiti
frelsara vors allra, er hann segir:
að sælir séu hinir hógværu, því að
þeir muni landið erfa.
Eiginkonu, aldraðri móður,
börnum hans og barnabörnum
votta ég mína dýpstu samúð, á
þessari sáru skilnaðarstund.
En vil að lokum segja, að ég trúi
því að á ströndinni, sem sálar vor
allra bíður, eru um þessar mundir
fagnaðarfundir þar sem margir
eru mættir, og á meðal þeirra
frændi hans með fagra hörpu, og
þeir vinirnir stilla aftur s.iman
sína strengi, með nýjum boga.
Árni Valdimarsson
+ Þökkum vináttu og samúö viö andlát og jaröarför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, INGIRÍOAR ÁRNADÓTTUR, Skólavöllum 4, Selfossí. Árni Einarsson, Guðrún Lillý Ásgeirsdóttir, Unnur Einarsdóttir, Gunnar Á. Jónsson, Jóna Einarsdóttir, Jón Helgi Hálfdanarson og barnabörn. + KATRÍN S. DÚADÓTTIR, Kirkjuvegi 34, Keflavík, veröur jarösungin frá Keflavíkurkirkju á morgun laugardaginn 10. mars kl. 14.00. Fyrir hönd ættingja, Sæmundur Dúason, Jón Sæmundsson.
t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóöir og amma, JÓNÍNA SIGRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, Vesturbergi 78, veröur jarösungin föstudaginn 9. mars frá kirkju Óháöa safnaöar- ins kl. 13.30. Guömundur Þóröarson, Ingi Berg Guðmundsson, Fanney Vigfúsdóttir, Guöjón M. Guömundsson, Sveinbjörn Laustsen og barnabörn. + Faöir okkar, tengdafaöir og afi, GUÐMUNDUR V. SIGURDSSON, Þórólfsgötu 8, Borgarnesi, verður jarösunginn frá Borgarneskirkju laugardaginn 10. mars kl. 13.30. Erla Guörún Guömundsdóttir, Boye Petersen, Þorgeir Guömundsson, Rebekka Benjamínsdóttir, Eydís Guömundsdóttir, Þorsteinn Benjamínsson og barnabörn.